Morgunblaðið - 30.10.1996, Side 10

Morgunblaðið - 30.10.1996, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ \ FRÉTTIR MAGNÚS Þór með aflann, efst eru fjórir stærstu fiskamir og liggur 16 pundarinn efstur. Sníkjudýr eyð- ir norskum laxi 16 punda sjóbirt- ingur úr Tungu- fljóti SJÓBIRTINGSVERTÍÐINNI er nú lokið og var veiði góð víðast hvar, en þó nokkuð sveiflukennd eftir því hvernig vindar blésu og hitastig sveiflaðist. Algengt var að menn veiddu vel einn daginn, en ekkert þann næsta. Nóg var af fiski og mál manna að „tröllum“ hafi fjölgað síðustu ár og meira hafi verið af þeim í haust en síðustu árin. „Tröllin" eru um og yfir 10 punda birtingar og sá stærsti í haust sem Morgunblaðið hefur haft spurnir af var rétt tæp 16 pund, blóðgað- ur. Það var Magnús Þór Sig- mundsson tónlistarmaður sem veiddi ferlíkið í Tungufljóti á spón. „Ég var þama með félögum mínum síðustu veiðidagana og við sáum óvenjumikið af stórfiski. Ég fékk þann stóra á minnstu gerð af svörtum Tóbí í veiðistaðnum Breiðufor. Þetta var ótrúleg dags- stund, því ég setti í fimm bolta- fiska á stuttum tíma og náði fjór- um þeirra, þeir voru tveir 8 punda bg einn 9 punda auk þessa stærsta sem var tæp 16 pund, vigtaður við veiðihúsið nokkru eftir að hafa verið blóðgaður. Sá stóri var mjög erfiður og ég náði honum ekki fyrr en 200 metrum neðar í ánni. Rétt eftir að ég lenti í þessu ævintýri, kom Pálmi Gunnarsson veiðifélagi minn þarna, kastaði maðki og setti í gríðarlegan bolta. Hann missti hann eftir aðeins tæpa mínútu, en við sáum hann Sími 555-1500 Höfum kaupanda að 200-250 fm einbhúsi á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Engin skipti. Sumarbústaður Til sölu góður ca 50 fm sumarbústaður í landi Jarðlangsstaða í Borgarfirði. Eignarland hálfur hektari. Verð: Tilboð. Garðabær Stórás Gott ca 200 fm einbhús auk 30 fm bilsk. Mögul. á tveimur íb. Ekkert áhv. Skipti möguleg á 3ja herb. íb. Reykjavík Baughús Glæsileg ca 90 fm 3ja herb. ib. i tvib. með góðu útsýni. Áhv. ca 2,8 millj. húsbréf. Verð 8,5 millj. Skipholt Góð ósamþ. einstaklíb. ca 48 fm í fjölb. Verð 2,7 millj. Hafnarfjörður Sævangur Glæsilegt einbhús á einni hæð ca 180 fm auk tvöf. bflsk. Skípti mögul. á minni eign. Verð 16,0 millj. Breiðvangur Mjög góð 5 herb. ca 1.12 fm íb. á 2. hæð. Laus fljótl. Verð 8,4 millj. Álfaskeið Einbýlishús á tveimur hæðum með hálfum kj„ samtals 204 fm. Mikið endurn. Ath. skipti á lítilli íb. Reykjavíkurvegur Glæsileg 2ja herb. íb. á 3. hæð. Lítið áhv. Verð 4,3 millj. Vantar eignir á skrá Fasteignasala, Strandgötu 25, Hfj. Árni Grétar Finnsson, hrl. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl. L samt sem áður mjög vel. Miðað við þann 16 punda sem ég veiddi þá var fiskurinn sem Pálmi missti ekki undir 20 pundum, það full- yrði ég,“ sagði Magnús Þór í sam- tali við Morgunblaðið. Magnús sagði enn fremur að hann hefði víða farið um sjóbirt- ingsslóðir á Suðurlandi í haust og það væri víðast hvar sama sagan. Hann veiddi með félögum sínum í Eldvatni og var veiði mikil og allt að 13 punda fiskar. Einnig veiddu þeir vel í Grenlæk, Hörgsá og í annarri ferð í Tungufljót. „Auk þess heyrði ég góðar afla- tölur af mönnum sem höfðu verið á undan okkur. Þannig veiddum við ekkert í Jónskvísl, en nokkru áður veiddust þar 18 fiskar sama daginn, margir þeirra stórir. Það var það sama á svsgði 7 í Gren- læk, við fengum aðeins tvo fiska, en daginn áður veiddust 14 vænir fiskar. Þannig mætti áfram halda.“ BRÁÐDREPANDI sníkjudýr ógnar nú lífi í norskum laxveiðiám. Gyrodactylus salaris heitir sníkillinn sem hefur drepið ungviði í 39 ám í Noregi undanfarin ár. 23 laxveiði- ár hafa verið skolaðar með eitri sem eyðir öllu lífi til að vinna bug á þessari plágu og endurreisa laxa- stofninn. Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma, telur litla hættu stafa af sníklinum hér á landi; hann lifi eingöngu í ferskvatni og því þurfi ekki að óttast að hann berist hing- að með villtum fiski. Margar fegurstu og gjöfulustu ár Noregs hafa orðið þessum far- aldri að bráð, að því er fram kemur í norska dagblaðinu Aftenposten, sem fjallar um málið á laugardag í tilefni af því að plágan hefur bor- ist í Lærdalselva, eftirlætisveiðiá Haralds konungs. Gísli Jónsson segir að gyrodactyl- us salaris ráðist að tálknum ungvið- is og útrými fiski og skeldýrum. Óttinn við þetta sníkjudýr er ein helsta ástæða þess_ að mjög strang- ar reglur eru á íslandi um sótt- hreinsun þess veiðibúnaðar sem erlendir veiðimenn bera inn í landið. GUÐMUNDUR Árni Stefánsson, varaformaður Alþýðuflokksins, ætl- ar að greina frá því á morgun, fimmtudag, hvort hann býður sig fram til formennsku í Aljiýðuflokkn- um. t Guðmundur Ámi sagði i samtali við Morgunblaðið að kjör aðal- og varafulltrúa til setu á flokksþinginu lyki á fimmtudag og hann vildi ekki að ákvörðun hans hefði áhrif á kosn- ingamar. Á almennum fundi í Alþýðu- flokksfélagi Kópavogs, sem haldinn var 28. október, var samþykt áskor- un á Rannveigu Guðmundsdóttur, þingflokksformann Alþýðuflokksins, að gefa kost á sér í formannskjör Alþýðuflokksins á flokksþinginu. „Við teljum að nú sem aldrei fyrr þurfi Alþýðuflokkurinn á formanni að halda sem hefur bæði hæfileika og vilja til þess að sameina íslenska jafnaðarmenn," segir í ályktun fund- arins. Einnig vom kjömir 14 fulltrú- ar á væntanlegt flokksþing. Fundinn sótti 21 og sagði Magnús Ámi Magnússon, formaður Alþýðu- flokksfélags Kópavogs, í samtali við NÝR meirihluti bæjarstjórnar í Hveragerði undirritaði málefna- samning í lok ágústmánaðar og hef- ur nú lagt hann fram. Ástæðan fyrir því að samningur- inn er ekki lagður fram fyrr en nú er m.a. að nýi meirihlutinn vildi tryggja vinnufrið í upphafi starfs- tíma en ætlunin var ætíð að birta samninginn síðar, að því er segir í fréttatilkynningu. Eftir deilur meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, sem hefur verið í meirihluta í bæjarstjóm Hveragerð- isbæjar frá síðustu kosningum, mynduðu þrír bæjarfulltrúar flokks- ins af íjórum nýjan meirihluta með þremur fulltrúum H-lista sem voru í minnihluta. Knútur Bmun, oddviti sjálfstæðismanna, varð þá einn í minnihluta og sagði eftir það af sér Gísli hefur fylgst með fréttum af faraldrinum sem Norðmenn hafa glímt við síðan á síðasta áratug. Hann segir að upptökin megi senni- lega rekja til þess að seiðum var smyglað inn til Noregs frá Svíþjóð. Þessar tvær leiðir — veiðibúnaður eða seiði flutt milli landa — séu helstu leiðimar sem óttast þurfi að sníkjudýrið berist eftir. Til að endurreisa þær laxveiðiár sem orðið hafa fyrir barðinu á gyrodactylus salaris hafa Norð- menn gripið til eitursins rotenon. Ámar hafa verið skolaðar niður : með því og þannig hefur öllu lífi í j ánum verið eytt. Gísli Jónsson segir að með þessu móti detti út 3-5 árgangar en að því búnu nái laxastofninn sér upp að nýju. í Aftenposten segir að 11 ár séu þegar komnar í samt horf en alls hafa 23 norskar ár hlotið rodenon-meðhöndlun til að útrýma sníkjudýrinu. Að sögn Gísla Jónssonar hefur aldrei komið til þess að gripið hafi i verið til rodenon-skolunar eða hlið- j stæðra ráða í baráttu við fisksjúk- dóma í íslenskri á eða vatni. Morgunblaðið, að áskorunin á Rann- veigu hafi verið samþykkt mótat- kvæðalaust. Á fundi stjórnar Alþýðuflokksfé- lags Reykjavíkur í fyrrakvöld náðust sættir vegna kosningar aðal- og varafulltrúa á flokksþingið, sem fram fór um helgina en nokkur ólga kom upp í tengslum við kosninguna, þar sem þrír ungir jafnaðarmenn í '[ stjórn félagsins, sem voru á uppstill- i ingarlista stjórnar, náðu ekki kjöri sem aðalmenn. Annar listi fór af stað á meðan á kosningunni stóð en nöfn þeirra þriggja voru ekki á þeim lista. Náðu þau hins vegar kjöri sem varamenn. Málið var tekið fyrir í stjórn félags- ins í fyrrakvöld og var samþykkt að aðhafast ekkert frekar. Er gert ráð fyrir að umræddir stjórnarmenn taki I sæti á flokksþinginu í stað aðalfull- | trúa sem talið er víst að muni ekki , geta sótt þingið af ýmsum ástæðum. * „Við erum búin að afgreiða þetta mál og tökum þessum niðurstöðum með brosi á vör,“ segir Hólmfríður Sveinsdóttir einn stjórnarmannanna sem ekki náði kjöri. störfum í bæjarstjórn. Varamaður hans gekk til liðs við meirihlutann og eru nú allir bæjarfulltrúarnir í Hveragerði saman í meirihluta. Byggt á stefnu sjálfstæðismanna Að sögn Gísla Páls Gíslasonar forseta bæjarstjórnar í Hveragerði er málefnasamningurinn að mestu byggður á samþykkt Sjálfstæðis- manna í síðustu bæjarstjórn en þar er tekið á þáttum í rekstri og fram- kvæmdum Hveragerðisbæjar til loka kjörtímabils. Þá var samkomulag um að bæj- , arstjómin yrði undir forsæti sjálf- ■ stæðismanna en formaður bæjarráðs | og menningarmálanefndar kæmi úr W röðum H-listamanna. Mjólkurbíll valt við Kjartansstaði Sauðárkróki. Morgunbiaðið. FYRSTI vetrarsnjórinn féll í Skagafirði aðfaranótt þriðjudags og varð af þeim sökum víða hált á vegum bæði í héraði og á Sauð- árkróki. Lögreglunni á Sauðárkróki barst tilkynning rétt um klukkan sjö á þriðjudagsmorgun um að bíll hefði farið út af veginum við Kjartansstaði á leiðinni Sauðár- krókur - Varmahlíð, en hér var um að ræða mjólkurflutningabfl frá Kaupfélagi Skagfirðinga. Mikil hálka var á veginum og þegar hrcss hljópjuþp á veginn og bílstjórinn reyndi að draga úr hraða með því að hemla, sner- ist bfllinn og hafnaði utan vegar þar sem hánn valt. Að sögn lögregluþjóna frá Sauðárkróki sem fóru á vettvang var nánast óstætt á veginum vegna ísingar og snjóföl yfir sem ekki bætti úr skák. Bíllinn var á leið í sveitina og því tómur þegar óhappið varð og er að sögn all- mikið skemmdur en ökumaður slapp ómeiddur. 5521150-5521370 LÁRUS t>. VALDIMARSSDIU, FRAMKVÆMDASTJQRI JÚHANN ÞDRRARSON, HRL. LÖGGILTUR FASTEIGNASALI. Til sýnis og sölu m.a. eigna: Á úrvalsstað í Árbæjarhverfi Glæsilegt raðhús með 6-7 herb. íbúð á tveimur hæðum. Snyrting á báðum hæðum. Svalir á efri hæð og stór sólverönd með heitum potti á neðri hæð. Kjallari: Mjög gott viðarklætt vinnu- eða föndurhúsnæði. Góður bílskúr. Skipti æskileg á 3ja-4ra herb. hæð með bílskúr, t.d. í Heimum. Teikning á skrifstofunni. íbúðir á góðu verði 3ja herb. íbúðir m.a. við: Kaplaskjólsveg, Eskihlið, Grettisgötu og Gnoðarvog. Vinsamlegast leitið nánari uppl. • • • Leitum að góðum eignum í Smáíbúðahverfi, Fossvogi og Vesturbænum. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 552~ Ákvörðun Guðmundar Árna kynnt á morgnn Rannveig fær áskor- anir úr Kópavogi Hveragerðisbær Málefnasamn- ingur kynntur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.