Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 35 ) ) I ) ) > í í ) I > I I I I I 3 j I í 9 í leikinn bæði til líkama og sálar var honum í blóð borinn. Þórhallur missti föður sinn er hann var á 16. ári. Guðlaug móðir hans bjó áfram í Kollastaðagerði með börnum sínum árið eftir lát Siguijóns, en brá síðan búi. Guðlaug og systurnar fluttust suður á land en Þórhallur kom til okkar á Egilsstaði, en faðir minn Pétur og Siguijón höfðu verið mjög góðir vinir. Þótt Halli hafi verið orðinn 16 ára er hann kom á Egilsstaði fannst okkur systkinum hann alltaf hafa verið okkar fósturbróðir. Hann gekk í Héraðsskólann á Laugarvatni og lauk þaðan prófi. Hann hafði heim- ili sitt hjá foreldrum mínum á Egils- stöðum næstu árin og starfaði sem sölumaður hjá Heildverslun Ásbjarn- ar Ólafssonar um árabil eða þar til hann stofnaði eigin heildverslun. Halli var ákaflega fær sölumaður, enda lagði hann mjög mikla áherslu á að þekkja vöruna sem hann versl- aði með. Sirrý starfaði á heildsölunni um tíma með manni sínum og var honum mikil hjálparhella alla tíð. Hann var afburða ferðamaður, það kom sér vel á löngum og ströngum ferðalög- um um landið. Hann hafði yndi af því að ferðast, bæði í sambandi við vinnuna og ekki síður í sumarfríum með fjölskyldunni. Engan hefi ég heyrt segja betur frá en Halla, skipti ekki máli hvort um var að ræða póstferðir um Fagradal, þar sem hann var veðurtepptur í kofa í þijá sólarhringa við illan viðurgjörning, eða svaðilför á Þorskafjarðarheiði, eða ferðir með fjölskyldunni austur á land á sólbjörtum sumardegi. Þórhallur og Sirrý sýndu foreldr- um okkar alla tíð mikla tryggð og heimsóttu þau stundum oft á ári, ef svo bar undir. Eins og áður er getið, var tryggðin mikil og þótti okkur, foreldrum okkar og okkur systkinunum, vænt um er þau hjón- in skírðu yngri dóttur sína eftir Olafi bróður okkar, en Halli og Óli voru mjög miklir vinir. Síðustu árin átti Halli við mikil veikindi að stríða, en lét aldrei deig- an síga þar til yfir lauk. Er hann lést var hann nýkominn úr langri söluferð um landið, hafði selt vel og var mjög ánægður með ferðina. Ég bið Guð að veita Þórhalli hinn eilífa frið. Ég og fjölskylda mín send- um Sirrý, dætrunum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. JónPétursson. Okkur setti hljóð á sunnudags- morguninn síðasta þegar hringt var og sagt að hann Þórhallur væri dá- inn, hefði dáið um morguninn. Ég kynntist Þórhalli fyrir um það bil 23 árum, um það leyti sem við fluttum til Reykjavíkur og vorum að koma okkur fyrir, bæði í skóla og við vinnu. Það var við fyrstu kynni sem með okkur tókst mikil og góð vinátta. Við vorum upp frá því tíðir gestir í Hrauntungunni því alltaf var viðmótið jafn innilegt og hjálpsemin auðfúsa hjá þeim hjón- um. Félagslyndi var sterkur þáttur í mannkostum Þórhalls og tók hann dijúgan þátt í ýmsum félagsmálum ásamt því að stjórnmál líðandi stund- ar voru oft ofarlega í huga hans og ræddum við pólitík mikið. Við höfð- um oft andstæðar skoðanir á mönn- um og málefnum, sem gerði umræð- una skemmtilegri. Þórhallur hafði mjög ákveðnar og fastmótaðar skoð- Valhöll fasteignasala Mörkinni 3, s. 588-4477 kynnir: Fornaströnd - Seltj.nes Einstaklega tallegt og vandað 260 fm einbýli á frábærum og eftirsóttum út- sýnisstað i lokaðri götu. Eignarlóð. Ar- inn, góðar stofur, glæsilegt útsýni. Húsið klætt með Í-MÚR að utan. Verð 18,8 millj. Skipti á minna á Seltjarnar- nesi eða í vesturbæ. Nánari upplýs- ingar í dag i sima 896 5222. MINNINGAR anir en kunni að fara með þær svo við höfðum ánægju af að vera á öndverðum meiði. Þórhallur helgaði starfsævi sína verslun og viðskiptum og rak hann heildsölu lengst af ævi sinnar. Sölu- mennska var hans líf og yndi. Hann byijaði ungur að starfa sem sölu- maður en er honum þótti tími til kominn stofnaði hann til eigin rekstrar sem hann sinnti til loka. Sem ungur sölumaður byijaði hann að fara um landið og hitta viðskipta- vini og kynntist mörgum á þeim ferðum. Mér fannst hann stundum eins og farfuglarnir, hann varð að fara í sínar reglulegu ferðir um land- ið í mörg ár, hann naut þeirra. í ferðum hans áður en vegir urðu jafn greiðfærir og nú eru, rak ýmis ævin- týri á fjörur hans. Hafði hann gam- an af að segja frá þeim og var auð- heyrt að hann unni landinu innilega og þekkti það vel. Einnig voru laxveiðiferðir hans honum mikil uppspretta gleði og ánægju. Þar var Austurlandið hans uppáhald. Kom það ætíð fram að þeim landshluta unni hann mjög, en þar var hann fæddur og uppalinn og lagði mikla rækt við alla tíð. Elsku Sirry, Gulla, Lilja og Ragna ásamt fjölskyldum ykkar, þið eigið alla okkar samúð á þessari erfiðu stundu er þið sjáið á eftir eigin- manni, ástvini og föður sem var ykkur hjartfólginn. Við geymum minningu um góðan mann sem gerði Iífið ríkara að hafa kynnst og þekkt svo vel. Kristinn og Sigrún. Ég kynntist Þórhalli fyrst haustið 1982, þegar við settumst að í Reykjavík, ári eftir komu mína til íslands. Við vöndumst fljótt á sunnu- dagsheimsóknir í Hrauntunguna, því þar bjó „amma" fjölskyldunnar hún Nabba, auk þess sem alltaf var hringt í okkur ef eitthvað var um að vera og við hvött til að koma. Þar var oft margt um manninn, ættingjar og vinir í kaffi, dæturnar með vini sína og Þórhallur og Sirrý alltaf tilbúin að ræða málefni líðandi stundar. Þrátt fyrir litla íslenskukunnáttu mína í byijun náðum við Þórhallur fljótt vel saman, einkum þegar í ljós kom hversu heillaður hann var af tölvum. Hann var mikill áhugamaður um tækninýjungar og fylgdist vel með. Hann stundaði þá innflutning á garni og handavinnu og hlýtur að ' hafa verið með fyrstu heildsölum til að tölvuvæða fyrirtæki sitt. Það var alltaf ánægjulegt að koma til Sirrýjar og Þórhalls í heildsöluna í Hamraborginni, þar sem unnið var af miklum krafti. Þórhallur talaði af eldmóði um viðskiptin og kynnti fyrir mér sérstöðu íslensks viðskipta- lífs. Hann færði svo út kvíarnar og opnaði garnverslun í miðbæ Reykja- víkur. Þegar heilsan fór að gefa sig hjá Þórhalli hætti hann með garnvið- skiptin og dró saman seglin. En Þórhallur sætti sig ekki við sjúkl- ingshlutverkið og undi því ekki að setjast í helgan stein. Á sjötugsaldri settist hann á skólabekk og lærði að nota hin ýmsu tölvuforrit. Fyrr en varði var hann kominn á fullt í innflutningsviðskiptin á nýjan leik. Þórhallur var ungur í anda og alltaf tilbúinn að reyna eitthvað nýtt. Undraðist ég oft hvílíkt úthald og baráttuþrek hann hafði, hvort sem var í kaupmennsku eða keiluspili. Ég og íjölskylda mín erum þakk- lát fyrir allar góðu samverustundirn- ar og vináttuna á liðnum árum. Við vottum Sirrý, Rögnu, Gullu, Lilju og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Georg Karonina. hrÁDnhamár FASTEIGNA & SKIPASALA BÆJARHRAUNI 22, HAFNARFIRÐI, SÍMI 565 4511 FAX 565 3270. OPIÐ KL. 9 - 18. Safamýri - glæsileg sérhæð Höfum verið beðnir að selja eina glæsilegustu sérhæðina í miðborginni. Um er að ræða 145 fm efri sérhæð, auk ca. 30 fm bílskúrs. 4-5 svefnherb. Tvennar svalir. Mikið endurnýjuð eign. Hús nýlega yfirfarið. Allt sér. Frá- bær staðsetning í rólegu hverfi. Eign fyrir vandláta. Verð 15,4 millj. Upplýsingar á skrifstofu. Kambasel 85 - Opið hús Glæsiieg 2ja herbergja 86 fm íbúð á jarðhæð í fallegu fjölbýli með sérinngangi og sérsuðvesturgarði. Þvottahús og geymsla í íbúðinni. Góð sameign og húsið nýlega standsett. Áhv. Bygg- sj. rík. 2,7 millj. Verð 6,2 millj. Vilhjálmur og Elsa verða með heitt á könnunni í dag kl. 13-15. GIMLI FASTEIGNASALA, ÞÓRSGÖTU 26, SÍMI 552 5099. Bergstaðastræti 38 - opið hús Vorum að fá í sölu þetta laglega einbýli, sem skiptist í jarðhæð, aðalhæð og ris ásamt innan- gengri viðbyggingu. Húsið er samtals ca 170 fm og er mjög auðvelt að nýta það sem tvíbýli. Inngangur á tveimur stöðum, sérbílastæði. Húsið er mjög mikið endurnýjað á sjarmerandi og vandaðan hátt. Verð 12,5 millj. Rúnar tekur á móti þér og þínum í dag kl. 13—16. GIMLI FASTEIGNASALA, ÞÓRSGÖTU 26. SÍMI 552 5099. ... ———— Eiðistorg 17 - opið hús Glæsileg 110 fm íbúð á 2. og 3. hæð Til sýnis í dag þessi glæsi- lega ca 110 fm íbúð, sem er á tveimur hæðum, með sól- ríkum garðskála og suðursvölum. Merbau-par- ket. Björt og falleg. Öll þjónusta við hendina. Laus fljótlega. Áhv. 4,4 millj. hús- næðislán. Verð 8,5 millj. Ragnheiður sýnir í dag milli kl. 14 og 17. Allir velkomnir. w I - ’ I lÆ'fgp d VALHÖLL, Mörkinni 3, sími 588 4477. i j i EIGNAMH Ábyrg þjónusta í áratugi Sfmi 588 9090 - Síðumúli 21 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. OPIÐ í DAG, SUNNUDAG, KL. 12-15 Reynimelur 74, 1.h. f.m. - OPIÐ HÚS. Til sölu 2ja I herb. 54 fm íb. á 1. hæð í nýstandsettu húsi á góðum stað. Ib. snýr öll á móti suðri, er með stórum svölum og í góóu ástandi. Getur losnað nú þegar. íbúðin verður til sýnis í dag sunnudag milli kl. 13 og 15. V. 5,3 m. 6732 Bugðutangi - einb./tvíb. vand- að vel staðsett einb. með 2 íbúðum ásamt 50 fm tvöf. bílskúr með kj. Á hæðinni sem er um 200 fm eru m.a. 4 herb., 2-3 stofur o.fl. í kj. er rúm- góð 2ja herb. íb. m. sérinng. Fallegur garðúr með heitum potti o.fl. V. 16,5 m. 4938 Digranesvegur - við Suður- hlíðar. Gott einb. á tveimur hæðum um 183 fm auk 33 fm bílskúrs. Stór og gróin endalóð. Gott útsýni og svalir til suðurs. V. 10,9 m. 6649 Hellusund 7 - Tónskóli Sig- ursveins. Virðulegt 312 fm steinhús á þremur hæðum í Þingholtunum. í húsinu eru 3 samþ. íb. skv. teikningu en án innr. Þetta hús býður uppá mikla möguleika. Það er t.d. tilvalið fyrir hvers kyns félagastarfsemi eða fyrirtæki. Auk þess væri góöur kostur að breyta húsinu í þrjár íbúðir. V. 19,3 m. 6375 Laugarásvegur. Vandað einb. á tveimur hæðum um 250 fm auk 30 fm bílskúrs. Gott skipulag: Á aðalhæð eru m.a. 3 saml. stof- ur, eldh., hol og búr. Á efri hæð eru 4 herb., bað og hol. í kj. er stórt herb., geymslur o.fl. Góðar svalir. Gróin lóð og gott útsýni. V. 18,5 m. 6551 Asparfell - lán. Björt og nýmáluð 90,4 fm íb. á 6. hæð í góðu lyftuhúsi. Gólfefni vantar á flest gólf. Áhv. byggsj. 3,7 m. Laus strax. V. 5,6 m. 6715 Hjarðarhagi. Björt og falleg 78,5 fm íb. á 2. hæð í góðu húsi. Stórar sa-svalir. Góð sam- eign. Áhv. ca 1,2 m. V. 6,8 6716 Trönuhjalli - glæsileg. Gutitai- leg ca 95 fm íb. á 2. hæð i verðlaunablokk. S&þvottah. Stór og björt herb. og fallegt út- sýni. Áhv. byggsj. 5,2 m. V. 8,9 m. 6581 Álfaskeið - Hf. Góð 3ja herb. 87,8 fm íb. á 1. hæð í góðu fjölbýli í Hafnarf. Stutt í alla þjónustu. Gott verð. V. 5,9 m. 6383 Brautarholt. Gott atvinnuhúsnasði á 2. hæð um 300 fm. Er í dag einn stór salur með súl- um. Ýmiskonar möguleikar. Mjög góð kjör. 5314 Brautarholt - „gamla Þórs- kaffi" Höfum í einkasölu alla húseignina nr. 20 við Brautarholt. Um er að ræða steinsteypt húsnæði á 4 hæðum samtals um 2500 fm. Á 1. og 2. hæð er samtengdur veitingasalur ásamt tilheyrandi innréttingum. Á 3. og 4. hæð er glæsilega innréttaður skemmti- og veitingasalur með öllum búnaði og innr. Mjög glæsileg fólk- slyfta/útsýnislyfta úr gleri er utan á húsinu. Mjög gott verð og kjör. Möguleiki að selja eignina í hlutum. 5317 Garðatorg - Gbæ. Nýtt og bjart um 252 fm verslunarhúsnæði á götuhæð við hið nýja verslunartorg í Garðabæ. Góð kjör. Plássiö er laust. 5321 Suðurlandsbraut - skrifstof- Leirutangi. Mjög fallegt og rúmgott par- hús á einni hæð. Parket og góöar innr. Verönd og gróin lóð. V. 8,9 m. 6746 ur. Til sölu 142 fm vandað skrifstofu- og þjón- usturými á 3. hæð í nýlegu lyftuh. Plássið skipt- ist m.a. í móttöku, tvær skrifstofur, fundarsal, kaffiaðstöðu, skjalageýmlsu, snyrtingar o.fl. V. 9,7 m. 5320 Stórhöfði - íþróttahús. Mjög gott og nýlegt um 850 fm íþróttahús í glæsil. húsi. Tveir stórir iþróttasalir, snyrtingar, sturtur og gufuböð. Hentar vel undir ýmiskonar íþrótta- og tómstundastarfsemi. Uppl. veitir Stefán Hrafn. Mjög gott verð - góð kjör. 5127 Lagerhúsnæði við Faxafen. Til sölu um 820 fm úrvals húsnæði með vönduð- um frágangi, mikilli lofthæð og góðri aðkeyrslu. Hentar vel sem lager og fyrir léttan iðnað. Pláss- ið er laust nú þegar. Góð greiðslukjör. 5275 Síðumúli. Vorum að fá í sölu mjög góða OPIÐ HÚS - Grenimelur 30 - LÆKKAÐ VERÐ. Björt og falleg sér- hæð á góðum stað i Vesturbæ., rúml. 113 fm á 1. hæð með sérinng. 2 rúmg. herb. og 2 góðar skiptanlegar stofur. íb. og garður snúa í suður. Eign (mjög góðu ástandi. Laus strax. íb. verður til sýnis í dag sunnudag milli kl. 13 og 15. 6514 um 100 fm skrifstofueiningu á 3. hæð i fallegri skrifstofu- og þjónustubyggingu. Allt sér. Gott útsýni. V. 4,7 m. 5277 Lagerhúsnæði við Faxafen. Til sölu um 820 fm úrvals húsnæði meö vönduð- um frágangi, mikilli lofthæð og góðri aðkeyrslu. Hentar vel sem lager og fyrir léttan iönað. Pláss- ið er laust nú þegar. Góð greiðslukjör. 5275 \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.