Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐARMORÐIN í Rú- anda vorið og sumarið 1994 voru þaulskipu- lögð. Morðsveitir Húta, undir forustu hersins og ofstækis- fullra stjórnmálamanna, fóru um sveitir, bæi og borgir með lista yfir þá sem taka átti af lífi, alla Tútsa og þá Húta sem taldir voru vafasamir eða „hófsamir", þ.e. hliðhollir friðsamlegri sambúð ætt- bálkanna. Flestir voru drepnir með sveðjum og hlújárnum. Hinir lán- sömu fengu að deyja fyrir byssu- kúiu — ef þeir vildu eða gátu sjálf- ir borgað fyrir kúluna. Heilu fjöl- skyldunum var útrýmt, heilu þorp- unum — jafnvel heilum byggðar- lögum þar sem tútsar voru í meiri- hluta. Árásarmennirnir lögðu svo hús og jarðir undir sig. Á þremur mánuðum er talið að 800.000—1.000.000 milljón manna hafi fallið — en það veit þó enginn fyrir víst. Það er hins vegar vitað að um tvær milljónir manna flúðu land. Hálf milljón manna fór til Tanzaníu og um hálf önnur milljón fór í vesturátt til Zaire. Það fólk settist að í flóttamannabúðum handan iandamæranna, flestir í kringum borgina Goma við Kivu— vatn, í göngufæri við bæinn Gis- enyi Rúandamegin, og aðrir við Bukavu nokkru sunnar. Gamli herinn í flóttamannabúðum Megnið af þessu fólki var rekið áfram af þáverandi stjórnarher Rúanda, sem í þá tíð var einkum skipaður Hútum, og lagði nú á flótta undan innrásarher Tútsa, sem kom inn í landið úr norðri, frá Úganda, þar sem hundruð þúsunda rúandískra Tútsa höfðu verið í út- legð í rúma þrjá áratugi. Stjórnar- herinn tók með sér vopn sín og veijur, flugvélar, þyrlur, skrið- dreka og þungavopn, og flutti megnið af þessu með sér inn yfir landamæri Rúanda og Zaire. í flóttamannabúðunum í Goma, ekki síst í búðunum Kibumba, þar sem á miðju þessu ári voru um 190 þúsund manns, héldu gömlu stjórn- MATVÆLUM dreift til flóttamanna nærri Goma. Reuter hinn raunverulegi valdamaður í landinu enda forsetinn, Pasteur Bizimungu, Húti. Hatrið bruggað Ungir Hútar í Rúanda eru aldir upp við sögur af „gömlu vondu dögunum“ fyrir 1959 þegar Tútsar réðu landinu. Þá gerðu Hútar upp- reisn, settu konunginn af og yfir- stétt Tútsa. Öldungar Húta segja börnum sínum og barnabörnum sögur af því þegar Hútarnir voru þrælar en Tútsarnir grimmir land- eigendur sem drápu Hútana mis- kunnarlaust og neyddu þá tii að vinna kauplaust á ökrunum. Því er það að þótt flestir íbúar Rúanda séu of ungir (lífslíkur eru rétt rúm 50 ár) til að muna stjórn Tútsa, og Hútú-karia. Jafnvel í gamla stjórnarhernum var opinbert leyndarmái að háttsettir herfor- ingjar áttu sér Tútsí-hjákonur, jafnvel þótt Hútú-hermönnum væri opinberlega bannað að gift- ast Tútsí-konum. Hins vegar kvænast fáir Tútsí-karlar Hútú- konum vegna þess að Tútsarnir telja það fyrir neðan sína virðingu að giftast Hútú-konum. Þeir hafa með öðrum orðum talið sig yfir Hútana hafna. Hjónabönd karla af ættbálki Húta og kvenna af kyni Tútsa hefur valdið nokkrum ýfingum meðal Hútakvenna. Það kom m.a. í ljós í fjöldamorðunum 1994 þeg- ar Hútakonur fögnuðu drápum á Tútsakonum og sögðu þær eiga BARNI bjargað úr fjöldagröf í Zaire. Ómar Valdimarsson Við hvem er að sakast í Rúanda? Flóttamenn frá Rúanda hrynja nú niður í Zaire. Omar Valdimarsson blaðamaður var upplýsingafulltrúi Alþjóðasambands Rauða krossins í flóttamannabúðum í Tanzaníu og íjallar hér um bakgrunn átakanna. arherrarnir og herforingjarnir áfram að stjórna flóttafólkinu og leggja á ráðin um að gera innrás i Rúanda og taka völdin þar á ný. Nokkrum vikum áður höfðu rúmlega 400 þúsund manns flúið heimili sín undan bardögum og morðæðinu í Rúanda og tekið stefnuna austur á bóginn, til Tanzaníu. Straumurinn þyngdist verulega um leið og fréttist að hermenn væru horfnir frá landa- mærastöðinni við Rusumo-fossa á landamærum Rúanda og Tanza- niu. Þetta fólk allt situr enn í nokkr- um flóttamannabúðum í nágrenni smábæjarins Ngara, um 20 km. frá Rusumo. Þar hafa ýmsir íslend- ingar unnið á vegum Rauða kross íslands. Um 250 þúsund manns fóru yfir landamærin í Rusumo á einum sólarhring sem var mesti flóttamannastraumur sem þekkst hafði fram að því — eða þar til í júlí sama ár er nærri milljón manna kom yfir landamærin til Goma í Zaire á fimm dögum. Forsetamorðin kveiktu bálið Morðaldan í Rúanda hófst að kvöldi 6. apríl 1994, aðeins fáein- um klukkustundum eftir að flugvél með forsetum Rúanda og Búrúndi var skotin niður við flugvöllinn í Kigali, höfuðborg Rúanda. Forset- arnir áttu í samningaviðræðum um lausn á ýmsum deilumálum þjóð- anna — og þeim tengdust eldfim innanríkismál í Rúanda og fram- hald á sátt við Föðurlandsfylkingu Rúanda, Rwandan Patriotic Front eða RPF, sem mynduð var af Túts- um er flúið höfðu land í innan- landsátökum og fjöldamorðum um 1960 og sest að í flóttamannabúð- um í sunnanverðu Úganda. RPF hafði gert misheppnaða innrás frá Úganda í Rúanda 1990 og hafði í raun geisað borgarastyijöld í Rú- anda í framhaldi af innrásinni og til ársins 1993, er friðarsamningar voru gerðir í tanzanísku borginni Arusha, þar sem alþjóðadómstól- inn er á að dæma í málum þjóðar- morðingjanna frá Rúanda er nú til húsa. Foringi RPF var Paul Kagame, sem var reifabarn þegar foreldrar hans flúðu til Uganda um 1960. Kagame er greindur maður og slyngur og hafði komist til metorða í úgandíska hernum og notið stuðnings og trausts Musevenis forseta, raunar svo mikils trausts að hann var á endanum gerður að yfirmanni leyniþjónustu úgandíska hersins. Hann er nú varnarmála- ráðherra og varaforseti Rúanda og þá hafa þeir aldrei fengið að gleyma „gömlu vondu dögunum“. Allt frá 1959 hefur hver Húta- stjórnin af annarri viðhaldið þeim gamla nýlendusið að flokka íbúa landsins eftir ættbálki. Allir báru nafnskírteini þar sem tilgreint var af hvaða ættbálki viðkomandi var: Hútú, Tútsí eða Twa (pygmy). Pygmyarnir eru örsmár minni- hlutahópur, e.t.v. 1% af þjóðinni, almennt fyrirlitnir og varla taldir mennskir. Opinberum störfum var skipt í samræmi við mannfjöldatölur: 15% Tútsar og 85% Hútar. Þessu kerfi var fylgt án undantekninga. Ef 100 manna vinnustaður hafði þeg- ar 15 Tútsa í vinnu, þá var útilok- að fyrir þann sextánda að fá ráðn- ingu, sama hversu hæfur hann var til starfans. Blönduð hjónabönd En þrátt fyrir þetta hefur fólk af þessum tveimur ættbálkum að mestu búið friðsamlega saman í þorpum og smábæjum út um land. Víða í landinu hafa tíðkast hjóna- bönd milli fólks af mismunandi ættbálkum, einkum Tútsí-kvenna Ómar Valdimarsson RÚANDÍSKIR flóttamenn af Hútú-kyni koma í flótta- mannabúðir í Tanzaníu. skilið að deyja fyrir að hafa „stol- ið körlunum okkar“. Þessi hjóna- bönd hafa vitaskuld getið af sér hundruð þúsunda barna sem hafa bæði Húta- og Tútsablóð. En það breytir ekki því að opinberlega eru þau skráð sem annað hvort Hútar eða Tútsar. Reglan er einföld: Ef faðirinn er Tútsi er barnið Tútsi. Ef faðirinn er Húti er er barnið það líka — uppruni móðurinnar skiptir engu máli í þessu sam- bandi. Ofstækisfullir stjórnmálamenn Það virðist vera samdóma álit þeirra sem best þekkja til að kyn- þáttahatrið, sem kraumað hefur í rúandísku samfélagi með afleið-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.