Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 40
-0 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Apótek Patreksapótek á Patreksfiröi er til sölu vegna flutnings núverandi lyfsala. Apótekiö þjónar suöurhluta Vestfjarða ásamt sjúkrahúsi staöarins og heilsugæslu. Apótekiö er mjög vel staðsett í verslunarkjarna staöarins. Apótekiö gefur áhugasömum lyfjafræöingi góöa starfsaðstööu í afar þægilegu umhverfi. Húsnæöið er nýlega uppgert. Nánari upplýsingar gefur Björn Jóhannsson lyfsali í síma 456 1222 eða 456 1122 á virkum dögum. UWIWÍIl Ármúla 1, sími 588 2030 - fax 588 2033 OPIÐ í DAG MILLI KL. 12—14 Lindarsmári 27 og 37 opið hús kl. 14.30—16. 3ja herb. íbúöir ca 93 fm og 4ra herb. íbúðir ca 103 fm í nýju fjölbýli. íbúðirnar eru á jarðhæð með sérgarði og skilast tilb. undir tréverk. Sam- eign frágengin. Verðdæmi: 3ja herb. íbúð. Verð 6,4 millj. Útb. 500 þús. Lán seljanda til 2ja ára 650 þús. Yfirtekin húsbréf ca 3 millj. Ný húsbréf ca 2.250 þús. Miðað við 70% húsbréf og greiðslumat a.m.k. 7,5 millj. Opið á skrifstofu frá kl. 12—14 í dag. Sölumaður verður á staðnum í Lindarsmára 37, 1. hæð t.v, milli kl. 14.30 og 16. Heildarjóga Jógafyrif alla Anna Dóra Ásmundur Gunnlaugsson Gnmnnámskeið: 12. nóv. - 3. des. (7 skipti) þri. og fim. kl. 20 - 21.30. Kennaar verða hatha-jógastöður, öndunartækni, slökun og hugleiðsla. Fjallað verður um jógaheimspekina, mataræði o.fl. Leiðbeinandi: Anna Dóra Hermannsdóttir. Jóga gegn kvíða: Helgarnámskeið í Reykjavík dagana 23. og 24. nóvember. Námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða að ganga í gegnum miklar breyringar í lífinu. Kenndar verða leiðir til að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Leiðbeinandi Ásmundur Gunnlaugsson. Nuddarar á staðnum eru Arndfs Einarsdóttir og Guðbjörg Jónsdóttir, sem eru í Félagi íslenskra nuddara. Boðið er upp á svæða-, sogæða-, heildrænt- og klassískt nudd, trigger punktameðferð, lomi lomi nui, vöðvateygjur, kinesiologi og shiatsu, (Hs. 553 2601 og 581 4119). YOGA# STUDIO Verslunin/afgreiðslan er opin alla virka daga frá kl. 11 - 18. Hátúni 6A, 105 Reykjavík, sími 511 3100. ÍDAG Árnað heilla 0/\ÁRA afmæli. ö v/Fimmtudaginn 3. október sl. varð áttræður Einar O. Sigurðsson, (Beggi), sjómaður, dval- arheimilinu Hrafnistu, Hafnarfirði. Tekið verður á móti gestum í kvöld frá kl. 21 í Næturgalanum, Smiðjuvegi 14. /?/\ÁRA afmæli. í dag, Ov/sunnudaginn 10. nóvember, er sextug Svala ívarsdóttir, fulltrúi, Heiðarbraut 38c, Akra- nesi. Hún og börn hennar taka á móti gestum í Odd- fellowhúsinu, Kirkjubraut 54, Akranesi, laugardaginn 16. nóvembernk. kl. 18-21. /? pTÁRA afmæli. í dag, OeJsunnudaginn 10. nóvember, er ' sextíu og fimm ára íslandsvinurinn Robert Joel Seifert, kap- teinn. Kona hans er Ses- selja Siggeirsdóttir Sei- fert, formaður íslend- ingafélagsins í Norfolk. Þau hjón hafa verið ötul að halda merki íslands hátt á lofti í Norfolk og ná- grenni. íslendingafélagið í Norfolk heldur árlega fjölda samkoma og eiga Robert Joel og Sesselja stærstan þátt 1 að stuðla að samheldni og félags- lyndi íslendinga og velunn- ara þeirra þar ytra. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót o.fl. lesendum sín- um að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnu- dagsblað. Sam- þykki afmælis- barns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og eða nafn ábyrgðar- manns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329 sent á netfangið: gusta@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Rukkað fyrir Moggann MÓÐIR blaðberabarns skrifar: „Mig langar til að tala um mánaðarlega rukkun á áskrift Morg- unblaðsins. Strákurinn minn ber út Morgunblaðið í hverfi í Reykjavík og hefur það gengið mjög vel. En það er þessi mánaðamót- arukkun sem er orðin töluverð fyrirhöfn. Venjulega þarf hann að fara 5-6 ferðir í hverfið að kvöldi til ef hann ætlar að ná fólki heima. Oft er það ekki með pening svo þá þarf hann iðulega að fara fleiri en eina og fleiri en tvær ferðir í sum hús. Þetta fínnst okkur foreldrunum vera óþarfa fyrirhöfn þar sem boðið er upp á að greiða áskrift með greiðslukortum sem er föst greiðsla mánaðar- lega og hægt að segja upp með einu símtali ef fólk fer í frí. Einnig er boðið upp á greiðsluþjónustu í bönk- um og þá er reikningur- inn fyrir áskrift sendur í viðskiptabanka áskrif- anda, sem sér síðan um að borga gíróseðilinn á gjalddaga. Einnig geta áskrifendur fengið sendan heim gíróseðil sem það sér sjálft um að borga í banka um mánaðamót ásamt öðr- um reikningum. Allir þessir valmöguleikar eru í boði. Látum ekki trufla heimilisfriðinn á kvöldin af köldu og þreyttu blað- berafólki sem segir: „Ég er að rukka fyrir Mogg- ann“. maðurinn stórhættulegi Peng Xiaomin (2.490) var með hvítt og átti leik, en tyrkneski stórmeistarinn Suat Atalik (2.525) hafði svart og lék síð- ast 24. — Hc8— d8, en reynandi var 24. — Hc8— c5. Kínveijinn sem er manni undir, fann glæsilega vinn- ingsleið: 25. Bd4!! - Hxd4 26. Hxe7 — Hxc4 27. Dg6 — Hxc2+ (Eina leiðin til að slá mátinu á frest) • b « “ • ' « 28. Kbl — mrÍTI,D, .. Hxb2+ 29. HVITUR leikur Kxb2 - Df2+30. Kal og ogvinnur Tyrkjnn gafgt upp Þráft STAÐAN kom upp á opnu fyrir þennan slæma skell í móti í Beijing í Kína í ág- fyrstu umferð tókst Atalik úst. Kínverski landsliðs- að sigra á mótinu. skák Umsjón Margcir Pctursson Víkveiji skrífar... FRAMBURÐUR sumra þeirra, sem koma fram í sjónvarpi og útvarpi, er miður góður, að ekki sé nú fastar að orði kveðið. Af því til- efni minnir Víkverji á þingsályktun frá árinu 1984: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hlutast til um að í ríkisfjölmiðlum og grunnskólum verði aukin rækt lögð við málvönd- un og kennslu í framburði íslenzkr- ar tungu.“ Framburður er veigamikill þáttur móðurmálsins, þótt minna hafi ver- ið skeytt um hann en aðra þætti þess. Þrátt fyrir góðan vilja, saman- ber þessa þingsályktun, og nokkra viðleitni til að fylgja þeim vilja eft- ir, hallar mjög undan fæti í þessum efnum. Ástæðan er að hluta til síbylja og tilheyrandi áhrif erlends sjón- varpsefnis, einkum frá hinum en- skumælandi heimi. En einnig miður góður móðurmálsframburður í ljós- vakamiðlum okkar, sér í lagi þeim nýrri af nál. Heimili og skólar eiga og sína sök: Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. XXX Ú VAR TÍÐ að málkennd og málfar útvarpsmanna var til fyrirmyndar. Tungutak Péturs þul- ar Péturssonar og fleiri af hans kynslóð var dæmigert fyrir smekk- vísi í töluðu máli. Stöku útvarpsmenn vanda enn mál sitt, sem betur fer, og gamla gufan ber af öðrum ljósvakamiðl- um. Raunin er þó sorglega oft önn- ur. Ilia talandi fólk í útvarpi og sjón- varpi eru skaðvaldar. Það þarf að vera ófrávíkjanleg krafa til ljósvakafólks að það hafi tamið sér réttan og vandaðan fram- burð. Raunar ætti framburðar- kennsla að vera fastur liður í dag- skrá þessara miðla. Og í umsjón manna af gerð fyrrnefnds Péturs Péturssonar. xxx SVO margt er sinnið sem skinn- ið, segir gamalt orðtak. Ekk- ert er eðlilegra en að fólk hafi skipt- ar skoðanir á margflóknum málum hverrar tíðar. Það er alltaf af hinu góða að málefni, einkum þau sem miklu varða, séu skoðuð og rædd frá öilum hliðum, vegin og metin af leikum sem lærðum. Víkveiji telur það til fyrirmynd- ar, svo dæmi sé tekið, að Morgun- blaðið, blað allra landsmanna, er í aðsendum greinum og bréfum til blaðsins opinn vettvangur fyrir skoðanaskipti fólks. Það er hluti af skoðana- og tján- ingarfrelsi að farvegir finnist fyrir almenn skoðanaskipti. Þau þurfa á hinn bóginn að vera málefnaleg og laus við persónulegar aðdróttanir. Offarar í skrafi og skrifum skaða eigin málstað og orðstír. Ofstækis- og öfgamenn vinna í raun, þó ómeð- vitað sé, gegn eigin sjónarmiðum. Víkveiji dagsins hefur stundum orðað þetta svo að sérhver fögur hugsjón og sérhver góður málstaður eigi hættulegustu „óvinina" í öfga- fyllstu stuðningsmönnunum. Hann er til dæmis þeirrar skoðunar að áróðursframsetning hörðustu fijálshyggjuhaukanna verki öfugt við tilganginn. XXX UNGT og framsækið fólk talar sumt hvert eins og gærdagur- inn hafi aldrei verið til. Flest, sem er eldra en tvævetra, er afskrifað sem úrelt. Því gleymist á stundum að bæði menning og velferð líðandi stundar byggja á samansafnaðri reynsiu og þekkingu genginna kyn- slóða, jafnvel löngu genginna. Margt og máski flest af því sem hæst rís í menningu og listum mannkynsins er fortíðarskerfur. Með öðrum orðum: Rætur menn- ingar og þekkingar liggja í fortíð- inni. Og þangað sækja ræturnar þá næringu, sem leiðir tii laufgunar og blóma í skógi framtíðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.