Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Stórslys í Perú Ut af hæsta fjallvegi í heimi Lima. Reuter. AÐ minnsta kosti 41 maður lét líf- ið þegar fólksflutningabifreið fór út af veginum og féll niður í gil í Andesfjöllum í Perú í fyrradag. 18 manns lifðu slysið af mismikið slas- aðir. Bifreiðin var að fara yfir Ticlio- skarðið, sem er hæsti fjallvegur í heimi, í næstum 5.000 metra hæð, þegar hún fór út af og féll niður í 300 metra djúpt gil. Fór hún margar veltur og sundraðist áður brakið stöðvaðist í gilbotninum. Talinn hafa sofnað undir stýri Haft er eftir heimildum innan lögreglunnar, að bílstjórinn hafi sofnað undir stýri en ekki er vitað hver margir farþegarnir voru, að- eins að bifreiðin var yfirfull. Hund- ruð manna hafa farist í Perú á þessu ári slysum af þessu tagi og hafa ýmis borgaraleg samtök og stjórnarandstaðan á þingi krafist tafarlausrar rannsóknar á öryggis- málum fólksflutningabifreiða. ---------------- DeBakey til Moskvu Houston. Reuter. BANDARÍSKI hjartaskurðlæknir- inn Michael DeBakey var í gær á förum til Moskvu en hann kvaðst búast við, að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, myndi gangast undir- hjartauppskurð fljótlega eftir helgi. I viðtali við Reuters-fréttastof- una sagði DeBakey, að Jeltsín virt- ist tilbúinn til að gangast undir kransæðaaðgerðina en með henni á að auka blóðstreymið til hjart- ans. „Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem ég hef fengið, er líklegt, að aðgerðin verði framkvæmd fyrri hluta vikunnar," sagði DeBa- key en með honum í för verða læknar frá Methodist-sjúkrahús- inu í Houston í Texas. DeBakey viðstaddur? Rússneskir embættismenn sögðu á föstudag, að DeBakey yrði ekki viðstaddur sjálfa aðgerð- ina en sjálfur heldur hann öðru fram. Mun rússneski hjartasér- fræðingurinn Renat Aktsjúrín, sem vann undir stjórn DeBakeys í Baylor-læknaskólanum, stjórna aðgerðinni og hann var nýlega í Houston til að kynna sér tækja- búnað og þær aðferðir, sem DeBa- key beitir. DeBakey spáir því, að Jeltsín muni verða búinn að ná fullri starfsorku eftir tvo mánuði frá aðgerðinni. ERLENT AKVÖRÐUN Finna um að gerast aðilar að evrópska gengissam- starfinu, ERM, hefur haft ýmsar hliðarverkanir. Hún hefur hleypt auknum krafti í undirbúning þess að evrópska myntsambandinu, EMU, verði hleypt af stokkunum í ársbyijun 1999, aukið þrýsting á sænsk ERM-tengsl og undirstrikað svo ekki verður um villst að Finnland er ekki lengur þægur litli bróðir, sem gerir allt eins og stóri bróð- ir. Þrýstingurinn á sænsku stjómina er ekki aðeins efna- hagslegs eðlis, heldur er hún á milli tveggja alda. Annars vegar er það almenningsálitið, sem er andsnúið öllu sem lyktar af Evr- ópusambandinu, og hins vegar brenna ákvæði Maastricht-sátt- málans á stjórninni. Veikleiki sænsku krónunnar BAKSVIÐ * Akvörðun Finna um að gerast aðilar að evrópska gengíssamstarfínu, ERM, hefur víðtækar afleiðingar fyrir bræðraþjóðina sænsku. Eins og Sigrún Davíðsdóttir rekur hér á effcir leiðir ákvörðunin í ljós ýmis vandkvæði sænsku stjómarinnar, auk þess sem hún sýnir óumdeilanlega að Finnar em Svíum ekki lengur fylgi- samur litli bróðir. Þó Göran Persson forsætisráð- herra Svía hafí tekið ákvörðun Finna um ERM-aðild með sínum venjulega afslappaða en alvöru- gefna þunga og sagt makinda- lega að Finnar tækju sína ákvörðun og Svíar sína, hefur finnska ákvörðunin tæplega ver- ið sænsku stjóminni alveg svona meinlaus. Hvorki fínnska né sænska stjórnin hefur enn tekið ákvörðun um aðild að myntsam- bandinu. Að bæði löndin hafa undirritað Maastricht-sáttmál- ann og um leið skuldbundið sig til þátttöku í EMU, hafí þau réttu forsendurnar, er saga, sem hvorki er haldið á loft í Finn- landi né Svíþjóð. Paavo Lipponen forsætisráð- herra Finna undirstrikar að ERM-tengslin séu liður í undir- búningsreglum EMU, svo engin formsatriði standi í vegi fyrir aðild, ef finnska þingið samþykk- ir hana. Sænska -------------- stjórnin lætur hins vegar í veðri vaka að það sé nánast ólýðræð- djarft islegt að gerast aðili __ að ERM, forstofu EMU, meðan aðildin að EMU hefur ekki verið ákveðin. Þess í stað hefur hún hleypt af stokk- unum umfangsmiklu og dýru fræðsluátaki um hverrar náttúru EMU eiginlega sé, svo kjósendur geti gert upp hug sinn. Ólíkt hafast því sænska og fínnska stjórnin að, en augljóst er hvor eirra tekur ákveðnar á. Og Erik sbrink, fjármálaráðherra Sví- þjóðar, segir sem svo að ERM- tengslin séu óþörf, því eðli ERM hafí breyst síðan Maastricht- sáttmálinn tók gildi. Þegar Hans Tietmeyer, aðalbankastjóri Bundesbank, þýska seðlabank- ans, sagði fyrir skömmu að Svíar yrðu að tengjast ERM til að kom- ast í EMU, svaraði Persson ein- faldlega að maður ætti ekki að „hlusta of mikið á seðlabanka- stjóra.“ En það má einnig líta á hag- fræðihlið málsins og álykta sem svo að Svíar treysti í raun ekki sænsku krónunni í gengissam- starfið, sem hún brotnaði frá í desember 1992 í einum af mörg- um stormsveipum, sem þá riðu yfír evrópska gjaldeyrismarkaði með jöfnu millibili og lentu harkalega á sænsku krónunni. Það er einkum á sviði skógariðn- aðar, sem Finnar og Svíar keppa grimmt. Enginn vafi er á að for- svarsmenn finnska skógariðnað- arins fylgjast grannt með að sá sænski njóti ekki betri kjara í -------- formi lægri vaxta eða Finnska hagstæðara gengis. stjórnin teflir Þessi hlið málsins er tvímælalaust ein af þeim mikilvægari í sænsk-finnska gengis- dæminu. Með aðildinni að ERM eru Finnar bundnir gagnvart ECU, en hvorki gagnvart Bandaríkja- dal, pundi né sænsku krónunni. Svíar eru fræðilega ekki bundnir neinum. Fróðir menn benda þó á að sænski seðlabankinn hafí markvisst stundað kaup og sölu krónunnar undanfarna mánuði til að halda henni á ERM-lín- unni, svo að eftir á sé hægt að benda á að þó sænska krónan hafi ekki verið tengd ERM þá hafí hún í raun hegðað sér eins. Þeir sem eru á móti sænskri EMU-aðild gagnrýna þetta, en stuðningsmennirnir fagna þess- ari fyrirhyggju bankans. í Finn- landi hefur gætt kvíða um að Svíar, ótengdir ERM, stæðu bet- ur að vígi að rétta sig af, ef til gengishremminga kæmi, en stýrð hegðun sænsku krónunnar leiðir í ljós þann þrýsting sem er á gengisstjórn landanna, hvort sem þau eru með í ERM eða ekki. Finnar þurfa því ekki að hafa áhyggjur af neinu sænsku sprelli, þó Svíar treysti sér enn ekki til að binda trúss sitt við ECU. Finnar hafa fundið sína EMU-leið - Svíar leita sinnar Sænska staðan er gott dæmi um að þó Evrópugjaldmiðlarnir séu ekki í ERM er ekki þar með sagt að þjóðbankarnir geti spilað á gengið eins og áður. Stefnan er í eina átt og og hún liggur að myntsambandinu, hvort sem mönnum lík- _________ ar betur eða verr. Finn- land er tíunda aðildarland ERM. Utan við standa aðeins Bretland, Ítalía, Grikkland, Austurríki og Svíþjóð. Fræðilega eru finnska og sænska stjórnin staddar á sama stigi, þar sem þær eiga eftir að taka ákvörðun um aðild að EMU. í raun dylst engum að með ERM- aðildinni teflir fínnska stjórnin djarft, meðan sú sænska heldur að sér höndum. Þó dræm þátt- taka í fínnsku kosningunum til Evrópuþingsins nýlega sé af Stjórnarand- staðan klofin og höfuðlaus sumum túlkuð sem merki um neikvæða afstöðu Finna til ESB hafa allar skoðanakannanir hingað til og skýr meirihluti í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB- aðild sýnt eindreginn vilja Finna til að taka að fullu þátt í ESB. Sá vilji er túlkaður sem ósk um að tengjast Vestur-Evrópu tryggilega, eftir að hafa í hálfa öld haft hægt um sig í skugga Sovétveldisins. Svíar láta sig hins vegar enn dreyma um djarfan einleik á al- þjóðavettvangi eins og þeir gátu leyft sér í skjóli hlutleysis og Atlantshafsbandalagsins á árum áður. Sænska stjórnin er því milli tveggja elda, þar sem er annars vegar neikvæð afstaða Svía til ESB og svo þær skyldur sem ESB-aðildin leggur þeim á herðar. Framkoma forsætisráðherr- anna tveggja endurspeglar kannski afstöðu kjósenda þeirra til ESB, en ýmsir Svíar eru líka farnir að velta fyrir sér hvort Göran Persson sé sjálfur farinn að missa trúna, annaðhvort á að hægt verði að telja Svía á þátt- töku í EMU eða á ágæti EMU. Lipponen lýsir óhikað yfir að hann álíti hagsmunum Finna best borgið í EMU, meðan Pers- son er umhugað að allir Svíar leggist undir feld og hugleiði málið. Sem fjármálaráðherra tal- aði hann af sannfæringu fyrir sænskri EMU-aðild. Eftir því sem tíminn líður og ekkert heyr- ist frá honum í þá áttina fer að verða erfiðara að trúa því að hann treysti þeirri afstöðu. Hinn frjálslyndi Þjóðarflokkur hefur tekið undir með stjórninni að rétt sé að bíða með ERM- aðild. Aðeins Hægriflokkurinn mælir hikstalaust með henni og Carl Bildt, flokksformaðurinn fjarstaddi, bendir á að bæði ERM-aðild og EMU-aðild sé óhjá- kvæmilegt framhald ________ sænskrar aðildar að ESB. Stjórnarandstað- an er því klofin og auk þess höfuðlaus, meðan Bildt er fjar- verandi. Svíar verða því að láta sér lynda að hugsa í hljóði með forsætisráðherranum, sem ekki sér eða vill sjá að engar aðgerð- ir eru líka aðgerðir. Lipponen gerir hins vegar sitt til að tala þjóðina til. Vegna djarflegrar framgöngu hans verður aðgerð- arleysi hins sænska starfsbróður hans enn meira áberandi. Litli bróðir er tilbúinn að stökkva, meðan stóri bróðir hikar. Svíar milli tveg’gja elda en litli bróðir stekkur Reuter Reuter GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svía, segir að landsmönn- um liggi ekkert á inn í evrópska gengissamstarfið. PAAVO Lipponen, forsætisráðherra Finna, ásamt Jaques Santer, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.