Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tónlistar- saga Dómkirkj- unnar TÓNLEIKAR verða haldnir í Dómkirkjunni í dag, sunnu- dag, kl. 17. Rakin verður tón- listarsaga Dómkirkjunnar í tali og tónum. Dómkórinn syngur lög sem hljómað hafa í 200 ár, m.a. eftir Pétur Guðjohnsen, Sig- fús Einarsson, Pál ísólfsson, Ragnar Björnsson og Jónas Tómasson. Marteinn H. Friðriksson leikur orgelverk eftir Pál Isólfsson og Jón Nordal. Und- irleikari er Anna Guðný Guð- mundsdóttir og kynnir dr. Guðmundur Emilsson. Tónleikarnir eru í sam- vinnu við Ríkisútvarpið og verða sendir út beint á rás 1. Aðgangur er ókeypis. í hvítu myrkri Uppselt frá frumsýning’- ardegi LEIKRIT Karls Ágústs Úlfs- sonar, í hvítu myrkri, hefur nú verið sýnt 20 sinnum fyrir fullu húsi. Er auka- sýning fyr- irhuguð 10. nóvem- ber og upp- selt á næstu sex sýningar. Þau skipti urðu fyrir nokkru að Sigurður Skúlason hefur tekið við hlutverki bílstjórans. Aðrir leikendur eru Ragnheiður Steindórsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir, Magnús Ragnarsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Leikstjóri er Hallmar Sigurðs- son. Menningar- veisla á Kaffi Króki Sauðárkróki. Morgunblaðið. VEITINGAHÚSIÐ Kaffi Krók- ur hefur gert allmikið að því að bjóða gestum sínum upp á ýmiss konar listneyslu um Ieið og þeir njóta veitinga og hafa Sauðárkróksbúar kunnað vel að meta þennan þátt i menningar- lífi staðarins. Sunnudaginn 27. október opn- aði Lilla, Hrafnhildur Stefáns- dóttir, sýningu á verkum sínum í veitingasölum Kaffi Króks, undir yfirskriftinni: „Ríslið hennar Lillu“ en hér er um að ræða mynd- ir sem unnar eru með blandaðri tækni og allar út frá ýmsum ljóðl- ínum úr kveðskap góðskáldanna. „Eg les ljóð. Eitt erindi, ein ljóð- lína jafnvel eitt orð getur orkað svo á hug minn að ég losna ekki við það öðruvísi en festa það á blað í Iitum. Þannig er „Ríslið mitt“ til orðið,“ segir höfundur verkanna í sýningarskrá. Morgunblaðið/Björn HRAFNHILDUR Stefánsdóttir, Lilla, hjá nokkrum verka sinna. Fjöldi gesta var við opnun sýningarinnar og seldust marg- ar myndanna. Síðar sama dag kom kvartettinn Út í vorið og hélt tónleika í veitingasalnum Króknum, og einnig þar var fjöldi gesta mættur til þess að heyra þennan ágæta kvartett undir stjórn og við undirleik Bjarna Þórs Jónatanssonar flytja marga af allra vinsælustu kvartettsöngvum liðinna ára, lög sem þekkt voru í meðferð MA-kvartettsins og Leik- bræðra, en einnig voru á söng- skránni þekkt Bellmanns-lög og ýmsar dægurflugur liðinna ára. Af undirtektum áheyrernda var ljóst að þeir kunnu vel að meta þessa skemmtun og varð kvartettinn að syngja mörg aukalög. Kvartettinn skipa Einar Clausen, Halldór Torfason, Þor- valdur Friðriksson og Ásgeir Böðvarsson. Pólitíski fanginn eft- ir Gerði gefinn SÞ í TILEFNI af því að 50 ár eru liðin frá því að íslendingar gerð- ust aðilar að Sameinuðu þjónunum mun ríkisstjórn íslands færa Sam- einuðu þjóðunum að gjöf högg- myndina „Óþekkti pólitíski fang- inn“ eftir Gerði Helgadóttur. Mun fastafulltrúi Islands hjá Samein- uðu þjóðunum og öðrum alþjóða- stofnunum í Genf í Sviss, Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra, af- henda gjöfina, sem verður afhjúp- uð í Palais des Nations 19. nóvem- ber næstkomandi. í alþjóðlegri höggmyndasam- keppni á vegum Institute of Con- teporary Arts í Englandi á árinu 1953 hlaut Gerður verðlaun fyrir járnmyndina af óþekkta pólitíska fanganum að reyna að brjóta riml- ana á fangaklefanum. Tema sam- keppninnar, sem margir af fræg- ustu listamönnum þess tíma tóku þátt í, var valið til minningar um menn og konur sem misst höfðu lífið og frelsið í baráttunni fyrir mannlegu frelsi. Myndin var sýnd ÓÞEKKTI pólitíski fanginn eftir Gerði Helgadóttur. í Tate Gallery í London ásamt öðrum verðlaunamyndum. Uthlutun menning- arstyrkja BORGARRÁÐ hefur samþykkt úthlutun Menningarmálanefndar Reykjavíkui' við seinni úthlutun styrkja 1996: Úthlutað var 3 millj- ónum króna til 18 aðila, en 29 sóttu um styrki. Eftirfarandi hlutu styrki; Sam- norrænt verkefni um hönnun 125.000, Brynja Benediktsdóttir 400.000, Einleikhúsið 250.000, Furðuleikhúsið 300.000, Kjallara- leikhúsið 500.000, Leikbrúðuland 100.000, Ari Alexander E. Magnússon 150.000, Illugþ Ey- steinsson o.fl. 100.000, Ásta Ólafs- dóttir 100.000, GYM 80/Sýningin Stálkonan 100.000, Björk Jóns- dóttir, Signý Sæmundsdóttir o.fl. 100.000, Hljómskálakvintettinn 100.000, Sinfóníuhljómsveit æsk- unnar 200.000, íslensk tónverk- amiðstöð 100.000, Listvinafélag Hallgrímskirkju 75.000, Ferðaleik- húsið/Kristín G. Magnús 50.000, Úlfar Þormóðsson 100.000 og SKúli Halldórsson 150.000. Tónlist og ljóðalestur í Listaklúbbi Leikhúskjallarans „ Alltaf hægt að læra af Schumann“ Atli Heimir Robert Saint-John Sveinsson Schumann Perse TVÖ tónskáld, Atli Heimir Sveins- son og Robert Schumann, verða í brennidepli í Listaklúbbi Leikhús- kjallarans á mánudagskvöld en jafnframt mun nafn franska skálds- ins Saint-John Perse bera á góma. „Ég hef alltaf verið hrifinn af Schumann, það er alltaf hægt að læra af honum,“ segir Atii Heimir sem mun hefja dagskrána með því að spjalla um þennan starfsbróður sinn og leika nokkur lög eftir hann á píanó. „Hann tengdi saman tón- list og bókmenntir betur en aðrir menn og kom með nýjar víddir inn í tónlist, meðal annars alls konar tvíræðni sem hafði miklar breyting- ar í för með sér. Það liggja með öðrum orðum beinar línur til Schumanns frá módernisma tuttug- ustu aldarinnar." Þótt Atli Heimir hverfi úr for- grunni að þessu innleggi loknu mun dagskráin tengjast honum áfram því félagar úr Caput-hópnum munu því næst flytja tvö kammerverk eftir hann: Schumann er skáldið, Grand duo concertante (no.2) og Opnar dyr, Grand duo concertante (no.3), sem taka um hálfa klukku- stund hvort í flutningi. Fyrrnefnda verkið samdi tónskáldið fyrir Kol- bein Bjarnason flautuleikara, Guðna Franzson klarinettleikara og tónband en hið síðara fyrir Kolbein, Sigurð Halldórsson sellóleikara og tónband. Mun tónband þetta inni- halda barnsraddir úr ýmsum áttum, undarleg bergmál og sitthvað fleira, svo sem tilvitnanir í verk Roberts Schumanns. „Þetta eru hálfgerðir furðuheimar," segir tónskáldið. Verkin sem flutt verða á tónleik- unum samdi Atli Heimir fyrir fáein- um árum og tilheyra þau, svo sem nöfnin gefa til kynna, flokki kamm- erverka, Grand duo concertante, sem orðin eru þijú talsins en tvö til viðbótar eiga eftir að bætast í hópinn á næstu árum, að því er tónskáldið lætur uppi. Vart þarf að taka fram hvert Atli Heimir sækir innblástur í Schu- mann er skáldið en Opnar dyr skrif- aði hann undir áhrifum frá ljóða- bálki franska skáldsins Saint-John Perse, Útlegð. „Ég hef miklar mætur á Perse en hann gerði það sama í frönskum bókmenntum og Eliot gerði í enskum og Steinn Steinarr í íslenskum," segir Atli Heimir. Mun Edda Arnljótsdóttir leik- kona lesa kafla úr Útlegð á mánu- dagskvöldið í „snilldarþýðingu“ Sigfúsar Daðasonar, svo sem Atli Heimir tekur ti! orða. Einnig mun hún lesa nokkur Ijóða Sigfúsar. Dagskráin í Listaklúbbnum hefst klukkan 21.00 en húsið opnar hálfri klukkustund áður. Norræna húsið Fyrirlest- ur um ferli OLLE Anderson, sænskur innanhússarkitekt og prófess- or, heldur fyrirlestur í Nor- ræna húsinu mánudaginn 11. nóvember kl. 17. Hann flytur mál sitt á ensku og nefnir fyrirlesturinn „The searching Sketch" og íjallar um listrænt ferli. Olle Anderson er staddur hér á landi á vegum _Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og Norræna hússins. Olle Anderson hefur haft mörg járn í eldinum á sviði hönnunar í Svíþjóð síðustu þtjá áratugi. Áf mörgum störfum hans má nefna að hann er listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri fyrir- tækisins White Arkitekter í Gautaborg en þar starfa 250 manns og "er það eitt kunn- asta fyrirtæki á sínu sviði í Svíþjóð. Olle hefur gegnt pró- fessorsstöðu frá 1990 í hönn- unar- og listiðnaðardeild Gautaborgarháskóla og er varadeildarforseti listadeild- arinnar frá 1993. Aðgangur að fyrirlestrin- um er ókeypis og allir eru velkomnit' meðan húsrúm leyfir. Um bók- mennta- umræðu RITSTJÓRI franska tímarits- ins L’Atelier du Roman, Lakis Proguidis, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspeki- deildar Háskóla íslands þriðjudaginn 12. nóvember kl. 17.15 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist Smiðja skáldsögunnar. Ný umræða um bókmenntir í Frakklandi. Hann verður fluttur á frönsku, en ítarlegur útdráttur á íslensku mun liggja frammi handa þeim sem þess óska. Tímaritið L’Atelier du Ro- man var stofnað í París fyrir þremur árum. Fjöldi höfunda hefur lagt til efnið í tímaritið undanfarin ár, s.s. Milan Kundera, Philippe Sollers og Ernesto Sabato, auk þess sem það hefur birt efni um Tíma- þjófinn eftir Steinunni Sigurð- ardóttur og greinar eftir nokkra íslenska höfunda. Vandi þýðenda í FYRIRLESTRARÖÐINNl Orkanens 0je mun Ylva Hell- erud, þýðandi og fyrrverandi sendikennari í sænsku við HÍ, halda fyrirlestur um þýðingar í dag, sunnudag, kl. 16. í Norræna húsinu. Fyrirlestur- inn nefnist „I Usa har de inga ruttna lingon”. í fyrirlesti'inum talar Ylva Hellerud um þann vanda sem þýðendur verða oft að giíma við, m.a. þegar greinarmunur er milli orðalags frumtextans og orðanotkunar þýðandans. Ylva starfar í Svíþjóð og þýðir m.a. úr íslensku og ensku yfir á sænsku. Hún hefur þýtt mikið fyrir sjón- varp og hefur einnig fengist við bókmenntaþýðingar. Allir eru velkomnir og að- gangur ókeypis. Fyrirlestur- inn fer fram á sænsku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.