Morgunblaðið - 30.10.1996, Síða 16

Morgunblaðið - 30.10.1996, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Y Vöruskiptin við útlönd fyrstu níu mánuði yfirstandandi árs Fólksbílainn- flutningur jókst um 44 % VÖRUSKIPTIN við útlönd voru óhagstæð í september um 2,3 millj- arða, en þá voru fluttar út vörur fyrir 8,8 milljarða og inn fyrir 11,1 milljarð fob. í september árið 1995 voru þau hagstæð um 1,5 milljarða á föstu gengi. í frétt frá Hagstofu íslands kemur fram að fólksbílainnflutn- ingur jókst um 44% fyrstu níu mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Innflutningur á matvöru og drykkjarvöru jókst um 9% og innflutningur á annarri neysluvöru var 10% meiri. Inn- flutningur annarrar vöru, þ.m.t. fjárfestingar og rekstrarvöru, jókst um 19% frá síðastliðnu ári. Heild- arverðmæti vöruinnflutnings fyrstu níu mánuði þessa árs var 20% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Fyrstu níu mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 91,6 milljarða en inn fyrir 89,3 milljarða króna fob. Afgangur var því á vöruviðskiptum við útlönd sem nam 2,3 milljörðum, en á sama tímabili í fyrra voru vöruviðskiptin hagstæð um 11,4 milljarða á föstu gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn er því 9 milljörðum króna lakari en á sama tíma í fyrra en um um 5,3 milljörðum lakari að frátöldum inn- flutningi og útflutningi á skipum og flugvélum. Fyrstu níu mánuði ársins var verðmæti vöruútflutnings 7% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 76% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 9% meira en á sama tíma- bili í fyrra. Þá var verðmæti út- flutts áls um 3% meira og verð- mæti kísiljárns 27% meira, en á sama tímabili í fyrra. VIÐSKIPTI VÖRUSKIP VIÐ ÚTLÖND Verðmæti vöruút- og innflutnin jan.-sept. 1995 og 1996 1995 (fob virði í milljónum króna) jan.-sept, 1996 jan.-sept. Breyting á föstu gengi* Útflutningur alls (fob) 85.555,3 91.634,2 +7,0% Sjávarafurðir 63.232,2 69.240,6 +9,4% Ál 8.960,0 9.264,1 +3,3% Kísiljárn 2.300,4 2.927,1 +27,1% Skip og flugvélar 2.289,5 1.412,3 -38,4% Annað 8.773,2 8.790,1 +0,1% Innflutningur alls (fob) 74.182,6 89.288,2 +20,2% Sérstakar fjárfestingarvörur 1.896,8 4.788,6 Skip 1.126,5 4.619,0 Flugvélar 728,5 103,8 Landsvirkjun 41,8 65,8 Til stóriðju 4.541,7 4.786,2 +5,3% íslenska álfélagið 3.971,9 4.312,2 +8,5% íslenska járnblendifélagið 569,8 474,0 -16,9% Almennur innflutningur 67.744,1 79.713,4 +17,6% Olía 5.454,8 6.624,3 +21,3% Alm. innflutningur án olíu 62.289,3 73.089,1 +17,2% Matvörur og drykkjarvörur 7.715,7 8.438,5 +9,3% Fólksbílar 3.494,3 5.032,0 +43,9% Aðrar neysluvörur 15.222,7 16.829,3 +10,4% Annað 35.856,6 42.789,3 +19,2% Vöruskiptajöfnuður 11.372,7 2.346,0 Án viðskipta islenska álfélagsins Án viðskipta íslenska álfélagsins, íslenska járnblendifélagsins 6.384,6 -2.605,9 og sérstakrar fjárfestingarvöru 4.261,3 -1.683,0 ' Miðað er við meóalgeng! á vöfuviðskiptavog; a þam mælikvarða var meðalverð ertends gjaldeyris 0.1% hærri í ianúarsept. 1996 en a sama tima árið áður. Heimild: HAGSTOFA ISLANDS Hamanaka viðurkennir koparsvindl Tókýó. Reuter. YASUO Hamanaka hefur viður- kennt að hafa falsað skjöl tengd 2,6 milljarða dollara tapi, sem hann olli Sumotomo fyrirtækinu með óleyfilegum koparviðskiptum, að sögn eins þriggja lögfræðinga hans. Ef Hamanaka játar sig sekan fyrir rétti gæti það torveldað rann- sókn málsins í Bandaríkjunum og Bretlandi að mati sumra lögfræð- inga. Til dæmis geti reynzt erfiðara en ella að lögsækja aðra sem grun- ur falli á. ----» ♦ ♦- Námskeið um fjármagns- tekjuskatt ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla íslands gengst fyrir nám- skeiði vegna nýrra laga um fjár- magnstekjuskatt, skattstofn, álagningu og innheimtu þann 31. október. Námskeiðið er ætlað end- urskoðendum, bókurum og fjár- málastjórum fyrirtækja. Leiðbein- andi verður Árni Tómasson, við- skiptafræðingur og löggiltur endur- skoðandi. > I f t í I í i I Hlutafjárútboð ákveðið hjá Árnesi hf. Frumvarp til laga um endurskoðendur 130 millj'. boðnar á genginu 1,25 Urskurðarnefnd verði sett á laggirnar STJÓRN Árness hf. hefur ákveðið að auka hlutafé fyrirtækisins um 130 milljónir að nafnvirði í nóvember. Gengi til hluthafa á forkaupsréttar- tímabili verður 1,25. Ef forkaupsrétt- arhafar hafa ekki nýtt sér réttinn í lok nóvember verða bréfin seld á almennum markaði á genginu 1,35. Kaupþing mun hafa umsjón með útboðinu. Pétur Reimarsson, framkvæmda- stjóri Árness, segir að útboðinu sé fyrst og fremst ætlað að styrkja stöðu félagsins. „Ámes stefnir að skráningu á Verðbréfaþingi íslands. Til þess þarf að fjölga hluthöfum félagsins og við vonumst til þess að það náist annað hvort með útboðinu eða fljótlega eftir það.“ Síðustu viðskipti með hlutabréf í Árnesi voru þann 27. september sl. Þann dag voru tvenn viðskipti með hlutabréf, önnur á genginu 1,32 en hin á genginu 1,35. Minnihagnaður í ár Hagnaður Árness og dótturfélags þess í Hollandi, Arnes-Europe, nam 16 milljónum fyrstu sex mánuði árs- ins. Er það 56% minni hagnaður en á sama tíma í fyrra en þá nam hagn- aðurinn 36 milljónum króna. Velta móðurfélagsins var 825 milljónir á fyrri árshelmingi en 682 milljónir á sama tímabili í fyrra sem er 21% hækkun á milli ára. Árnes gerir út ljóra báta og rekur frystihús á Dalvík, Stokkseyri og Þorlákshöfn. FJARMALARAÐHERRA kynnti frumvarp til laga um endurskoðend- ur í ríkisstjórn í gær og var því vísað til þingflokka stjórnarflokk- anna. í frumvarpinu er að finna nokkur nýmæli miðað við eldrí lög- gjöf sem er frá árinu 1976. Meðal þeirra helstu er að gert er ráð fyrir að sett verði á laggirnar úrskurðar- nefnd sem úrskurði um ágreining vegna starfa endurskoðenda. Nefndin getur samkvæmt frum- varpinu áminnt viðkomandi sé ástæða til, ákveðið ijársektir eða lagt til við ráðherra að endurskoð- andi sé sviptur starfsleyfi teljist brotið stórvægilegt. Úrskurði nefndarinnar verður hægt að skjóta til dómstóla. Meðal annarra ákvæða í frum- varpinu má nefna að þar er að finna mun ítarlegri reglur um hvenær endurskoðandi telst vanhæfur held- ur en er að finna í gildandi lögum. Sem dæmi má nefna að samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að endurskoðandi megi ekki lengur en í þtjú ár samfellt eiga meira en 20% af veltu sinni undir einum viðskipta- vini, sem hann endurskoðar fyrir. Starfsábyrgðartry gging lögfest Þá er gert ráð fyrir að lögfest verði að endurskoðendur hafi starfsábyrgðartryggingu og leitast er við að skýra hvert hlutverk end- urskoðanda er. í gildandi lögum er kveðið á um að þeir einir sem hafi verið löggiltir endurskoðendur megi nota orðið endurskoðandi í starfs- heiti sínu og þessari lögverndun er viðhaldið í frumvarpinu. Loks er í frumvarpinu að finna ákvæði um hvað teljist vera ósam- rýmanleg störf með endurskoðun. Til dæmis er kveðið á um það að til ósamrýmanlegra starfa teljist störf hjá ríki og sveitarfélögum, önnur en störf við kennslu og rann- sóknir og við endurskoðun hjá Rík- isendurskoðun. Einnig er gert ráð fyrir að haldin verði skrá um löggilta endurskoð- endur og þeir sem ekki starfi í fag- inu leggi inn skírteini sín. Fari þeir hins vegar að starfa aftur verði skírteini gefíð út á nýjan leik. Þriggja manna nefnd samdi frumvarpið. Bragi Gunnarsson hjá fjármálaráðuneytinu var formaður, en auk hans voru í nefndinni Þor- steinn Haraldsson, löggiltur endur- skoðandi, tilnefndur af félagi lög- giltra endurskoðenda, og Ragnar Hafliðason, löggiltur endurskoðandi og aðstoðarforstöðumaður banka- eftirlits Seðlabanka íslands. STEINAR WAAGE /” SKÓVERSLUN ^ockerS Verð kr 7.995 Stæréir: 36-41 Litir: Svartir, brúnir PÓSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR STEINAR WAAGE * | OppskorÍMl SJEINAR WAAGE SKÓVERSLUN -K Ve'tusundi y/lngóllstorg SKOVERSLUN^# , bimi jdZ \Z\ l . .<$> SIMI 551 8519 í/ Austurstræli 20 SIMI 568 9212 Sími 552 2727 Fyrirspurnum svarað fyrirfram hjá ríkisskattstjóra í áratugi Nýtt frumvarp ísmíðum RÍKISSKATTSTJÓRAEMBÆTTIÐ hefur svarað fyrirspurnum fyrir- fram um hvernig skattlagningu í landinu er háttað í áratugi og fyrir nokkrum árum var stofnað alþjóða- svið hjá ríkisskattsjóra m.a. til þess að efla þessa þjónustu, segir Garðar Valdimarsson, formaður samninga- nefndar um tvísköttun. Á fundi hjá félagi viðskipta- og hagfræðinga 24. október sl. kom m.a fram í máli Þórðar Magnússon- ar, framkvæmdastjóra Eimskipafé- lags íslands, að úrskurður skattyfir- valda fyrirfram myndi leiða til meira öryggis í viðskiptum. Garðar segir að það sé algengt að erlendir Ijár- festar komi og ræði við skattyf- irvöld og afli upplýsinga um hvernig skattlagningu sé háttað hér á landi. Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra, segir að nýtt frumvarp sé í undirbúningi hjá fjármálaráðuneyt- inu sem gerir ráð fyrir því að í skattkerfinu sé hægt að gefa út forúrskurði. „Það gæti liðkað veru- lega til í skattkerfinu ef skattyfir- völd gætu gefið út forúrskurði. Fyrirspurnum yrði þá beint til skatt- yfirvalda sem svara í svokölluðum forúrskurði, sem síðan yrði grund- völlur aðgerða af hálfu skattborg- ara eða fyrirtækja." Að sögn Frið- riks standa vonir til að hægt verði að flytja frumvarpið á yfirstandandi þingi. Skekkir samkeppnisstöðu Islands Þórður Magnússon sagði enn- fremur á fyrrnefndum fundi að þrátt fyrir tvísköttunarsamning á milli Bretlands og íslands sé hagn- aður dótturfélaga í Bretlandi fyrst skattlagður í Bretlandi og síðan á íslandi hjá móðurfyrirtæki. Garðar Valdimarsson segir að í tilvikum sem þessum skipti tvísköttunar- samningar milli landa ekki máli þar sem íslenskar skattareglur kveði á um að móðurfélagið greiði skatt af tekjum frá dótturfélaginu. „Þessar reglur hafa verið mjög til athugun- ar hjá ráðuneytinu og skoðaðar leið- ir til að gera íslensku skattalögin varðandi hlutafélög líkari því sem gerist annars staðar, því þetta skekkir samkeppnisstöðu íslands gagnvart öðrum löndum og meðal þess sem hefur verið rætt um er að skattleggja ekki hagnað sem hefur verið skattlagður í öðru ríki,“ segir Garðar Valdimarsson. i : í L I I I I L

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.