Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 29
FRETTIR
Alþjóða-
bænavika
KFUM og
KFUK
ALÞJÓÐLEG bænavika KFUM og
KFUK hefst nú um helgina. Félags-
menn, félög og landssambönd KFUK
og KFUM um ailan heim sameinast
til bænastarfa þessa daga.
í fréttatilkynningu segir að beðið
sé fyrir starfi félaganna í hinum
ýmsu heimshlutum og fyrir friði og
réttlæti í heiminum. í ár sé yfir-
skriftin tekin úr 3. kafla Opinber-
unnarbókarinnar: „Sjá ég stend við
dyrnar og kný á.“ Einnig segir að
Landssamband KFUM og K hafi
látið þýða bænaskrá þá sem heims-
sambönd félaganna sendu frá sér í
þessu tilefni og sé hún fáanleg á
skrifstofu félaganna endurgjalds-
laust.
KFUM og KFUK bjóða til bæna-
stunda í húsi félaganna að Holta-
vegi 28 sem hér segir: Mánudag kl.
12.15 og 17.30, þriðjudag kl. 7.15
f.h. og 20, miðvikudag kl. 12.15 og
17.30, fimmtudag kl. 10 og 20,
föstudag kl. 12.15 og laugardag kl.
10. Allir sem áhuga hafa eru vel-
komnir til þátttöku í bænasamver-
um vikunnar.
-----♦ ■■■♦ ♦-
Nýtt pípuorgel
tekið í notkun í
Kópavogskirkju
um jólin
„KÁRSNESSÖFNUÐUR í Kópa-
vogi stendur í stórræðum um þessar
mundir. Verið er að setja upp í
Kópavogskirkju nýtt 32 radda pípu-
orgel og verður það tekið í notkun
um jólin. Um helgina munu sóknar-
börn ganga i hús í vesturbæ Kópa-
vogs og víðar og bjóða til sölu ný
jólakort með mynd af Kópavogs-
kirkju. Seld verða 10 jólakort í
pakka fyrir 1.500 krónur og rennur
allur ágóði af sölunni í Orgelsjóð
Kópavogskirkju," segir í fréttatil-
kynningu frá söfnuðinum.
Ennfremur segir: „Þá eru til sölu
pípurnar úr gamla orgelinu sem tek-
ið var niður í haust. Hafa þær verið
settar í stein (holtagrjót) og eru
minni pípurnar seldar á 5.000 krón-
ur, stærri pípurnar fyrir meira. Um
er að ræða skemmtilega og fagra
minjagripi, sem auðveldlega geta
verið stofustáss eða skraut á skrif-
stofum. Eftir áramót verða haldnir
átta tónleikar í Kópavogskirkju og
verða aðgöngumiðar á þá seldir í
einu lagi gegn vægu verði. Fernir
þessara tónleika verða orgeltónleik-
ar en á hinum koma fram ýmsir
listamenn sem flytja tónlist af marg-
víslegu tagi.“
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
'v---- Háskólabíói vib Hagatorg Sími 562 2255 Fax 562 4475
Mibaverb á alla þrenna tónleikana er frá abeins rúmum 2000 krónum.
Bláa tónleikaröðin hjá Sinfóníuhljómsveitinni
hefur ab geyma glæsileg hljómsveitarverk.
Á hverjum tónleikum mun Jónas Ingimundarson
leiöa áheyrendur um töfraheima tónlistar-
innar á sinn einstaka og skemmtilega hátt.
NOVEMBER
Gott tækifæri fyrir vinnufélaga, vini,
fjölskyldur og abra til ab eiga
» skemmtilega stund meb
......—11 Sinfóníuhljómsveitinni.
MARS
Þaó er óþolandi að hafa Ijóta hluti í kringum sig
ARQUS&ÖRKlN/SfAÍ