Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ + SKOÐUIM YERND, ENDURHEIMT, NÝSKÖPUN: STEFNUMÖRKUN í LAND- : GRÆÐSLU OG SKÓGRÆKT í MORGUNBLAÐINU 6. október sl. birtist grein eftir dr. Sigurð H. Magnússon og dr. Borgþór Magn- ússon, gróðurvistfræðinga á Rala, undir heitinu „Uppgræðsla á tíma- mótum“. Greinin byrjar vel, með ágætri ábendingu um þá grófu ein- földun sem felst í því að skipa mönnum í tvo flokka - með eða móti lúpínu. Síðan er góð greinar- gerð um kosti og galla lúpínunnar og eðli uppgræðslu, þar sem m.a. er lýst eftir framtíðarstefnu í land- græðslu og skógrækt. Hér á eftir "~3ínun ég fjalla um þá stefnumörkun og um leið gera nokkrar athuga- semdir við grein þeirra Sigurðar og Borgþórs. Heppilegasta leiðin? Að mati Sigurðar og Borgþórs var „innlendum" plöntutegundum allt of lítill gaumur gefinn í sam- bandi við notkunarmöguleika til uppgræðslu þar til nýlega og með notkun innfluttra tegunda hafi ekki verið valin heppilegasta leiðin. Eg ** 'er þessu ósammála. Landgræðsla og s’kógrækt studdust nær ein- göngu við „innlendar“ tegundir í meira en 40 ár eða allt fram undir 1950. Árangur frá fyrri helmingi aldarinnar er afskaplega takmark- aður mældur í hekturum upp- grædds lands eða ræktaðs skógar, enda voru áherslur að hluta til aðr- ar en nú og þekking og möguleikar takmarkaðir. Áhersla var á að bjarga því sem bjargað varð með því að stöðva sandfok við jaðra gróðurlendis og friða leifar birki- skóga fyrir beit. Melgresi var og er enn eina tegundin sem dugar til að hefta sandfok. Á tímabilinu frá 1910 til 1945 **‘*foru vart aðrar tegundir afhentar frá gróðrarstöðvum Skógræktar ríkisins en birki, reyniviður, gulvíð- ir og íslensk blæösp. Ástæðan var sú að fyrsti skógræktarstjóri, sem jafnframt var sandgræðslustjóri, A.F. Kofoed-Hansen, hafði ekki trú á að erlendar tegundir gætu þrifist hér af því að þær voru ekki aðlagað- ar íslensku veðurfari og íslenskum jarðvegi. Kofoed-Hansen lét reynd- ar prófa ýmsar erlendar tegundir, einkum danskar, til sandgræðslu og skógræktar í upphafi starfsferils síns en gafst upp þegar þær dráp- ust flestar. Hann hafði því reynslu sem studdi þessa skoðun ^ . Á fímmta áratugnum fóru menn meira að hugsa um endurheimt gróðurlendis með uppgræðslu, auk heftingu sandfoks. Melgresið vex hins vegar eingöngu þar sem er ^ mikið sandfok og þess vegna þarf aðrar tegundir til að græða upp mela. Segja má að aðalástæðan fyrir því að farið var að nota erlend- ar grastegundir og stofna við upp- græðslu hafi einfaldlega verið sú að hægt var að kaupa fræ erlendis frá. Möguleikar til öflunar fræs af innlendum tegundum öðrum en melgresi og birki voru ekki fyrir nendi fyrr en með uppbyggingu fræræktar og fræverkunarverk- smiðju í Gunnarsholti á níunda ára- tugnum. Á síðustu árum hefur Landgræðslan í samstarfi við Rala stuðlað að rannsóknum á notkun innlendra tegunda til uppgræðslu og er árangurinn sá hingað til að snarrót hefur bæst hóp land- græðslutegunda. í skógrækt réð annað ferðinni. Þar horfðu menn upp á íslensku tegundirnar, sem yfirleitt eru sein- vaxnar, lágvaxnar og kræklóttar og töldu sig hugsanlega geta gert betur með erlendum tegundum. Það hefur litla þýðingu að gagnrýna landgræðslu- og skógræktarmenn 5. og 6. áratugarins fyrir að kanna ekki betur hvað íslenska flóran hafði upp á að bjóða áður en farið var að flytja inn erlendar tegundir. Að þeirra mati og miðað við þeirra aðstæður var íslenska flóran full- könnuð og bauð upp á takmarkaða möguleika. Þó að flestar innfluttar tegundir, kvæmi og stofnar hafí ekki staðið sig vel af ýmsum ástæð- um, þá er staðreyndin sú að inn- fluttir stofnar af beringspunti, tún- vingli og vallarsveifgrasi eru auk snarrótar harðgerustu grösin sem völ er á hér til uppgræðslu, lúpínan dugar betur en nokkur önnur planta til uppgræðslu mela og stöðvunar hraðfara jarðvegsrofs og rússa- lerki, sitkagreni og alaskaösp verða undirstaða timburiðnaðar eftir fáa áratugi. Reynslan er sú að innflutt- ar tegundir bjóða upp á möguleika sem ekki er að finna í „innlendu“ flórunni. Aðlögun eða „flakk“ Þeir Sigurður og Borgþór hverfa aftur til skoðana Kofoed-Hansens þegar þeir halda því fram að inn- lendar plöntutegundir séu „að öllu jöfnu betur aðlagaðar þeim aðstæð- um sem hér ríkja en þær inn- fluttu“. Þessi skoðun byggist á gömlum hugmyndum um eðli og hraða þróunar og umhverfisbreyt- inga og um .jafnvægi náttúrunn- ar“. Nýjar hugmyndir gera hins vegar ráð fyrir að loftslagsbreyting- ar geti átt sér stað á mjög skömm- um tíma þannig að plöntutegund getur t.d. þurft að geta vaxið í gjör- breyttu umhverfi án þess að færast um set. Nýlegar (20 ára gamlar) hugmyndir um þróun gera ráð fyrir að hún eigi sér stað í stökkum en mjög sjaldan með jafnri og þéttri aðlögun að ríkjandi umhverfi. Þann- ig aðlagast lífverutegund nýju um- hverfi á mjög skömmum tíma (á einni kynslóð hjá langlífum tegund- um eins og ttjám) ellegar deyr hún út, sem er algengara. Þetta sjáum við þegar við erum að flytja inn plöntutegundir. Þær deyja flestar út í líffræðilegum skilningi, þ.e.a.s. ná ekki að nema land af einhveijum ástæðum. Svipað á reyndar við um margar sjaldgæfar innlendar teg- undir sem ná ekki teljandi út- breiðslu einhverra hluta vegna og enginn veit hversu margar tegundir hafa dáið út í kjölfar komu manns- ins til íslands og þeim breytingum sem því fylgdu. Fijórannsóknir allsstaðar á norð- Iægum slóðum og í tempraða belt- inu sýna að gróðursaga þessa svæða einkennist af hröðum breyt- ingum á ríkjandi gróðurfari og til- tölulega stuttum tímabilum með stöðugu gróðurfari. Þetta ástand ríkti áður en maðurinn fór að hafa teljandi áhrif á vistkerfi þó að til- koma hans ■ hafi vissulega haft aukna röskun í för með sér. Þannig er það eðlilegt ástand að útbreiðslu- svæði plöntutegunda séu sífelt að breytast og samsetning gróðursam- félaga einnig. Hvaða lífverutegund- ir búa á ákveðnum stað á tilteknum tíma er afleiðing tilviljunar og umhverfisbreytinga en ekki þróunar og aðlög- unar nema að litlu leyti. Röskun er ráð- andi afl í mótun vist- kerfa á norðurslóðum og víðar. Jafnvægi náttúrunnar er ekki til. Gróðursaga Evrópu sl. þijár milljónir ára einkennist af sífelldum breytingum gróður- samfélaga og verulegri fækkun tegunda, sem tengist breytingum á loftslagi og útbreiðslu jökla,. Þær tegundir sem eru bestu flakkarar lifa, hinar deyja út. ísland hefur þá sérstöðu að gróður á enn erfiðara með að komast hingað þegar hlýnar eftir hvert jökulskeið. Helsta aðlögun „innlendra" plöntu- tegunda á Islandi er sú að þær hafa getað borist hingað yfir hafið, en ekki sú að þær séu betur aðlag- Ef sátt á að nást um notkun lúpínu eða ann- arra innfluttra tegunda verða ákvarðanir um hvar og hvar ekki að byggjast á vísindalegri þekkingu skrifar Þröst- ur Eysteinsson og mið- ast við markmiðssetn- ingu um landnýtingu en ekki röklausar til- finningar. aðar veðurfarsskilyrðum hér en ýmsar aðrar. Ef einhveijar plöntu- tegundir hafa lifað af eitt eða fleiri jökulskeið á íslandi er það vegna aðlögunar að allt öðrum veðurfars- skilyrðum en ríkja nú, skilyrðum sem er e.t.v. að finna á hæstu fjallstindum í dag. Það eru engin rök fyrir því að vilja nota „innlendar" plöntuteg- undir við uppgræðslu frekar en „er- lendar" önnur en þau að menn vilja fastsetja núverandi flóru landsins og koma í veg fyrir breytingar. Sú afstaða er bæði óraunhæf og ónátt- úruleg. Stefnumörkun í landgræðslu og skógrækt Ég fagna því að þeir Sigurður og Borgþór kalli eftir stefnu í upp- græðslu og skógræktarmálum. Sú stefna verður að byggjast á 1) nýj- ustu vísindalegri þekkingu, 2) þörf- um lífríkisins og 3) efnahagslegum og félagslegum þörfum mannsins. Stefnan verður að gera ráð fyrir einhverskonar nýtingu náttúrunnar víðast hvar en að sú nýting verði sjálfbær. Maðurinn er hluti náttúr- unnar og hefur oft afgerandi áhrif á ýmsa þætti hennar. Hugmyndir um ósnortna náttúru eru fagrar en því miður óraunhæfar nema á tiltölulega litl- um blettum. Meirihluti landsins er og verður áfram nytjaður til land- búnaðar, til byggðar, til virkjana, til útivistar eða annarra hluta. Verndun náttúrunnar fýrir nýtingu er óvíða möguleg og þess vegna verður að vemda hana samfara nýtingu víðast hvar. Landgræðsla og skógrækt verða að vera þættir í náttúruvernd samfara landnýtingu. íslendingar búa svo vel að vera lítil þjóð í stóru landi og við höfum hér rúm til að gera allt. Spurningin um nátt- úruvernd og sjálfbæra nýtingu snýst um að greina hvar þurfi að friða, hvar þurfi að græða upp, hvar sé þörf á skógrækt, hvar sé landnýting nú þegar sjálfbær o.s.frv. Við slíka greiningu þarf að taka tillit til margra markmiða, t.d. þeirra að vernda þarf og efla vist- fræðilega ferla, s.s. efnahringrásir, í þvi skyni að gera nýtingu liffræði- lega sjálfbæra. Vemda þarf og auka útbreiðslu ákveðinna vistkerfa, s.s. birkiskóga, ýmsar gerðir votlenda o.fl. Vernda þarf búsvæði sjald- gæfra lífverutegunda og sjaldgæfar jarðmyndanir og landslagsgerðir og síðast en ekki síst þarf að vernda sérstaka staði s.s. náttúruvætti, sögustaði, þjóðsagnastaði o.s.frv. Samfara þessu þarf að sjá til þess að maðurinn geti áfram haft lífsviðurværi sitt af landinu. Enn fremur þarf að taka mið af því að vera mannsins og húsdýra hans hér í 11 aldir hefur haft verulegar breytingar í för með sér á vistkerf- um, en við notum gjarnan mismun- andi gróðurlendi og ástand gróðurs til að lýsa vistkerfum í heild. Breyt- ingar þessar hafa verið svo miklar að óvíða er að finna „upprunaleg“ vistkerfi. Reyndar era íslensk gróð- urlendi víðast hvar í hnignunar- ástandi með tilheyrandi lágri fram- leiðnij tegundafátækt og jarðvegs- rofi. Á Islandi verður sjálfbær þróun að byggjast á endurheimt land- gæða. Endurheimt upprunalegra vistkerfa Endurheimt landgæða getur átt sér stað á mismunandi hátt eftir aðstæðum. Engin ein aðferð á við alls staðar. í sumum tilvikum getur markmiðið verið endurheimt „upp- runalegra" vistkerfa. Þar væru að- ferðir miðaðar við að stuðla að gróð- urframvindu með tegundum sem menn gera ráð fyrir að hafi verið hér t.d. við landnám norrænna manna. Til að skapa og varðveita slík vistkerfi þarf einnig að draga úr áhrifum mannsins eins mikið og mögulegt er um ókomna framtíð. Það þýðir friðun fyrir beit búfjár og takmörkun á annarri nýtingu. Tillögur Sigurðar og Borgþórs um notkun „innlendra" tegunda til upp- græðslu miðast við þessa leið. Augljóst er að endurheimt „upp- runalegra" vistkerfa er ekki mögu- leg á stærstum hluta landsins vegna nýtingar, einkum nýtingar gróðurs til beitar. Sú nýting er ennfremur víða ekki sjálfbær, t.d. þar sem jarð- vegsrof á sér stað í beitilandi. Við erum því í þeirri stöðu að þurfa að efla gróðurlendi og nýta af meiri skynsemi en áður, því við höfum rýrt þau og þar að auki fer mann- kyninu fjölgandi, þ.m.t. íslending- um, og þarf meira til sín. Við þurf- um víða að vernda það sem fyrir er, en mun víðar þurfum við að endurheimta og efla gróðurlendi. Þau gróðurlendi þurfa ekki að vera að öllu leyti „upprunaleg". Þau mega vera öflugri og reynslan sýn- ir að þau þurfa að vera öflugri til að þola það sem við leggjum á þau. Nýsköpun vistkerfa Með gróðursetningu barrtijáa leggjum við grann að sköpun nýrra vistkerfa þar sem margar tegundir sem lifað hafa á íslandi í lengri eða skemmri tíma taka sér bólfestu. Barrskógur er að sumu leyti öðru- vísi vistkerfi en birkiskógur. Fram- leiðni er yfirleitt meiri í barrskógi, líffræðileg fjölbreytni og áhrif á efnafræði jarðvegs eru misjöfn eftir ríkjandi tegundum o.s.frv. Við get- um búið til barrskóga á íslandi í þeim tilgangi að framleiða timbur, að stöðva jarðvegsrof, að auka möguleika til útivistar eða til ein- hvers annars. Við getum haft áhrif á ýmsa vistfræðilega eiginleika þeirra skóga, t.d. með vali á tegund- um og blöndun þeirra. Þeir verða góð og gild vistkerfi og auka líf- fræðilega íjölbreytni á landslags- vísu auk þess að skapa nýja mögu- leika til nytja og atvinnusköpunar. Með sáningu lúpínu leggjum við grunn að gróðurframvindu sem verður öðruvísi en ef lúpína væri ekki notuð. Lúpínan leiðir til örari uppbyggingar jarðvegs og aukning- ar fijósemis en aðrar tegundir, sem eykur framleiðni þeirra gróðurlenda sem þannig myndast og á eftir koma. Þetta hefur ýmsa kosti í för með sér, einkum við endurheimt gróðurs á landi sem síðan verður nýtt til beitar. Þau gróðurlendi verða ekki að öllu leyti „uppruna- leg“ en hafa ber í huga að mestur hluti þeirra gróðurlenda sem nú eru nýtt til beitar, móar og melar, eru ekki heldur „upprunaleg“ þar sem þau hafa mótast af aldalangri beit. Ágreiningur Lúpínan er komin hingað til að vera. Hún er orðin hluti íslensku flórannar auk þess að vera dýr- mætt tæki til uppgræðslu. Eins og aðrar plöntur er lúpínan illgresi þegar hún vex þar sem maðurinn kærir sig ekki um að hafa hana. Ágreiningur um lúpínuna hefur ris- ið þar sem menn eru ekki sammála um hvar eigi að telja hana illgresi og hvar ekki. Þessi ágreiningur hefur oftast verið á þann veg að ekki er hægt að komast að rökræn- um sáttum. Þrætt er um fegurð, þjóðerni, breytingar á landi og ann- að á tilfinningalegum nótum. Á meðan svo er verður ekki sátt. Nú eru slíkar tilfinningar notaðar sem grunnur að úrskurði Skipulags ríkisins um uppgræðslu Hólasands, þar sem sett eru skilyrði um varnir gegn útbreiðslu lúpínu út frá upp- græðslusvæðinu. Þar samþykkja menn lúpínu á miðjum sandinum en heimta 200 m breitt lúpínulaust belti meðfram jaðrinum, einmitt þar sem mest þörf er á henni til Þröstur Eysteinsson i I € V l. I í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.