Morgunblaðið - 30.10.1996, Side 4

Morgunblaðið - 30.10.1996, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framlög eigenda Landsvirkjunar framreiknuð til 14 milljarða Arðgreiðslur geta numið allt að 600 milljónum króna á ári Morgunblaðið/Golli FINNUR Ingólfsson, iðnaðarráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, og Jakob Björns- son, bæjarstjóri Akureyrar, lýstu öll ánægju sinni með samkomulag eigenda Landsvirkjunar. ARÐGREIÐSLUR Landsvirkjunar til eigenda, ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar, geta numið allt að 600 milljónum á ári. Reiknað er með að því takmarki verði náð árið 2004, miðað við þá samninga sem nú liggja fyrir um orkusölu og miðað við stækkun á jámblendiverksmiðj- unni og að nýtt álver Columbia rísi. Gert er ráð fyrir að arðgreiðslur verði samtals 193 milljónir á næsta ári, 200 milljónir árið 1998 og 334 millj- ónir árið 1999. Stefnt er að þvi að samkomulag eigenda Landsvirkjunar komi til framkvæmda á næsta ári, samþykki Alþingi lagabreytingar þar að lútandi í vetur. Morgunblaðið skýrði sl. laugardag frá helstu niðurstöðum nefndar, sem skipuð var til að kanna eignarhald, rekstrarfyrirkomulag og framtíðar- skipulag Landsvirkjunar. Þar kom fram, að stjórnarmönnum Lands- virkjunar verður fækkað úr 9 í 7. Alþingi mun ekki kjósa fulltrúa ríkis- ins, heldur skipar iðnaðarráðherra 3 fulltrúa, þar af stjórnarformann, en hingað til hafa eigendur Landsvirkj- unar komið sér saman um hver skuli sitja í forsæti stjómar. Reykjavíkur- borg mun áfram skipa 3 menn og Akureyrarbær 1, en stjómarformað- ur hefur tvöfalt atkvæðavægi. Samkomulag eigenda Landsvirkj- unar var kynnt á blaðamannafundi í gær, eftir að það var lagt fyrir ríkis- stjórnarfund og eftir að borgarráð og bæjarráð Akureyrar höfðu sam- þykkt það. Ríkið á 50% í fyrirtæk- inu, Reykjavíkurborg rúm 44,5% og Akureyrarbær tæp 5,5%. í sam- komulaginu er gert ráð fyrir að arð- gjafarmarkmið Landsvirkjunar skuli að jafnaði vera 5-6% á ári af eigin fé. Fjármálafyrirtækið JP Morgan endurmat framlag eigenda Lands- virkjunar til fyrirtækisins frá upp- hafí miðað við byggingavísitölu og vaxtareiknuð með 3% og telur þau samtals um 14 milljarða króna. Þessi eigendaframlög mynda stofn til útreiknings arðs, sem miðast við 5,5% af endurmetnum stofni. Á með- an hreinar rekstrartekjur án af- skrifta sem hlutfall af heildarskuld- um eru undir 12% koma 25% af reiknuðum arði til útborgunar, en 75% bætast við eigendaframlög og hækka arðgreiðslustofn. Þegar hlut- fallið verður á bilinu 12-15% nemur útborgaður arður 40% af reiknuðum arði og 60% fara til hækkunar á eig- endaframlögum. Eftir að hlutfallið nær 15% nemur útborgaður arður 60% af reiknuðum arði, en 40% bæt- ast við eigendaframlög. Reiknað er með að 15% hlutfalli verði náð árið 2004. Reiknað er með að gjaldskrá Landsvirkjunar verði óbreytt að raungildi til 2000, en lækki síðan um 3% árlega á næsta áratug. Endurskoðun fyrir 2004 Sérstakt ákvæði kveður á um að sameignarsamningurinn skuli end- urskoðaður fyrir 1. janúar 2004 og skuli þar á meðal skoðað hvort ástæða þyki til að stofna hlutafélag um rekstur Landsvirkjunar. Sá kost- ur var einn þeirra, sem skoðaður var nú. Þar þótti vænlegast, að hlutafé yrði aukið með nýrri aðild, t.d. um 30%, sem eru um 12 milljarðar og skattamál Landsvirkjunar endur- skoðuð. Lánshæfi yrði þannig tryggt með sterkari eiginfjárstöðu, um leið og nýr hluthafi gæti haft jákvæð áhrif á vöxt Landsvirkjunar. Talið er mögulegt að hugað verði að leið svipaðri þessari við endurskoðun fyr- ir árið 2004 og yrði hlutafé þá boðið út á innlendum og erlendum mark- aði. Hins vegar er þessi leið flókin, þar sem endurskoða þarf lánasamn- inga, starfsmannamál, lífeyrissjóðs- samninga o.fl. Allir flokkar sammála Finnur Ingólfsson, iðnaðarráð- herra, sagði að þrátt fyrir að eignar- aðild væri óbreytt þá væri rekstrar- form nú fært nær rekstri hlutafé- lags. „Eigendur eru sammála um að fyrirtækið verði rekið næstu sjö árin með þessum hætti," sagði Finnur. Hann kvað starf nefndarinnar hafa gengið mjög vel. Sjálfur hefði hann ekki átt von á að samkomulag næðist fyrir árslok. „Hins vegar er mjög breið samstaða, ekki aðeins meðal fulltrúa eigenda, heldur allra stjórn- málaflokka, eins og sést á afgreiðslu málsins innan borgarráðs og bæjar- ráðs Akureyrar." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri rifjaði upp að hún hefði átt erfitt með að sjá hvaða sértæku hagsmuni Reykvíkingar hefðu af því að eiga svo mikið fé bundið í Lands- virkjun. Arðgreiðslur hefðu verið litl- ar, eða um 260 milljónir alls á nú- virði frá 1977. Hún kvaðst sátt við niðurstöðuna nú. „Gerðar verða rík- ari arðsemiskröfur en áður og þar með eru hagsmunir Reykvíkinga bet- ur tryggðir. Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, kvaðst hafa verið sammála borgarstjóra um að eignin í Lands- virkjun yrði að vera arðbærari. „Nú hefur þetta samkomulag náðst, sem gerir Landsvirkjun kleift að styrkja stöðu sína áfram og halda við mark- mið um lækkun raforkuverðs, þrátt fyrir arðgreiðslur til eigenda. Ekki verður hróflað við eignaraðildinni um sinn, eða að minnsta kosti ekki fyrr en að endurskoðun kemur.“ Hlýtur að leiða til lækkunar raforkuv erðs Árni Sigfússon, oddviti Sjálfstæð- isflokksins í borgarstjórn, sagði í samtali við Morgunblaðið að með þessum samningi væri Ijóst að borg- arstjóri og R-listi hefðu fallið frá hugmyndum sínum að selja hlut borgarinnar í Landsvirkjun og fá 12 milljarða í borgarsjóð. Nú komi í ljós að sú hugmynd hafi verið villandi og álíka raunhæf og að Reykvíkingar ættu að losa sig við Reykjavíkurflug- völl í skiptum fyrir hraðlest til Kefla- víkur. „Það verður að segjast að Svavar Gestsson hefur nokkuð til síns máls þegar hann bendir á að ákvörðun um milljarða arðgreiðslur fram í tímann getur ekki verið slitin úr samhengi við raunverulega stöðu fyrirtækisins á hveijum tíma,“ sagði Árni. Hann segir líkur á að greiðslur til borgarinnar verði meiri með þessu fyrirkomulagi. „Að því leyti vænkast hagur Reykvíkinga, sem ætti að þýða að við lækkuðum arðkr- öfur Rafmagnsveitu Reykjavíkur sem aftur gæti lækkað verulega raforkuverð til fyrirtækja og heimila í Reykjavík." Utandagskrárumræður um eignarhald Landsvirk)unar Akvörðun um arð gagnrýnd EFNT var til utandagskrárumræðu á Alþingi í gær í tilefni af skýrslu iðnaðarráðherra um eignarhald Landsvirkjunar. Svavar Gestsson, málshefjandi, gerði vinnslu þessarar skýrslu að umtalsefni. Sú vinnsla hafí að sögn Svavars verið á könnu „mjög þröngrar nefndar," sem nær eingöngu full- trúar stjórnarflokkanna ásamt embættismönnum hefðu átt sæti í og hefði nefndin unnið sitt starf „á laun“. Gagnrýniverðast þótti Svavari þó sú niðurstaða skýrslunnar, eins og hún hefði verið kynnt í fréttum um helgina, að Landsvirkjun beri að greiða á næstu 15 árum eigendum sínum arð upp á 500-700 milljóna á ári, en hann sagði ekki síður gagnrýnivert að verð orkunnar verði ákveðið 10-20 ár fram í tímann. í ljósi þess að Landsvirkjun skuldaði um 50 milljarða króna þótti Svavari slíkar tillögur lítt við hæfí, auk þess sem það hefði aldrei verið borið undir stjórn Landsvirkjunar, hvert vera ætti arðhlutfall fyrirtækisins á næstu 10-20 árum. Svavar sagði iðnaðarráðherra ætla með um- ræddri skýrslu að stilla eignaraðilum Landsvirkj- unar og Alþingi upp við vegg. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra vísaði gagn- rýni Svavars á bug. Endurskoðun eignarhalds Landsvirkjunar hefði ekki sízt verið hafín að ósk borgarstjórans í Reykjavík, sem hafí oft sagt, að eðlilegt væri að borgarbúar fengju arð af eign sinni í Landsvirkjun. Tillögur nefndarinnar hefðu þegar verið einróma samþykktar í borgarráði sem og bæjarstjóm Akureyrar og ríkisstjórn. Sátt ríki um Landsvirkjun Ráðherrann benti á, að lagafrumvarp um framtíðarskipulag orkumála yrði seinna til um- ræðu á Alþingi, og þá myndu næg tækifæri gefast til að ræða skipan orkumála, en gagnrýni Svavars á niðurstöðu nefndarinnar um endur- skoðun á eignarhaldi og rekstrarformi Lands- virkjunar væri tilhæfulaus. Sturla Böðvarsson, sem eins og Svavar Gestsson á sæti í stjórn Landsvirkjunar, ítrekaði, að mjög mikilvægt væri að sátt ríkti um Landsvirkjun. Hann sagði endurskoðun eignarhalds Landsvirkjunar verða að tryggja viss meginatriði. Þau væru þau helzt, að eignaraðilum sé tryggð „eðlileg eignaraðild" að fyrirtækinu, tryggja verði lækkun orkuverðs og í þriðja lagi verði að tryggja eðlilegar arð- greiðslur án þess að þær komi niður á orkuverð- inu. Að tryggja þessi þrjú atriði telur Sturla vera forsendu þess að sæmileg sátt náist um rekstur Landsvirkjunar. Hjörleifur Guttormsson benti á, að umræddar tillögur að breyttum rekstri Landsvirkjunar væru ótímabærar; eðlilegt væri að fyrst yrði afgreitt hvaða afleiðingar tilskipun Evrópusambandsins um orkudreifingu, sem samþykkt var í sumar og koma mun til með að taka gildi á öllu EES-svæð- inu, hefði á rekstur Landsvirkjunar. Könnun á lífsháttum * og líðan Islendinga Streita hefur aukist STREITA er mest hjá langskóla- gengnum og hefur aukist meðal Islendinga á undanförnum tveim- ur árum. Þá neytir fólk oftar áfengis en áður og andleg heilsa þjóðarinnar er misjöfn eftir starfsstéttum, verri hjá þeim sem hafa styttri skólagöngu. Sá hópur reykir einnig meira, hreyfir sig síður og borðar óhollari mat en háskólamenntaðir. Þetta eru m.a. niðurstöður úr samanburðarkönnun sem gerð var af Félagsvísindastofnun á vegum Heilsueflingar um lífshætti 1.500 íslendinga 18-75 ára, árin 1994 og 1996. Heilsuefling er samstarfsverk- efni heilbrigðisráðuneytis og land- læknisembættisins um forvarnir og bætta lífshætti. Könnunin var gerð til að athuga áhersluþætti í forvarnarstarfi, sagði Anna Björg Aradóttir, verkefnisstjóri Heilsu- eflingar, í samtali við Morgunblað- ið. Meirihluti þjóðarinnar telur andlega og líkamlega heilsu sína góða og jafnvel betri en árið 1994. Heilbrigðir lífshættir eru þó marktækt tengdir lengri skóla- göngu, starfsstéttum og konur virðast almennt lifa heilbrigðara lífi en karlar. Andleg vanheilsa er t.d. algengari meðal sjómanna og bænda en hjá stjórnendum og æðstu embættismönnum. Aðstæður í umhverfinu virðast hamla því að sögn Önnu Bjargar að fólk með styttri skólagöngu tileinki sér heilbrigða lífshætti. „Þeir hópar hafa til að mynda ekki aðstæður eða næg tækifæri til að sinna líkamsrækt og finnst dýrt að borða grænmeti. Við viþ'- um hjálpa þessu fólki að lifa heilsusamlega, m.a. í samvinnu við verkalýðsfélögum og vinnustað- ina,“ sagði hún. Streita eykst með aukinni menntun Streita eykst samkvæmt könnuninni með aukinni skóla- göngu og aukningin er tiltölulega mest hjá aldurshópunum 35-44 ára og 60-75 ára. Almennt séð virðist streita vera algengari hjá konum en karlmönnum. Anna Björg telur skýringuna vera að verkstjórn á heimilum hvílir yfirleitt á þeim auk þess sem þær eru útivinn- andi. Mögulegt er þó að mati henn- ar að viðhorf til streitu séu kyn- bundin, þ.e. karlar leggi annað mat á stressþætti en konur. Áfengisdrykkja og reykingar Spurt var í könnuninni hve oft fólk neytir áfengis og þá kom í ljós að áfengisdrykkja hefur auk- ist frá árinu 1994. Það þýðir ekki að sögn Önnu Bjargar að fólk drekki meira en áður heldur hafi drykkjusiðir þess einfajdlega breyst. Þannig virðast Islending- ar, sérstaklega þeir sem eru lang- skólagengnir, drekka oftar léttvin og bjór með mat en áður. Dreifbýl- isbúar drekka samkvæmt könnun- inni sjaldnar en íbúar höfðuborg- arsvæðisins. Auk þess kom fram að áfengisdrykkja hefur aukist mest í yngstu aldurshópunum en einnig er aukning í elsta aldurs- hópnum og meðal kvenna frá ár- inu 1994. í könnuninni árið 1994 var að sögn Önnu Bjargar marktækur munur á reykingum kyryanna en þá reyktu karlar meira en kven- menn. Munurinn er hins vegar ekki marktækur í seinni könnun- inni. Einnig kemur þar fram að reykingar minnka með aukinni menntun og sjómenn reykja mest af starfsstéttunum en sérfræðing- ar minnst. i i t i I I I I I I i 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.