Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 MINNIGAR MORGUNBLAÐIÐ SKÚLISIG URÐSSON + Skúli Sigurðs- son, lögfræð- ingur, fæddist í Stykkishólmi 12. desember 1943. Hann lést í Reykja- vík föstudagskvöld- ið 25. október. For- eldrar hans voru hjónin Soffía Sig- finnsdóttir, f. 30. maí 1917, húsmóð- ir, og Sigurður Skúlason, kaup- maður, síðast skrif- stofumaður í Reylqavík. Hann var sjötti í röð níu systkina, sem eru Sigfinnur, Lovísa, Magnús, Ingibjörg, Þuríður, Soffía, Ág- úst og Sigurður. Skúli varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1964 og lauk lög- fræðiprófi við Háskóla Islands 1970. Hann starfaði sem full- trúi á skrifstofu tollsljórans í Reykjavík, var um tíma aðstoð- armaður félagsmálaráðherra, Gunnars Thoroddsens, og síðan skrifstofusljóri hjá Húsnæðis- málastofnun ríkisins. Þá var hann framkvæmda- sljóri Sambands málm- og skipa- smiðja og rak eftir það eigin lögfræði- stofu. Síðast starf- aði Skúli hjá Lög- mönnum, Austur- stræti. Skúli kvænt- ist 1973 Kristínu Hauksdóttur, bankastarfsmanni, f. 4. júní 1947. For- eldrar hennar voru Haukur Vigfússon, f. 5. apríl 1910, d. 9. júlí 1981, for- stöðumaður veðdeildar Lands- banka Islands, og Olöf Sigur- jónsdóttir, húsmóðir, f. 19. febrúar 1916. Synir Skála og Kristínar eru Haukur, 22 ára, námsmaður, kvæntur Hilmu Hólm, Skúli, 19 ára, námsmað- ur, og Sigurður, 14 ára, náms- maður. Utför Skúla verður gerð frá Fossvogskirlgu á morgun, mánudaginn 4. nóv- ember, og hefst athöfnin kl. 10.30. „Eitt sinn skal hver deyja.“ Hversu ljós sem þessi lífsins stað- reynd er kemur hún samt alltaf á óvart og víst er að í hugum eftirlif- enda er hin síðasta ferð oft með öllu ótímabær. Bróðir minn er all- ur. Minningar hrannast upp eins og reki á fjöru eftir stórviðri. Sum- ar eru aldeilis ómerkilegar, aðrar svolítið merkilegri og svo eru til þær sem skipta raunverulegu máli. Þeg- ar horft er um öxl eru þetta eins- konar vörður eða vörðubrot á leið litla bróður til einhvers þroska. Skúli var hávaxinn maður og grannur, beinn í baki og bjartur yfirlitum. Kurteis var hann og prúð- ur og alla tíð hið mesta snyrti- menni. Hann var ekki margmáll en þó vel máli farinn, ráðagóður og bóngóður. Gamansamur var hann, hafði einstaklega skemmtilegt skopskyn. Hann þótti um margt líkjast sínu móðurfólki sem kom úr Dölunum og telst að hluta til Orms- ættar. Hann tók einnig ýmislegt úr sinni föðurætt sem kemur úr Stykkishólmi og Fagurey á Breiða- firði. Þaðan hafði hann nafnið sem áar hans höfðu margir borið, harð- gerðir sjósóknarar, hijúfir á ytra borði en þó vel innrættir. Hann var stóri bróðir minn, þrettán árum eldri, sem er nokkur aldursmunur, enda fór aldrei neitt á mílli mála hvor okkar var eldri og reyndari. Hans reynsla var mín leiðsögn. Skúli gekk snemma til liðs við Sjálf- stæðisflokkinn. Stjórnmálaáhugi var mikill á heimili foreldra okkar og alla tíð var mest rætt um pólitík þegar fólk kom saman. Innan flokksins starfaði hann í fjölda ára, sat m.a. í stjóm Heimdallar og var formaður þess ágæta félags 1972 til 1973. Að sjálfsögðu lagði ég sama skilning í stjórnmálin. Alla tíð síðan tóku stjórnmálaumræður mikinn hluta af samræðutíma okkar bræðranna, innlend og erlend mál, rökræður um menn og málefni, deilur um gildi. Árunum íjölgaði, og með hveiju ári bættist ýmislegt í reynslusafnið, sumt gagnlegt en annað mátti missa sín. Með árunum fækkaði hárunum á höfði stóra bróður og ýmsum þótti það broslegt þegar slíkt hið sama gerðist hjá litla bróð- ur, en það var þó ekki með vilja gert. Vinátta okkar Skúla stóð af sér allar ágjafir umhverfísins. Slíkt er alls ekki sjálfsagt. Milli ólíklegustu manna bindast oft vináttutengsl og þarf ekki fjölskyldubönd til. Eins er ótrúlega algengt að í hinum mætustu fjölskyldum eiga menn ekkert annað sameiginlegt en blóð- tengslin sem rista þó ósköp grunnt ef ekkert annað er til styrktar. í t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför stjúpmóð- ur minnar, systur og móðursystur, KRISTJÖNU STEINÞÓRSDÓTTUR frá Vík í Héðinsfirði. Sérstakar þakkir til forstöðumanns og safnaðarfélaga í Aðventsöfnuðinum, forstjóra og starfsfólks Dvalarheimilis- ins að Kumbaravogi, Stokkseyri. AnnaJohansen, Jónína Steinþórsdóttir, Kristjana Heiðberg Guðmundsdóttir, Áslaug Gunnsteinsdóttir. og fjölskyldur. TÖLUVERÐUR fjöldi aðsendra greina bíður nú birtingar í Morgunblað- inu. Til þess að greiða fyrir því að biðtími styttist og greinar birtist skjótar en verið hefur um skeið, eru það eindregin tilmæli Morgunblaðs- ins til greinahöfunda, að þeir skrifí að jafnaði ekki lengri greinar en sem nemur tveimur A-4 blöðum með mesta línubili eða að hámarki 6.000 tölvuslögum. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vélrituð og vel frá gengin. Ákjósanlegast er að fá greinamar jafnframt sendar á disklingi, þ.e. að blaðinu berist bæði handrit og disklingur. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Word- Perfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Þeir, sem þess óska, geta fengið disklingana senda til baka. Merkið disklingana vel og óskið eftir endursendingu. Ritsfj. lífsins ólgusjó verða margir fyrir áföllum og fór Skúli ekki varhluta af þeim. Honum varð á en tók af- leiðingunum. Með þunga og bitra reynslu að baki er erfítt að byija að nýju og þá er ákaflega mikil- vægt að eiga góða að til stuðnings. Á slíkri ögurstund reynir á tryggða- bönd og kemur þá stundum í ljós að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Skúli átti þó góða að, fjölskyldu og vini sem studdu hann í gegnum þykkt og þunnt. Við Skúli áttum ákaflega margt sameiginlegt. Aldrei fórum við sam- an í ijallaferðir, aldrei spiluðum við saman golf, aldrei spiluðum við saman fjölskylduíþróttina badmint- on, aldrei fórum við saman til út- landa, aldrei sátum við saman að teiti. Samt ræddum við hugðarefni hvor annars, hann sagði mér frá þessari furðulegu íþrótt sem nefnist golf og átti hug hans allan. Eg sagði frá flækingi mínum um fjöll og fimindi. Og ráðagóður var hann. Þegar við Útivistarmenn stóðum í skálabyggingu á Fimmvörðuhálsi lentum við skyndilega í miklu þrasi við örfáa furðufugla sem ranglega töldu framkvæmdirnar vera á sínu heimalandi. Skúli bróðir hvatti okkur til að hætta við skálabygginguna á þeim stað þar sem við höfðum byijað og taka þess í stað til við endurbygg- ingu á hinum fimmtíu ára gamla skála Fjallamanna. Á einfaldan og snjallan hátt sýndi Skúli fram á að andskotar okkar ættu engin rök móti endurbyggingu skálans. Gekk það eftir og hafði enginn erindi sem erfíði gegn Útivist í ótal málshöfð- unum. „Kostaðu huginn að herða, hér muntu lífíð verða.“ Hann féll í val- inn eftir erfíða baráttu við óvæginn sjúkdóm. Hann vissi hvert stefndi, hafði líklega vitað það um langan tíma. Hann bar höfuðið hátt, lét ekki finna á sér nokkurn bilbug. Má vera að eðlislæg bjartsýni hafí hjálpað til en ef til vill er hreystin bara á yfírborðinu, - sumir bera ekki vandamál sín á torg. Stór fjölskylda syrgir góðan dreng, en mestur er þó missir eigin- konu Skúla, Kristínar Hauksdóttur, og sona þeirra, Hauks, Skúla og Sigurðar. Þeim sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja þau í sorg sinni. Minning um góðan dreng geymist í hugum þeirra sem hann þekktu. Sigurður Sigurðarson. Kveðja úr B-bekknum Allt lífið framundan, dauðinn óendanlega fjarri. Glaðvær hópur sem stundað hefur nám í sama skóla lýkur stúdentsprófí og gengur fagnandi móti lífínu. Árið er 1964 og skólinn Menntaskólinn í Reykja- vík. Flest höfum við í B-bekknum átt samleið a.m.k. fjögur ár, ein- stöku maður að vísu slegist í hópinn síðar. Þegar ég horfí til baka fínn ég aldrei að skuggi hafí fallið á vináttu okkar Skúla Sigurðssonar frá fyrsta degi mínum í 4. bekk, þegar ég kom þar norðanstrákurinn og uppgötvaði strax þennan gló- bjarta bekkjarfélaga sem bjó næst- um á sama bletti og ég í Hlíðunum. Hann kominn utan af landi eins og ég. Öll árin mátti heita við yrðum samferða í skólann og aftur heim hvern einsta dag, oft gangandi svo að góður tími gafst til gáfulegra samræðna - eins og jafnan einkenna þennan aldur. Spekingslegir pípu- reykingamenn á morgungöngu í próflestri kringum tankana á Óskjuhlíð. Allt lífíð framundan. Það var í endurminningunni sam- hentur hópur sem var kenndur við B. Næstum því strákabekkur og stelpurnar tvær sjálfsagður hluti okkar. „Ég fór á Skalla í kaffi með hinum strákunum,“ sagði önnur þeirra einhvem tíma við móður sína. Er það misminni að eitt af því sem hélt okkur saman hafi verið hvað við vorum innst inni ólík? Einhvern veginn var alveg sama hvernig stöð- ugt fjölgaði þeim málum, einkum pólitískum, sem okkur Skúla greindi á um þessi árin. Aldrei urðu þau að vinslitum - eiginlega ekki einu sinni ágreiningsmálum. Það var ekkert svigrúm fyrir svoleiðis vit- leysu. Er það líka misminni að alltaf hafí verið meira og minna gott veð- ur, bæði sumar og vetur? Og allir í góðu skapi? Nema náttúrulega þeir sem voru í ástarsorg. Sem bet- ur fór entist hún oftast fjarska stutt. Svo greindust leiðir. Það heitir á fínu máli að fólk þroskist í ólíkar áttir. Bekkurinn þar sem næstum allir deildu næstum öllu með næst- um öllum sundrast allt í einu í allar deildir háskólans - nema þeir sem fóru í aðra háskóla í öðrum löndum og hurfu enn afdráttarlausar úr augsýn okkar hinna. Þangað til ald- urinn kallar aftur og fer að rifja æskuna upp. Þá rennur allt í einu upp fyrir mönnum að það er eins og ekkert hafí gerst. Vinirnir úr bekknum eru þama ennþá og undir niðri hefur maður vitað af þeim allan tímann, vitað að þeir voru þama og að einn daginn... Það er bara dauðinn sem gleymd- ist að reikna með. Þessi miskunnar- lausi og slyngi sláttumaður sem þvert ofan í allar fyrirætlanir okkar heggur skörð í raðirnar. Og eftir sitjum við og syrgjum æskuna og vináttuna og hörmum allar glötuðu og vanræktu stundirnar. Um leið og við þökkum fyrir þær sem við áttum og sendum ástvinum og að- standendum samúðarkveðjur okk- ar. Heimir Pálsson. Með þessum orðum langar mig að minnast og kveðja gamlan vin, Skúla Sigurðsson, lögfræðing. Við höfum átt samleið í langan tíma. Fórum á svipuðu róli gegnum laga- deild Háskólans og kynntumst þar allvel. Urðum síðan hugfangnir af sömu íþróttinni, golfinu. Lékum það saman löngum stundum á sumrin og urðum góðir vinir. Kepptum í badminton á vetrum. Seinna þróað- ist með okkur svipaður smekkur á tónlist og leiklist. Við höfum hjónin átt áskriftarmiða í leikhús í mörg ár ásamt þeim Skúla og Stínu og fleiri góðum vinum og farið marga ferðina saman á tónleika og óperu- IOI >101*101 ejfyfy bara bbómabúð. Fersk blóm og skreytingar við öll tækifæri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 sýningar. Sótt í þessar samveru- stundir ómælda gleði, sem gott er að eiga minninguna um núna. Skúli var góður vinur. Hann var trygglyndur og hjálpsamur og gott að leita til hans. Einatt var hann með hressustu mönnum. Glaðbeitt- ur og sjálfsöruggur með klárar skoðanir á mönnum og málefnum. Munninn fyrir neðan nefið. Við iðk- uðum það í áratugi að vera ósam- mála um stjórnmál og deila stund- um hressilega. Það var ekki auð- velt að eiga síðasta orðið í þeim sennum. En þessi þrætulist varpaði aldrei skugga á vinskapinn. Við ris- um upp frá henni ósammála eins og í byijun, en alltaf dável sáttir að öðru leyti. Skúli fór ekki varhluta af þeirri mótdrægni, sem við eigum flest að mæta einhvemtíma á lífsleiðinnni. En þótt stormar ýfðust stundum og sjóar risu átti Skúli sér alltaf ömgga höfn. Það var heimilið, Kristín og synirnir. Öflugri brim- vöm trúi ég að sé vandfundin. Hvað sem á dundi, og nú síðast í barátt- unni við einn hinn illskeyttasta af öllum sjúkdómum, voru þau honum óbifanleg stoð. Allt til hinstu stund- ar. Þau sýndu þann kærleik, það þrek og þann manndóm sem aðeins er að fínna hjá fólki sem er gert úr gulli. Skúli gerði sér vel grein fyrir þessu og skildi hvaða gersemar hann þarna átti. Eindregnari fjöl- skyldumann hefí ég ekki fyrir hitt. Enginn krókur var of langur fyrir strákana og Stínu. Enginn steinn of þungur. Fyrir það verður Skúli í minningunni ekki bara skemmti- legur félagi og tryggur vinur heldur líka drengur góður. Þegar ég hitti Skúla síðast gerði hann sér grein fyrir að golf myndi hann ekki geta leikið framar. En hann ætlaði þess í stað að leggja áherslu á að segja Sigga litla til og talaði um að mennta sig enn frekar í golfreglunum til að geta gegnt dómarastörfum í stærstu mótum. Hann hugsaði enn fram á veginn. Átti ýmsu ólokið og vildi fá að upplifa áfram, þótt með öðrum hætti væri, þessa heillandi íþrótt sem átti svo lengi stóran hlut í hans lífí. En þá voru verstu tíðindin af sjúkdómnum ekki komin. Harð- asta og erfíðasta hríðin enn eftir. Svo kannski gat Skúli, þrátt fyrir allt, tekið í lokin undir með skáldinu Braga Siguijónssyni sem orti: Sáttur við allt ég sit og nætur bíð: sumarlönd fór ég, gróðursæl og víð. Sestu nú kæra sól, í kyrru hafi. Elsku Stína. Þótt þín barátta sé orðin löng og ströng þá vona ég og trúi, að enn eigir þú einhverstað- ar fólginn forða af orku til að kom- ast yfír þennan síðasta og erfíðasta hjalla. Kannski hjálpar það eitthvað að vita, að þú og drengirnir eigið vísa samúð og stuðning okkar Ástu og margra annarra góðra vina ykk- ar. Georg H. Tryggvason. Elsku Skúli. Um leið og ég kveð þig hinsta sinni vil ég þakka þér af öllu hjarta fyrir allt sem þú og Didda frænka hafið gert fyrir mig um ævina. Á stundu sem þessari koma góðu minningamar hver á eftir annarri upp í hugann; til dæmis sumarfríin í Selvík, þau ófáu skipti sem þú reyndir að miðla mér af hinni miklu golfkunnáttu þinni (sumar kúlurnar eru enn týndar!), samtöl okkar um lífið og tilveruna og svo mætti lengi telja. Með þessum fátæklegu orðum sem segja ekki nándar nærri allt sem í hjarta mér býr kveð ég þig, en þú mátt vera viss um að þú hefur alltaf átt og munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Ástar- og saknaðarkveðjur. Þín, Ólöf Kristín (Olla Stína). • Fleirí minningargrcinar um Skúla Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.