Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 41
I MORGUNBLAÐIÐ I DAG BRIDS llmsjón UuAmundur l’áll Arnarson STUNDUM er sagt að passið sé erfiðasta sögnin í brids. Einn af töfluský- rendunum á Ródos, Edgar Kaplan, sleppti engu tæki- færi til að geta þess hversu illa refsidobl hefðu gefist í mótinu; sagði stundum að sagnhafar gætu andað létt- ar um leið og samningur væri doblaður, því það væri fO'gging fyrir því að hann ynnist. Eftirfarandi spil úr úrslitaleikjunum tveimur var vatn á myllu Kaplans: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ Á876 ¥ 1086 ♦ DG ♦ D942 Vestur ♦ KD93 ¥ D ♦ K9852 ♦ ÁG3 Austur ♦ - ¥ 9752 ♦ 1043 ♦ K108765 Vestur Norður Austur Bjöm Pollack Dhondy - - Pass Pass 3 tíglar* Pass Pass Pass Pass Suður ♦ G10542 ¥ ÁKG43 ♦ Á76 ♦ - I leik Frakka og Indó- nesa sögðu báðir vestur- spilararnir eitt grand við opnun suðurs á spaða. Það kom ekki í veg fyrir að NS færu í fjóra spaða, sem voru doblaðir á báðum borðum. Franski sagnhaf- inn fékk yfirslag eftir tígul- útspil (990), en spilið vannst slétt á hinu borðinu (790). í leik bresk-íslensku sveitarinnar og þeirrar bandaríksu í parasveita- keppninni, vann Aðalsetinn Jörgensen fjóra spaða dobl- aða með því að fara varlega í spaðann, en hinum megin þagði Björn Eysteinsson þunnu hljóði allan tímann og uppskar vel fyrir still- inguna: Suður Pollack 1 spaði 4 spaðar Þrír tíglar norðurs sýndu flórlit í spaða og 6-9 punkta. Bjöm hugsaði lengi um út- spilið og valdi síðan hjarta- drottningu. Sagnhafi sá fyr- ir sér hjartastungu og spil- aði strax spaða á ásinn! Hann hrökk við þegar aust- ur henti laufi, en eftir þessa byqun kemst hann ekki hjá því að gefa þijá slagi á sjiaða og einn á tígulkóng. „Eg hélt þú værir vinur minn,“ sagði hann við Bjöm og henti spilunum á borðið. Pennavinir NEMENDUR 11 ára bekkjar í grunnskóla í bænum Swiftwater í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum vilja eignast pennavini, með- al annars vegna rit- gerðasmíða. Kennari bekkjarins kemur á sambandi: Mike Singer, Pocono lnterme- diate School, P.O. Box 200, Swiftwater, Pa 18370, USA. ÞÝSK tæplega 13 ára stúlka, skrifar á ensku eða þýsku, með áhuga á dansi, keramikgerð, borðtennis, syngur í kór, safnar steinum O.fl.: Juliane Blossch, Rudolf-Hundt- Strasse 24, 07549 Gera, Germany. Með morgunkaffinu Ást er... & & & 'fe -ás aö horfa á laujhlöö i haustlitum svifa til jaröar. TM Reg U.S. Pal. Ofl. — all rights reserved (c) 1996 Los Angeles Times Syndicale ÉG ER bara að máta gluggatjöldin, en ætla auðvitað ekki að setja þau upp fyrr en húsið er tilbúið. HOGNIHREKKVISI 'Aha..1.. Fasturj.. nó£)u horujm /( * Farsi 9-26 O 1995 Farcus Cartoons/disl. byUniveraalPiBwSvTKicate V/US&LASS/ceOCrHAQ.T t Bg htyri já htxfir uerib d tiLfinh- /'ngafcjá/Funar ndrytsfcef&j." COSPER MAÐURINN minn tekur bara myndir þegar það eru eldingar, því þá þarf ekkert flass. STJÖRNUSPA cftir l’rances Drakc * SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú vinnur vel með öðrum, og hefurgóða skipuiags- hæfileika. Hrútur (21. mars - 19. apríl) fHS Einhver veldur þér vonbrigð- um og stendur ekki við gefið loforð í dag. Nýttu þér tæki- færi sem býðst til tekjuöflun- ar. Naut (20. apríl - 20. maí) Ef eitthvað þarfnast viðgerð- ar, ættir þú að leita tilboða verkið. Það getur sparað þér stórfé. Slakaðu á heima í kvöld. Tvíburar (21.maí-20.júní) Þér hefur gengið vel í vinn- unni undanfarið. og nú gefst tími til að sinna fjölskyldu og vinum. Njóttu frístund- anna. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú færð tækifæri til að ræða við ráðamenn um stöðu þína í vinnunni og fjármálin, og niðurstaðan lofar góðu. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Þú kemur ástvini á óvart með skemmtilegri gjöf í dag. Ánægjulegar fréttir berast frá fjarstöddum vini þegar kvöldar. Meyja (23. ágúst - 22. september) Ýmislegt verður til að tefja þig í dag, og þú þarft á þolin- mæði að halda. Góðar fréttir berast varðandi fjármálin. Vog (23. sept. - 22. október) Þú þarft að taka mikilvæga ákvörðun varðandi heimilið og fjármálin í dag. Hafðu íjölskylduna með í ráðum. Sporódreki (23. okt. -21. nóvember) Gættu þess að standa við gefin loforð í dag. Samstaða ríkir innan fjölskyldunnar, og hún nýtur frístundanna saman. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) Þú kemur vel fyrir þig orði, og átt auðvelt með að tjá skoðanir þínar í mannfagn- aði, sem þú sækir með vinum í dag. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú gengur frá ýmsum laus- um endum heima í dag og kemur miklu í verk. Óvænt þróun í fjármálum er þér hagstæð. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Hafðu stjóm á skapinu, og láttu það ekki spilla góðum frídegi. Sýndu ástvini hugul- semi og umhyggju þegar kvöldar. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Vertu ekki með óþarfa áhyggjur af þróun mála í vinnunni, því hún verður þér hagstæð. Njóttu kvöldsins heima. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spúr af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 41 10 íu u afniœli -10 úra (jöiunl Ut iinHala HLADBORD ineó úlllihrúx) oq möiidluijjö/ sosa Villibráðarkæfa • fjallapaté • fiskipaté skötustappa • saltfisksstappa • reyk- ýsustappa • kryddlegin lúða • grafiim fiskur • reyksoðinn háinr • reyksoðin öðuskel • reyktur lax • síld • heima- bakað brauð • rúgbrauð • flatkökur laufabrauð • lauksulta • cumberlandsósa hvítlaukssósa • piparrótarsósa • sinneps- villibráðarsmásteik • fuglakjöt • lambasteik hreindýrabuff • hangikjöt • lambahamborgarahryggur rauðkál • grænmeti • ostbakað grænmeti • brúnaðar kartöflur • uppstúf • rauðvínssósa • sveppasósa • hrásalat ávaxtasalat • sultutau • blandaður ofnbakaðm fiskur kryddlegnar gellur • innbökuð lúða • fiskur dagsins kartöflusalat • hrísgrjónapilav hvítvínssósa • bóndadóttir með blæju og fleira íslenskt góðgæti í eftirrétt. cÆóeutJL ki*. 2.800 Einnig hefðbundinn matseðill auk sérstaks skötuseðils. % , \ Æk • VÐT[ORNlNA • Borðapantanir í síma 551 8666 rSihsaliv Utf ijniMim stavðam fijiit' íiépa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.