Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 15 Nýjar bækur Alltaf á vaktinni A VAKTINNI - Hann- es Þ. Hafstein segir frá eftir Steinar J. Lúðvíks- son er komin út. Bókin hefur að geyma ævi- sögu Hannesar sem er kunnur fyrir störf sín hjá Slysavarnafélagi Is- lands en hjá félaginu starfaði hann í tæplega þijátíu ár, fyrst sem erindreki og síðar sem framkvæmdastjóri og forstjóri. í bókinni segir Hann- es frá æskuárum sínum á Húsavík þar sem hann ólst upp, frá foreldrum sínum og síldarsjó- mennsku fyrir norðan. Að stúdentsprófi loknu valdi Hannes þá sérstæðu leið að fara í nám hjá Bandarísku strandgæslunni. Heimkominn lauk Hannes námi í Stýrimannaskólanum og var síðan stýrimaður og skipstjóri hjá Eimskip, m.a. á flaggskipi flotans, Gullfossi. í kynningu segir: „Viðamesti kafli bókar- innar fjallar um störf Hannesar hjá Slysa- varnafélagi Islands en segja má að þar hafi Hannes stöðugt verið á vaktinni. í bókinni segir Hannes frá ýmsu sem til hans kom hjá félag- inu en í starfi sínu upp- lifði hann bæði gleði og sorg, sigra og von- brigði. í bókinni fjallar Hannes einnig í fyrsta sinn opinberlega um starfslok sín hjá SVFÍ sem urðu á annan hátt en vænta mátti.“ Fróði gefur út. Á vaktirmi - Hannes Þ. Hafstein segir frá - er 392 blaðsíður. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda. Káputeikn- ing er eftir Jón Kristinsson, Jónda. Bókin er prentunnin í Prentsmiðj- unni Odda. Verð bókarinnar er kr. 3.990. Hannes Þ. Hafstein Sígild frönsk gamansaga JAKOB forlagasinni og meistari hans eftir franska rithöfundinn og heimspekinginn Denis Diderot í þýð- ingu Friðriks Rafns- sonar er komin út. Jakob forlagasinni og meistari hans er lík- lega þekktasta gam- ansaga franskra bók- mennta frá 18. öld, ásamt Birtingi Voltair- es. „Þetta er skáldsaga af ætt píkareskra sagna eða skálka- sagna eins og þær eru stundum kallaðar á ís- lensku. Þar segir af tveimur mönnum, húsbónda og þjóni, sem fara ríðandi í átta daga ferðalag um Frakkland á ofanverðri 18. öld. Á leiðinni um landið stytta þeir sér stundir við að segja hvor öðrum sögur, þeir hitta fólk sem einnig segir þeim sögur af fólki sem segir sögur,“ segir í kynningu. Jakob forlagasinni og meistari hans kom fyrst út haustið 1796 fyrir nákvæmlega tvö hundr- uð árum. Bókin var gefin út í Heimsbókmenntaklúbbi Máls og menningar í síð- asta mánuði en er nú komin á aimannan markað. Hún er 276 bls., unnin í Prentsmiðjunin Odda hf. Kápuna gerði Robert Guilie- mette. Verð 3.480 kr. I bleiku húsi fortíðarinnar KYIKMYNPIR Stjörnubíó BLEIKA HÚSIÐ,, LA CASA ROSA“ ★ ★ Leikstjóri: Vanna Paoli. Aðalhlut- verk: Giulia Boschi, Jim van der Woude, Radovan Lukavski og Stef- ano Davanzati. Adriana Chiesa Ent- erprises. 1995. ÍTALSKA myndin Bleika húsið er um ítalska konu sem kemur til Tékk- lands þar sem fortíðarhyggja er mjög svo ríkjandi. Hún hefur erft hús eft- ir langafa sinn, sem var frægur tékk- neskur leikari, og kynnist leigjendun- um í húsinu sem allir eru við aldur og minnast gömlu Tékkóslóvakíu ei- líflega. Unga konan er sjálf án nok- kurrar fortíðar en fellur á einhvern hátt flöt fyrir sælu gamalla tíma, sögu forfeðra sinna í landinu og loks fyrir miðaldra Tékka, sem mjög hrífst af henni. Ástarsagan af ítölsku konunni og Tékkanum er í hnotskurn um vin- samleg samskipti og tengsl og loks sameiningu gamalla Evrópuþjóða. Leikararnir koma víða að úr Evrópu en tungumál myndarinnar er að lang- mestu leyti enska og reynist það dragbítur nokkur. Persónurnar tala líka frönsku, ítölsku, tékknesku og þýsku en enskan er æ meira að verða tungumál bíómynda. Gallinn er sá að fáir geta leikið almennilega á því máli utan enskumælandi þjóða. Sér- staklega stingur í augu og eyru þeg- ar hollenski leikarinn Jim van der Woude leikur tékkneska ástmanninn á ensku. Slíkt samkrull boðar ekkert gott en er kannski dæmigert fyrir evrópska bíóstyrkjakerfið. Bleika húsið er ekki B-mynd heldur EB- mynd. Fyrri hluti myndarinnar er mun áhugaverðari þegar Giulia Boschi í hlutverki ítölsku konunnar er að koma til Tékklands og kynnast for- tíð þess og sögu í gegnum gamla fólkið í húsinu. Það er ágæt friðsæld og ró yfir þeim atriðum öllum eins og fólkið og landið sé að niðurlotum komið eftir stormasama öld og bíði þess að henni ljúki. Seinni hluti myndarinnar segir af ástarævintýri Boschi og Jim van der Woude og sá kafli er einkar óspennandi mest vegna þess að van der Woude er ómögulegur leikari, klaufskur bæði og vandræðalegur og lítill enskumað- ur. Bleika húsið er þannig brokkgeng og gölluð en hefur í bestu atriðunum yfir sér ljóma horfinna tíma og von um að hinir nýju verði skömminni skárri. Arnaldur Indriðason Morgunblaðið/Ásdís SARI Tervaniemi og Pekka Niskanen segja að þótt tölvan hafi sett myndlistina í víðara sam- hengi sé hún og verði aldrei annað en hjálpartæki listamannsins. Tveir finnskir myndlistarmenn á ferð í Reykjavík Tölvan setui' mynd- list í víðara samhengi EITT af verkunum sem Tervaniemi sýn- ir í Gallerí Umbru. FAAR þjóðir hafa siglt jafnhratt inn í tækniöld og Finnar. Hafa lista- menn ekki látið sitt eftir liggja í þeim efnum og þessa dagana sýna tvö gallerí í Reykjavík, Ing- ólfsstræti 8 og Umbra, verk tveggja finnskra myndlistarmanna, heit- fólksins Pekka Niskan- ens og Sari Tervaniemis, sem tekið hafa tölvuna í sína þjónustu. Á sýningu Pekka Ni- skanens í Ingólfsstræti 8 getur að líta tölvuverk sem listamaðurinn hefur unnið út frá hugtakinu „fita“. Hvílir vinna hans að fullu og öllu á tilbúnum grunni en efniviðurinn er sögur sem hann vefur saman í rit- vinnslu, svo úr verður einhvers konat' skáldskapur, ýmist tölvu- gerðar teiknimyndir eða sambland ljósmyndunar og leturgerða sem hægt et' að færa yfir á stór bleksp- rautuskilti eð'a ljósprentanir, svo dæmi sé tekið. Niskanen kveðst nálgast „fit- una“ með jákvæðu hugarfari. Að áliti hans er frásögnin lykilatriði og því er tungumálið miðlægt í vinnu hans. Oftar en ekki kýs hann hins vegar að nota enskuna, þar sem hann tali hana ekki lýta- laust, og því henti hún betur en finnskan til að fást við viðfangs- efni sem hann þekki ekki til hlítar eða geti ekki hugsanlega náð full- komlega utan um. „Stundum þjónar það beinlínis tilgangi verksins að það sé sett fram á bjöguðu máli.“ Sálrænt rými fyrir sögur Sari Tervaniemi sýnir sex stór- ar tölvumyndir úr myndröðinni Darkly Cmnics eða Gálgahúmor í Gallerí Úmbru. Segir hún að myndirnar séu sálrænt rými fyrir sögur af fólki sem býr í samfélagi þar sem karlar, fjölmiðlar og tækni ráða ríkjum — samfélagi sem getið hafi af sér hugmyndina um að ná sem hraðastri og mestri ánægju með neyslu. „Mér þykir gaman að segja sögur,“ segir Tervaniemi, „og eft- ir að hafa drepið víða niður fæti kynntist ég tölvunni sem heillaði mig upp úr skónum — hún hefur upp á óteljandi möguleika að bjóða.“ Þau Niskanen eru hins vegar sammála um að tölvan muni aldr- ei leysa sköpunargáfu listamanns- ins af hólmi enda sé það öðru fremur úrvinnslan og framsetn- ingin sem skipti höfuðmáli en ekki vinnuumhverfið og -aðferð- irnar. „Tölvan býður upp á mjög skemmtilega vinnuaðferð en getur aldrei orðið annað en hjálpartæki — tæki til að útfæra hugmyndir. Tölvuvæðingin hefur hins vegar sett myndlistina í víðara samhengi og ástæða er að ætla að framtíð- in verði ennþá meira spennandi," segir Niskanen sem er grafískur hönnuður að mennt og hugðist að námi loknu helga dagblöðum eða tímaritum krafta sína. „Fljótlega komst ég hins vegar að þvi að ég var ekki á réttri hillu og fór því að leitast við að finna listsköpun núnni farveg í „hinu listræna samhengi" og hef ekki litið um öxl síðan.“ Niskanen kýs að setja list sína í evrópskt samhengi — hann sé ekki listamaður sem sæki inn- blástur í þjóðerni sitt. „Ef fólk heldur því fram að ég hafi finnska list fram að færa getur það ekki rökstutt mál sitt með öðrum hætti en þeim að ég sé búsettur í Finnlandi. Ekki svo að skilja að ég hafni hinni finnsku arfleifð, þvert á móti sæki ég sitthvað í hana, mér þykir bara nauð- synlegt að leita fanga víð- ar. I raun er mér sama hvar ég sýni og starfa, svo framarlega sem fólk sýnir þörf minni fyrir listsköpun skilning.“ Jákvaett viðhorf á íslandi Myndlistarmennirnir hafa ekki á annan tíma tyllt niður fæti á íslandi en ljúka sundur um það einum munni að það sé virkilega ánægjulegt að þeim skyldi bjóðast að setja hér upp sýningar. „Ég þekki nokkra ís- lenska myndlistarmenn, meðal annars frá því ég var við nám í Hollandi, þannig að ég hef um nokkra hríð fylgst með íslensku myndlistarlífi úr fjarlægð og fæ ekki séð annað en það standi í blóma. Viðhorf fólks til listarinnar virðist líka vera jákvætt og fyrir vikið ætti gatan að vera greiðari fyrir fólk sem hefur hug á að hasla sér völl á þessum vett- vangi,“ segir Niskanen. En skyldi jarðvegurinn vera fijór fyrir nýlistamenn í heima- landi þeirra? „Hann inætti vera fijórri," segir Niskanen, „og reyndar eiga margir undir högg að sækja. Þá staðreynd má einkum rekja til gamaldags viðhorfs finn- skra stjórnvalda til myndlistar sem endurspeglast í því að finnsk lista- söfn, svo sem Nýlistasafnið í Hels- inki sem hefur umtalsvert fé til ráðstöfunar, kaupa fjöldann allan af listaverkum á ári hveiju en virð- ast ekki hafa neinn áhuga á að Ijármagna verkefni. Vissulega er hægt að leita á náðir hinna ýmsu sjóða og stofnana en það er ein- faldlega ekki sami hluturinn. Fyrir vikið er margfalt auðveldara að vera listmálari en framsækinn listamaður í Finnlandi, þar sem mörg nýlistaverk eru þess eðlis að það er ekki hægt að kaupa þau. Persónulega hef ég til að mynda engan áhuga á að selja verk mín.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.