Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ HASKOLABIO SÍMl 552 2140 Háskólabíó HTTP://WWW. THE ARRIVAL.COM KLIKKAÐI PROFESSORINN TalkHiia 5 Tlh® IKJoa-aras^ lPcr®lf©g§®or iMipi)«t) ®d ★ ★★ A.I.MBL Mynd sem lífgar uppá tilveruna. H.K. DV r r FLOWER OF MY SECRET , ★ ★★ A.Þ. Dagsljós ★ ★★ S.V. Mbl STAÐGENGILLINN SHANGHAI TRIAD SHANGHAI GENGIÐ JÉ Nýasta mynd | meistara ■ Zhang Yimou I \ J (Rauði \ H lampinn) ' ' ★ ★ ★ . A.Þ. Dags'lj.o’sy' I I Sýnd kl. 5 og 7. INNRÁSIN CHARLIE SHEEN | ^ ★★★ Taka 2 Sýnd kl. 5 og 7 . ísl. texti. Harðsvíraður málaliði tekur að sér að uppræta eiturlyfjahring sem hefur aðalbækistöðvar í gagnfræðaskóla í suður Flórída. Aðalhlutverk: Tom Berenger (Platoon, The Big Chill), Ernie Hudson (Congo, The Crow), Diane Venora (Heat) Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.15. B. i. 16 ára. THE ARRimL I 1 ÍJ / V 1\ IVili^W^I:., Sýnd kl. 3, 9 og 11.15. Sýnd mánudag kl. 9 og 11.15. DAUÐUR DEAD MAN Sýnd kl. 9. BRIMBROT ★★★ ÁS Bylgjan ★ ★★ ÁÞ Dagsljós Heldur manni hugföngnum ★ ★★1/2 SVMBL „Brimbrot er ómissandi" ★ ★★1/2 GB DV Sýnd kl. 6 og 9. Ný stjarna risin? TÓNLIST Gcisladiskur VILLTIR MORGNAR Geisladiskur Önnu Halldórsdóttur. Lög og textar: Anna Halldórsdótt- ir, nema ljóðið Blóð: Steinn Stein- arr. Anna syngur öll lögin og leik- ur á rafpíanó og hljómborð. Aðrir hljóðfæraleikarar: Asgeir Óskars- son trommur og hristur, Jakob Smári Magnússon bassi, Jens Hans- son forritun, rafpíanó og hljóm- borð. Orri Harðarson, rafgítar, kassagítarar 6 str. og 12 str., píanó, tamborína og hljómborð. Stefán Gunnlaugsson rafpíanó og hljóm- borð. Kjartan Valdimarsson rhodes píanó. Þórður Högnason kontra- bassi. Birgir Baldursson trommur. Szymon Kuran fiðla. Sigurður Hall- dórsson selló. Martin E. Frewer fiðla. Margrét Th. Hjaltested lág- fiðla. Martial Nardeau þverflauta. Utsetningar Anna Hallgrímsdóttir, Jens Hansson, Ríkharður Öm Páls- son, Orri Harðarson og að auki Birgir, Kjartan og Þórður í einu lagi. Stjóm upptöku Orri Harðar- son og Rafn Jónsson. Upptöku- menn: Tómas M. Tómasson og Ken Thomas. Hljóðblöndun: Tómas M. Tómasson. Útgefandi: R & R mús- ík. Dreifing: Japis. 1.999 krónur. ÞAÐ er alltaf dálítið spennandi að fá í hendur hljómplötu þar sem maður þekkir hvorki haus né sporð á höfundi og/eða flytjanda og veit þar af leiðandi ekkert við hvetju má búast. Stundum verður maður fyrir vonbrigðum, stundum efins eða þá undrandi og dálítið spenntur og fyrir kemur að maðiir uppveðrast allur af hrifningu. Ég held að hið síðastnefnda lýsi best tilfinningum mínum þegar ég hlustaði fyrst á nýja hljómplötu frá óþekktum höfundi og söng- konu, Önnu Halldórsdóttur. Tónlistin á plötunni er ekki hefðbundin popptónist. Og sjálf- sagt telst hún ekki mjög „hlust- Anna Halldórsdóttir endavæn" á mælikvarða laufléttra afþreyingarþátta ljósvakamiðl- anna. Þvert á móti gerir hún ákveðnar kröfur til hlustandans og menn þurfa aðeins að doka við eigi þeir að geta meðtekið sam- spil texta og tóna. Orðin skipta hér nefnilega miklu máli enda er eins og tónlistin hverfist um hugs- anir höfundar og saman myndar þetta órjúfanlega heild. Textarnir endurspegla ákveðna náttúrusýn höfundar og von um bætt mannlíf og framtíð jarðar. Að þessu leyti örlar í textunum dálítið á því sem stundum er kall- að „nýaldarhugsjón" og raunar sver tónlistin sig einnig að vissu leyti í þá ætt. Hún er dulúðug og sérkennileg að uppbyggingu og sums staðar finnst manni maður heyra óm frá Enju hinni írsku. í söngstíl minnir Anna stundum á Kate Bush og sjálfsagt mætti finna einhveijar fleiri samlíkingar úr alþjóðlegri tónlistarflóru. Hins vegar er óþarfi að setja Önnu undir einhvern ákveðinn hatt í þessum efnum, því hún hefur nægilegan frumleika til að bera til að standa undir tóniist sinni sjálf, án einhverrar sérstakrar skilgreiningar á stefnu og stíl. Og kannski er það einmitt sú stað- reynd sem gefur þessari plötu mest gildi. Útsetningar og hljóðfæraleikur á plötunni er með miklum ágætum og er píanóleikur þar einkum áber- andi. Þar koma ýmsir við sögu (sjá upptalningu að framan), þar á meðal Anna sjálf, eins og í loka- laginu Vonarland, þar sem hún ein annast útsetningu, undirspil og söng, en þetta er eitt þesta lag plötunnar að mínu mati. Raunar finnst mér öll lögin á plötunni góð og erfitt að gera upp á miili þeirra. Þó má nefna að ég féll strax kylli- flatur fyrir titillaginu Villtir morgnar og eins finnst mér Blóð, við texta Steins Steinarr, og ... & alla hans liti afbragðs góð lög. Tónlist og textagerð eru hins vegar afar viðkvæm og marg- siungin fyrirbæri og vissulega verða menn að fara varlega í umfjöllun og notkun lýsingarorða um slík mannanna hugverk, enda viðbúið að sitt sýnist hveijum eins og gengur. Ég get þó ekki stillt mig um að viðurkenna umbúða- laust að ég er stórhrifinn af þess- ari frumraun Önnu Halldórsdótt- ur og það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu. HvoiT hér er risin ný stórstjarna á tón- listarhimninum á eftir að koma í ljós, en það kæmi mér ekki á óvart. Sveinn Guðjónsson Neistann vantar Afmælisferð á Arsenal-leik TÓNLIST Gcisladiskur CRUSH Geislaplatan Crush, fyrsta breiðskífa Dead Sea Apple. Dead Sea Apple eru Arnþór Þórðarson, Carl Johan Carls- son, Hannes Heimir Friðbjaniarson, Haraldur Vignir Sveinbjömsson og Steinarr Logi Nesheim. Upptöku- stjóri var Nick Cathcart-Jones. Spor gefur út og dreifir, lengd 46,34 mín. Verð 1.990 kr. ÞAÐ er ekki um auðugan garð að gresja í þungu rokki um þess- ar mundir, Dead Sea Apple er ein af fáum sveitum sem þrauka og leika fyrir sífellt minnkandi áheyrendahóp. Hljómsveitin gaf nýlega út sína fyrstu breiðskífu sem ber nafnið Crush. Undirritað- ur hefur hlustað á mikið rokk og hefur alltaf gaman af ef vel er gert, svo er hins vegar ekki með Dead Sea Apple. Dead Sea Apple leikur frekar ófrumlegt rokk sem minnir um margt á Alice in Chains og Jet Black Joe sálugu en skort- ir þó allan kraft fyrrnefndu hljóm- sveitanna. Gömul gítarstef, það sem er þó verst eru ótrúlega léleg- ir enskir textar hljómsveitarinnar, „Flood of anger crashed on my way/ times of sorrow led me astray/ when you came my happi- ness grew/ ’cause I feel so happy with you.“ Innihald textanna er vel falið ef það er til staðar á annað borð, og helst lítur út fyrir að textahöfundur hljómsveitar- innar sé að reyna að nota sem flest dularfull orð: „inside the cold, outside the warmth/turn off the sun that peels my skin.“ Hljómsveitin er þó ekki alslæm, allur hljóðfæraleikur og söngur er mjög góður og nokkrar góðar hugmyndir heyrast, t.d. í aðal- kafla lagsins Happy song. Platan er vönduð og enginn byijenda- bragur á útsetningum eða hljóm enda hljóðupptökustjórinn, Nick Cathcart-Jones reyndur í sínu fagi. Þó er sá galli á hljómnum að hann er mjög grunnur, rokk- tónlist þarf að hafa hæfilega mik- inn botn til að halda kraftinum, sérstaklega ber á þessu hjá hryn- hljóðfærunum, bassa og tromm- um. Umslagið er einnig ágætlega heppnað, tölvuteiknuð stálepli, allar upplýsingar eru og vel upp settar. A Crush vantar einhvern neista sem hljómsveit verður að hafa til að tónlistin gangi upp, ef þennan neista vantar þá er sama hvernig umbúðirnar eða hljómurinn er tónlistir. verður aldrei góð. Gísli Árnason í TILEFNI af 14 ára afmæli Ars- enal-klúbbsins á íslandi verður efnt til Lundúnaferðar á leik Arsenal og Tottenham þann 21. nóvember næstkomandi auk þess sem heima- völlur Arsenal, Highbury, verður skoðaður. Ákveðið var að gefa einum skuldlausum félagsmanni miða í ferðina og á myndinni sést Hlynur Stefánsson knattspyrnumaður draga nafn heppins félagsmanns út, Sigurðar Arnar Sigurðssonar frá Reyðarfirði. Aðstoðarmaður Hlyns við dráttinn er Sigfús Guð- mundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.