Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 13
Blóði
drifín saga
SAGA Rúanda síðustu áratugina endurspeglast í því sem nú er
að gerast á landamærunum við Zaire: Tugir eða hundruð þúsunda
manna falla í morðhrinum á nokkurra ára eða áratuga fresti
þótt aldrei hafi grimmdarverkin verið víðtækari eða meiri en
vorið og sumarið 1994. Nú gæti sagan verið að endurtaka sig -
margir Tútsar telja að hefna þurfi fyrir þjóðarmorðið 1994 og
það verði aðeins gert með því að útrýma Hútunum. Á sama hátt
telja margir Hútar að friður komist ekki á í landinu fyrr en búið
sé að hreinsa landið af Tútsum, með góðu eða illu, lifandi eða
dauða. Helst dauða. Hluti af skýringunni er einnig að Rúanda er
ofsetið land. Það er rétt rúmlega 26 þúsund ferkílómetrar, eða
um fjórðungur af stærð Islands, en íbúarnir eru um átta milljónir
sem þýðir að Rúanda er eitt þéttbýlasta land veraldar með yfir
360 manns á hvern ferkílómetra. Þessi fólksmergð leynir sér ekki
þegar farið er um landið - hver blettur er ræktaður og hvar-
vetna er að sjá fólk og búfénað. Svipaða sögu er að segja af ná-
grannaríkinu Búrúndí.
Einveldi hinna aðkomnu
En forsagan er nokkru lengri og flóknari. í sem allra stystu
máli er hún sú, að á sextándu öld er talið að Tútsamir hafi komið
úr norðri og lagt undir sig Rúanda, þar sem Hútar vom fyrir ásamt
pygmy-dvergum sem taldir eru fyrstu íbúar svæðisins. Tútsamir
eru taldir hafa komið frá Eþíópíu og era raunar líkir frændum
sínum þar nyrðra, hávaxnir og spengilegir, áberandi fallegt fólk
og skera sig mjög frá Hútunum sem era af bantú-kyni. Tútsarair
voru kúabændur og komu fljótlega á konungdæmi í landinu.
Vald konungsins (mwami) var óskorað og algjört og stýrði hann
í gegnum lénsherra sína, sem allir voru Tútsar. Evrópskir land-
könnuðir „fundu“ Rúanda á 19. öld og lögðu landið undir Þjóð-
veija. Eftir fyrri heimsstyijöldina tóku Belgar við Rúanda og
Búrúndí, sameinuðu ríkin í eitt (Ruanda-Urundi) og höfðu undir
einni sljórn með belgíska Kongó, sem nú er Zaire, í umboði Þjóða-
bandalagsins.
Sjálfstæðið breytir valdahlutföllum
1959 gerðu Hútar uppreisn og steyptu konunginum af stóli.
Vítahringur fjöldamorðanna fór af stað. Um 120 þúsund Tútsar
flýðu land til Búrúndi, Uganda og fleiri nágrannaríkja. Á næstu
árum kom hvað eftir annað til átaka innanlands og oftar en ekki
Keuter
VOPN sem tekin voru af flóttafólki frá Rúanda á landamærum
landsins og Tanzaníu í morðæðinu mikla 1994.
voru það Hútarnir sem myrtu þúsundir Tútsa, sem voru hin hat-
aða yfirstétt. Hútarnir skipulögðu stjórnmálahreyfingar sínar á
næstu misserum og unnu yfirburðasigur í kosningum sem haldnar
voru 1961 - enda í yfirgnæfandi meirihluta í landinu.
Sameinuðu þjóðirnar skikkuðu svo Belga til þess árið 1962 að
veita Rúanda og Búrúndí sjálfstæði. Tútsar sem flúið höfðu til
Búrúndí gerðu misheppnaða innrásartilraun 1963 og misstu þús-
undir manna við það. Allar götur síðan hafa af og til verið skærur
í landinu á milli ættbálkanna - en Hutarair hafa haldið völdum.
1973 tók herinn völdin í landinu undir forustu Juvenal Habiyari-
mana. Starfsemi annarra stjórnmálaflokka var bönnuð og tókst
Habiyarimana, þrátt fyrir innanlandsófrið og pólitíska ólgu, að
halda velli allt til ársins 1994 er flugvél hans var skotin niður.
Þá um leið var látið til skarar skríða gegn Tútsunum.
RÚANDÍSKIR Hútúar hlusta á forsætisráðherra Kigali-sljórnarinnar, Pierre Celestin Rwigema,
flytja ávarp í flóttamannabúðum í Tansaníu í vor. Ráðherrann hvatti fólk til að snúa heim - en
fáir tóku hann á orðinu.
ingunum sem við þekkjum, sé fyrst
og fremst á ábyrgð ofstækisfullra
stjórnmálamanna sem hafi unnið
að því ljóst og leynt að eitra og
spilla fyrir fnðsamlegri sambúð
landsmanna. Ólæsi í landinu (sem
talið er allt að 90%) hefur verið
bandamaður þessarra manna i við-
leitni þeirra við að sannfæra fólk
um að Tútsar og hófsamir Hútar
séu illir óvinir.
Ali Yusuf Mugenzi blaðamaður,
sem nú starfar hjá BBC Svahili
Service en vann áður hjá ríkisút-
varpinu í Uganda, segir í grein sem
hann skrifaði um fjöldamorðin í
tímaritið Focus on Africa að þessir
stjórnmálamenn hafí iðulega sett
á svið atburði til að fá sínu fram-
gengt. Mugenzi nefnir sem dæmi
að fjórum dögum eftir að RPF
réðst inn í Rúanda í október 1990
hafi hermönnum úr rúandíska
stjórnarhernum verið skipað að
setja á svið bardaga í Kigali, skjóta
upp í loftið og á einstakar bygging-
ar. Ríkisstjórnin hafi notað þetta
til að fyrirskipa útgöngubann í
borginni.
Habiyarimana þáverandi forseti
fiutti útvarpsávarp, þar sem hann
sagði að innrásarher RPF væri að
gera árásir á Kigali og að harðir
bardagar geisuðu. í framhaldinu
var ráðist inn á heimili og í fyrir-
tæki Tútsa og hófsamra Húta í
Kigali, rúmlega 8000 manns voru
handteknir og hrúgað inn á íþrótta-
völl í miðborginni. Þar létu margir
lífið, segir Mugenzi, aðrir voru
ekki látnir lausir fyrr en sex mán-
uðum síðar.
Þjóðarmorð á stefnuskránni
Öfgafull þjóðernisstefna Húta á
rætur sínar að rekja til norður-
hluta landsins. Þar hefur orðið til
hútúisminn, stefna sem felur í sér
þá sannfæringu að þjóðarmorð á
Tútsum og stuðningsmönnum
þeirra sé eina raunhæfa lausnin á
vanda landsins. Hútar í norður-
hluta landsins telja útilokað að
þjóðirnar geti lifað saman í land-
inu. Blönduð hjónabönd eru útilok-
uð í þessum landshluta. Tútsar
hafa aldrei getað búið óhultir í
norðurhlutanum, eins og þeir hafa
getað annar staðar í landinu. Og
það er sjálfsagt engin tilviljun að
Habiyarimana forseti var norðan-
maður og margir af helstu herfor-
ingjum hans og pólitískum sam-
verkamönnum.
Mugenzi fullyrðir að áætlunin
um útrýmingu Tútsanna hafi orðið
til í norðurhluta landsins. Fyrstu
fjöldamorðin í þeirri hrinu sem
náði hámarki 1994 voru framin
þar í nóvember 1990 þegar 350
Tútsar voru drepnir í Kibirira-hér-
aði. Hútar þar norðurfrá líta á
Tútsana sem útlendinga. Þegar
fjöldamorðin voru í hámarki vorið
1994 sagði kunnur stjórnmálamað-
ur að norðan á opnum fundi í Kig-
ali að Tútsanir væru „Eþíópíu-
menn“ og að árangursríkasta að-
ferðin til að koma þeim heim til
sín væri að binda þá saman og
fleygja þeim í Nyabarongo-ána,
sem hann sagði renna til Eþíópíu.
Vitaskuld eru ekki allir norða-
menn af ætt Húta ofstækisfullir
fjötdamorðingjar. Núverandi for-
seti Rúanda, Pasteur Bizimungu,
og formaður RPF, Alexis Kanyar-
engwe, eru báðir norðamenn og
almennt taldir hófsamir frið-
semdarmenn. En fyrir norðan var
sterkasta vígi helstu stjórnmála-
hreyfinga Húta, MRND og CDR,
sem báðir höfðu á sínum snærum
hersveitir — hinar alræmdu Intera-
hamwe og Impuzamugambi, sem
voru atkvæðamestar þegar hundr-
uð þúsunda manna var slátrað
vorið og sumarið 1994.
Almenn þátttaka
En fleiri tóku þátt í fjöldamorð-
unum. í ítarlegri skýrslu Africa
Rights í London (Rwanda: Death,
Despair and Defiance) sem út kom
1995, er haft eftir sjónarvottum
að læknar á sjúkrahúsum og
heilsugæslustöðvum hafi tekið þátt
í að myrða sjúklinga sína, kennar-
ar nemendur sína og nemendur
kennara sína, prestar sóknarbörn
sín og nágrannar vini sína og
granna. Hermenn og lögreglumenn
fóru svo um og hreinsuðu heilu
hverfin og byggðarlögin. Morðæðið
var gengdarlaust og algjört.
Fjölmiðlar í landinu léku stórt
hlutverk í aðdraganda þjóðar-
morðsins. í ágúst 1993 hóf að út-
varpa „frjáls útvarpsstöð", Radio
Television Libre de Mille Collines
(RTLM en Rúanda er gjarnan kall-
að land hinna þúsund hæða, Mille
Collines), sem rekin var af fyrrver-
andi útvarpsstjóra ríkisútvarpsins,
Radio Rwanda, sem hafði verið
rekinn fyrir hatursáróður gegn
Tútsum. Hann réði til sín starfs-
menn sem höfðu verið látnir fara
frá Radio Rwanda fyrir sömu sak-
ir. í útsendingum RTLM var spiluð
tónlist og fluttur áróður gegn Túts-
um, ekki síst efni sem bannað
hafði verið á Radio Rwanda. Helstu
hluthafar RTLM voru auðugir
kaupsýslumenn af kyni Húta og
ýmsir ættingjar Habiyarimanas
forseta. Þeir nutu víðtæks stuðn-
ings í röðum Húta — og flokks-
menn MRND og CDR borguðu
glaðir 5000 franka á mánuði til
að standa undir kostnaði við rekst-
ur stöðvarinnar. Þegar flugvél for-
setanna hafði verið skotin niður
við Kigali að kvöldi 6. apríl, var
lesin upp tilkynning í RTLM og
beinlínis gefin út skipun um að
hefja fjöldamorðin.
Fáeinum dögum síðar gekk Rad-
io Rwanda í lið með „fijálsu" stöð-
inni og hvatti Húta til að eira eng-
um óvini. Eftir að Kigali — og þar
með Radio Rwanda — féll í hendur
RPF útvarpaði RTLM úr brynvörð-
um bíl á flóttanum til Zaire og
flutti meðal annars viðtöl við her-
foringja og stjórnmálamenn sem
voru í því samfloti. Kjarninn í út-
varpsefninu var þessi: Hútar,
forðið ykkur frá Rúanda, annars
munu Tútsarnir brytja ykkur nið-
ur.
Gætið ykkar á
kakkalökkunum!
Dagblöð tóku þátt í leiknum,
ekki síst blaðið Kangura sem norð-
anmaður frá Gisenyi stofnaði
1990. Hann birti reglulega lista
með nöfnum fólks sem hann sagði
að styddi RPF beint eða óbeint.
Flest af því fólki týndi fljótlega
lífi. Kangura barðist hatrammlega
gegn Arusha-friðarsamningunum
frá 1993.
I einu tölublaði Kangura sagði
m.a.:
„Hútar sem endurheimtuð eign-
ir ykkar 1959 þegar kakkalakk-
arnir (en svo voru Tútsarnir
nefndir af ofstækisfullum Hútum)
flýðu land, gætið ykkar...friðar-
samningurinn opnar leið fyrir
kakkalakkana til að koma aftur
og taka eigur sínar. Hútar, í ykk-
ur verður dælt úr sprautum fullum
af AIDS-veirunni vegna þess að
friðarsamningarnir færðu kakkal-
ökkunum heilbrigðisráðuneytið ...
þið sofandi Hútar, verið búnir
undir að verða drepnir í rúmum
ykkar af kakkalökkunum. Hútú-
hermenn, verið reiðubúnir að
leggja niður vopn ykkar og verða
kotbændur í þjónustu kakkalakk-
anna...“
Því var haldið fram í fjölmiðlum
að hermenn RPF skemmtu sér við
að rista upp kvið vanfærra Hútú-
kvenna og stinga augun úr fólki
með byssustingjunum. Þessar
fréttir hafa ekki verið staðfestár —
en þær eru engu að síður sannar
í hugum mikils fjölda Hútú-manna,
bæði þeirra sem eru heima í Rú-
anda og ekki síður þeirra sem sitja
í flóttamannabúðum í Zaire og
Tanzaníu.
Stjórn RPF hefur alla tíð átt í
miklum erfiðleikum með að sann-
færa almenning um góðan vilja
sinn til að koma á varanlegum friði
og jafnræði í landinu — og ekki
verður það auðveldara nú þegar
Tútsar í Zaire heija á flóttamenn-
ina í Goma og njóta, að sögn, að-
stoðar rúandískra hermanna.
Hvort vopnahléð, sem Tútsarnir
í Zaire hafa nú lýst yfir, mun halda
verður tíminn að leiða í ljós. Það
er hins vegar ekki mikið tilefni til
bjartsýni — og verður varla unz
ættbálkarnir, sem byggja Rúanda,
ná saman um stjórn landsins þar
sem allir njóta sama réttar. En
áður en það gerist þarf að fara
fram fullt og endanlegt uppgjör
vegna atburðanna í Rúanda sum-
arið 1994. Það er hins vegar önnur
saga.