Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Yann Kolbeinsson MARGÆSAPARIÐ með einn unganna í miðjunni, munur á fullorðnum og ungum fuglum er sá að ungfuglar eru ekki hvítir á hálsinum. Margæsir enn á ferð Tillaga um siðaregl- ur Alþýðuflokks UM seinustu helgi sást margæsa- par með tvo ungfugla í Araarnes- voginum þar sem þessi mynd var tekin. Margæsir eru algengir um- ferðarfarfuglar hér á landi að vori til sem að hausti. En þeim sem til þekkja þykir heldur seint að finna margæsir hér enn í nóvember. Þijár margæsa-deilitegundir eru til, tvær eru í V-Evrópu á veturna og hafa báðar sést hér við land. Einkum er það svonefnd bernicla sem er hér á ferð. Hún er dökk á kvið en svonefnd hrota, sem er ljós á kvið, hefur einnig sést við ísland. LÖGÐ hefur verið fram tillaga á flokksþingi Alþýðuflokksins að siðareglum fyrir flokkinn. Þar er lagt til að skipuð verði nefnd til að útfæra siðareglur fyrir þá sem gegna trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og eru kjörnir í æðstu embætti. Tillöguna flytja Sigurður Tómas Björgvinsson, Bolli Valgarðsson og Guðni Kristjánsson. Leggja þeir til að nefndin hafí að leiðarljósi við vinnu sína drög að starfsreglum þingflokks Alþýðuflokksins sem samþykkt voru í september 1994, en í þeim segir m.a. að þingmenn og fleiri fulltrúar flokksins eigi ekki að sitja í stjórnum banka, sjóða eða annarra fjármálastofnana og að kveðið skuli á um það í reglum hvernig varast skuli meinta hags- munaárekstra að því er varðar embættisfærslur, val á samstarfs- aðilum og mannaráðningar trúnað- armanna, sem þiggja umboð sitt frá Alþýðuflokknum. GLesilegar íbúðir við Bejyarima^X Lágmarks hita- og uiðhaldskostnaður • Fullkomin hljóðeinangrun • Val ó gólfefnum og innréttingum Stórar svalir eða einkagarður • Sér inngangur í hverja íbúð • íbúðir afhentar fullbúnar Þvottahús í ibúð • Skólar, leikskólar, félagsmiðstöðvar og verslanir í næsta nágrenni Ármannsfell hf. Leggur grunn að góðri framtíð Funahöfða 19 • Sími 577 3700 Solumcnn verðo i Berjarinui 36 i dag niilli kl 13 og 15 Athugið! Húsbréfaafföll lenda á seljanda en ekki þér Kristniboði sendir frá sér bók Fátt er jafn hræðilegt o g heiðni AFRÍKUDÆTUR heitir bók sem Hrönn Sigurðar- dóttir hjúkrunarfræðingur séndir frá sér í dag, á kristniboðsdaginn, en hún var kristniboði í Kenýu í tæp átta ár. í bókinni seg- ir höfundur frá gleði og sorg í eigin lífi og lífi margra af dætrum Afríku, svo sem fram kemur í kynningu á bókarkápu. En hvers vegna skyldi 23 ára gömul kona ákveða að gerast trúboði í Kenýu? „Ég hef þekkt Jesú allt mitt líf og hann hefur verið minn besti vinur,“ segir Hrönn. „Þegar ég var barn kveikti hann löngun innra með mér að fara til Afríku og segja frá honum og starfa fyrir hann þar. Það var síðan á unglingsárunum að ég fór að velta þessum möguleika fyrir mér af alvöru og eftir að hafa lokið námi í hjúkrunarfræði héldum við mað- urinn minn til Noregs í kristni- boðsskóla. í framhaldi af því fór- um við til Engiands í enskunám og þaðan lá leiðin til Kenýu.“ — Hvernig er s^arfi kristniboð- ans háttað? „Við komum á þessa staði sem vinir og reynum fyrst af öllu að setja okkur inn í hugsunarhátt og menningu viðkomandi samfélags. Við setjumst að úti í sveit meðal fólksins og ferðumst eins víða og unnt er, kynnumst fólkinu og myndum sambönd — oft og tíðum vináttusambönd - en fólkið veit yfirleitt i hvaða tilgangi við erum komin, það er að tala um Jesú og boða guðsorð. Síðan byggjum við skóia, sjúkraskýli og kirkjur, þannig að samhliða kristniboðinu og safnaðaruppbyggingunni fer fram þróunaraðstoð, fræðsla og skólastarf." — Hvernig er jarðvegurinn fyr- ir guðsorð á þessum slóðum? „Hann er misjafn en þar sem við vorum, i Pókothéraði í Kenýu, er fólk mjög opið; það hreinlega þyrstir eftir að fá að heyra um Guð. Skyldi kannski engan undra því líf þess er ömurlegt og von- leysið mikið. Fátt er jafn hræði- legt og heiðni og þegar þetta fólk tekur á móti Jesú eignast það loksins frelsi, frið og öryggi í líf- inu. í þessu samhengi er vitn- isburður þeirra sem stigið hafa skrefið til fulls afar sterkur og það var sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með innfæddu fólki ganga klukkutímum saman í steikjandi sólarhita til að deila upplifun sinni með bræðrum sín- um og systrum." — Eru Pókotmenn trúaðir? „Þeir eiga sína trú, en í henni er Guð fjarlægur. ------------- Hann er skapari sem skiptir sér ekki af þeim og þeir geta ekki nálg- ast. Trúin einkennist síðan öðru fremur af hræðslu við illa anda og framliðna sem ofsækja þá. Slátra þeir til að mynda óhikað dýrunum sínum til að dreifa kjötinu í kringum kofana sína svo unnt sé að halda þessum illu öndum í burtu.“ — Titill bókarinnar bendir til þess að þú hafir sett þig sérstak- lega inn í heim kenýskra kvenna? „Kenýa er fyrst og fremst karlasamfélag og það er djúp á milli kvenna og karla en ég gekk, Hrönn Sigurðardóttir ►Hrönn Sigurðardóttir er fædd árið 1959. Hún er hjúkr- unarfræðingur að mennt og gift Ragnari Gunnarssyni framkvæmdastjóra KFUM og KFUK í Reykjavík. Eiga þau fjögur börn. Allir hafa sömu þrá og þörf eðli málsins samkvæmt, inn i heim kvenna. Samband miti var því fyrst og fremst við konur og börn sem ég kynntist mjög náið; kon- urnar gengu inn og út úr mínu húsi og öfugt og þær fylgdust með mínum börnum vaxa úr grasi og öfugt — vináttan. varð náin. Konur eru kúgaðar og teljast ein- faldlega vera eign manna sinna, sem kaupa þær þegar þeir giftast þeim. Þær verða því að hlýða þeim í einu og öllu, annars eru þær barðar til hlýðni. Með menntun breytist ástandið hins vegar og eftir því sem fleiri fara í skóla og kristnin skýtur dýpri rótum sér maður fleiri fjölskyldur, ungt fólk sérstaklega, þar sem gagnkvæm virðing ríkir, skilningur — og ást.‘ — Er bókin sprottin úr þeirri löngun þinni að deila upplifun með fólki í þessu fjarlæga samfélagi sem við byggjum? „Vissulega hefur það blundað í mér, frá því ég kom heim 1991, að deila því sem ég hef fengið að sjá og reyna með öðrum og marg- ir hafa hvatt mig til að segja þessa sögu. Ég hef skrifað nokkrar greinar frá því ég kom heim, og hef geymt þessar upplýsingar í hjarta mér. Það var hins vegar ekki fyrr en í vor að mér vannst tími til að taka bókina saman.“ — Þegar þú lítur um öxl yfír dvöl þína í Kenýu, er eitthvað sérstakt sem stendur upp úr? „Það er svo margt. Ég hef til dæmis lært að það er sama í hvaða stöðu maðurinn er, hvort hann er fátæklingur, kóngur eða prestur, allir hafa sömu þrá og þörf fyrir að þekkja Guð, lifa með Honum og eignast lífið í Honum. Hvað varðar mig persónulega stendur hlýja, umhyggja og vinátta kvennanna upp úr og þakklætið sem við feng- um fyrir að hafa lagt þetta á okk- ur. Þá má ekki gleyma því að reynsla sem þessi færir manni heim sanninn um það hvað við höfum það gott hér á íslandi. Við megum því vera þakklát fyrir hlutskipti okkar — þrátt fyrir allan barlóminn erum við forréttinda- fólk.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.