Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 33 3 I ' I I I 1 i I i i J I 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 H SIGRÍÐUR WAAGE Sigríður Waage fæddist í Hafnarfirði 6. nóvember 1971. Hún lézt á heimili sínu í Fröstrup á Jótlandi 24. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Hákon Jens Waage leikari og Þórdís K. Péturs- dóttir fulltrúi. Systkini hennar eru Indriði, f. 15. febrúar 1969, stúd- ent við Háskóla fs- lands, og Inga Þórunn, f. 5. febrúar 1984, nemi. Útför Sigríðar hefur farið fram. Fæðing lítils barns er aðstand- endum mikið gleðiefni og svo sann- arlega var það svo, þegar bróður- dóttir mín leit dagsins ljós. Ham- ingjusamir foreldrar og bróðir sýndu stolt vinum og frændfólki litla undrið, sem sveiflaði ótrauð fótunum hátt á loft þrátt fyrir þunga fjötra. Litla stúlkan var fædd með snúna ökkla, sem voru réttir af með gifsi, en þá sem síðar lét hún ógjarnan ytri öfl halda aft- ur af sér. Hún var skírð fallegu nafni, Sigríður, eftir móðurömmu sinni. Stóra bróður hennar fannst samt nafnið Ninní, sem hann bjó til, klæða hana enn betur. Ninní kunni nafngift bróður síns svo vel, að hún kynnti sig alla tíð með því nafni. Æskuárin liðu við ieik, nám, ást og gott atlæti. Hún var í ballet, átti stóran vinahóp og ætlaði að verða hárgreiðslukona eða indjáni, þegar hún yrði stór. Svo varð Ninní stóra systir. Nú var komið að henni að sýna stolt lítið nýfætt undur - litla systur. Ninní umvafði litlu systur sína ást og umhyggju, enda oft kölluð litla mamma. En svo komu unglingsárin, og þau reynast mörgum viðsjárverð. Kynni af vímugjöfum leiddu fljótt til fíknmyndunar í Ninní. Hún var aðeins fimmtán ára, þegar ljóst var, að orsök breyttrar hegðunar hennar voru vímugjafar en ekki gelgjuskeið. Hún þáði hjálp sautján ára, var án vímugjafa í ár. í árs- byrjun 1990 hvarf hún úr landi. Ekkert spurðist til hennar í margar vikur. Svo komu fregnir. Ninní var komin til Kaupmannahafnar og hægt var að koma á sambandi að nýju. Hún ferðaðist víða á næstu árum. Fór til Rússlands og Afríku. Hljóp yfir hið blauta Holland, en dvaldi lengstum í Danmörku. Hún kom alltaf öðru hvoru heim. Sagði frá svörtu svönunum, sem hún sá í Rússlandi. Stjörnubjarta himnin- um í Síberíu. Fátæka fólkinu, sem hýsti hana á ferðum hennar. Litla kofanum og vinum sínum á Jót- landi. Hún sendi bréf og kort og hringdi stundum. Hún kom í heim- sókn, þegar hún var á landinu og við áttum yndislegar stundir. Sem barn var hún örlát á bros og uppá- tæki. Það var hún líka sem fullorð- in. Heimsóknir hennar voru aidrei hversdagslegar. Við ræddum um lífið og tilveruna, hlógum saman og föðmuðumst. Hvernig einstaklingur var hún litla - stóra frænka mín? Náttúru- barn, sem var lítið um tildur. Gjaf- mild, greind, listfeng, hlý og glæsi- leg. Ekki má heldur gleyma kímni- gáfunni og einstakri mannþekk- ingu. Hún las, teiknaði, orti, hann- aði og bjó til föt og listmuni. Hún var sterkur einstaklingur og góð manneskja. Aldrei heyrði ég hana halla orði á nokkurn mann, enda þótti öllum vænt um hana, sem kynntust henni. Iðulega hitti ég fólk á förnum vegi, sem spurði mig fregna af henni frænku minni. Fólk, sem ég vissi oft engin deili á. Alltaf skynjaði ég óendanlega væntum- þykju í hennar garð. Fíknin er harður hús- bóndi, sem krefst mik- illa fórna af þegnum sínum; að endingu lífs- inssjálfs. Ástvinir háðu harða baráttu svo Ninní mætti halda heilsu og lífi og leituðu allra hugsanlegra leiða til bjargar. Hún var hér síðast fyrir rúmu ári og þá var ljóst, að fresturinn var nánast á enda. Ninrn' fór af landi brott - hún réð ekki för. Hana dreymdi um langt ferða- lag, vildi halda til Tíbet. Líkamlegt þrek var á þrotum og í vetrarbyrj- un fór hún í sína hinztu för. Sökn- uðurinn er sár, hún var svo ein- stök. Henni var svo margt gefið, og hún hafði svo mikið að gefa. Elskaðri frænku minni þakka ég allar samverustundirnar og bið, að hún sé umvafin ást, friði og ró. Góður Guð huggi og styrki for- eldra Ninníar, systkini og ömmur. Kristín Waage. Ég hitti Ninní frænku mína síð- ast í áttatíuogfimm ára afmæli ömmu okkar fyrir einu og hálfu ári. Við frændsystkinin sátum þá saman, hlógum hátt og töluðum mikið. Við kvöddumst fyrir utan og ég man að ég horfði á eftir frænku minni ganga í burtu hnar- reista með flaksandi sítt hárið og þótt ég vissi að það gæti liðið nokk- ur tími þar til ég sæi hana aftur hvarflaði það ekki að mér að sú stund rynni aldrei upp. Ninní var nefnilega farfugl, hún flaug á brott í vikur, mánuði og ár og gat svo birst aftur jafn skyndilega og hún hafði horfið og nýtti þá tímann til að rækta tengslin við sína nán- ustu; hún heimsótti ömmu og mömmu, umvafði þær hlýju og væntumþykju og kom alltaf fær- andi hendi. Hún var gjafmild og rausnarleg hún Ninní og hún bar umhyggju fyrir öðrum. Enda eign- aðist hún vini hvert sem hún fór og hvar sem hún kom, það skynj- uðu flestir þetta stóra hjarta, ör- lætið og höfðingslundina. Þegar við Ninní vorum Iitlar stelpur í Breiðholtinu, frænkur, vinkonur, jafnöldrur og áttum heima svo að segja hlið við hlið leiddi af sjálfu sér að við vorum saman meira og minna allan sólar- hringinn. Og fátt þótti okkur frænkum verra en aðskilnaðurinn Staðgreiðsluverð: 9.800 kr. húsgögn Ármúla 44 • sími 553 2035 MINNINGAR enda kunnum við okkar leyniher- bragð til að koma í veg fyrir þau ósköp. Þegar ég var í kvöldheim- sóknum ásamt foreldrum mínum heima hjá Ninní skreið ég upp í rúm til hennar, við kræktum sam- an handleggjum og svifum svo inn í draumalandið. Þannig fannst okkur gulltryggt að ég fengi að gista, foreldrar okkar gætu ómögulega aðskilið þessar tvær samankræktu sofandi stúlkur - og yfirleitt virkaði bragðið. Ég hélt auðvitað að þetta yrði alltaf svona og við myndum krækja sam- an handleggjum til að koma í veg fyrir aðskilnað fram á efri ár. En það varð nú ekki svo enda vorum við ólíkar frænkurnar. Ninní var bóheminn og heimshornaflakkar- inn, sú sem hélt út í veröld og skoðaði og kynntist og upplifði af eigin raun. Það átti ekki við hana frænku mína að feta troðnar slóðir eða beygja sig undir settar reglur. Og samverustundum okkar fækk- aði, við lifðum orðið ólíku lífi og áttum ekki lengur svo ýkja margt sameiginlegt. En þegar við hitt- umst og fundumst ríkti alltaf sama hlýjan og væntumþykjan í garð hvor annarrar. Stundum var eins og hyldýpi aðskildi líf okkar, samt höfðum við einhvern veginn alltaf um nóg að tala. Við reyndum ekk- ert að skilja líf hvor annarrar, ég hefði átt erfitt með að skilja rót- leysið og flökkueðlið og ég held hún hefði átt enn erfiðara með að skilja mitt líf; hvers vegna að kúra yfir bókum þegar hægt var að halda út í heim og sjá hann og upplifa af eigin raun. Ég átti glæsilega og hæfileika- ríka frænku. Hún var fljót að læra, dansaði ballett og var músíkölsk, ég held henni hafi verið flest til lista lagt. Við ólumst báðar upp í breiðhyltskri borg en einhvernveg- inn var Ninní samt alltaf náttúru- barnið, sú sem þekkti blómin og fuglana og miðlaði náttúrufræðun- um til borgarbarnsins frænku sinnar af stakri þolinmæði. Hún var kúnstnerinn í fjölskyldunni; sú sem gat gert listaverk úr fátækleg- asta blómi og rytjulegasta strái, sú sem klippti, málaði, saumaði og teiknaði og umbreytti öllu í kring- um sig í eitthvað sniðugt, fallegt og skemmtilegt. Þessa hæfileika sína nýtti hún fram á hinsta dag. Ég kvéð yndislega frænku og kæra vinkonu með söknuði. Elísabet Indra Ragnarsdóttir. t Kæru vinir. Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýjan hug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR frá ísafirði, Árskógum 6, Reykjavík, Friðþjófur Hraundab Guðmundur Antonsson, Anna Arnadóttir, Ómar Friðþjófsson, Sigurbjörg Þórmundsdóttir, Friðþjófur Friðþjófsson, Berglind Friðþjófsdóttir, Stefán Högnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýju og samúð við andlát og jarðarför STEINUNNAR HELGU TRAUSTADÓTTUR, Berglandi II, Hofsósi. Þakkir og blessunaróskir til starfsfólks Sjúkrahúss Skagfirðinga. Guð blessi ykkur öll. Trausti B. Fjólmundsson, Ásdfs Sveinbjörnsdóttir, Fjólmundur B. Fjólmundsson, AðalheiðurS. Kristjánsdóttir, Kristín R.B. Fjólmundsdóttir, Sigurður Kristjánsson, Valbjörg B. Fjólmundsdóttir, Gunnlaugur Steingrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. r t Þökkum hjartanlega samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra, ANTONS RINGELBERGS, Álfheimum 72. Sérstakar þakkir til starfsfólks á E63 öldrunardeild Heilsuverndunarstöðvar Reykjavíkur, sem annaðist hann af ein- stakri hlýju og góðvild. let Ringelberg, Hans Collings Polak, Jón Jóhannesson, Björk Emilsdóttir, Ólafur Þór Jónsson, Jóhannes Birnir Jónsson, Einar Einarsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Gerður Einarsdóttir, Fríða Einarsdóttir, Jóna Einarsdóttir. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur Suðurlandsbraut 30-108 Reykjavík Sími 568 1240 Fax 588 9640 Húsnæðisnefnd Reykjavíkur auglýsir hér með eftir um- sóknum um félagslegar eignar- og kaupleiguíbúðir. Þeir einir koma til geina sem m.a. eru innan eigna og tekju- marka Húsnæðisstofnunar ríkisins sem eru: Einstaklingar kr. 1.500.000,- Hjón kr. 1.875.000,- Viðbót v/barns kr. 250.000,- Eignarmörk kr. 1.900.000,- og sýna fram á greiðslugetu. Við það skal miðað að greiðslubyrði lána fari ekki yfir 28% af tekjum umsækjenda. Sérstök athygli er vakin á því að alltaf er tekið við umsóknum og úthlutað mánaðarlega. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Húsnæðis- nefndar, Suðurlandsbraut 30, þar sem umsóknir liggja frammi. Opið er alla virka daga kl. 8.-16. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.