Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 IVIINNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, GUÐMUNDUR HREINN EMANÚELSSON, sem andaðist í Landspítalanum sunnudaginn 27. október sl. verður jarðsunginn frá Seljakirkju miðvikudaginn 6. nóvember kl. 13.30. Svava Guðmundsdóttir, Ásta Guðmundsdóttir, Emanúel Geir Guðmundsson, Eva Rún Guðmundsdóttir, Hálfdán Bjarnason. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍNBORG ÓLADÓTTIR, Kleppsvegi 132, Reykjavík, sem lést aðfaranótt mánudagsins 28. október sl., verður jarösungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 5. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Hermann Sigurðsson, Adda Hermannsdóttir, Ólafur Óskarsson, Óli Jón Hermannsson, SigurðurG. Hermannsson, Hermann Hermannsson, Katrín Hermannsdóttir, EiríkurÁ. Hermannsson, ValdimarO. Hermannsson, Snorri G. Hermannsson, Örn Hermannsson, Helgi Magnús Hermannsson, Björk Baldursdóttir, Gunnar Hermannsson, Sigrún Þorbjörnsdóttir, Kristin E. Jónsdóttir, Sigrún A. Ámundadóttir, Fanney Jóhannsdóttir, Kristín Hjálmarsdóttir, Sigurbjörg Pétursdóttir, Sjöfn Guðnadóttir, Guðlaug L. Brynjarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTÍN LILY KJÆRNESTED, Þórufelli 20, Reykjavik, verður jarðsungin þriðjudaginn 5. nóvember kl. 13.30 í Áskirkju. Steingrímur Nikulásson, Annie K. Steingrímsdóttir, Margrét Lís Steingrímsdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Nikulás Á. Steingrímsson, FriðfinnurÁ. K. Steingrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær bróðir minn og föðurbróðir, ÓLAFUR G. GÍSLASON verslunarmaður, Ölduslóð 36, Hafnarfiröi, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju þriðjudaginn 5. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Kristniboðssambandið. Guðfinna Gísladóttir, Gísli Ingi Sigurgeirsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LÁRU EGGERTSDÓTTUR, Laufbrekku 9, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarfólki deildar 4A á Hrafnistu í Reykjavík. Hadda Benediktsdóttir, Gunnar H. Stephensen, Svanhildur B. Ólafsdóttir, Jón Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hugheilar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR BERGSDÓTTUR, Dvalarheimilinu Hifð, Akureyri. Hrefna Ólafsdóttir, Emil Guðmundsson, Sigurgeir Ólafsson, Þóra Guðnadóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Maria Steinmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. OLAFUR J. LONG + Ólafur J. Long fæddist í Vest- mannaeyjum hinn. 19. febrúar 1926. Hann lést á Land- spítalanum aðfara- nótt 23. október síð- astliðins. Foreldrar hans voru hjónin Bergþóra Árnadótt- ir, f. 13.9. 1898, d. 17.10. 1969, og Jó- hannes H. Jó- hannesson Long, verslunarmaður, f. 18.8. 1894, d. 7.3. 1948. Systkini Ólafs voru: Arni Theódór, f. 13.4. 1920, d. 4.10.1979, Anna Hulda, f. 2.10. 1923, Jóhanna Dóra, f. 19.6. 1928, og Lárus Garðar, f. 22.3. 1931. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Karólina Kristbjörg Ingi- mundardóttir, f. 27.2. 1925. Brúðkaup þeirra fór fram hinn 31. desember 1948. Börn þeirra eru: 1) Jóhannes Bergþór, f. 26.10. 1949, kvæntur Jónu Friðfinnsdóttur, þau eiga þrjár dætur og þijú barnabörn. 2) Ingiríður, f. 20. apríl 1951, gift Ólafi Eiríkssyni, þau eiga þijú börn og þijú bamabörn. Fóst- ursonur Ólafs og Ka- rólínu er Ingimundur Vilhjálmsson, f. 7.8. 1944, kvænt- ur Margréti H. Jónsdóttur, þau eiga fímm börn og eitt barnabarn. Útför Ólafs fer fram frá Foss- vogskirkju á morgun, mánudag- inn 4. nóvember, og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Nú hefur brostið hlekkur í keðju ástar og kærleiks sem umlykur fjöl- skyldu okkar. Hve sárt er að minn- ast horfinna stunda, er áður veittu okkur gleði og hlýju og gáfu vænt- ingar um nýjan endurfund. Okkar elskulegi vinur Ólafur Long er lát- inn eftir langvarandi stríð og hetju- lega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum í Vestmannaeyjum til níu ára aldurs. Þá fór hann í sveitadvöl yfir sumarið að Steinum undir Eyja- Qöllum. Varð dvölin þar lengri en ætlað var, því hann fermdist þaðan og dvaldi á Önundarhorni sem vinnumaður 15 ára gamall. Þá flutti hann aftur til foreldra sinna í Vest- mannaeyjum og stundaði fiskvinnu og sjómennsku. Síðar lá leið hans í Borgarfjörðinn, þar sem hann vann hjá Pósti og síma við línulagn- ir, iengst af sem verkstjóri. Ólafur flutti 1947 til Reykjavíkur og var til heimilis á Vesturgötu 18 í skjóli Árna bróður síns og Guðlaugar konu hans. Þaðan stundaði hann vinnu í Fiskhöllinni hjá Steingrími Magnússyni og var hann honum mjög vinveittur og hjálpsamur. Eft- ir að Fiskhöllin hætti störfum rak hann einn til margra ára eigið fisk- sölufyrirtæki á Framnesveginum. Þegar hann tók við rekstri fiskbúð- arinnar var haft orð á að ekki væri lengur físklykt í búðinni, því snyrti- mennskan var þar í fyrirrúmi. Þar má segja að hann hafi verið langt á undan sínum samtíðarmönnum. Síðar opnaði hann aðra fískbúð í Amarbakka í Breiðholti sem hann rak síðar í félagi með syni sínum Bergþóri. Síðustu starfsárin vann hann hjá Bílastæðissjóði Reykjavík- urborgar og naut þar mikillar vel- vildar hjá yfirmönnum sínum er veikindin tóku að heija á hann. Ólafur hélt sambandi við æskufé- lagana úr bamaskólanum og eftir að hann kom til Reykjavíkur lágu Crfisdrykkjur J^fVcitingohö/ió líacnfH-mn Sími 555-4477 leiðir hans og Kristbjargar frá Yzta- Bæli saman, en þar steig hann sín mestu gæfuspor á lífsleiðinni. Þau giftu sig og stofnuðu heimili 1949 á Vesturgötu 18, efri hæð, þar sem börn þeirra fæddust. Óli var kvæntur föðursystur minni Kristbjörgu og eignuðust þau tvö börn saman, Bergþór og Ingu. Auk þess átti Kristbjörg son, Ingi- mund, fyrir hjónaband, en hann ólst upp hjá ömmu sinni og afa í Yzta-Bæli. Meðan Mundi var barn og unglingur, komu þau mjög oft að Ysta-Bæli og dvöldust þar í öllum sínum sumarfríum og nutum við þar góðs af systkinin. Mér er það vel í minni hversu mikið tilhlökkun- arefni var þeirra kærkomnu heim- sóknir vom og bundust þar bönd sem ekkert fær rofíð. Á Vesturgötunni bjuggu þau í 12 ár, en fluttust svo í eigin íbúð á Grensásvegi 58 en þar hafa þau búið sl. 34 ár, utan þess er þau hafa dvalið í yndislegum unaðsreit sínum í sumarbústaðnum í Gríms- nesinu. En þar hafa þau með atorku og umhyggju hlúð að fjölda tijá- plantna sem bera samvinnu þeirra fagurt vitni og munu gera um ókomna framtíð. Mjög ástríkt var á milli þeirra hjóna og nutu þau þess að vera í félagsskap hvort annars, svo sam- stíga og gefandi. Heimili þeirra ein- kenndist af staðfestu og ástríki og áttu þar margir viðkomu til lengri og skemmri tíma, því dyrnar stóðu ávallt opnar vinum og vandamönn- um. Við sem þekktum Óla og nutum þess að vera samvistum við hann vissum að hann var afar traustur og áreiðanlegur vinur, sem hikaði ekki við að rétta hjálparhönd ef með þurfti. Hann var raunsær, glaðlyndur, sómakær og samvisku- samur, en þessir kostir nutu sín vel í öllum mannlegum samskiptum, því þar sem Óli kom var hann ávallt vel liðinn og eftirsóttur til allra verka. Horfínn er sómamaður, en minn- ing hans mun lifa í hjörtum okkar. Elsku Kristbjörg mín, Guð gefí ykkur ástvinum öllum styrk og æðruleysi til að bera ykkar mikla missi, sefa söknuðinn og byggja upp framtíðina. Ester Sveinbjarnardóttir. Kynslóðir koma, kynslóðir fara. Kynslóð foreldra minna hefur sýnt á sér fararsnið. Minn kæri Óli föður- bróðir er látinn. Góður maður er farinn til feðra sinna eftir langa baráttu við illvígan sjúkdóm. Fyrstu 16 ár ævi minnar áttum við heima á Vesturgötu 18 í húsi afa míns, Steingríms í Fiskhöllinni, en hjá honum vann Óli í mörg ár. Á efri hæð bjuggu Óli og Kristbjörg með börnunum sínum tveimur, Bergþóri og Ingu, en á neðri hæð foreldrar mínir með fjögur börn. Aldrei féll skuggi á þetta „sambýli" þótt ýms- um af vistarverum hússins þyrfti að deila. Það var gaman að horfa á Óla slægja og flaka fisk, enginn var sneggri. Á þessum árum var knatt- spymufélagið Þróttur stofnað. Einn aðalstofnandi félagsins var Halldór Sigurðsson sem einnig vann hjá afa mínum. Þetta varð til þess að Óli keppti í knattspyrnu og ég fylgdist grannt með. Aldrei gleymi ég því er hann var borinn á börum af Melavellinum fótbrotinn. Næsta mynd sem kemur upp í hugann er Óli sitjandi á heimili sínu með fót í gifsi, pijónandi sokka af miklu kappi. Öli spilaði fleira en fótbolta því hann, faðir minn, Lilli og Jói sem allir unnu í Fiskhöllinni spiluðu brids til skiptis uppi á lofti og niðri hjá okkur með miklum til- þrifum og fylgdumst við krakkarnir með því þegar spilunum var skellt á borðið með miklum hávaða. Bíllinn hans Óla var eini bíllinn sem til var í húsinu og fengu for- eldrar mínir hann lánaðan þegar á þurfti að halda eins og t.d. þegar Steini bróðir var skírður. Árið 1962 flutti Óli með fjölskyldu sína í nýja íbúð á Grensásveginum. Fjölskyld- umar hafa alltaf haldið góðu sam- bandi og deilt mörgum gleðistund- um. Óli var svaramaður minn er ég kvæntist og verð ég honuin ávallt þakklátur fyrir það. Þau Óli og Kristbjörg mættu kvöld eftir kvöld þegar við Ása innréttuðum fyrstu íbúðina okkar og gerðu okkur kleift að flytja inn í hana á réttum tíma. Hjálpsemi og vandvirkni voru hon- um í blóð borin. Á síðustu árum höfum við átt sameiginlegt áhugamál, þ.e.a.s. tijárækt í Grímsnesinu þar sem fallegur bústaður þeirra hjóna stendur. Höfðum við um margt að spjalla og bárum saman reynslu okkar af hinum ýmsu tijátegund- um. Óli og Kristbjörg voru óvenju samrýnd hjón og héldust í hendur gegnum þykkt og þunnt. Elsku Kristbjörg og fjölskylda, góður guð veiti ykkur styrk til að sigrast á sorginni sem að steðjar. Jóhannes Long. Óli og Kristbjörg. Þau hafa ein- hvem veginn bara alltaf verið til staðar. Irá því ég man eftir mér, stundum að mér fínnst endur fyrir löngu. Víst er að heilsan hefur svik- ið Ola um tíð en samt er skrítið að hann skuli vera farinn yfir móðuna miklu. Fyrsta sem ég man frá þessu mæta fólki er frá Grensásveginum. Fiskar í búri, eflaust gullfískar. í ganginum ef ég man rétt. Bömin heima, Bergþór og Jóna. Sjálfur snáði. En strax þá var þetta staður þar sem var gott að koma. Mjög gott. Stundum þegar maður kemur í hús hjá fólki þá líður manni vel. Það er í sjálfu sér ekki nein skýring á því nema kannski að fólkið sem þar býr „smiti“ húsin og íbúðirnar. Þannig var og verður Óli Long, bróðir hennar mömmu í mínum huga. Persóna sem „smitar" fólk í þeirri jákvæðustu meiningu sem orðið smitar getur haft. Ekki þar fyrir að hann hafi verið maður margra orða en manni leið vel í návist hans. Og hafi maður á lífs- leið sinni haft þannig áhrif á sam- ferðarmenn og umhverfi þá er miklu náð í þeirri leit okkar mann- anna að gera jarðneska veru okkar betri. Hafi einhver skrifað að lífíð væri fískur þá átti það víst við um Óla. Hann seldi nefnilega físk. Á Fram-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.