Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 52
<Q> AS/400 Mikid úrval viðskiptahugbúnadar CCD NYHF.RJI MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆH I SUNNUDAGUR 3. NOVEMBER 1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Stofnlánadeild verði sjálfstæður lánasjóður STOFNLANADEILD Iandbúnaðar- ins verður skilin frá Búnaðarbankan- um og gerð að sjálfstæðum lána- sjóði í eigu ríkisins, samkvæmt drög- um að frumvarpi sem Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra hef- ur lagt fram í ríkisstjórninni. Gert er ráð fyrir að sjóðagjöld bænda verði lækkuð og vextir deildarinnar hækkaðir en áfram verði niður- greiðsla vaxta á stofnlánum til bænda. Ríkisstjórnin hefur ekki af- greitt frumvarpið frá sér enda eru sjálfstæðismenn með efasemdir um áframhaldandi vaxtaniðurgreiðslu og rekstrarform. Guðmundur Bjarnason segir að nauðsynlegt hafi verið að endur- skoða lögin um Stofnlánadeild land- búnaðarins vegna áförma um að breyta Búnaðarbankanum í hlutafé- iag. Skipaði hann nefnd til þessa verks og að skilja rekstur Stofnlána- Afram gert ráð fyrir innheimtu sjóða- gjalda og niðurgreiðslu vaxta deildarinnar frá bankanum. Nefndin skilaði nýlega áliti sínu. í henni var fulltrúi Bændasamtaka íslands og segir Guðmundur Bjarnason að sam- komulag sé um málið við Bænda- samtökin enda sé álit nefndarinanr í samræmi við ályktun síðasta Bún- aðarþings. Staðfestir Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, það. Lagt er til að Stofnlánadeildin verði gerð að sjálfstæðum lánasjóði í eigu ríkisins. Bændur og neytendur hafa greitt í sjóðinn en landbúnaðarráð- herra segir að samkomulag sé við forystu bænda um eignarhald ríkis- ins enda verði hugsanlegum arði af starfseminni ráðstafað til vaxtanið- urgreiðslu eða til að byggja upp eig- ið fé sjóðsins en fari ekki sem arð- greiðslur í ríkissjóð. Gert er ráð fyr- ir því að sjóðurinn njóti ríkisábyrgð- ar, eins og verið hefur á meðan Stofnlánadeildin hefur verið hluti af Búnaðarbankanum. Vextir meginlána hækka úr 2 í 3% Aðrir ráðherrar hafa unnið að breytingu á öðrum helstu fjárfest- ingarlánasjóðum ríkisins, Fisk- veiðasjóði, Iðnlánasjóði og Iðnþró- unarsjóði, og hefur m.a. verið rætt um að sameina þá í nýjum fjárfest- ingarbanka. Guðmundur Bjarnason segist hafa unnið að undirbúningi breytinga á Stofnlánadeildinni með vitund ríkisstjómarinnar. Það hafi verið viðurkennt að staða landbún- aðarins væri með þeim hætti að réttlætanlegt væri að halda áfram innheimtu sjóðagjalda og niður- greiðslu vaxta af stofnlánum til bænda. í fyrirliggjandi frumvarps- drögum er gert ráð fyrir því að dregið verði verulega úr innheimtu sjóðagjaldanna með því að fella nið- ur liðlega helming neytenda- og jöfnunargjalds, og að vextir megin- lána verði hækkaðir úr 2 í 3%. Land- búnaðarráðherra vonast til að ríkis- stjórninn afgreiði málið frá sér í þessari viku. Samkvæmt heimildum Morgunbiaðsins telja ráðherrar úr röðum sjálfstæðismanna að þó frumvarpsdrögin gangi í rétta átt þá þurfi að ganga lengra í að af- nema sjóðagjöld og láta vexti ráð- ast af markaðsaðstæðum, eins og hjá öðrum fjárfestingarlánasjóðum. . Tvívegis útaf FLUTNIN GABÍ LL fór út af veginum sökum hálku og snjóa skammt frá bænum Eyri í Fáskrúðsfirði síðdegis í fyrradag og var um sex tíma verk að koma honum aftur á réttan kjöl. „Lygilega lítið“ tjón varð að sögn lögreglu, og má m.a. geta þess að hliðarspegillinn þeim megin sem bif- reiðin lagðist á bognaði ekki einu sinni. Bíllinn var hlaðinn fiski, sem hafði verið í aftanívagni flutningabifreiðar sem fór út af þarna skammt frá aðfaranótt föstudags og lagðist á hliðina út í skurð. Eftir það óhapp var fiskurinn fluttur á milli bíla, en ekki hafði fiskurinn farið langt með nýjum farkosti áður en hann var aftur lentur utan vegar, eins og áður sagði. Sambærileg óhöpp flutninga- bifreiða hafa verið nokkuð tíð að undanförnu. Þórarinn V. Þórarinsson um samningsgerð í fyrirtækjum Horfum aðallega á sveigj- anlegan vinnutíma og frí „ÞETTA er tilraun til að þróa kjarasamninginn áfram, þannig að á hverjum vinnustað megi aðlaga ákvæði hans mismunandi þörfum eftir því sem þar kann að semjast um,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, í viðtali við Morgunblaðið um hugmyndir sam- bandsstjórnar VSÍ um að færa samningsgerð inn í fyrirtækin í næstu kjarasamningum með það að markmiði að auka framleiðni og 'b'æta kaupmátt. Aðspurður hvaða breytingar þess- ar hugmyndir gætu falið í sér, sagði Þórarinn m.a.: „Við verðum fyrst að semja um það hvaða ákvæðum kjarasamninga megi breyta, hvað geti fallið inn í fyrirtækjaþátt samn- ingsins. Um það verða að gilda ein- hverjar reglur. Við horfum aðallega a vinnutímann, upphaf og lok dag- vinnu, uppgjörstíma yfirvinnu, sveigjanlegan vinnutíma, fyrirkomu- lag á neysluhléum, frítöku og ef til vill greiðslur í forföllum. Við getum vel séð fyrir okkur samkomulag á vinnustað um að sama kaup greiðist fyrir vinnu á tímabilinu 7 á morgn- ana til 7 á kvöldin, þannig að ein- stakir starfsmenn geti byrjað á mis- munandi tíma. Hver og einn myndi auðvitað ekki vinna meira en 40 stundir á viku án yfirvinnuálags, en nýting framleiðslutækjanna yrði mun meiri en nú. Það gæti staðið undir hærra dagvinnukaupi í þessu fyrirtæki,“ segir hann. Verðum að geta sýnt fram á ávinning af þátttöku Þórarinn telur að ef þessar hug- myndir verða að veruleika verði hlut- verk samtaka vinnuveitenda og verkalýðsfélaganna í auknum mæli að veita ráðgjöf og þjónustu í tengsl- um við kjaramál innan fyrirtækj- anna. Hann segir að innan VSÍ hafi ýmsir velt því upp, hvort vinnumark- aðurinn sé nægilega þroskaður til að taka við þessum hugmyndum, hVort þetta fyrirkomulag geti ekki leitt til átaka úti í fyrirtækjunum sem telji sig ekki fá nauðsynlegt skjól af samtökunum. „VSÍ eru frjáls félagasamtök, fyr- irtækin velja sjálf hvort þau ganga í aðildarfélögin og þar með VSÍ eða ekki. Þess vegna verðum. við og að- ildarsamtökin stöðugt að geta sýnt fram á ávinning af þátttöku. VSI mun auðvitað áfram gegna stefnu- mótunar- ogforystuhlutverki," sagði hann. ■ Viðviyum/18 Morgunblaðið/Kristinn Brotajárn til útflutnings STARFSMENN Hringrásar voru í gærmorgun að pressa brotajárn til útflutnings á athafnasvæði fyr- irtækisins við Sundahöfn. Gunn- laugur Sigurðarson þurfti að tína spýtur og aðra óæskilega hluti út úr haugnum. Kaup VÍS á Skandia Sjö starfs- menn fá endanlega uppsögn SJÖ starfsmönnum Vátrygginga- félagsins Skandia var endanlega sagt upp störfum á föstudag í kjöl- far kaupa VÍS á fyrirtækjum Skan- dia. Af 31 starfsmanni félagsins var 26 formlega sagt upp störfum en 19 þeirra ýmist boðin endurráðning tímabundið eða til frambúðar. Þá verður um helgina unnið að því að flytja aðstöðu Vátryggingafé- lagsins Skandia í höfuðstöðvar VÍS, en verðbréfafyrirtækið verður hins vegar áfram í Heklu-húsinu við Laugaveg. Hefur hið nýja verðbréfa- fyrirtæki VÍS nú hlotið heitið Fjár- vangur hf. Samstarf við Skandia I tengslum við kaupsamning VÍS við Skandia var gert samkomulag um samstarf fyrirtækjanna á sviði lífeyrissparnaðar. „Skandia hefur verið mjög framarlega á sviði ýmiss konar sparnaðarforma, ekki aðeins í Svíþjóð heldur í ýmsum öðrum lönd- um,“ segir Axel Gíslason, forstjóri VÍS. Völlur/10-11 ♦ ♦ ♦ RLR rekur slóð stol- inna síma RANN SÓKNARLÖGREGLA ríkis- ins hefur í samstarfi við Póst og síma fundið aðferð til þess að hafa upp á farsímum sem hefur verið stol- ið og gera þá óvirka sem ekki finnast. Þar með verða GSM-farsím- ar verðlausir fyrir þá sem freistast til þess að taka þá ófijálsri hendi. Nú þegar stendur yfir leit á vegum Pósts og síma að hátt á annað hundr- að GSM-farsímum sem tilkynnt hef- ur verið að hafi verið stolið. í næstu viku ætlar Póstur og sími í samráði við RLR að loka fyrir notkun 117 stolinna farsíma. Frá upphafi GSM-farsímakerfís- ins 1994 hefur RLR borist 185 kær- ur vegna þjófnaða á GSM-farsímum. Ragnar Benediktsson, yfirdeildar- stjóri hjá Pósti og síma, segir að nú standi yfir leit að 162 GSM-farsím- um, þar af 117 farsímum sem tengj- ast þjófnaðarkærum. ■ Stolnir GSM-símar/18 Gert að reyna búnað BOEING-verksmiðjan sendi í fyrrinótt frá sér tilmæli til flugfé- laga víða um heim að hliðarstýri- búnaður á 737-400 þotum fyrir- tækisins skuli sæta prófunum, í tengslum við rannsókn í Banda- ríkjunum á tveimur flugslysum þar í landi. Flugleiðir hefur fjórar slíkar vélar í þjónustu sinni, en ein þeirra er ekki í rekstri sem stend- ur því hún er í skoðun. Hliðarstýr- isbúnaður vélanna var reyndur í gærkvöldi. Einar Sigurðsson, aðstoðar- maður forstjóra, segir að ekki hafi verið sýnd nein tengsl á milli áðurnefndra slysa og þessa bún- aðar í 737-400 þotunum, en fræðilegur möguleiki sé hins veg- ar fyrir hendi og öryggisins vegna hafi verksmiðjurnar talið ástæðu til að kanna búnaðinn. Vélar af þessari gerð eru 2.700 talsins í heiminum og eiga að baki 69 milljón flug, og eru engin þekkt dæmi um slys í þessum vélum vegna hliðarstýrisbúnaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.