Morgunblaðið - 30.10.1996, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1996 37
j -------------------------------
j Listkynning á
vegum Mynd-
lista- oghand-
íðaskóla Islands
LISTKYNNING verður á vegum
Myndlista- og handíðaskóia Islands
' miðvikudaginnn 30. október frá kl.
16-17 í Barmahlíð, Skipholti yngra,
j 4. hæð. Brynhildur Þorgeirsdóttir
flytur fyrirlestur.
í fyrirlestrinum íj'allar Brynhild-
ur um feril sinn í máli og myndum,
hún mun koma víða við og fjalla
um verk sín. Brynhildur hefur hald-
ið fjölmargar sýningar hér heima
og erlendis, hún hefur hlotið margs
konar viðurkenningar fyrir mynd-
list sína og unnið að ýmsum félags-
j málum. Brynhildur hefur_ einnig
| verið stundakennari við MHÍ. Fyrir-
( lesturinn er öllum opinn endur-
I gjaldslaust.
HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í
miðvikudagskvöldgöngu sína frá
Hafnarhúsinu kl. 20.
Gengið verður út í Bakkavör á
<
i
(
LEIÐRÉTT
Fríða nefnd Linda
Þau mistök urðu við vinnslu grein-
ar um Fríðu Gylfadóttur á Siglufirði
í blaðaukanum Innan veggja heimil-
isins sem fylgdi Morgunblaðinu síð-.
astliðinn sunnudag að hún var nefnd
Linda í texta við myndir. Þar átti
að sjálfsögðu að standa Fríða og eru
hlutaðeigandi beðnir velvirðingar.
Viðhorfskönnun
um jöfnuð kynja
í umfjöllun um niðurstöður könn-
unar Gallup á viðhorfum til jafnrétt-
ismála, sem birtist sl. sunnudag, er
ranglega sagt að meirihluti sé þeirrar
skoðunar, að heppilegast sé að báðir
foreldrar vinni úti. Eins og fram kem-
ur á grafí því sem fylgir umföllun-
inni eni umrædd 57% þeirrar skoðun-
ar, að heppilegast sé að annað for-
eldri vinni úti, ekki bæði. Beðizt er
velvirðingar á þessum mistökum.
Seltjarnamesi og síðan með strönd-
inni út að Gróttu. Val er um að ganga
til baka niður á höfn eða fara með
SVR. Allir velkomnir.
FRÉTTIR
Ágúst Vilhjálmur
Einarsson Egilsson
Fundur um
veiðileyfagjald
OPINN umræðufundur um veiði-
leyfagjald verður haldinn á vegum
Njarðar, félags meistaranema í sjáv-
arútvegsfræðum við Háskóla ís-
lands, í dag, miðvikudag, 30. októ-
ber. Fundurinn er haldinn í hádeginu
frá kl. 12 til kl. 13, í stofu 101 í
Lögbergi.
Frummælendur verða þingmenn-
irnir dr. Ágúst Einarsson, þingflokki
jafnaðarmanna, og dr. Vilhjálmur
Egilsson, Sjálfstæðisflokki.
í fréttatilkynningu segir að þetta
sé kærkomið tækifæri til að kynnast
ólíkum skoðunum á þessu mikla
hagsmunamáli.
Gengið um Seltjarnarnesbæ
Athugasemd
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá Leikflokknum
Bandamenn:
„Vegna athugasemdar Eiríks
Þormóðssonar og Aðalgeirs Krist-
jánssonar um leikinn Álf í Nóatún-
um í sunnudagsblaði yðar, vill leik-
flokkurinn Bandamenn taka eftir-
farandi fram:
I aðfaraorðum að leiklestri á
Álfi í Listaklúbbi Þjóðleikhússins
sl. mánudag var gerður eftirfar-
andi fyrirvari og sagt orðrétt: „Hér
verða Bandamenn að gera játn-
ingu; sá texti sem hér á eftir verð-
ur fluttur, er harla óvísindalegur.
Þó að leitað væri hjálpar fremstu
sérfræðinga Handritastofnunar
Landsbókasafns, reyndist svo erf-
itt að lesa í texta handritsins að
hvorki var tími til né fé til að gera
því nokkur viðhlítandi skil. Að vísu
munu samræðurnar orðnar nokk-
urn veginn réttar - svona 90%
kannski - en sama gildir ekki um
leikstjórnarábendingar, sem eru
með annarri skrift og krefjast mik-
illar vinnu. Sú vinna bíður þess,
að leikurinn komist á prent - en
full ástæða virðist til að ráðast í
útgáfu á þessum elstu leikritum
okkar, Sperðli, Skammkatli og Álfi
og mun útgáfa Sperðils reyndar
vera í undirbúningi.“
Af þessu sést að Bandamenn
tóku auðvitað fulla ábyrgð á þeim
texta sem þarna var fluttur og sem
virðist, þrátt fyrir þann fyrirvara,
sem þarna varð að gera, duga til
þess að vekja athygli á leiknum
og kostum hans. Áhyggjur sér-
fræðinganna voru því ógrundaðar,
en hér skal því aðeins notað tæki-
færi til að þakka opinberlega þeim
mætu mönnum fyrir þá hjálp, sem
við þó fengum hjá þeim.“
- kjarni málsins!
(
(
(
I
I
I
Uppboð
Eftirtaldir munir verða boðnir upp á Sjávarbraut 9, Bolungarvík, mið-
vikudaginn 6. nóvember 1996 kl. 14:30:
160 fiskkör, 80 blokkarammar, 2x16,4 Ibs., og blokkahrærivél.
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurínn í Bolungarvík,
29. október 1996.
Jónas Cuðmundsson, sýslum.
Vestur-Skaftafellssýsla
Almennur fundur
um stöðu og stefnu
í þjóðmálum verður
haldinn í Víkurská-
lanum fimmtudags-
kvöldið 31. október
kl. 20.30. Á fundinn
mæta þingmennirn-
ir Þorsteinn Pálsson
og Árni Johnsen.
Milli kl. 17.00 og
18.00 eru þeir til skrafs og ráðagerða á sama stað fyrir þá sem vilja.
Föstudaginn 1. nóvemþer milli kl. 11.00-13.00 verða Þorsteinn og
Árni með súpufund í hótelinu á Klaustri og eru allir velkomnir í létt
spjall um málefni líðandi stundar.
Sjálfstæðisfélögin á Suðurlandi.
Sjálfstæðisfélag
Kópavogs
Aðalfundur
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Kópavogs
verður haldinn á morgun, fimmtudaginn
31. okt., í Hamraborg 1, 3. hæð.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 8. gr. laga
félagsins.
2. Gestur fundarins, Einar Oddur Kristj-
ánsson, alþingismaður, flytur framsögu-
erindi um sjávarútvegsmál.
3. Önnur mál.
Félagar eru hvattir til að fjölmenna og mæta stundvíslega.
Stjórnin.
k/
Félag sjálfstæðismanna i
ÁX Grafarvogi
Aðalfundur
Aðalfundur félagsins verður haldinn í fé-
lagsheimilinu, Hverafold 5, miðvikudaginn
30. október kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Gestur fundarins verður Pétur Blöndal,
alþingismaður.
Félagar, fjölmennið á fundinn.
Stjórnin.
Kringlan
Verslunarhúsnæði
Til sölu mjög gott ca 60 fm verslunarhús-
næði á einum besta stað í Kringlunni.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Hugins,
sími 568 2525.
ÍTTTT7TTTTTI1
Skútuvogur
Skrifstofu- og lagerhúsnæði
Til sölu stórglæsilegt skrifstofu- og lagerhús-
næði í Skútuvogi, ca 350 fm, á tveimur hæðum.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Hugins,
sími 568 2525.
Verslunar/lagerhúsnæði
Verslunar- og lagerhúsnæði óskast
Erum með kaupanda, sem leitar að góðu
verslunar- og lagerhúsnæði, 200-300 fm,
t.d. í Múlahverfi. Aðrir staðir koma til greina.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Hugins,
sími 568 2525.
Illllrllilil
FASTEIGNAMIDLUN HF.
Orlofshús á Laugarvatni
Til leigu
orlofshús, 35 fm að flatarmáli, eitt svefnher-
bergi, stofa, eldhús og bað. Á staðnum eru
tveir heitir pottar og gufubað. Helgarleiga
er kr. 6.000. Vikuleiga kr. 10.000.
Upplýsingar í síma 562 9062 milli kl. 10.00
og 15.00 virka daga.
Vélstjórafélag íslands.
SmO auglýsingor
I.O.O.F. 9 = 17810308V2 =
□ Glitnir 59961030191-1 Frl.
I.O.O.F. 7 = 17810308V2 =9.1
□ Helgafell 5996103019 VI 2
Frl.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
Mikil lofgjörð og þæn.
Ræðumaður Kjell Söberg frá
Svíþjóð.
Allir hjartanlega velkomnir.
Orð lífsins,
Grensásvegi 8
Lækningasamkoma í kvöld kl.
20. Jódís Konráðsdóttir prédikar
og biður fyrir sjúkum.
Allir hjartanlega velkomnir!
ÉSAMBAND ÍSLENZKRA
____' KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Háaleitisbraut 58-60
Samkoma í Kristniboðssalnum í
kvöld kl. 20.30.
Ræðumaður: Ástráður Sigur-
steindórsson.
Allir velkomnir.
Pýramídinn -
Gestafyrirlesari
Einar Aðalsteins-
son verður með
fyrirlestur, sem
heitlr „Að halda
kærleika'1,
fimmtudaginn
31/10 kl. 20.30.
Miðaverð kr. 500.
Upplýsingar í símum 588 1415
og 588 2526.
Pýramídinn, Dugguvogi 2.
Hörgshlfð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Frá Sálarrannsóknarfélagi
íslands
Við minnum á duiræna daga
föstudaginn 1. og laugardaginn
2. nóvember.
Dagskráin verður auglýst í
Morgunblaðinu fimmtudag og
föstudag.
SRFÍ.
FERÐAFÉLAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SÍMI 568-2533
Vegvísir til f ramtíðar
Hálendisráðstefna
Ferðafélags íslands
Ráðstefna Ferðafélags Islands
um framtíðarmótun ferðastefnu
á miðhálendinu verður haldin í
Mörkinni 6 laugardaginn 2. nóv-
ember 1996 kl. 13.00-17.00.
Ráðstefnustjóri: Tómas Einars-
son.
DAGSKRÁ:
Kl. 13.00-13.10 Setning:
Páll Sigurðsson, forseti FÍ.
Kl. 13.10-14.00 Skipulag mið-
hálendisins: Gfsli Gfslason,
landslagsarkitekt hjá Landmótun.
Kl. 14.00-14.30 Uppbygging
gönguleiða: Jón Viðar Sigurðs-
son, jarðfræðingur.
Kl. 14.30-15.00 Ferðalög og
ferðamennska: Sigríður Þor-
bjarnardóttir, líffræðingur og
formaður ferðanefndar Fl.
Kl. 15.00-15.30 Kaffihlé.
Kl. 15.30-16.00 Umhverfis- og
skipulagsmál: Haukur Jóhann-
esson, jarðfræðingur og varafor-
seti Fi.
Kl. 16.00-16.20 Fyrirkomulag
fjallaferða í Noregi: Kristján M.
Baldursson, framkvæmdastjóri
Fí.
Kl. 16.20-16.40 Miðhálendið
sem þjóðgarður: Sigrún Helga-
dóttir, líffræðingur, flytur hug-
leiðingu.
Kl. 16.40-17.00 Almennar
umræður.
Kl. 17.00 Ráðstefnuslit.
Tækifæri gefst til fyrirspurna á
eftir hverju erindi.
Ráðstefnan er öllum opln.
Skráning frá kl. 12.30-13.00.
Þátttökugjald er kr. 1.000.
Kaffiveitingar innifaldar.
Fjölmennið.
Ferðafélag íslands.