Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 258. TBL. 84. ARG. SUNNUDAGUR 10. NOVEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS HLAUPIÐ í Skeiðará sprengdi jökulsporðinn og fleytti gríðar- stórum jökum bókstaflega upp úr jöklinum. Myndin er tekin úr einni gjánni þar sem hlaupvatnið spratt fram. Grýlukertum ÆVINTYRAHEIMUR skreytt göng hafa myndast milli tveggja jaka. Jakarnir voru á að giska 10-15 mannhæðir hvor. Morgunblaðinu í dag fylg- ir sérblað með myndum úr Skeiðarárhlaupi. Þessar myndir Morgunblaðið/RAX er einnig hægt að skoða á alnetssíðu Morgunblaðsins (http://www.strengur.is/mbl/) og eru þær opnar öllum net- skoðurum. ¦ Spretthlaup/El-4 Deng í hinstu langferðina FORYSTUMENN kommúnistaflokks Kína hafa ákveðið að flytl'a Deng Xiaop- ing, byltingarhetjuna öldnu, til suður- hluta landsins „í áföng- um" á mörgum mánuð- um til að hann geti far- ið til Hong Kong 1. júlí nk. þegar breska ný- lendan verður undir sljórn Kínveija. Deng er orðinn 92 ára gamall og stjórn- völd í Peking óttast að þessi hinsta langferð öldungsins geti riðið honum að fullu. Þau hafa því ákveðið að flytja hann suður á bóginn á mörgum mánuðum og fyrsti viðkomu- staðurinn verður Shanghai. Deng verð- ur þar í tvo mánuði til að venjast lofts- laginu og heldur síðan til borgarinnar Shenzhen. Þar verður hann í nokkra mánuði til að venjast röku loftinu áður en hann fer til Hong Kong 1. júlí. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræðir hörmungarnar í Zaire Akvörðun um fjölþjóð- legar hersveitir frestað Sameinuðu þjóðunum, Goma. Reuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti í gær ályktun þar sem aðildarríki sam- takanna eru hvött til að undirbúa stofnun fjölþjóðlegs herliðs til að koma í veg fyrir frekari hörmungar í austurhluta Zaire. Ráðið frestaði því hins vegar að taka lokaákvörðun umað senda þangað hersveitir. Ályktunin var samþykkt samhljóða og að- ildarríki Sameinuðu þjóðanna voru beðin um að svara því sem allra fyrst hvernig þau gætu orðið að liði til að öryggisráðið gæti tekið iokaákvörðun um aðgerðir í Zaire. Ýmis aðildarríki ráðsins höfðu vonast til þess að samþykkt yrði þegar í stað að senda hersveitir til Afríkuríkisins í því skyni að vernda starfsmenn hjálparstofnana og gera þeim kleift að dreifa matvælum. Það var þó ekki mögulegt vegna þess að Bandaríkja- menn, sem vilja ekki endurtaka mistökin í Sómalíu, sögðust enn vera að kanna hvort þeir gætu tekið þátt í slíkum aðgerðum og með hvaða hætti. Þúsundir flóttamanna deyja Emma Bonino, sem fer með mál sem varða neyðaraðstoð innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kvaðst „hneyksluð" á samþykkt öryggisráðsins og sagði að Samein- uðu þjóðirnar gætu ekki haldið að sér höndum meðan þúsundir manna yrðu hungurmorða á degi hvetjum í Zaire. Engar líkur eru taldar á því að hægt verði að koma rúmri milljón flóttamanna frá Rú- anda og Búrúndí til hjálpar í austurhluta Zaire á næstu dögum. Auk þeirra hafa hundr- uð þúsunda Zaire-búa lagt á flótta vegna átaka á svæðinu. Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna (WFP) varaði við því að hætta væri á alvarlegri hungursneyð á næstu þremur vikum. „Fólk hefur þegar soltið í hel og við áætlum að fyrir lok mánaðarins deyi rúmlega 80.000 börn yngri en þriggja ára." Bernard Pecoul, yfirmaður samtakanna Læknar án landamæra, sagði að talið væri að 13.600 flóttamenn hefðu þegar dáið á síð- ustu þremur vikum vegna skorts á matvælum, vatni og lyfjum. KaipiHtturinn skdptíxmestu SIÞREYTA MUNUM NYTA MEÐBYRINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.