Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 27/10-2/11.
►ÍSLAND komst síðastlið-
inn sunnudag í úrslita-
keppni Ólympíumótsins í
brids, í fyrsta skipti í 36
ára sögu þessa móts. Átta
þjóðir keppa til úrslita en
72 þjóðir hófu keppni í
mótinu. íslendingar urðu
síðan að lúta í lægra haldi
fyrir Indónesíumönnum í
átta liða úrslitum á Ólymp-
íumótinu á þriðjudag. Úr-
slit urðu 180 stig gegn 115.
►STREITA er mest hjá
íangskólagengnum og hef-
ur aukist meðal íslendinga
á undanförnum tveimur
árum. Þá neytir fólk oftar
áfengis en áður og andleg
heilsa þjóðarinnar er mis-
jöfn eftir starfsstéttum,
verri hjá þeim sem hafa
styttri skólagöngu. Sá hóp-
ur reykir einnig meira,
hreyfir sig síður og borðar
óhollari mat en háskóla-
menntaðir. Þetta eru m.a.
niðurstöður úr samanburð-
arkönnun sem gerð var af
Félagsvísindastofnun á
vegum Heilsueflingar um
lífshætti 1.500 íslendinga
18-75 ára, árin 1994 og
1996.
►ÞRÍR íslendingar, Björn
Ólafsson, Einar Stefánsson
og Hallgrímur Magnússon,
stefna að því að verða
fyrstir íslendinga til að
klffa Everest, hæsta fjall
veraldar. Ferðin verður
farin næsta vor og stefna
þeir að þvi að ná tindinum
á tímabilinu 5.-15. maí.
Everestfjall er 8.848 metr-
ar að hæð. Á sjötta hundrað
manna hafa klifið Everest
frá því Hillary tókst að
komast þangað fyrstur
mannaárið 1953.
ÍS eykur veltu um 4
milljarða á Kamtsjatka
GENGIÐ var frá samningum milli ís-
lenskra sjávarafurða og fyrirtækisins
UTRF í Petropavlovsk á Kamtsjatka-
skaga austast í Rússlandi á miðviku-
dag. Samningamir, sem undirritaðir
voru í Moskvu, þýða um 60 milljónir
dollara í veltu ÍS, eða um fjóra millj-
arða króna. Til samanburðar má nefna
að heildarvelta ÍS verður um 20 millj-
arðar króna í ár. íslenskar sjávarafurð-
ir hófu umsvif á Kamtsjatka fyrir
þremur árum og aðstoðuðu þá rúss-
neska útgerðarfyrirtækið UTRF við
útgerð á einu frystiskipi og seldu afla
þess.
VÍS kaupir rekstur
Skandia á Islandi
VÁTRYGGINGAFÉLAG íslands hf.
og Líftryggingafélag íslands hf.
keyptu á mánudag þrjú félög sænska
tryggingafélagsins Skandia hér á
landi. Tryggingastarfsemi Skandia
verður sameinuð VÍS. Með kaupunum
og samstarfí við sænska félagið mun
VIS fara lengra inn á fjármagnsmark-
aðinn en íslensku tryggingafélögin
hafa áður gert og bjóða ýmis ný sparn-
aðarform. VÍS og Skandia ræddu fyrst
um kaupin fyrir rúmu ári, að frum-
kvæði VÍS, en óslitnar samninga-
umleitanir hafa staðið yfir frá því í lok
síðasta árs.
Ofanflóðavarnir
kosta 9 milljarða
í ATHUGUN Veðurstofu íslands á
þörf fyrir snjóflóðvamir á átta stöðum
á Vestfjörðum, Norður- og Austur-
landi er áætlað að kostnaður við upp-
byggingu varna á hættusvæðum sé
um sjö milljarðar króna. Ef vamir
gegn krapa- og aurflóðum og uppkaup
á fasteignum þar sem varnir koma
ekki til greina eru tekin með í reikning-
inn eru heildarútgjöld áætluð níu millj-
arðar króna.
Neyðarástand og
upplausn í Zaire
ÁTÖKIN í Zaire halda áfram og hefur
hver bærinn af öðrum fallið í hendur
uppreisnarmanna tútsa af Banyamu-
lenge-ættbálknum þar í landi. Hafa
þeir notið stuðnings tútsa í Rúanda og
Búmndí og síðustu daga hafa bardagar
milli stjómarhersins í Zaire og tútsa
staðið um Goma, höfuðborg Norður-
Kivu-héraðs. Áður var Bukavu, höfuð-
borg Suður-Kivu, fallin tútsum í hend-
ur. Hundruð þúsunda manna, hútú-
menn, sem flýðu Rúanda eftir að tútsar
tóku þar völdin, hafa hrökklast burt
úr flóttamannabúðum á svæðinu og er
lítið vitað hvar stórir hópar þeirra eru
niðurkomnir.
Evrópusambandið, ESB, hefur boðað
til skyndifundar í Dyflinni á þriðjudag
til að ræða flóttamannavandann en
getuleysi alþjóðlegra stofnana og af-
skiptaleysi vestrænna ríkja af málinu
sætir sívaxandi gagnrýni. Hvatt hefur
verið til vopnahlés og friðarviðræðna
en stjómvöld í Zaire hafa vísað því á
bug og segja, að ekki verði sest að
samningum svo lengi sem erlendur her
sé í landinu. Margir óttast, að taki túts-
ar öll völd í austurhéruðum Zaire,
muni það verða vatn á myllu aðskilnað-
arhreyfínga annars staðar í landinu.
Stefnir í sigur
Clintons
FLEST bendir til, að Bill Clinton, for-
seti Bandaríkjanna, muni vinna öruggan
sigur í forsetakosningunum á þriðjudag
en samkvæmt skoðanakönnunum nýtur
hann 8% til 20% meira fylgis en Bob
Dole, frambjóðandi repúblikana. Fylgi
við þriðja frambjóðandann, Ross Perot,
hefur heldur aukist og mælist nú um
8%. Auk þess munu Bandaríkjamenn
kjósa um nær öll 435 þingsætin í full-
trúadeild og um 34 sæti í öldungadeild.
Dole hefur að undanfömu lagt allt kapp
á Kalifomíu, íjölmennasta ríkið, en
skoðanakannanir benda ekki til, að hann
hafi haft þar erindi sem erfiði.
►AÐ minnsta kosti 104
létu lífið þegar Fokker-100-
farþegaflugvél hrapaði á
þéttbýlt hverfi í borginni
Sao Paulo í Brazilíu á
fimmtudag. í vélinni voru
90 farþegar og sex manna
áhöfn og vitað var um átta
manns á jörðu niðri, sem
fórust. Hrapaði vélin rétt
eftir flugtak og kom niður
aðeins þrjá kílómetra frá
brautarenda.
►HVORKI gengur né rek-
ur í viðræðum ísraela og
Palestínumanna um brott-
flutning ísraelsks herliðs
frá borginni Hebron á Vest-
urbakkanum. Kenna hvorir
öðrum um og fer spennan
ny'ög vaxandi. Varð það til
að kynda undir, að ísraelsk-
ur landnemi varð 10 ára
gömlum, palestínskum
dreng að bana og í fram-
haldi af því hafa frammá-
menn í Likudflokknum,
flokki Benjamins Netanya-
hus forsætisráðherra, var-
að við öfgamönnum meðal
landnema.
►HELMUT Kohl, kanslari
Þýskalands, náði því í vik-
unni að hafa setið lengur í
þessu embætti en nokkur
annar á þessari öld eða 14
ár og einn mánuð. Áður
hafði Konrad Adenauer
gegnt því 114 ár, frá 1949
til 1963. Fram að þessu
hefur flest bent til, að Kohl
gæti gert sér vonir um end-
urkjör 1998 en í nýrri skoð-
anakönnun kemur fram, að
jafnaðarmenn hafa nú 40%
fylgi en kristilegir demó-
kratar, flokkur Kohls, 38%.
, Morgunblaðið/Kristinn
Konur þinga í Viðey
LANDSFUNDUR Kvennalist-
ans hófst á föstudag og lýkur
í dag, en fundurinn er að mestu
leyti haldinn í Viðey þar sem
formleg setningarathöfn var í
gær. Yfirskrift fundarins að
þessu sinni er Kvenfrelsi, frá
orðum til athafna. í gær ræddu
konur úti í Viðey meðal annars
stöðu fæðingarorlofsmála I
víðu samhengi og ástandið í
menntamálum, einkum jafn-
rétti til náms og fjársvelti í
menntastefnu, svo eitthvað sé
nefnt.
Tilboð AV
lægst sex
boða
Lög um ríkisborgararétt
og ríkisfang barna
Sérstæð staða
við ættleiðingar
MORGUNBLAÐINU bárust í gær
nokkur samtöl frá fólki sem segist
hafa rekið sig á ágalla íslensku lag-
anna um ríkisborgararétt hvað
varðar stöðu barna.
íslensk hjón, sem voru búsett í
Svíþjóð, ættleiddu barn frá Indlandi
á síðasta ári. Ef konan hefði fætt
bamið hefði það hlotið íslenskt rík-
isfang með því að fæðingin hefði
verið tilkynnt íslenska sendiráðinu
í Svíþjóð en samkvæmt lögunum
áttu börn, sem íslenskir ríkisborgar-
ar búsettir erlendis ættleiddu, ekki
tilkall til íslensks borgararéttar.
Hefðu hjónin hins vegar flust heim
til íslands hefði ríkisfang fengist
greiðlega. Foreldrarnir vildu að
barn þeirra yrði íslendingur og
sneru sér til Alþingis sem veitti
bami þeirra íslenskan ríkisborgara-
rétt með lögum.
Þá má geta þess að öfugt við þá
stöðu sem uppi er varðandi kynfor-
eldra bama, hefur hvorki hjúskap-
arstaða né kynferði áhrif á mögu-
leika þeirra sem ættleiða böm frá
útlöndum á að tryggja bömum sín-
um íslenskt ríkisfang. Ættleidd böm
íslendinga sem búa hérlendis, fá ís-
lenskan borgararétt við það að ætt-
leiðingin er tilkynnt og samþykkt
af opinbemm aðilum. Þess má geta
að samkvæmt upplýsingum dóms-
málaráðuneytis em ættleiðingar ein-
staklinga afar fátíðar og teljandi á
fingmm annarrar handar.
Annað dæmi er um stúlku, sem
fæddist árið 1981 á íslandi, í hjóna-
bandi íslenskrar móður og ísraelsks
föður, og varð ísraelskur ríkisborg-
ari við skilnað foreldranna þótt hún
hefði þá aldrei komið út fyrir land-
steinana, hvað þá til „föðurlands-
ins.“ Stúlkan er nú íslenskur borg-
ari eftir að hafa sótt um ríkisborg-
ararétt og fengið hann afgreiddan
með lögum. Þessi staða hefði ekki
. komið upp eftir lagabreytingu sem
gerð var árið 1982.
ALMENNA verkfræðistofan hf. á
lægsta tilboðið í verkfræðihönnun í
tengslum við stækkun flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar, en tilboð í þennan
þátt framkvæmda voru opnuð hjá
Ríkiskaupum á þriðjudag að við-
stöddum fulltrúum verkbjóðenda.
Sex fyrirtæki, íslensk sem erlend,
buðu í verkfræðihönnun fyrirhug-
aðrar stækkunar sem Ríkiskaup
áætlaði að kostaði rúmlega 34,7
milljónir króna.
Tilboð Almennu verkfræðistof-
unnar gerir ráð fyrir að vinna' verk-
ið fyrir talsvert lægri upphæð, eða
rúmar 31 milljón króna.
Mátu kostnað mun hærri
Næst Almennu verkfræðistofunni
er kostnaðaráætlun Verkfræðistofu
Sigurðar Thoroddsen sem hljóðar
upp á ríflega 34,8 milljónir króna,
eða nokkuð yfir kostnaðaráætlun
verkkaupa.
Erlendu fyrirtækin tvö sem buðu
í verkið gerðu ráð fyrir talsvert
hærri kostnaði við það en íslensku
tilboðsgjafarnir, eða rúmar 44,5
milljónir króna annars vegar og rúm-
ar 79,8 milljónir króna hins vegar.
Aðeins 30% íbúða
hönnuð af arkitektum
í KÖNNUN sem Arkitektafélag
íslands lét gera nýlega á starfsum-
hverfi, verkefnum og kjörum arki-
tekta á íslandi kemur fram að mik-
ill meirihluti þeirra, 70%, eru sjálf-
stætt starfandi en þau 30% sem eru
launþegar starfa yfirleitt hjá opin-
berum aðilum. Þetta kom fram í
máli Baldurs Ó. Svavarssonar arki-
tekts á Mannvirkjaþingi sem haldið
var í Reykjavík á föstudag. Sagði
hann jafnframt að staða arkitekta
innan byggingageirans væri veik-
burða, ekki síst á íbúðamarkaðinum
og væri svo komið að arkitektar
hönnuðu einungis um 30% af því
íbúðarhúsnæði sem byggt væri í
landinu í dag
Könnunin náði til allra starfandi
arkitekta i dag, alls um 200 ein-
staklinga. Af þeim 70% sem skil-
greindir eru sem sjálfstætt starf-
andi eru 44% einyrkjar og vinnu-
stofur arkitekta eru yfirleitt fá-
mennar, þær stærstu með tvo til
sex menn. Baldur Ó. Svavarsson
sagði verkefna aflað með ýmsum
hætti og sagði hann sláandi að um
20% þeirra kæmu með tilboðum,
tillögugerð og samkeppnum og að
oft lægi milli 500 og 700 tíma vinna
hjá arkitektum á bak við þátttöku
í samkeppni. Laun arkitekta eru
sveiflukennd og telja 16% stéttar-
innar fjárhagsafkomu sína góða.
Veikburða staða
í erindi sínu á mannvirkjaþingi
gerði Baldur stöðu arkitekta að
umtalsefni. Sagði hann að staða
þeirra innan byggingageirans væri
veikburða og sagði skýringuna
meðal annars þá að arkitektar
hefðu sofið á verðinum og að bygg-
ingaiðnaðinum væri ekki stýrt nógu
markvisst. „Aðrar stéttir tækni-
manna hafa sótt inn á hönnunar-
markaðinn, yfirtekið og undirboðið
arkitekta. Þetta á einkum við á
íbúðamarkaðinum, enda er svo
komið að arkitektar hanna aðeins
um 30% af því íbúðarhúsnæði sem
byggt er á landinu i dag. Önnur
og alvarlegri skýring er þó skámm-
sýnt viðhorf almennings og þó sérí-
lagi yfirvalda til starfa arkitektsins
og mikilvægi þeirra,“ sagði Baldur
og minnti á að arkitektar hefðu til
dæmis ekki komið við sögu hönnun-
ar á stækkun Álversins.