Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ RÚMLEGA 5.140 dagar eru liðnir frá því að Helmut Kohl, varð kanslari Vestur-Þýska- lands; maður sem stjórnmálaleið- togar og fjölmiðlar hæddust ós- part að og töldu vanhæfan „sveita- mann“ og „lúða“. Enginn hefur gegnt þessu embætti svo lengi frá því Þýskaland reis upp úr eyði- leggingu og hörmungum heims- styijaldarinnar og nú stendur þessi íhaldssami Þjóðveiji uppi sem kanslari sameinaðs Þýskalands auk þess að vera helsti hvatamað- ur samrunans suður í álfu. Fáir stjórnmálamenn hafa upplifað við- líka umskipti á ferli sínum; þijósk- an, þýska seiglan og reynslan mótuð af hryllingi síðari heims- styijaldarinnar hafa reynst Helm- ut Kohl dýrmætt veganesti. Vísast leitar hugur hans tii baka nú þeg- ar hann, hinn óumdeildi foringi á meðal stjórnmálaleiðtoga á Vest- urlöndum, hefur slegið met læri- meistara síns, Konrads Adenau- ers, og setið á stóli kanslara í 14 ár og einn mánuð. Helmut Kohl er; bæði í eiginlegri og yfirfærðri merkingu, holdtekja þýsks stöðugleika og í honum og einstæðum valdaferli hans birtist þrá þýsku þjóðarinnar eftir þessum sama stöðugleika. Maðurinn er vanafastur eins og Þjóðveija er gjarnan háttur, um það bera 26 síðustu sumarleyfi vitni sem hann hefur ávallt varið í smábænum St. Gilgen í Austurríki sem og megrun- arkúramir sem alltaf hefjast um páska og undantekningalaust standa yfir í þijár vikur. í Helmut Kohl hafa íjóðveijar fundið festu á miklum umbrotatímum, sem kall- aff hafa fram endurmat á stöðu þá ekki síst í Evrópu og uppgjör þjóðarinnar við grimmdarverk stjórnar nasista, sem virtust ætla að tryggja Þjóðveijum hjásetu í rás atburða á alþjóðavettvangi um ókomna tíð. Skýrar og óumbreytan- legar hugsjónir Þótt Helmur Kohl sé maður hámenntaður, með doktorspróf í sögu frá árinu 1958, fer því fjarri að hann hafi yfir sér ímynd gáfu- mennis og háskólaborgara. Óðru nær. Framganga hans á stjórn- málasviðinu, alþýðleg á þýskan mælikvarða, hefur tryggt honum sérstöðu í hugum þýskra kjós- enda. Og síðan er þess að geta að í Þýskalandi er að alast upp kyn- slóð ungs fólks sem þekkir ekkert annað en Helmut Kohl á valda- stóli. En framganga Kohls einkenn- ist einnig af einföldum en skýrum og óumbreytanlegum hugsjónum hans. Sameining Þýskalands var í huga hans löngum óhjákvæmileg ef marka má nýja bók kanslarans um þennan heimssögulega við- burð og nú beinir hann öllum kröftum sínum að því að hugsjón- in um hina sameinuðu Evrópu verði að veruleika. Nái þær hug- myndir fram að ganga, áformin um myntsamband og sameigin- lega utanríkis- og varnarstefnu, mun upphafning „sveitamanns- ins“ verða fullkomnuð; hann verð- ur í heiðursflokki merkustu stjórnmálaleiðtoga aldarinnar. Ýmsum kann að þykja það ósanngjarnt gagnvart Kohl að bera hann saman við Ronald Reag- an, fyrrum Bandaríkjaforseta. En líkt og Reagan virðist kanslarinn hafa nánast einstaka hæfileika til að koma hugmyndum sínum og hugsjónum til skila með einföldum og auðskiljanlegum hætti. Hann er þijóskur líkt og Reagan og virð- ist jafnan einbeita sér að stærstu grundvallaratriðum þeirra mála sem hann telur mikilvægust. Þetta sást glögglega er kanslarinn knúði í gegn hina snöggu sameiningu Þýskalands og náði að sannfæra Sovétmenn um að hún væri óhjá- HELMUT Kohl flytur ávarp á flokksþingi CDU. RISINN í EVRÓPU Helmut Kohl nýtur sérstöðu í evrópskum stjórnmarum og 1 vnumm sló hann met lærímeistara síns, Konrads Adenauers, er 14 ár og einn mánuður voru liðin frá því hann tók við embætti kanslara í Þýskalandi. Ásgeir Sverrísson segir frá manninum, ferli hans og hugsjónum, sem mótuðust af hryllingi heimsstyrjaldarinnar síðari. HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, hefur oftlega vísað til þess að Konrad Adenauer hafi verið lærimeistari sinn og fyrirmynd. Adenauer var kanslari Vestur- Þýskalands í 14 ár, frá 1949 til 1963 og var maðurinn sem hafði með höndum yfirstjórn uppbygg- ingarinnar í landinu eftir heims- styijöldina síðari. Adenauer er talinn í hópi merk- ustu stjórnmáleiðtoga aldarinnar í Evrópu. Hann leiddi þýsku þjóð- ina út úr myrkviði og hryllingi stríðsáranna og lagði drög að þeirri stöðu sem hún nú nýtur. Hans líkt og manna borð við Alcide De Gasperi, forsætisráð- herra Ítalíu, eftir stríð er nú eink- um minnst fyrir þá sök að hafa framar öðru varist ásælni komm- únískrar útþensluefni á eftir- stríðsárunum, hollustu við hug- sjónir þær sem lágu stofnun Atl- antshafsbandalagsins (NATO) til grundvallar og að hafa stuðlað að sáttum Þjóðverja og þeirra þjóða sem þeir heijuðu á er Adolf Hitler réði ríkjum. Er þá ekki síst horft til Frakka. Adenauer var einn af stofnend- um Kristilega demókrataflokks- ins (CDU) árið 1946. Hann átti að baki langan pólitískan feril einkum í Köln þegar nasistar brutust til valda í Þýskalandi árið 1933. Hann var sviptur öllum stöðum sínum og síðar sendur í fangabúðir árið 1944. Hann varð borgarstjóri Kölnar um skeið að hildarleiknum loknum en var vik- ið úr því embætti öðru sinni á ferlinum ári síðar að undirlagi Breta. Stofnun CDU Adenauer gafst ekki upp og tók þátt í stofnun CDU og varð for- ingi hans á hernámssvæði Breta í Þýskalandi. Stofnun CDU mark- Konrad Adenauer Kanslarinn sem vísaði Þjóðveijum vegmn KONRAD Adenauer ásamt Helmut Kohl árið 1967. aði þátttaskil í þýskri stjórnmála- sögu þar eð flokkurinn varð vett- vangur sátta með kaþólskum og mótmælendum sem sameinuðust gegn heimspeki nasismans í nafni kristilegrar lýðræðishyggju. Er samskipti Sovétmanna og hinna hernámsþjóðanna fóru versnandi afréðu bandamenn að leggja drög að sambandsríki með þátttöku hernámssvæðanna þriggja sem þeir réðu og varð Adenauer for- seti eins konar bráðabirgðaþings (Parlamentarischer Rat) sem dró upp stjórnarskrá að Sambands- ríkinu Þýskalandi. Hann varð leiðtogi CDU árið 1949 og leiddi flokkinn í fyrstu kosningum hins nýja Þýskalands sem lyktaði með sigri CDU og systurflokksins CSU í Bæjaralandi. Þingið staðfesti síðan skipan hans í embætti kansl- ara 15. september 1949. Einstaklingsfrelsið ofar öllu Heimspeki sú sem Adenauer fylgdi einkenndist af einstaklings- frelsi og -umsvifum, sem Iúta bæri skýrum og greinargóðum lögum. Hann var alla tíð svarinn andstæðingur Sovétkommúnis- mans og reyndist á tíðum reiðu- búinn að sýna umtalsverðan sveigjanleika til að viðhalda þeirri samstöðu sem ríkti i því efni. Utanríkismál voru hins vegar hans ær og kýr. Adenauer efaðist stórlega um að unnt myndi reyn- ast að eiga friðsamlega sambúð með ríkjum kommúnista í Austur- Evrópu og beitti sér af fullum þunga fyrir því að Þjóðveijar gerðust aðilar að NATO. Flokkur kanslarans jók fylgi sitt í kosningunum 1953 og 1957. Heldur tók að halla undan fæti i kosningunum 1961 enda hafði Adenauer þá átt í erfiðum deilum við Ludwig Erhard, sem verið hafði efnahagsmálaráðherra frá 1949 og maðurinn að baki „þýska undrinu" eins og efnahagsleg upprisa Þýskalands var gjarnan nefnd. Adenauer fékk þá til liðs við ríkisstjórn sína flokk Fijálsra demókrata (FDP) en á móti varð hann að skuldbinda sig til að láta af embætti kanslara áður en kjör- timabil rikisstjórnarinnar rynni út. Það gerði hann árið 1963 eftir að hafa náð að Ijúka gerð sam- starfssáttmála við Charles de GauIIe í Frakklandi. Erhard tók við af Adenauer en sá síðarnefndi hélt embætti formanns CDU til 1966. Adenauer lést 19. apríl 1967, 91 árs að aldri. kvæmileg söguleg nauðsyn í anda heimspekingsins þýska Georg Hegel. Og síðan tókst Kohl að magna upp þvílíkar tilfínningar í heimlandi sínu að hann gat sann- fært alþýðu manna um að samein- ingin, hápunkturinn á valdaferli kanslarans, myndi ekki hafa í för með sér auknar álögur og erfið- leika fyrir skattborgara í Vestur- Þýskalandi. Þetta reyndist vitan- lega hin versta firra og þeir eru auðfundir þeir Þjóðveijar sem til- búnir eru til að fordæma svik kanslarans í þessum efnum og lýsa yfir því að ef til vill sé heppi- legast að Berlínarmúrinn rísi á ný. Óánægjan í samfélaginu vegna atvinnuleysisins fer vaxandi en það er nú um 10% og hefur vaxið líkt og skattaáþjánin í valdatíð kanslarans. Vinsældakannanir gefa til kynna að heldur hafi dreg- ið úr fylgi við kanslarann en þrátt fyrir allt þetta fer furðu lítið fyrir gagnrýni á opinberum vettvangi Þessi sami framsetningarmáti einkenndi Ronald Reagan, sem hafði mikla pólitíska hæfileika á mjög afmörkuðum sviðum. Honum tókst að fullvissa bandaríska kjós- endur um að unnt yrði að auka útgjöld til varnarmála án þess að það myndi kosta skattahækkanir, fjárlagahalla og aðra efnahags- lega óárán. Líkt og Kohl náði Reagan að sannfæra þjóðina sem hann leiddi um að lífið og kjörin væru þrátt fyrir allt ekki svo bölv- uð. Reagan var alúðlegur og al- þýðlegur í allri framgöngu líkt og Kohi en gat eins og hann aðskilið sig frá erfiðum málum og deiluefn- um með nánast lygilegum hætti (og þess má geta í framhjáhlaupi að kunnátta beggja í erlendum tungumálum er á svipuðu stigi; Harmleikur Hinar djúpstæðu hugsjónir Kohls um hið evrópska Þýskaland og sameiningu álfunnar má rekja tii æsku hans á árum síðari heims- styijaldarinnar. Kohl fæddist 3. apríl 1930 í iðnaðarbænum Ludw- igshafen á vesturbakka Rínar- fljóts. Þegar hann var 14 ára gerðist nokkuð sem átti eftir að móta allt líf hansjeldri bróðir hans, Walter, féll í bardaga í Normandy. Kohl hét þá harmi slegnum foreldrum sínum því að hann myndi skíra elsta son sinn Walter þegar hann hefði gengið í heilagt hjónaband. Þetta loforð efndi hann 20 árum síðar. Undir lok stríðsins var Kohl ásamt bekkjarfélögum sínum fluttur til Berechtsgaden enda voru bandamenn þá í óða önn við að jafna heimabæ hans við jörðu með loftárásum. Kanslarinn minntist þessa brottflutnings í fyrra er þess var minnst að 50 ár voru liðin frá lokum styijaldar- innar og rifjaði upp er hann gekk um 400 kílómetra leið aftur heim til Ludwigshafen, klæddur bún- ingi Hitlers-æskunnar, aðfram- kominn af hungri og sannfærður um að foreldrar sínir væru ekki lengur á lífi. Á leiðinni lumbruðu pólskir verkamenn á honum og hann fékk ekki að halda yfir Rín fyrr en Bandaríkjamennirnir sem þar voru höfðu aflúsað hann. For- eldra sína fann hann á lífi en þessi skelfilega reynsla átti eftir að reynast honum dijúgt vega- nesti. Kohl sýndi snemma verulega forystuhæfileika á heimavelli og var gjarnan leiðtogi skólafélaga sinna í leik og starfi. Raunar hef- ur systir hans, Hildegard, sagt að almennt hafi ekki verið búist við miklu af honum á æskuárunum en sá stuttbuxnaklæddi átti eftir að koma á óvart. Kohl gekk til liðs við flokk Kristilegra demó- krata (CDU) árið 1946 og því hefur verið haldið fram að þá hafí hann eignast annað heimili. Frami

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.