Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 37 > í I ) I > I I I I I J ; 1 1 I I J I j I 4 í KRISTNIBOÐSSTARFINU í Afríku er lögð rík áhersla á að sinna konum sérstaklega enda er hagur þeirra víða bágborinn. Hér má sjá afrískar stúlkur við hannyrðir. Kristnib o ð s dagur- inn er í dag „KRISTNIBOÐSDAGUR íslensku þjóðkirkjunnar er í dag, annan sunnu- dag nóvembermánuði. Biskup hefur sent prestunum bréf af því tilefni. Þar minnir hann á samþykkt kirkju- þings í fyrra þar sem sagði að leitað skyldi leiða til virkari og ábyrgari þátttöku þjóðkirkjunnar í kristniboði. A kristniboðsdaginn verður þessa starfs minnst sérstaklega í Qölmörg- um guðþjónustum og kirkjugestir hvattir til að leggja því lið,“ segir í fréttatilkynningu frá Sambandi ís- lenskra kristniboðsfélaga. Njarðvíkur- söfnuðir með uppboð UPPBOÐ á munum sem börn og fullorðnir á Indlandi hafa framleitt fyrir Njarðvíkursöfnuði verður að lokinni guðsþjónustu í safnaðar- heimili Innri-Njarðvíkurkirkju kl. 15. Um er að ræða handsaumaða dúka, útskorið tré og skó, indverskt te o.fl. Einnig verða boðnar upp kökur frá fermingarbörnum. Allur ágóði rennur til fósturbarna Njarð- víkursafnaða og í hjálparstarf á Indlandi en hluti kökusölunnar í ferðasjóð fermingarbarna. Starf nefndarinnar verður kynnt og eru allir velkomnir að mæta og þiggja kaffisopa. Nýr formaður rekstrar stj ór n- ar NLFÍ SÚ breyting hefur orðið á skipan rekstrarstjórnar Heilsustofnunar NLF’Í í Hveragerði að Ólfur B. Thors, forstjóri Sjóvá-Almennra, hefur látið af starfi formanns. Við formennsku hefur tekið Baldvin Tryggvason, fyrrum sparisjóðsstjóri SPRON. Aðrir í rekstrarstjórn eru: Gunn- laugur Kr. Jónsson, forseti NLFÍ, varaformaður, Unnur Jóhannsdótt- ir, fulltrúi starfsmanna, ísólfur Gylfir Pálmason alþingismaður og Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. Fyrirlestur um Mannréttinda- dómstólinn ÞÓR Vilhjálmsson, dómari við Mannréttindadómstólinn í Strass- borg, flytur opinberan fyrirlestur í boði Mannréttindstofnunar Háskóla Islands, þriðjudaginn 12. nóvember nk. kl. 12 í stofu 102 í Lögbergi og nefnist hann: Mannréttindadóm- stóll á tímamótum. Mun Þór m.a. fjalla um þá breyt- ingu sem fyrirhuguð er á næstunni þegar Mannréttindadómstóllinn í Strassborg og mannréttindanefnd Evrópu verða sameinuð. Allt áhuga- fólk er velkomið á fyrirlesturinn. ■ HlV-jákvæð kona heimsækir mánudagskvöldið 11. nóvember unglingana í félagsmiðstöðinni Vitanum í Hafnarfirði og segir frá lífsreynslu sinni. Forsvarsmenn John Casablancas munu einnig koma í heimsókn og kynna smokk- inn. Fræðslukvöldið er ætlað ungl- ingum úr 8.-10. bekk grunnskól- anna. Vitinn er opnaður kl. 20 og er aðgangur ókeypis. Bingókvöld hjá Ommu í Réttarholti HALDIÐ verður bingókvöld mánu- daginn 11. nóvember kl. 20.30 hjá Ömmu í Réttarholti, Þingholts- stræti 5. Samkeppni verður haldin um nafn á bingókvöldinu og hug- myndabanki opnaður. Fresturinn til að leggja inn tillögu að nafni á bingóið rennur út sunnudagskvöldið 17. nóvember. Vinningshafi hlýtur verðlaun. Stjórnandi bingókvöldanna hjá Ömmu í Réttarholti verður Tinna Jóhannsdóttir. Konur og verkalýðs- barátta FUNDUR um konur og verkalýðs- baráttu veður haldinn þriðjudaginn 12. nóvember í húsnæði Kvennalist- ans að Austurstræti 16, 3. hæð. Frummælendur verða þær Elín- björg Magnúsdóttir, fiskverkakona, Hansina A. Stefánsdóttir, miðstjórn ASÍ, Marta Hjálmarsdóttir, formað- ur BHMR, og Sigurbjörg Ásgeirs- dóttir í stjórn félags starfsfólks í veitingahúsum. Fundarstjóri verður Sólveig Jónasdóttir, starfsmannafé- lagi Reykjavíkurborgar. Fundurinn hefst kl. 20.30. ■ TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur atkvöld mánudaginn 11. nóvember. Tefldar verða 6 umferðir eftir Monrad-kerfi. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir og svo 3 atskákir en þannig lýkur mótinu á einu kvöldi. Teflt verður með nýju Fisher/FIDE klukkunum. Þátttökugjald er 200 kr. fyrir félagsmenn en 300 kr. fyrir aðra. Teflt verður í Menning- arniiðstöðinni Gerðubergi og hefst taflið kl. 20. Mótið er öllum opið. Á síðasta atkvöldi Hellis sem haldið var í október sigraði Lárus Knútsson sem nýlega gekk í raðir Hellis. Þing Norðurlandaráðs 48. ÞING Norðurlandaráðs verður haldið 11.-13. nóvember nk. í danska þinginu í Kaupmannahöfn. „Þetta er fyrsta þing ráðsins eftir að skipulagi þess var breytt, áherslunni er nú beint að þremur meginsviðum: Hinu eiginlega nor- rænu samstarfi, samstarfi við grannsvæðin og samstarfi við Evr- ópu. Þingið verður sett kl. 14.30 mánudaginn 11. nóvember og verður þá m.a. á dagskrá skýrsla norrænu forsætisráðherranna um stöðu norræns samstarfs. Þá er umræða um öryggis- og utanríkis- mál en þau mál hafa borið meira á góma í Norðurlandaráði að undanförnu en áður. Auk þess eru tillögur frá þingmönnum og ráð- herrum afgreiddar. Evrópunefnd Norðurlandaráðs stendur fyrir áheyrnarfundi um Evrópustefnu Norðurlandanna þriðjudaginn 12. nóvember þar sem utanríkis- og Evrópuráðherrar allra landanna taka þátt. Tilgangur áheyrnar- fundarins er að fá umræðu um breytingu á samstarfi Norðurland- anna eftir inngöngu Svía og Finna í ESB. Þátttakendur á þingi Norður- landaráðs fyrir hönd Islands eru ráðherrarnir: Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, Halldór Ásgríms- son, utanríkisráðherra og norrænn samstarfsráðherra, Friðrik Soph- usson, fjármálaráðherra og Páll Pétursson, félagsmálaráðherra og þingmenn íslandsdeildar Norður- landaráðs og Vestnorræna þing- mannaráðsins: Geir H. Haarde, Guðmundur Árni Stefánsson, Sig- ríður Anna Þórðardóttir, Siv Frið- leifsdóttir, Steingrímur J. Sigfús- son, Sturla Böðvarsson, Valgerður Sverrisdóttir og Árni Johnsen. Á þinginu verður í fyrsta skipti túlkað milli íslensku og hinna nor- rænu tungumálanna. Þetta er nú gert í tilraunaskyni og er kostnað- ur greiddur af Norðurlandaráði. í sambandi við þingið verða Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs afhent. Verð- launin hljóta í ár grænlensk um- hverfissamtök ICC - Inuit Circ- umpolar Conference. Samtökin hafa sérstaklea unnið að umhverf- ismálum á heimskautasvæðinu," segir í fréttatilkynningu frá ráð- inu. Námskeið fyrir að- standendur fólks með geðklofa Fræðslu- fundur um hættur á jöklum og leiðaval BJÖRGUNARSKÓLI Lands- bjargar og Slysavarnafélag íslands efnir til fræðslufundar mánudaginn 11. nóvember nk. þar sem fjallað verður um ferðalög á jöklum og hættur samfara þeim. Á fundinum verður meðal- annars fjallað um jökul- sprungur, breytingar á jökl- um, framhlaup, leiðaval og hættur á jöklum, jarðhita og eldgos. Fyrirlesari á fræðslufund- inum verður Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræð- ingur. Fundurinn verður hald- inn í Landsbjargarhúsinu, Stangarhyl 1, og hefst hann kl. 20. Fræðslufundurinn er öllum opinn og er þátttöku- gjald 600 kr. MARGRÉT Jónasdóttir, félagsráð- gjafi á barna- og unglingadeild, hef- ur tekið að sér að stýra námskeiðum fyrir aðstandendur fólks með geð- klofa. Fyrst verður farið af stað með námskeið fyrir aðstandendur geð- klofasjúklinga. Takist það vel verður það væntanlega endurtekið og einig haldið fyrir aðstandendur annarra hópa geðsjúkra, segir í fréttatilkynn- ingu. Þar segir einnig: „Fyrirkomulag námskeiðsins verður með þeim hætti að haldnir verða fimm fyrirlestrar á jafnmörgum vikum. Ætlað er að hver fundur taki um tvo klst. með umræðum og kaffihléi. Að lokinni fundaröðinni verður boðið upp á stuðningshópa undir handleiðslu og stjórn Margrétar. Fundirnar verða átta, einu sinni í viku og bytja í jan- úar 1997. Þátttakendafjöldi er tak- markaður við sex til átta manns. Að loknu námskeiðinu geta aðstand- endur myndað sjálfshjálparhópa og notið til þess aðstoðar Geðhjálpar ef þess er óskað.“ Fyrsti fræðslufundurinn verður haldinn þriðjudaginn 12. nóvember. Kristófer Þorleifsson, geðlæknir á Kleppsspítala, byijar og lýsir ein- kennum geðklofa, meðferð og bata- horfum. Hann reifar einnig á hug- myndum um framtíðarskipulag þjón- ustunnar. Áslaug Þórðardóttir, lög- fræðingur hjá dómsmálaráðuneyt- inu, fer yfir lögræðislögin og ræðir nauðungarvistanir, sjálfræðissvipt- ingar og hlutverk lögráðanda. Bar- bel Schmid er félagsráðgjafi á End- urhæfingar- og hæfingardeild Landspítalans. Hún fjallar um reið- ina, sorgina og hvernig bregðast megi við áföllum. Samskipti innan fjölskyldunnar og hvernig við tjáum okkar verður viðfangsefni Kristínar Gyðu Jónsdóttur, félagsráðgjafa á geðdeild Landspítalans. Margrét Jónsdóttir félagsráðgjafi verður með síðasta erindið um endurhæfingu og félagslega þjónustu, almannatrygg- ingar og hvar sækja má aðstoð og upplýsingar. HLJÓMSVEITIN SSSól. SSSól í Borgarleikhúsinu HLJÓMSVEITIN SSSól fagnar 10 ára afmæli sínu um þessar mund- ir og kl. 21 á mánudagskvöldið verða fjórmenningarnir með óraf- magnaða tónleika í Borgarleik- húsinti. Farið verður yfir ferilinn og gömul lög leikin í bland við hin nýrri og segir í fréttatilkynningu að af nógu sé að taka því laga- safn hljómsveitarinnar sé orðið ótrúlega stói't eftir 10 ár í rokk- inu og gera megi ráð fyrir að tónleikagestir heyri mörg kunn- ugleg lög í nýjum búningi þar sem rafmagnsins njóti ekki við. Þetta verður í síðasta sinn sem SSSól kemur fram að sinni því eftir tónleikana á mánudagskvöld- ið verður gert hlé á starfi hljóm- sveitarinnar um óákveðinn tfma. Forsala aðgöngumiða er hafin í Borgarleikhúsinu og verslunum Skífunnar. Nýtt tæki Veóurstofu Mælir og skráir snjóþunga VEÐURSTOFA íslands hefur ný- lega fest kaup á mælitæki frá Verk- fræðifyrirtækinu Hugrúnu ehf. sem mælir og skráir snjóþunga í dyngj- um fyrir ofan Siglufjörð. „Mælitækið skráir snjóþungann á sekúndu fresti allt árið og er að fullu hannað af íslenskum verk- fræðingum og framleitt á íslandi. Það tengist erlendum snjóflóða- girðingum í hlíðinni fyrir ofan Siglufjörð. Hugrún ehf. ásamt Veð- urstofunni eru þar að vinna braut- ryðjendastarf við öflun upplýsinga sem gæti nýst landsmönnum við snjóflóðavarnir um ókomna fram- tíð. I tæki þessu er hægt að koma fyrir sendibúnaði og móttökutæki í byggð. Til dæmis gætu Almanna- varnir komið þessu tæki fyrir á hættusvæðum þar sem möguleg ofanflóð yllu miklum skaða. Þegar snjóþungi nálgast hættumörk er hægt að gefa út viðvörun til að veija mannvirki og mannslíf. Mælitækið verður sett upp eftir helgi,“ segir í fréttatilkynningu frá Hugrúnu ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.