Morgunblaðið - 10.11.1996, Side 18

Morgunblaðið - 10.11.1996, Side 18
18 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Kaupmátturinn skiptir mestu taxtar í nágrannalöndunum eru væntanlega um það bil helmingi hærri en þeir sem við þekkjum og það á auðvitað einnig við þegar tal- að er um aukningu kaupmáttar í nágrannalöndunum, að þá er um að ræða aukningu kaupmáttar langtum hærri launa. í annan stað, talandi um aukinn kaupmátt, þá eru fleiri leiðir til að auka kaupmátt en flatar launahækkanir sem koma jafnt á öll laun. Það kunna til dæm- is að vera sóknarfæri í styttingu vinnutíma. Mér sýnist að það muni mjög víða verða sú krafa uppi að menn setjist yfír það í fullri alvöru að reyna að tryggja að vinnutími styttist hér, að það dragi úr yfir- vinnu og dagvinnugrunnurinn hækki að minnsta kosti sem því nemur, enda er skikkanlegur vinnu- tími einn af mikilvægustu þáttunum í kjörum fólks. Það að tryggja fólki tíma til að sinna börnum og heimili og í raun til þess að lifa eðlilegu lífi. Það er út af fyrir sig ekkert bráð- einfalt að hrinda þessum breyting- um í framkvæmd. Við gerum okkur grein fyrir því, en viðfangsefnið er aðkallandi engu að síður. Við trúum því að mjög víða sé hægt að ná talsverðum árangri í þessum efnum. Það er fólgið í þeirri einföldu stað- reynd að þegar fólk vinnur eðlilegan vinnudag skilar það meiri afköstum á tímaeiningu en þegar langur vinnudagur er unninn. Auðvitað er það svo að í einstaka atvinnugrein- um og ekki síður í einstaka fyrir- tækjum eru menn komnir töluvert langt hvað það varðar að tryggja sem best afköst, en í heildina séð held ég að þarna séu mikil sóknar- færi. Eg vil líka leggja áherslu á að við hljótum að gera auknar kröf- ur til fyrirtækjanna og stjórnenda þeirra um bætta skipulagningu starfseminnar og hagræðingu í rekstri á öllum sviðum, en ekki bara hvað snýr að verkafólki. Þá hlýtur fjárfestingarstefna fyrirtækjanna og þá ekki síst á sviði þróunar og ný- sköpunar og varðandi menntun starfsmanna að skipta miklu máli svo ekki sé talað um samruna fyrir- tækja og hagræðingu í yfirbyggingu. Vinnum 2-3 mánuðum lengur Þetta getur auðvitað orðið stór þáttur í að tryggja hér aukinn kaup- mátt dagvinnutekna. Það er nefni- lega svo að í samanburðinum við nágrannalöndin, sem hefur reyndar aðallega snúið að Dönum, kemur í ljós að þeir tryggja sér sín kjör nánast í krafti dagvinnunnar einn- ar. Það má orða það svo að við þyrftum að vinna 2-3 mánuði á ári til viðbótar í dagvinnu til þess að ná svipuðum kaupmætti og Danir eða nágrannaþjóðimar. Hluti af þessu viðfangsefni, að nálgast eða ná þeim kaupmætti hér sem er í nágrannalöndunum, er að færa þann kaupmátt sem fæst með yfir- vinnu yfir á dagvinnutímabilið. í stórum dráttum er það þessi langi vinnutími sem skilur á milli kjara hér og annars staðar. Svo má ekki gleyma því að fámennir hópar launafólks hér á landi „njóta“ ekki yfírvinnu og hafa því ekki þann kaupmátt sem næst með henni. Þessa hópa verður að skoða alveg sérstaklega." Að hluta til í fyrirtækjunum — Sérðu einhverja þá aðferð sem gæti verið vænleg til þess að stytta vinnutímann? „Eins og ég sagði þá er þetta ekkert einfalt mál. Eg held að menn verði að byrja í heildarkjarasamn- ingum ‘og skoða hvort það er hægt að taka með einhvetjum hætti á málinu þar. Ef vilji og skilningur er fyrir hendi til þess að taka á málinu er í öllu falli alveg óhjá- kvæmilegt, að semja í heildarkjara- samningum um ferli sem gæti snúið að einstökum atvinnugreinum og ekki síður að einstökum fyrirtækj- um. Eg held að það sé alveg ljóst að hluti af þessu starfí verður að fara fram úti í fyrirtækjunum. Það verður að gerast með markvissum hætti og það þarf að liggja fyrir hvernig menn eiga að bera sig að. Það þarf að semja um þetta þannig að það sé alveg ljóst hvaða leiðir eru fyrir hendi til samninga í fyrir- tækjum og atvinnugreinum. Það er deginum ljósara að við erum því aðeins tilbúnir að fara út í fyrirtæk- in með þessum hætti að verkalýðsfé- lögin og fulltrúar okkar komi að málinu þar og væntanlega koma fulltrúar atvinnurekenda einnig að málinu þar með sama hætti. Aðeins að þessari forsendu gefínni höfum við einhveija trú á því að þessi að- ferð geti skilað tilætluðum árangri." Fagnaðarefni — Þannig að Alþýðusambandið er tilbúið til að ræða þessar hugmynd- ir Vinnuveitendasambandsins um að hluti samninganna fari fram inn- an fyrirtækjanna? „Reyndar er það nú svo að Al- þýðusambandsþing síðastliðið vor ályktaði um þessa hluti, þar sem lögð er áhersla á að það verði reynt að tryggja að verkalýðshreyfíngin hafi möguleika á að komast bæði að fulltrúum einstakra atvinnu- greina og þess vegna einstakra fyrirtækja í kjarasamningum. Það væri líkleg leið til þess að ná enn frekari árangri en það samninga- ferli sem við höfum búið við hingað til. Það er að því leytinu fagnaðar- efni að Vinnuveitendasambandið skuli í raun hafa fallist á þetta, en þó eigum við eftir að sjá fram- kvæmdina og því er of snemmt að gleðjast. Ég bara undirstrika það að verkalýðshreyfingin ljáir ekki máls á þessu öðruvísi en að hún hafí aðkomu að samningunum úti í fyrirtækjunum. Að öðrum kosti höf- um við enga trú á því að þetta skili árangri. Ég ætla ekki að halda því fram hér og nú að Vinnuveitenda- sambandið hafni þessari afstöðu okkar. Við eigum eftir að setjast yfir málið og ræða það og ég vona að framsetning Vinnuveitendasam- bandsins verði ásættanleg þegar á reynir.“ — Nú hefur Vinnuveitendasam- bandið verið gagnrýnt fyrir miðstýr- ingu kjarasamninga. Hefur þú trú á því að það muni gefa einstökum fyrirtækjum lausan tauminn þegar á hólminn er komið? Viss viðhorfsbreyting „Ég hef nú auðvitað mínar efa- semdir um að Vinnuveitendasam- bandið muni alfarið gefa fyrirtækj- um lausan tauminn í þessum málum. Óneitanlega virðist þó þarna vera á ferðinni viss viðhorfsbreyting. Áhugi sem ég þykist vita að eigi sér líka skýringar í auknum skiln- ingi sumra aðildarfyrirtækja VSÍ á því að aukið svigrúm til sérkjara- samninga sé þeim einnig mikilvægt. Annars vegar, ef ég man hlutina rétt, hefur Vinnuveitendasambandið ákveðið að vera með eina fjörutíu hópa í viðræðum í komandi kjara- samningum, sem er nokkur ný- lunda. Þeir hafa ekki verið mjög margir sem tekið hafa þátt í viðræð- um af þeirra hálfu í undanförnum samningum. Að vísu er dálítið óljóst hvernig Vinnuveitendasambandið sér fyrir sér þessa framkvæmd úti í fyrirtækjunum og hversu langt þeir eru tilbúnir til að ganga. Eg vil helst ekki vera með neinar full- yrðingar um það hér og nú. En ef það tekst að komast að samkomu- lagi um að fást við hluta af því sem lýtur að styttingu vinnutímans út í fyrirtækjunum, þá væri það mikill ávinningur. í öllu falli virðist manni að það sé svona aðeins verið að losa um þessa gríðarlega miklu miðstýr- ingu sem hefur verið hjá Vinnuveit- endasambandinu í sambandi við samningsgerð og verkalýðshreyf- ingin hefur gagnrýnt. Málinu hefur því miður verið þannig háttað að sumir sem hafa verið að semja við Vinnuveitendasambandið á undan- förnum árum hafa aldrei komist í að eiga orðastað við fulltrúa úr sínu umhverfi í atvinnurekstrinum. Það # ASÍ telur mikilvægt að samningsaðilar á vinnu- markaði geri með sér rammasamning um skipu- lagsreglur með það að meginmarkmiði að skapa formlegt og raunhæft svig- rúm til sérkjaraviðræðna og vinnustaðasamninga. Með slíkum samskiptaregl- um verður að tryggja að sérgreinasamtök atvinnu- rekenda og einstök fyrir- tæki, svo og landssambönd og einstök verkalýðsfélög, ásamt starfsmönnum og trúnaðarmönnum, fái að- komu að gerð kjarasamn- ings á sínu sviði. # ASÍ telur nauðsynlegt að gerðir verði vinnustaða- samningar í einstökum fyr- irtækjum þannig að hægt verði að semja um bætt kjör meðal annars með endurskoðun starfshátta og hugsanlegum breyting- um á skipulagi vinnunnar. # Alþýðusamband íslands tel- ur að fyrir hendi séu for- er slæmt. Mér sýnist að þetta sé skref í rétta átt og síðan verður bara á það að reyna hversu mikill hugur fylgir máli þegar menn setj- ast að samningaborðinu." — Hvnð áttu við þegar þú segir að verkalýðsfélögin verði að koma að samningum í fyrirtækjunum. Er hægt að semja um ákveðinn ramma heildarkjarasamnings og skilja eftir ákveðna hluti til að semja um ífyrir- tækjunum eða verður þetta að hald- ast í hendur? „Auðvitað er ákveðin hætta í því fólgin að ganga frá heildarkjara- samningi og eiga fyrirtækjaþáttinn eftir. Það er nokkuð sem menn þurfa að svara á næstu vikum hvort sú áhætta sé ásættanleg eða hvort menn velja þá leið að halda með einhvetjum hætti opnum möguleika á endurskoðun. Hins vegar er það lykilatriði, eins og ég hef sagt, að verkalýðsfélögin eða fulltrúar þeirra komi að samningum í fyrirtækjun- um. Við munum ganga eftir því strax í upphafí samningaviðræðna hver sé hugsun Vinnuveitendasam- bandsins hvað þetta varðar. Það má ekki vera á valdi geðþótta- ákvarðana einstakra stjórnenda fyr- irtækja hvort og bverja þeir hækki. Af því væri enginn ávinningur, því það er bara það ástand sem við búum við frá degi til dags. í góðu árferði hafa vet'ið óformlegir vinnu- staðasamningar í gangi, eins og kunnugt er, ýmist við alla starfs- menn vinnustaðarins eða einstaka sendur til þess að kaup- máttur geti vaxið meira hér á landi á næstu árum held- ur en í grannlöndum okk- ar. En til þess að nýta megi þá möguleika sem fyrir hendi eru þurfa samskipta- hættir milli samtaka launa- fólks annars vegar og at- vinnurekenda og stjórn- valda hins vegar að breyt- ast. Saman þarf að fara efnahagslegur stöðugleiki, framsýn atvinnustefna, aukin framleiðni og úr- vinnsla, sameining fyrir- tækja, markaðssókn og vöruþróun,endurskoðun á skipulagi vinnunnar og breytt verkaskipting við gerð kjarasamninga. V erkalýðshreyfingin þarf að miða skipulag sitt og samningaferli við það að ná fram kjarabótum á þrennan hátt: í heildar- samningum, hjá einstökum fyrirtækjum og atvinnu- greinum og með samstarfi samningsaðila um hagræð- ingu og aukna framleiðni í fyrirtækjunum. (Úr samþykktum 38. þings Alþýðusambands íslands um kjaramál í vor) Úr samþykktum Alþýðusambandsþings starfsmenn hans. Við viljum komast lengra en það.“ Víða launaskrið — Fyriitæki eru mismunandi í stakk búin til þess að mæta launa- hækkunum. Er ekki þar með Ijóst, hvaða aðferð sem beitt er, að hækk- un hlýtur að verða mismunandi til ólíkra hópa í þjóðfélaginu? „Það eru auðvitað vissar líkur á því. En þá spyr maður sig: Er það einhver breyting frá því sem nú er? Launaskrið er í gangi í öllum at- vinnugreinum í misjafnlega ríkum mæli þegar þokkalega árar, Það staðfesta upplýsingar frá Kjara- rannsóknarnefnd. Þannig að stað- reyndin er ef til vill sú að það eru kannski ekki í reynd mörg fyrirtæki í sömu atvinnugrein sem í raun borga sömu launin. Hvað það snert- ir yrði þetta kannski ekki mikil breyting frá því ástandi sem hefur ríkt. Við teljum hins vegar tvímæla- laust að það séu meiri líkur til þess að þetta komi réttlátara niður þegar skýrar reglur gilda um hvernig að skuli staðið og þegar gengið er markvisst til verks.“ — Telurðu að hætta sé á að sá árangursem náðst hefur í efnahags- málum á þessum áratug og kjara- samningar hafa mikið til mótað geti glatast? „Ef illa tekst til glatast þessi árangur og kannski líka tækifærið til þess að ná frekari árangri. Ég ætla rétt að vona að okkur takist að gera hérna kjarasamninga sem skila launafólki umtalsverðum kaupmáttarauka og eins og ég hef aðeins_ vikið að eru sóknarfærin víða. Ég held líka að það sé mikil- vægt að það náist árangur í að færa umsamda kauptaxta sem næst greiddu kaupi. Þar er hægt að ná árangri án þess að auka ýkja mikið launakostnað fyrirtækjanna, ár- angri sem auðvitað skilar sér fyrst og fremst til þeirra sem raunveru- lega eru á lægstu kauptöxtunum. Ég held að menn þurfi að vera með opin augun fyrir því að skoða allar leiðir sem líklegar eru til þess að skila okkur eitthvað fram á veg- inn í þessum efnum. Við höfum í verkalýðshreyfingunni verið að bera okkur mikið saman við kjör félaga okkar úti í Danmörku og við hljótum iíka aðeins að skoða hvaða aðferðum þeir hafa beitt til þess að tryggja sér þessi kjör. Þar er til dæmis bilið á milli umsaminna kauptaxta og raunverulega greidds kaups í flest- um starfsgreinum langtum minna en það er hjá okkur. Þetta svigrúm er alltof mikið hér landi. í raun og veru er það bara til fyrir atvinnurek- endur til þess að spila á. Þessu er hægt að breyta án þess að það hafi í för með sér mikinn kostnaðarauka fyrir atvinnureksturinn. Auðvitað yrðu einstaka fyrirtæki fyrir kostn- aðarauka, en maður spyr sig hvort . það er þá ekki sannarlega ástæða ; til að taka til hendinni í rekstri þeirra fyrirtækja? Það er auðvitað íhugunarefni að hér skuli vera tals- verður fjöldi fyrirtækja sem virðist ekki geta borið sig nema það sé verið að greiða hér alveg ótrúlega lág laun, 50-60 þúsund krónur á mánuði.“ — Nú höfum við bæði reynslu af samningum sem fela í sér umtals- verðar kaupgjaldshækkanir og tals- \ verða verðbólgu og einnig samning- j um þar sem launahækkanir eru lág- ar en verðbólga jafnframt lítil. Ef þú berð þetta saman hvor er þá ákjósanlegri aðferðin? „Það sem skiptir auðvitað mestu máli fyrir okkar fólk er að tryggja umtalsverðan kaupmáttarauka án þess að verðlag fari hér úr böndun- um. Þess vegna held ég að þessi markmið sem hreyfingin er að sam- einast um, þ.e.a.s. að ná hér eftir 1 fjögur til fimm ár svipuðum kaup- j mætti og í nágrannalöndunum sem byggist fyrst og fremst á dagvinnu, sé raunhæft markmið, ef við erum tilbúin til að skoða í alvöru nánast allar leiðir til þess að ná þessu markmiði. Fyrst og fremst er það auðvitað kaupmátturinn sem skiptir máli fyrir okkar fólk og þannig á að mínu viti að nálgast endurnýjun kjarasamninga. Það á síðan eftir að koma í ljós hvernig kröfunum 1 er stillt. Það skýrist á næstu vikum, í en þetta er sú leið sem ég tel farsæl- ast að fará.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.