Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 20
I 20 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ að tryggja vinnufriðinn og leggja grunninn svo fyrirtækin geti byggt áætlanir sínar á öryggi um að það komi ekki til vinnudeilna. Hug- myndin byggir á samstarfi innan fyrirtækjanna, ekki átökum. Við höfum ekki viljað skrifa þessa til- lögu upp punkt fyrir punkt. Við teljum að það sé hvorki sanngjarnt né vænlegt til árangurs að koma til viðræðna við samstarfsaðila okk- ar í verkalýðshreyfmgunni og stilla þeim upp fyrir gerðum hlut. Fyrstu viðbrögðin sem við höfum fengið eru góð og gefa okkur vonir um að menn séu reiðubúnir að skoða hvernig hægt sé að setja reglur um þetta.“ -Eru einhveijar líkur á, að verka- lýðsforystan skrifi undir almenna kjarasamninga, með óverulegum kauphækkunum, festi friðarskyldu & vinnumarkaði en starfsfólkið semji svo úti í fyrirtækjunum án þess að hafa verkfallsrétt? „Ég held að verkalýðsforystan sjái líka þörf á nýjum leiðum og skynji að það er okkar í sameiningu að skapa félagsmönnum okkar skil- yrði til að gera betur. Það getur ekki gerst með átökum,“ svarar Þórarinn. Heildarsamtökin annist ráðgjöf ogþjónustu -En áttu von á mikilli andstöðu við þessar hugmyndir á næstu vik- um? „Innan VSÍ hafa ýmsir velt því upp, hvort vinnumarkaðurinn sé nægjanlega þroskaður til að taka við þessum hugmyndum, hvort þetta geti ekki leitt til átaka úti í fyrirtækjunum og þá þannig að fyrirtækin telji sig ekki fá nauðsyn- legt skjól af samtökunum. VSÍ eru frjáls félagasamtök, fyrirtækin velja sjálf hvort þau ganga í að- ildarfélögin og þar með VSÍ eða ekki. Þess vegna verðum við og aðildarsamtökin stöðugt að geta sýnt fram á ávinning af þátttöku. VSÍ mun auðvitað áfram gegna stefnumótunar- og forystuhlut- verki af hálfu atvinnurekenda, ekki bara hvað varðar gerð og þróun kjarasamninganna, heldur á því afar breiða sviði sem samtökin vinna á. Ég sé það hins vegar fyr- ir að ráðgjöf og þjónusta í tengslum við kjaramál úti í fyrirtækjunum verður stærri þáttur í starfi okkar en verið hefur. Og sterkur vinnu- deilusjóður kemur þá til með að skipta _ aðildarfyrirtækin miklu máli. Ég hygg að stéttarfélögin hljóti líka að auka fræðslu- og ráð- gjafarstarf af sinni hálfu því sam- eiginlegt hlutverk okkar á að vera að búa til umgjörð sem gefur mest- an vöxt, best lífskjör. Ég held að framhaldið af þessu ferli sé svo það að launakerfin úti í fyrirtækjunum verði sýnilegri og formlegri og að starfsmenn verði en lykilatriðið er að við erum að viðurkenna að samningamenn geta ekki og eiga ekki að reyna að finna allar lausnir fyrir alla,“ segir Þórar- inn. Verkalýðshreyfingin kemur tvístraðri að málum -Hvað eru samtök vinnuveitenda reiðubúin að ganga langt í hækkun launa við gerð almennra kjara- samninga? „Við setjum fram það markmið að verðbólga verði ekki umfram 2% og að í almenna kjarasamningn- um eigum við að tryggja öllum kaupmáttarauka. Við HÖfum ekki sett fram tölur um þetta og ekki rætt við verkalýðshreyfinguna um hvernig menn sjá fyrir sér launa- breytingarnar, hvort menn vilja krónutöluhækkanir eða prósentu- breytingar. Verkalýðshreyfingin kemur tvístraðri að málum að þessu sinni en oftast áður. Við höfum því ekki fengið tilfinningu fyrir því hvaða kröfur verða uppi, en nálgun okkar er sú að það hljóti að verða um lágar tölur að ræða svo það megi samrýmast markmiðinu um lága verðbólgu. Markmiðið er þó skýrt; að auka kaupmátt launa og við viljum vinna að því annars veg- ar með gerð almenns kjarasamn- ings og síðan í framhaldi af því úti í fyrirtækjunum." -Hefði nýtt samstarfsferli ekki óhjákvæmilega í för með sér að starfsmenn myndu gera kröfur um þátttöku í stjórnun og skipulagn- ingu á starfsemi fyrirtækjanna? „Jú, ég á von á því að hér á landi muni umræða um markmið fyrirtækja verði meiri og skynsam- legri á komandi árum. Ég á líka von á því að mörg fyrirtæki muni sjá eigin hagsmuni fólgna í að upp- lýsa starfsfólk meira en tíðkast hefur, um markmið, áform og af- Morgunblaðið/Árni Sæberg „EG VONA sannarlega að stéttarfélögin verði einnig reiðubúin til að draga úr miðstýringunni af sinni hálfu. Það er örugglega í þágu þeirra sem við störfum fyrir, fólksins og fyrirtækjanna." Myndin er frá upphafi kjaraviðræðna verslunarmanna og vinnuveitenda fyrir gerð samninga 1994. lenska hér á landi að bera kaup- gjald saman við laun í Danmörku en þar eru laun hvað hæst í heimin- um. Við stöndumst ekki samjöfnuð við Dani en það gera Svíar ekki heldur, sem búa þó handan við Eyrarsundið og hafa byggt upp hátækniiðnað á síðustu 100 árum með sama hætti og Danir. Laun í dönskum iðnaði eru um 60% hærri en í sænskum iðnaði. Það er því ekkert sérstakt þótt launamunur sé landa í milli. Það er kannski ekki allur munur á ráðstöfunartekj- unum hér og annars staðar og þar kemur allur þessi langi vinnutími til. Meðaltekjur fjölskyldna hér á landi liggja á bilinu 230-240 þús- und á mánuði. Lágu kauptaxtarnir sem okkur er svo tíðrætt um segja ekki alla söguna um kjörin því ef við berum saman fjölskyldutekjur landa í milli stöndumst við saman- burð. Laun á íslandi eru fyllilega sambærileg við bæði Bretland og Frakkland og meðaltekjur á íslandi eru hærri en til dæmis í Bretlandi. Vinnutíminn hér er hins vegar miklu lengri. Við teljum að það sé hægt að auka framleiðni og gera sömu hluti á styttri tíma, en okkur er líka ljóst að um það verður hvorki samið í Karphúsinu né sett um það lög á Alþingi. Það gerist bara í skipulögðu samstarfi á vinnustöð- um.“ -Hefðu verkalýðsfélögin rétt til íhlutunar í samninga innan fyrir- tækja skv. þessum hugmyndum? „Almenni kjarasamningurinn á „Við förum ekki út með svona róttæka hugmynd ún þess uð vera búnir að ræða hana víða inn- an okkar samtaka" komu. Hagnaður var til skamms tíma bannorð á íslandi. Sem betur fer hefur það breyst og arðsemi í íslenskum atvinnurekstri hefur nálgast það sem gerist í fyrirtækj- um erlendis. Hagnaður fyrirtækj- anna er útsæði að kjarabótum kom- andi ára,“ segir hann. Hægt að auka framleiðni með styttri vinnutíma Þórarinn er ósammála því að launakjör séu mikið lægri hér en í öðrum löndum sem við berum okk- ur saman við. „Það hefur orðið Rýmum fyrir nýjum vörum i I l I \ f > i i \ 1 i i l I I I I f I B L í !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.