Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ RÚMLEGA 20 þúsund GSM farsímar eru í notkun á íslandi. Þeir hafa verið eftirsóttur varningur af þjófum en nú hefur Rannsóknarlög- regla ríkisins í samstarfi við Póst og síma fundið upp aðferð til þess að hafa upp á farsímum sem hefur verið stolið og gera þá óvirka sem ekki finnast. Þar með verða GSM farsímar verðlausir fyrir þá sem freistast til þess að taka þá ófijálsri hendi. Nú þegar stendur yfir leit á vegum Pósts og síma að hátt á ann- að hundruð GSM farsímum sem til- kynnt hefur verið að hafi verið stolið. Grétar Sæmundsson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn hjá RLR, segir að fljótlega eftir að GSM farsímakerfið var tekið í notkun á íslandi árið 1994, hafi RLR orðið vart við að farsímar voru orðnir eftirsóttir innan afbrotaheimsins. „Við höfðum þær fregnir úr fram- haldsskólum að milliliðir landa- og fíkniefnasölumanna hefðu GSM símanúmer eða boðtækjanúmer hjá sölumanni," segir Grétar. Hann bætir því við að stuldur á GSM far- símum sé þó vitaskuld ekki einvörð- ungu tengdur slíkum afbrotum. Grétar segir að heldur hafi slegið á tíðni þjófnaða af þessu tagi. „Nú er það vitað í heimi afbrotamanna að það er hægt að rekja farsíma svo þeir eru ekki eins eftirsóknarverðir og áður. Við vonum að það dragi ennþá frekar úr þessum þjófnuðum Morgunblaðið/Júlíus RAGIMAR Benediktsson, yfirdeildarstjóri hjá Pósti og síma, Grétar Sæmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Benedikt Bene- diktsson rannsóknarlögreglumaður. A borðinu fyrir framan þá er hluti af þeim farsímum sem fundist hafa í leit Pósts og síma. Stolnir GSM -símar gerðir óvirkir þegar almenningur verður betur upplýstur um þennan vanda,“ segir Grétar. Póstur og sími fyrstur með tæknina Frá upphafi GSM farsímakerfisins 1994 hafa RLR borist 185 kærur vegna þjófnaða á GSM farsímum. í nokkrum tilfellum hefur fleiri en ein- um farsíma verið stolið í þeim tilfell- um þar sem brotist hefur verið inn í fyrirtæki sem selja slíka vöru. Tíu farsímum var t.a.m. stolið í einu innbroti. Þeir sem glata GSM farsíma ættu strax að tilkynna það til Pósts og síma og biðja um lokun á notenda- kortinu. Aðeins er hægt að tilkynna um glataðan farsíma til Pósts og síma á virkum dögum en Ragnar Benediktsson, yfirdeildarstjóri á ijarskiptasviði Pósts og síma, segir að hugsanlega verði tekin upp sólar- hringsþjónusta tengd þessu hjá bil- anatilkynningum. Eigandi notenda- kortsins í GSM farsímanum er greið- andi kostnaðar af notkun farsímans frá því hann glatast þar til tilkynnt hefur verið um það og notendakort- inu verið lokað. Póstur og sími útfærði í október 1994 þá tækni sem til þarf til þess að rekja illa fengna GSM farsíma og finna út hver hefur þá undir hönd- um. Stofnunin er líklega fyrsti rekstraraðili GSM farsímakerfis sem nýtir sér þessa tækni. Ragnar segir að nú standi yfir leit á 162 GSM farsímum, þar af 117 farsímum sem tengjast þjófnaðarkærum. 73 far- símar hafa fundist á þessu ári annað- hvort í kjölfar leitar Pósts og síma eða þá vegna þess að eigendurnir hafi fundið þá. 15 farsímum hefur þegar verið lokað. IMSI og IMEI númer í GSM farsímum er svokallað SIM-kort, sem er notendakortið sem keypt er hjá Pósti og síma. Á því er fast númer sem kallast IMSI- númer. Þegar notandi fær slíkt kort er símanúmer tengt við IMSI-númer- ið og þar með er kortið orðið not- hæft til hringinga úr hvaða GSM farsíma sem er. I sjálfum GSM far- símanum er svokallað IMEI númer sem er fast númer sem sett er í RLR og Póstur og sími hafa tekið upp sam- vinnu um leit að stolnum GSM farsímum. í samantekt Guðjóns Guðmundssonar kem- ur m.a. fram að refsivert getur verið að kaupa og nota illa fenginn GSM farsíma. hvern farsíma af framleiðendum þeirra. IMEI-númerið er hægt að kalla fram á skjá margra farsíma með því að styðja á >k#06#. Þegar notandi hringir úr GSM farsíma verður til færsla í símstöðinni sem m.a. er notuð til reikningagerðar fyrir notkun farsímans. I þessari færslu koma fram IMSI-númerið, IMEI-númerið og símanúmerið sem tengt er IMSI-númerinu. Með því að leita að IMEI-númerum í færslum yfir notkun GSM farsíma má finna hvaða SIM-kort hafi verið notað ÁTTA farsímar voru keyptir á þjófamarkaði í Kristjaníu í Kaupmannahöfn og gerðir upptækir hérlendis. 117 númerum lokað í næstu viku PÓSTUR og sími hefur tekið í notkun svonefnda EIR skrá (Equ- ipment Identification Register) þar sem skráð eru svonefnd IMEI númer sem eru kennitala hvers GSM farsíma. Þegar IMEI númer eru komin á þessa skrá eru við- komandi GSM farsímar ónothæf- ir. Nú þegar eru 15 IMEI númer komin inn á EIR skrá hérlendis. í næstu viku ætlar Póstur og sími í samráði við RLR að setja þau 117 IMEI númer, sem nú er verið að leita að, inn á þessa skrá. Þar með verða viðkomandi far- símar ónothæfir. Komi þeir síðar í leitirnar verður þó hægt að taka IMEI númer. þeirra út af EIR skránni og verða þeir þá nothæf- ir á ný. Ragnar Benediktsson, yfir- deildarstjóri á fjarskiptasviði Pósts og síma, segir að í mörgum löndum þar sem GSM farsíma- kerfi er í rekstri sé EIR skrá sem viðkomandi rekstraraðili setur inn á númer sem hann vill láta loka. I Irlandi er svonefnd CEIR skrá (Central Equipment Ident- ification Register) sem er sameig- inleg skrá fyrir lokuð númer fyr- ir öll þau lönd sem hafa GSM far- símakerfi og EIR. Ragnar scgir að stöðugt fjölgi þeim löndum sem hafi samið um að senda sínar upplýsingar inn í hina sameigin- legu skrá. Islendingar eru ekki komnir inn á CEIR skrána ennþá en Ragnar reiknar með því að af því verði innan tíðar. Fari IMEI númer inn á CEIR skrána fær það ekki afgreiðslu í þeim GSM far- símakerfum sem hafa tengingu við CEIR. ásamt því hvaða símanúmer er tengt því. Þar sem fyrsta verk þess sem glatar GSM farsíma er að láta loka notendakortinu þarf sá sem hefur illa fenginn GSM farsíma undir höndum að nota annað SIM-kort ætli hann sér á annað borð að nota farsímann. Með því að leita að IMEI- númerinu finnst handhafi SIM- kortsins. Kærandinn fyllir út ósk um athugun á notkun stolins eða glataðs GSM farsíma. Póstur og sími finnur hver eigandi kortsins er og upplýsir RLR um það sem kallar hann inn til yfirheyrslu. Ragnar segir að reikna megi með að Póstur og sími muni taka gjald fyrir leit að glötuðum farsímum. „Ef það á að leggja mikla vinnu í að finna símann í stað þess einvörðungu að loka honum má búast við að það muni kosta eitthvað," segir Ragnar. Refsivert aö kaupa og nota stolinn farsíma Benedikt H. Benediktsson rann- sóknarlögreglumaður segist hafa fengið til sín mann í húsakynni RLR sem hafði fengið lánaðan farsíma á dansleik en sjálfur var hann með sitt eigið SIM-kort sem hann not- aði. Hann hringdi aðeins eitt símtal úr farsímanum og síðar var það rak- ið til hans að þetta var stolinn far- sími. Þegar farið var að rannsaka málið hafði maðurinn strax skilað farsímanum. í þessu tilviki var það upplýst að þessi tiltekni maður tengdist þjófnaðinum á engan hátt en notkun hans leiddi til þess að þjófurinn fannst. Benedikt bendir á að það getur verið refsivert að kaupa og nota stol- inn farsíma. Kaupandi notaðs GSM farsíma verður að ganga úr skugga um að seljandinn sé réttur eigandi hans. Benedikt segir að hafi kaup- andinn grunsemdir um að farsíminn sé illa fenginn en kaupi hann samt sé hann að hagnýta sér glæpinn og geti orðið hlutdeildarmaður í glæpn- um. Helst ættu kaupendur notaðra GSM farsíma að fara fram á að fá að sjá kvittanir fyrir kaupum á far- símanum hjá seljandanum. Séu slík- ar kvittanir ekki til er hægt að láta rekja símann. RLR hefur hins vegar ekki haft frammi lista yfir stolna síma líkt og tíðkast um greiðslukort. Atta símar keyptir í Kristjaníu RLR keyrði út leitarlista 8. október síðastliðinn og voru þá 50 farsimar í notkun sem hafði verið stolið. Af þeim hafa tíu farsímar náðst en eftir er að ná 40 sem RLR veit hverjir hverjir hafa undir höndum. Ennþá er leitað að farsíma sem var stolið 20. október 1994. Hann hefur ekki verið notaður síðan honum var stol- ið. Nýlega endurheimti RLR farsíma sem einnig var stolið í október 1994. Þjófurinn hafði geymt hann I tvö ár en um leið og notkun hófst fannst hann. Að sögn Benedikts H. Bene- diktssonar rannsóknarlög- reglumanns hefur þjófurinn líkast til staðið í þeirri trú að nóg væri að geyma síniaun í einhvern tíraa og málið myndi gleymast. Þegar leit er einu sinni sett«gang í töivum Pósts og sima hættir hún ekki fyrr en tækið finnst. IMEI númer frá Interpol „Við fundum síðastliðinn desember átta farsima sem hafði verið stolið I Bellahoj Center i Kaupmannahöfn. Sím- ana höfðu íslendingar keypt í Kristjaníu í Kaupmannahöf n á 14-15 þúsund krónur. AIIs hafði verið stolið 60 farsimum úr Bellahoj Center. Danirnir sendu okkur IMEI númer þess- ara farsima og við fundum þá í okkar leit í samvinnu við Póst og síma,“ sagði Benedikt. Hann segir að í Sviþjóð hafi verið stolið tveimur bilförmum af GSM farsimum síðastliðið vor, alls um lOþúsund farsim- um. „Við erum að fá þau IMEI númer núna á disklingi frá Interpol. Það getur verið að Póstur og sími setji þessi núm- er í leit og hugsanlegt er að eitthvað af þessum farsimum finnist hér og þá lokum við þeim,“ sagði Benedikt. Viðbúið er að þeir sem hafi óvitandi keypt illa fengna GSM farsíma leiti til þjónustustöðva með farsímana þegar búið er að loka IMEI númerunum og te(ji símana vera bilaða. Við- gerðaraðilar geta leitað upp- lýsinga um viðkomandi síma til RLR eða Pósts og síma sem verða með skrár yfir lokuð IMEI númer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.