Morgunblaðið - 30.10.1996, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ
36 MlbVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996
ATVIN N tf A UGL YSINGAR
Við leitum að fólki sem hefur gaman
að því að tala f síma og vill fá borg-
að fyrir það góð laun.
Ertutil?
Finnst þér gaman að tala við fólk í síma?
Ert þú drífandi og opinn persónuleiki?
Ef svarið er já
þá skalt þú endilega ganga til liðs við okkar
nýja fyrirtæki sem býður upp á nýja ferða-
möguleika sem gerir fólki leift að ferðast um
allan heim.
Við bjóðum upp á mjög góða frama- og ferða-
möguleika fyrir rétt fólk.
Umsækjendur verða að vera tilbúnir að vinna
eftir a.m.k. einni eftirfarandi vakt.
10.00-13.00.
14.00-17.00.
18.30-21.30.
Upplagt tækifæri fyrir stúdenta og heima-
vinnadi fólk sem vill drýgja tekjurnar.
Reynsla er ekki áskilin því viðkomandi aðilar
munu fá fulla þjálfun.
Þeir sem hafa áhuga vinsamlega sendið skrif-
legar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., Skeif-
unni 19, 108 Reykavík, merktar: „Aukavinna
535“, fyrir 7. nóvember nk.
GCI
.—* "U
Iceland
Associated offices in:
Australia Singapore
Hong Kong Taiwan
Spain Thaiiand
SVÆÐISSKRIFSSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA
REYKJAVÍK
Laus staða
Staða fulltrúa á Svæðisskrifstofu málefna
fatlaðra í Reykjavík er laus til umsóknar.
Um er að ræða 100% stöðuhlutfall.
Staðan krefst hæfni í mannlegum samskipt-
um, menntunar og reynslu á skrifstofu- og
tölvusviði. ásamt reynslu af málaflokki fatl-
aðra. Starfslýsing liggur fyrir.
Unnið er skv. gæðakerfi og er æskilegt að
viðkomandi hafi innsýn í starfsaðferðir gæða-
stjórnunar.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum
Starfsmannafélags ríkisstofnana og fjár-
málaráðuneytisins.
Umsóknarfrestur er til 14. nóvember nk. og
er æskilegt að umsækjandi geti hafið störf
sem fyrst.
Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri
í síma 562 1388.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, berist til Svæðisskrifstofu
málefna fatlaðra, Nóatúni 17, 105 Reykjavík,
á eyðublöðum sem þar fást.
Öllum umsóknum verður svarað.
Sölumaður
Framtíðarstarf
Traust og þekkt iðnfyrirtæki í Reykjavík ósk-
ar eftir að ráða öflugan sölumann.
Við leitum að hressum og kraftmiklum sölu-
manni sem er lipur í samskiptum og sýnir
ábyrgð í starfi.
Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja
reynslu af sölustörfum ó>g hafi góða ensku-
kunnáttu. í starfinu felst m.a. samskipti við
erlenda birgja og heimsóknirtil viðskiptavina.
Nánari upplýsingar veitir Gylfi Dalmann.
vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar
„Sölumaður" fyrir 5. nóvember nk.
Hagva ngurhf
Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Róðningarþjónusta Rekstrarróðgjöf Skoðanakannanir
- kjarni málsins!
RABA UGL YSINGAR
Vinna uppíleigu
íbúð með rafmagni og hita til afnota fyrir
áreiðanlegan og samviskusaman einstakling
eða hjón.
Leigan er varsla og símsvörun nokkur kvöld
í viku og aðra hverja helgi eftir samkomulagi.
Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 2.
nóvember merktar: „Abyrgð - 859“.
VINNUVÉIA R
Toyota rafmagnslyftari
Til sölu er gámagengur Toyota rafmagnslyft-
ari, árgerð 1980, með nýtt mastur, klær og
hliðarfærslur, frílift 150 cm á hvítum dekkj-
um, nýlegur rafgeymir.
Nýskoðaður og í topplagi.
Upplýsingar veitir Hróar Pálsson í s. 568 6600
frá kl. 8-17 og eftir kl. 18 í s. 557 6343.
Hvammstanga
hreppur
SÍMI 9SG53 • PÓSTHÓH 22
SX5 HVAMMSMNGK-M-HUN
Greiðsluáskorun
Hvammstangahreppur skorar hér með á
gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á út-
svari, aðstöðugjaldi, hitaveitugjaldi, almenn-
um vatnsskatti, aukavatnsskatti, holræsa-
gjaldi, lóðarleigu og sorphirðugjaldi álögðum
1996 eða fyrr og féllu í gjalddaga fyrir
15. október 1996, að greiða þau nú þegar
og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetn-
ingu áskorunar þessarar. Áskorun þessi nær
einnig til viðbótar- og aukaálagningar fram-
angreindra opinberra gjalda. Fjárnáms verð-
ur krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum
eftirstöðvum gjaldanna að þeim tíma liðnum.
Með vísan til laga nr. 49/1951 um sölu lög-
veða án undangengins fjárnáms, er hér með
skorað á þá gjaldendur fasteignagjalda og
gatnagerðargjalda, svo og hafnargjalda, sem
eru í vanskilum, að gera skil á gjöldunum
innan 30 daga frá dagsetningu áskorunar
þessarar, að öðrum kosti verður farið fram
á nauðungarsölu á viðkomandi eignum
þeirra.
Hvammstanga, 28. október 1996.
Sveitarstjóri Hvammstangahrepps.
R4&H
Herrakvöld Fáks
verður haldið föstudaginn 1. nóv. í félags-
heimili Fáks. Villibráðarveisla og frábær
skemmtiatriði. Húsið opnað kl. 19.00.
Verð aðeins kr. 3.500. Miðasala í Ástund,
Hestamanninum og Reiðsporti.
Undirbúningsnefnd.
SAMTÖK
IÐNAÐARINS
lóntæknistofnun
kynna:
Arðsemi í nýsköpun!
• Nýsköpun - helsta vopnið í samkeppni.
• Svið nýsköpunar.
• Skapandi aðferðir - verkefni.
• Skipulag og stjórnun sem stuðlar að ný-
sköpun.
• Bættur árangur í nýsköpun.
• Mat á hugmyndum.
Tveggja daga námskeið doktors Bengt-Arne
Vedins fer fram á ensku í Borgartúni 6 dag-
ana 4. og 5. nóvember.
Upplýsingar gefnar hjá Iðntæknistofnun
í síma 587 7000.
TIL SÖLU
Hellusteypuvél
A-5 hellugerðarvél og Staring LH 125 I
steypuhrærivél til sölu. Mót fyrir ferhyrnta,
sexhyrnta og i-steina. Tilboð óskast. Stað-
greiðsla. Uppskrift af blöndu getur fylgt.
Öxarfjarðarhreppur,
Bakkagötu 10,
670 Kópaskeri,
sími 465 2188, fax 465 2132.