Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Talið að þrír mflúensustofnar geti borist hingað til lands á þessum vetri INFLÚENSAN sem gert hefur vart við sig víða um heim undan- farna mánuði er ekki komin til landsins, að sögn Helga Guð- bergssonar yfirlæknis á Heilsu- verndarstöðinni í Reykjavík. Búið er að bólusetja flesta aldr- aða og sjúklinga með langvinna hjarta- og lungnasjúkdóma og er þeim sem ekki hafa verið bólusettir bent á að snúa sér til heimilislæknis síns eða heilsu- gæslustöðvar. Helgi sagði að ekki hefðu borist fréttir af inflúensu frá nágrannalöndum okkar í Evr- ópu en að hún hefði eitthvað stungið sér niður í Kanada. Því væri ekki ómögulegt að hún bærist þaðan og hingað til lands. Sagði hann að bólusetningu aldraðra og sjúklinga með lang- vinna hjarta- og lungnasjúk- Lægri gjöld af sumar- húsum FASTEIGNAGJÖLD af sum- arbústöðum lækka verulega á næsta ári samkvæmt laga- frumvarpi sem félagsmálaráð- herra kynnti í ríkisstjórn á föstudag. Um er að ræða breytingu á lögum um tekjustofna sveitar- félaga. Nú eru sumarbústaðir flokkaðir með íbúðarhúsnæði við álagningu fasteignagjalda en verða samkvæmt frum- varpinu flokkaðir með útihús- um í sveitum. Að sögn Páls Péturssonar félagsmálaráð- herra yrði fasteignagjald af sumarbústöðum að óbreyttu 1,22% af álagningarstofni á næsta ári, en verður 0,5% sam- kvæmt frumvarpinu. Eftir sem áður verður sveitarstjórnum heimilt að leggja 25% álag á fasteignagjöldin. „Rökin fyrir þessu eru að sumarbústaðir eru ekki lög- heimili manna og íbúar þar þurfa ekki að njóta félagsþjón- ustu í viðkomandi sveitarfé- lagi. Þetta hefur í för með sér talsvert tekjutap fyrir þau sveitarfélög þar sem mikið er af sumarhúsum en Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt blessun sína yfir málið,“ sagði Páll Pétursson. Yinnuslys við Dalveg MAÐUR féll nokkra metra þar sem hann var ásamt öðrum að rífa gamalt áhaldahús við Dalveg í Kópavogi um ellefu- leytið í gærmorgun. Mennimir voru að kasta nið- ur timbri og ekki vildi betur til en svo að nagli kræktist í föt mannsins og hann féll. Hann var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur en að sögn vakthafandi læknis þar eru meiðsl hans ekki talin al- varleg. Talið er að hjálmur sem maðurinn hafði á höfði hafi bjargað miklu. Bílvelta á Garðvegi BÍLVELTA varð á Garðvegi milli Keflavíkur og Garðs á átt- unda tímanum í gærmorgun. Engin meiðsl urðu á fólki en bíllinn er töluvert skemmd- ur, að sögn lögreglu í Keflavík. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Bólusetningu er að mestu lokið dóma væri að mestu lokið á heilsugæslustöðvum en bólu- setningar í fyrirtækjum væru í fullum gangi. „Mælt er með að allir, sem eru yfir sextugt eða eru með langvinna hjarta- og lungna- sjúkdóma eða aðra hættulega sjúkdóma fái bólusetningu gegn inflúensu," sagði hann. „Inflú- ensan sem hefur verið á ferðinni síðustu mánuði í heiminum er aðeins breytt frá þeirri, sem hefur verið hér undanfarin ár. Það má því búast við að talsvert af fólki fái hana þegar hún gengur og þá aðallega börn og ungt fólk, eða þeir sem minnst hafa ónæmið en ég á ekki von á að veikindin verði verri en með venjulegri inflúensu." Þrír stofnar Sagði Helgi að þrír stofnar væru aðallega að ganga. A-stofn er kenndur við borg eina í Kína. Er búist við að hann valdi ein- hverjum usla. Annar stofn er kenndur við Singapore og enn annar við Benjin. „Einkenni flensunnar eru alltaf þau sömu,“ sagði Helgi. „Hún byrjar með hálsbólgu og hita, höfuðverk og síðan kvefeinkennum. Fram- haldið er misjafnlega slæmt. Gjarnan fer þetta eitthvað ofan í berkjur og jafnvel lungu og í einstaka tilvikum leiðir það til lungnabólgu. Aftur á móti eru að gangá ýmsar kvefpestir og öndunarfærasýkingar, sem ekki má rugla saman við inflúensu en þessar pestir geta valdið lungnabólgu.“ I bóluefninu sem notað er, er vörn gegn stofnunum þrem- ur og dugar bólusetningin í vetur. „Sé fólk ekki bólusett getur það átt von á að fá inflú- ensu á fimm til tíu ára fresti,“ sagði hann. Samstarf jafnaðarmanna rætt á flokksþingi Alþýðufiokks Morgunblaðið/Ásdís FRÁ pallborðsumræðum á flokksþingi Alþýðuflokksins í gær. Jón Baldvin Hannibalsson, formað- ur Alþýðuflokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Einar Karl Haraldsson, framkvæmdastjóri þing- flokks jafnaðarmanna; <5estur ií: Géstsson, formaður SUJ, Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Islands, Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Alþýðubandalags, og Ágúst Einarsson, þingmaður Þjóðvaka, ræddu samstarf jafnaðarmanna. Borgarstj óri vill kosningabandalag HUGMYNDIR um samstarf eða sameiningu jafnaðarmanna hafa verið ofarlega á baugi í umræðum það sem af er á flokksþingi Alþýðu- flokksins. í gær fóru fram sérstak- ar pallborðsumræður um samstarf jafnaðarmanna á þinginu. Þar sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri óraunhæft að ætla sér að búa til einn stóran jafnaðarmannaflokk fyrir næstu alþingiskosningar en hún mælti með myndun kosningabandalags vinstri manna. Hún sagði að Reykjavíkurlistinn ætlaði að halda forystu í Reykjavík í næstu borgar- stjórnarkosningum og það gæti skipt sköpum fyrir þessa þróun. I pallborðsumræðunum sagði Bryndís Hlöðversdóttir alþingis- maður að ávarp Grétars Þorsteins- sonar, forseta Alþýðusambands íslands, á flokksþinginu sl. föstu- dag þar sem hann hvatti til samein- ingar jafnaðarmanna hefði verið stórpólitísk tíðindi þar sem forystu- maður verkalýðshreyfíngarinnar hefði hvatt verkalýðshreyfinguna til að vinna saman gegn ríkis- stjórninni. Þá gagnrýndi Jón Baldvin Hannibalsson, fráfarandi formað- ur Alþýðuflokksins, Sjálfstæðis- flokkinn harkalega og sagði að þar réði þéttriðin valdaklíka lög- um og lofum. Þátttakendur í pallborðsumræð- unum voru, auk Jóns Baldvins, Ingibjargar Sólrúnar og Bryndísar Hlöðversdóttur þau Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðn- aðarsambands íslands, Ágúst Ein- arsson, þingmaður Þjóðvaka, og Gestur G. Gestsson, formaður Sambands ungra jafnaðarmanna. Umræðustjóri var Einar Karl Har- aldsson. Stjórnmálaályktun í drögum að stjórnmálaályktun sem afgreiða á á þinginu í dag er eingöngu fjallað um áherslur á samstarf jafnaðarmanna fyrir næstu þingkosningar og sett fram hörð gagnrýni á Sjálfstæðisflokk- inn. Þar segir m.a. að þróun síð- ustu missera hafi leitt til þeirrar niðurstöðu að höfuðandstæður ís- lenskra stjórnmála í dag séu ann- ars vegar jafnaðarmenn og hins vegar Sjálfstæðisflokkurinn, þar sem frjálslynd viðhorf nútíma jafn- aðarstefnu glími við vaxandi ein- angrunarhyggju Sjálfstæðisflokks- ins. „Þessar nýju aðstæður gera samstarf jafnaðarmanna enn tíma- bærara og líklegra til árangurs en áður,“ segir í drögunum. Aukaþing haldið um lagabreytingar Ekki verða gerðar breytingar á lögum og skipulagi Alþýðuflokks- ins á flokksþinginu eins og tillögur sem lágu fyrir þinginu gerðu ráð fyrir, en flokksþingið samþykkti í gærmorgun að hafa sérstakt auka- þing um þær lagabreytingatillögur og um önnur innri mál flokksins eigi síðar en í júní á næsta ári. Verður því ekki gerð breyting á starfi formanns framkvæmda- stjórnar á þessu þingi eins og að var stefnt. Bryndís Kristjánsdóttir, formaður starfshóps sem fjaliaði um lagabreytingatillögur á flokks- þinginu, sagði að ástæða frestunar á afgreiðslu lagabreytinga hafi ekki verið ágreiningur. „Þarna er um margar lagabreyt- ingatillögur að ræða og sumar eru svo viðamiklar að það var talið að mikill tími af þinginu færi í þetta mál. Við vildum líka koma í veg fyrir að menn færu að samþykkja eða hafna einhveijum tillögum í flýti. Þess vegna var ákveðið að halda sérstakt aukaþing um þessar breytingar," sagði hún. Síþreyttur og síþreyta erekki það sama ► Margir vísindamenn hallast að því að síþreyta og vefjagigt sé eitt og það sama. Hér á landi gætu á hveijum tíma 600-1.500 manns haft veruleg óþægindi vegna sjúk- dómsins. /12 Við hvern er að sakastí Rúanda? ►Um bakgrunn átakanna í Rú- andaogZaire. /12 Kaupmátturinn skiptir mestu ►Grétar Þoreteinsson, forseti Al- þýðusambands íslands, ræðir við- horfm í komandi kjarasamningum og um hugmyndir VSÍ um vinnu- staðasamninga. /16 Munum nýta meðbyrinn ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Guðrúnu Högnadóttur, formann Gæða- stjórnunarfélags íslands. /22 B ► l-32 Nýtt sjávarþorp verðurtii ► Nýtt þorp hefur orðið til í Súða- vík á rúmu ári og ekki eru liðin tvö ár síðan snjóflóðin féllu. Er þetta einstök framkvæmd hér á landi því venjulega byggjast þorp á áratugum eða öld. /1 og 2-4 Opin bók ►Fyrsta plata Emilíönu Torrini seldist í 9000 eintökum og nú er hún komin af stað aftur. /6 Mynd fyrir hugsandifólk ► Bandaríski leikarinn Bruce Will- is í viðtali við Morgunblaðið um nýjustu mynd sína Last man stand- ing. /13 C# FERÐALÖG ► 1-4 San Francisco ►Borgin þar sem brekkur og brýr skapa sérstaka umgerð. /2 Söguslóðir sem fanga hjartað ►Hópur íslendinga var nýlega á ferð um ísrael og Jórdaníu. /4 13 BÍLAR________________ ► 1-4 Rafbílar ►Gjöldum af slíkum farartækjum verði aflétt. /2 Reynsluakstur ► Fjölnotabíllinn Vito frá Merce- des Benz í sendibílaformi /4 E ► 1-4 Spretthlaup ►Skeiðarárhlaupið rakið í mynd- um og máli. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Leiðari 26 Helgispjall 26 Reykjavikurbréf 26 Skoðun 28 Minningar 30 Myndasögur 38 Bréftil blaðsins 38 fdag 40 Brids 40 Stjömuspá 40 Skák Fólk í fréttum Bíó/dans fþróttir Utvarp/sjónvarp Dagbók/veður Gárur Kvikmyndir Mannlífsstr. Dægurtónlist 40 4 2 44 48 49 51 lOb 12b 14b 16b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR- 1&6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.