Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens 01996 Tribune Media Services, Inc. AflRights Roservod. (Mp ez /wnað Mofiirpu E&/)áe £■&/) \//Þe&UM Grettir Ferdinand Hringdi einhver á meðan Hinir og þessir hringdu og ég var úti? sögðust ætla að hringja aft- ur í þig eða launa þér lamb- ið gráa eða eitthvað ... Þeir sögðust hafa sam- band____ „Þeir“? Hann eða hún ... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is 90-110 - hugleiðingar um áhrif aukins ökuhraða - Frá Jóni Baldri Þorbjörnssyni: UNDANFARIÐ hafa í fjölmiðlum birst fréttir af tillögu sex stjórnar- þingmanna um breytingar á umferð- arlögum til aukningar á leyfilegum hámarkshraða ökutækja utan þétt- býlis. í DV 23. október sl. er getið álits tveggja sýslumanna að lands- byggðinni, sem telja að greinilegt samband sé á milli ökuhraða og al- varleika umferðarslysa. Sýslumennirnir hafa rétt fyrir sér. Skýringarinnar er hins vegar ekki að leita í beinu, eðlilegu sambandi milli hraðaaukningar og umfangs slysa. Ástæðan fyrir því hversu aug- ljóst og órofa þetta samband er, er fólgin í eðlisfræðilegri mögnun við aukinn hraða. Þetta má útskýra á eftirfarandi hátt: Hreyfiorka hluta, sem mestu veldur um hversu alvarleg umferðarslys verða, vex ekki línulega heldur í öðru veldi með auknum hraða. Við tvöföldun ökuhraða, t.d. úr 50 km/klst. í 100 km/klst., tvö- faldast því ekki hreyfiorkan heldur fjórfaldast. 110 km/klst. hraði er 22% meiri hraði en 90 km/klst. Við þann hraðamun má aka 22% lengri leið á sama tíma. En hreyfiorkan, sem í raun ræður umfangi slysa þeg- ar þau verða, hefur ekki aukist um rúm 20% heldur tæp 50% fyrir vikið. Þessi 50% þýða t.d. 50% lengri stöðv- unarvegalengd, 50% meira högg sem ökutæki veldur eða verður fyrir og líkur á 50% meiri meiðslum þeirra sem fyrir verða þegar eitthvað ber út af í akstrinum. Að teknu tilliti til raunhraða í umferðinni, sem við góðar aðstæður liggur oftast a.m.k. 10 km/klst. yfir lögbundnum hámarkshraða (hver sem hann er); að teknu tilliti til akstursaðstæðna á íslandi, þ.e. til- tölulega mjórra vega, fjölda ein- breiðra brúa og krefjandi veðurfars; og síðast en ekki síst að teknu til- liti ti! eðlisfræðinnar, tel ég að að svo stöddu sé óráðlegt að grípa til aðgerða sem hvetja til aukins um- ferðarhraða á íslenskum vegum. JÓN BALDUR ÞORBJÖRNSSON, bíltækniráðgjafi og Dipl.Ing. (FH) í bíltæknifræði, Fögrubrekku við Vatnsenda. Ath. bréf þetta er endurbirt, þar sem línur féllu niður úr texta. Grafarvogur - siglingasvæði Frá Kristni Snæland: SKRIF mín um að nýta Grafarvog fyrir fólk en ekki pöddur virðast hafa farið svo fyrir bijóstið á íbúa við voginn, Ásu Kristínu Jóhanns- dóttur, að hún kemst þar skapi næst að segja sem svo að mér komi vogur- inn fjandann ekki við. Þrátt fyrir þessa ókurteisi konunnar, skal ég skýra dæmið nokkuð. Tólf ára gamall flutti ég á Breið- holtssvæðið og þá þegar varð Elliða- vogur og Grafarvogur leiksvæði mitt. Skemmtilegustu stundirnar voru við siglingar um vogana á vængenda- tanki af orrustuþotu en það var hin besta fleyta og m.a. siglt á henni út í Viðey. Síðar bjó ég um tíma í sumar- húsi við Grafarvog. Næst vann ég við eina fyrstu nýbyggingu við vog- inn og nú á ég fjölda ættingja þarna og þar á meðal þijá afastráka sem mér þætti vænt um að kæmu sér til leikja líkt og ég og féhgar mínir, án þess að verða háðir forsjá fullorð- inna í leiktækjasölum eða félagsmið- stöðvum. Það gæti gerst t.d. við sigl- ingar á Grafarvogi, ef hann væri gerður að þeirri útivistarparadís fyr- ir almenning sem ég vil en væri ekki sem nú, aðeins illa lyktandi drullu- pollur til yndis pöddum, fuglum og fiskum auk nokkurra sérvitringa sem skoða fugla í kíki. Þó undarlegt sé þá virðist Ása halda að hin fúla lykt sem af vogin- um leggur komi af kyrrstæðu uppi- stöðuvatni. Lítt þekkir hún voginn. Hina vondu lykt leggur af voginum á fjöru, einkum að sumri vegna rotn- unar í leirnum. Með því að halda vatnsborði vogsins í + + 50 senti- metrum og láta fjara út úr honum svona tvisvar til fjórum sinnum í mánuði, þá væru íbúar, líka við Reykjafold, að mestg lausir við fnykinn úr voginum. Ég er sann- færður um að ef hagsmunir fólks, almennings, væru vegnir móti hags- munum hinna, fylgjenda skordýr- anna, þá yrði Grafaivogi breytt úr illa lyktandi fúlum drullupolli í dýrð- legan útivistarstað allrar íjölskyld- unnar. Er ekki rétt, Ása Kristín, að gera þetta fyrir fjöldann þó vissu- lega kunni að verða sneitt að eigin- girni þinni? KRISTINN SNÆLAND Breiðhyltingur, Engjaseli 65, R. Hyaðskal segja? 61 Væri rétt að segja: Á ferðum sínum gista þeir Pétur og Páll hjá hvor öðrum? Svar: Sagt er: Pétur hjá Páli og Páll hjá Pétri, en ekki: hjá Pétur Páli og hjá Páll Pétri, sem vitaskuld væri málleysa. Þess vegna er rétt að segja: Pétur og Páll gista hvor hjá öðrum. (hjá hvor öðrum er sams konar málleysa og hér var sýnd.) Allt efni sem birtist í Mcrgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.