Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Keuter
CLlNTON-hjónin, ásamt dótturinni Chelsea, kveðja stuðningsmenn sína í Little Rock í Arkans-
as áður en haldið var til Washington á miðvikudag.
Bill Clinton endurkjörinn forseti Bandaríkjanna
Krafa um
óbreytt ástand
Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur sýnt
mikinn sveigjanleika og það var þessi
hæfileiki hans ásamt ágætu efnahags-
ástandi sem tryggði honum sigur í kosn-
ingunum á þriðjudag. Asgeir Sverrisson
veltir fyrir sér niðurstöðum kosninganna,
kynslóðaskiptum í bandarískum stjómmál-
um o g síðara kjörtímabili Clintons.
Bosnía
Mladic
vikið frá
Pale. Reuter.
BILJANA Plavsic, forseti Bosníu-
Serba, hefur vikið Ratko Mladic
hershöfðingja frá sem yfirmanni
serbneska hers-
ins í Bosníu
„vegna vel
þekktrar afstöðu
þjóða heims“, að
sögn serbnesku
fréttastofunnar
SRNA í gær.
Fréttastofan
sagði að Plavsic
hefði tilkynnt
þetta þegar hann skýrði frá upp-
stokkun í æðstu stjórn hersins.
Nokkrum öðrum yfirmönnum hers-
ins var einnig vikið frá í samræmi
við ákvörðun þingsins í september.
„Eg harma að vegna vel þekktrar
afstöðu þjóða heims þá get ég ekki
skipað Ratko Mladic hershöfðingja
sem æðsta yfirmann hersins. Eg
vil því þakka honum og öllum öðrum
starfsmönnum höfuðstöðva hersins,
í nafni Lýðveldis Bosníu-Serba, fyr-
ir allt sem þeir hafa gert fyrir serb-
nesku þjóðina í fjögurra ára stríð-
inu,“ sagði í yfirlýsingu Plavsic.
Samkvæmt friðarsamkomulag-
inu, sem batt enda á stríðið, má
Mladic ekki gegna opinberum emb-
ættum vegna meintra stríðsglæpa.
Hann hefur sjaldan komið fram
opinberlega frá því samkomulagið
var undirritað fyrir ári.
Umboð fjölþjóðlega friðargæslu-
liðsins í Bosníu rennur út 20. des-
ember og Atlantshafsbandalagið er
að kanna möguleikann á því að
halda friðargæslunni áfram. Bill
Clinton, forseti Bandaríkjanna,
sagði á föstudag að hugsanlegt
væri að bandarískir hermenn tækju
þátt í friðargæslunni á næsta ári
en kvaðst bíða eftir tillögum Atl-
antshafsbandalagsins.
-----»■■♦ *----
Hvalveiðum
Japana
mótmælt
London. Reuter.
BRETAR skoruðu á föstudag á
Japana að hætta hvalveiðum við
Suðurheimskautið.
Aiþjóðanáttúrusjóðurinn (WWF)
hélt því fram fyrir fáeinum dögum
að japanskt verksmiðjuskip hefði
lagt úr höfn til að veiða 440 hrefn-
ur á friðuðu svæði fyrir hvali.
Tony Baldry, sjávarútvegsráð-
herra Breta, sagði í yfirlýsingu að
það væru mikil vonbrigði að Japan-
ar hefðu ákveðið að virða að vett-
ugi ályktunina, sem samþykkt var
á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins fyrr
á þessu ári, um að skora á Japani
að hætta vísindaveiðum á yfirlýstu
griðasvæði í Suðurhöfum.
SILFURBÚÐIN
Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066
- Þarfœröu gjöfina -
ISIGRI Bills Clintons í forseta-
kosningunum í Bandaríkjun-
um á þriðjudag birtist vilji
meirihluta þjóðarinnar að fá
að njóta óbreytts ástands. Enginn
vafi leikur á að vænleg staða efna-
hagsmála tryggði forsetanum end-
urkjör. Nú þegar við blasir að Clin-
ton verður áfram húsbóndi í Hvíta
húsinu í Washington næstu fjögur
árin vakna spumingar um hvernig
honum muni farnast á síðara kjör-
tímabili sínu, sem oftlega hefur
reynst forsetum Bandaríkjanna
erfitt.
Sigur Clintons á forsetafram-
bjóðanda Repúblíkanaflokksins,
Bob Dole, er merkur fyrir ýmsar
sakir. Úrslitin komu ekki á óvart,
fjarri því, en sögulegt má teljast
að Clinton skyldi ná endurkjöri
fyrstur forseta úr röðum demó-
krata í rúm 50 ár. Þá eru það einn-
ig merk pólitísk tíðindi að Repúblík-
anaflokknum skyldi takast að halda
meirihluta sínum í fulltrúadeild-
inni. Löngum hefur það mynstur
almennt virst ríkjandi, með grófum
einföldunum þó, að Bandaríkja-
menn vildu að repúblíkani réði ríkj-
um í Hvíta húsinu en demókratar
stýrðu fulltrúadeildinni, sem er sú
þingdeildin sem stendur næst al-
menningi og „grasrótinni" í stjóm-
málum höfuðborgarinnar. Sú
spurning vaknar hvort tekið sé að
örla á sögulegri breytingu í banda-
rískum stjórnmálum nú þegar Clin-
ton hefur verið endurkjörinn og
yfirburðir repúblíkana á þingi stað-
festir. Að einhverju leyti kann að
vera freistandi að setja þetta í sam-
hengi við lyktir kalda stríðsins.
Frekari forusta afþökkuð
Kosningarnar voru einnig merki-
legar fyrir þá sök að í þeim var
frekara forystuhlutverki kynslóð-
arinnar sem barðist í síðari heims-
styrjöldinni hafnað í bandarískum
stjórnmálum. Bob Dole vísaði oft
til fórna þeirra sem hann og aðrir
Bandaríkjamenn færðu á þessum
árum fyrir guð, frelsið og föður-
landið og gaf i skyn að þeir sem
ekki hefðu verið hertir í þessum
eldi skorti reynslu til að gegna for-
ystustörfum. Vitaskuld féll þessi
málflutningur í frjóan svörð hjá
afmörkuðum hópum og eldri kjós-
endum en þeir yngri virðast hafa
litið svo á að Dole, sem er 73 ára,
væri fulltrúi hins liðna og vísanir
hans til hildarleiksins virðast hafa
farið fyrir ofan garð og neðan hjá
stórum hópi kjósenda.
Þetta eru merk tímamót í banda-
rískri stjórnmálasögu. Óslitin
valdaseta þeirrar kynslóðar sem
mótaðist af heimsstyijöldinni síðari
og hófst í forsetatíð Eisenhowers
1952 er á enda runnin. Þessi kyn-
slóð er einstök í sögunni; hún
stjórnaði Bandaríkjunum í 40 ár
og hélt hinum yngri frá völdum í
a.m.k. tvo áratugi. Til samanburðar
er unnt að leiða hugann að því að
kynslóð Clintons mun ekki ríkja
lengur í Bandaríkjunum en í rúm
20 ár. Athyglisvert er að sambæri-
leg kynslóðaskipti urðu sjö árum
fyrr í Sovétríkjunum er Míkhaíl S.
Gorbatsjov hófst þar til valda.
Menntamál í öndvegi?
Auk þess að klifa á bærilegu
ástandi efnahagsmála lagði Bill
Clinton áherslu á það í kosninga-
baráttunni að með því að kjósa
hann væru Bandaríkjamenn „að
byggja brú til framtíðarinnar."
Forsetinn mun nú líta svo á að
hann hafi fengið skýrt umboð þjóð-
arinnar til að vera leiðandi afl á
þeirri framtíðarbraut. Því er freist-
andi að álykta sem svo að þetta
starf og þessar áherslur muni setja
mark sitt á síðara kjörtímabil for-
setans. Má búast við að Clinton
láti mjög til sín taka á vettvangi
menntamála og komi fram sem
fánaberi umbóta og breytinga á
þeim vettvangi til að búa banda-
ríska æsku og menntamenn undir
þann nýja veruleika, sem blasir við
á nýrri öld. Tengt þessu má síðan
gera ráð fyrir að forsetinn beiti sér
fyrir nýjungum í atvinnumálum
t.a.m. á sviði endurmenntunar og
starfsþjálfunar. ímynd hans er sú
að þar fari leiðtogi kröftugur og
framsýnn og forsetinn mun vafalít-
ið gera hvað hann getur til að
styrkja þá mynd í hugum alþýðu
manna með því að koma fram sem
hinn ungi leiðtogi hinnar ungu
Ameríku við upphaf nýrrar aldar.
Áherslur í þessa veru gætu þjón-
að hagsmunum Clintons sem gerst
gæti eins konar hugmyndafræðing-
ur aldamótanna í Bandaríkjunum.
Með þessu móti gæti hann einnig
hliðrað sér hjá því að leggja fram
viðamiklar áætlanir um umbætur
á sviði heilbrigðis- og félagsmála,
sem einkenndu fyrra kjörtímabil
hans og lyktaði með pólitískum
hörmungum fyrir forsetann og að-
stoðarmenn hans. Þar sem forset-
inn hefur heitið því að draga úr
hallanum á rekstri ríkissjóðs
Bandaríkjanna mun hann aukin-
heldur ekki geta haft forystu á
málefnasviðum sem hafa myndu í
för með sér stóraukin opinber út-
gjöld. Af þessum sökum gætu
menntamálin reynst heppilegur
vettvangur fyrir Clinton og í ágætu
samræmi við ímynd hans. Forsetinn
er afspyrnu klókur stjómmálamað-
ur, sem nýtir sér jafnan þau tæki-
færi sem gefast til fullnustu, líkt
og sönnum atvinnumanni sæmir.
Annar „teflon-forseti“
Bill Clinton hefur sýnt nánast
lygilegan sveigjanleika á stjórn-
málaferli sínum og hefur jafnan
tekist að staðsetja sig þar sem
honum hentar. Fyrra kjörtímabilið
höf hann sem vinstri demókrati,
maður háleitra hugmynda um auk-
in ríkisafskipti á fjölmörgum svið-
um í nafni mannréttinda og velferð-
ar. Eftir háðuglegan ósigur Demó-
krataflokksins í þingkosningunum
1994, sem voru forsetanum gífur-
legt áfall, kom nýr Bill Clinton fram
á sjónarsviði. Hann færði sig snim-
hendis nær miðju stjórnmálanna .
og gerði í ákveðnum tilfellum
stefnumál repúblíkana að sínum.
Þetta reyndist snilldarleikur hjá
forsetanum á sama tíma og repú-
blíkanar flarlægðust miðju stjórn-
málanna.
Samhliða þessu breytti Bill Clin-
ton um stíl. Hann tók að gerast
„forsetalegri“ í allri framgöngu án
þess þó að tapa alþýðlegheitunum
sem binda hann svo traustum bönd-
um við grasrótina. í raun minnir
Clinton forseti síðustu tveggja ára
mest á einn forvera hans í starfi,
Ronald Reagan. Hæfileikinn til að
tala beint til þjóðarinnar/kjósenda
er sá sami en mestu skiptir ef til '
vill að Clinton virðist búinn sams
konar „pólitískri teflonhúð" og ein-
kenndi Reagan; engar ávirðingar
og hneykslismáí virðast festast við
hann. Á þessu kann að verða breyt-
ing á síðara kjörtímabilinu og raun-
ar bendir ýmislegt til þess að saum-
að verði að forsetanum vegna mála
þessara en þegar mest reið á veitti
„teflon-húðin“ Clinton skjól, sem
var forsenda þess að hann næði
endurkjöri.
Samskiptin við þingheim
Samskipti forsetaembættisins,
framkvæmdavaldsins og þing-
heims, sem fer með löggjafarvald-
ið, ræður mestu um framvindu
bandarískra stjómmála. í þessu
efni getur brugðið til beggja vona
á næstu fjórum árum. Nokkrir
helstu leiðtogar Repúblíkana-
flokksins á þingi hafa ímugust á
Clinton og öllu því sem hann stend-
ur fyrir. A hinn bóginn hafa repú-
blíkanar átt í erfiðleikum vegna
þess að þeir virðast hafa fjarlægst •
nokkuð grasrótina í veigamiklum
málum undir stjórn Newt Gingrich,
forseta fulltrúadeildarinnar. Vera
kann að liðsaflinn reynist ekki jafn «
auðsveipur Gingrich nú og sá
mökkur nýgræðinga sem tók sæti
á þingi 1994.
Ætla má á Clinton bregðist við
þessu með því að leita eftir aukinni
samvinnu við þingheim. Nú þegar
hafa komið fram vangaveltur í þá
veru að forsetinn hyggist jafnvel
taka hófsama repúblíkana inn í I
stjórn sína. Það gæti reynst snjall
leikur í þeim tilgangi að sundra
hersveitum andstæðinganna. Að
auki gæti Clinton tryggt vinsamleg
samskipti við þingið með því að
leita ekki eftir samþykkt þess fyrir
viðamiklum umbótaáformum líkt
og vikið var að hér að framan.
Ekki verður séð að það þjóni pólit-
ískum hagsmunum forsetans.
Langtímamarkmið Clintons á |
þessu kjörtímabili verður hins veg- I
ar að tryggja áframhaldandi hag- r
sæld á efnahagssviðinu og leggja |
þar með drög að sigri Demókrata- i
fiokksins, og trúlega A1 Gore vara- |
forseta, í kosningunum árið 2000. |
Haldi „teflon-húðin" kann það að i
reynast raunhæft markmið.