Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 23 í DANMÖRKU var t.d. áætlað að fyrirtæki gætu sóað allt að 35 prósentum veltu sinnar með því að vera með gæðamálin í ólestri að fyrirtæki sem vinna ekki mark- visst að gæðamálum gætu sóað allt að 35 prósentum veltu sinnar. Þessu hafa íslensk fyrirtæki átt- að sig á í vaxandi mæli, eins og ég hef komið að áður. Gæðaráð eru sett á stofn og gæðastjórar ráðnir. Auglýsingar í atvinnuauglýsingum Morgunblaðsins hafa borið keim af þessu í seinni tíð. Það er engin sameiginleg krafa um menntun fyrir gæðastjóra, en oft veljast til starfans viðskiptafræðingar eða verkfræðingar, eða þá rótgrónir starfsmenn fyrirtækja sem hafa kynnt sér sérstaklega gæðastjórn- un.“ Það má kannski segja að þú sért yfirgæðastjórínn en samt ekki á launum. Hvað rekur þig áfram? „Það hlýtur að liggja í augum uppi að það er brennandi áhugi og hugsjón. Ég hef séð þetta virka í starfi mínu hjá Ríkisspítölunum. Gæðastjórnun er snar þáttur i starfí mínu og því kannski ekki rétt að segja að ég sé ein launalaus gæða- stjórnandi. Það má segja að for- mennska hjá GSFÍ sé mín kvöld- og helgarvinna. Starfið er þess eðlis að það tekur ekki mikinn tíma af venjulegum vinnudegi. Vinna faghópanna fer t.d. fram að mestu utan venjulegs vinnutíma. Arney vasast í því sem þarf að gera á venjulegum vinnutíma." mýflugumynd frá „pásu“ sem hún tók sér eftir að hafa lokið stúdents- prófi aðeins 18 ára gömul. Hún fór þá ásamt 18 öðrum ungmenn- um frá 10 Evrópulöndum í verk- efni á vegum Sameinuðu þjóðanna, World Wildlife Foundation og Rauða krossins til Afríku. „Við fórum frá Englandi á nokkrum portúgölskum jeppum og ókum suður alla Evrópu, um alla Afríku uns við komum til Rúanda. Erind- ið var að bjarga 24 nashyrningum sem fluttir höfðu verið víðs vegar að til Nakuru-þjóðgarðsins. Við reistum heljarmikla girðingu til varnar veiðiþjófum. Samhliða þessu fóru fram vinnufundir um ýmis málefni, s.s æsku Evrópu og stjórnmál. Það gerðist ýmislegt i þessari ferð sem gleymist seint, ekki síst að ég spilaði eitt sinn langa og mikla kotru við ungan mann sem síðar kom í ljós að var tengdasonur Bokassa keisara og mannætu með meiru. í þessari ferð var vendipunktur í lífi mínu, því það var þarna í Afríku sem ég ákvað að fara ekki í læknisfræði eins og hugurinn hafði stefnt að, heldur að læra stjórnun." pÚtihurðir *gluggar Smtðutn útihurðir, hílskúrshurðir, svalahurðir, glugga, fög ogfleira. | Vélavinnum efni. 1 BJLDSHÖFÐA 18 • 112 REYKJAVÍK SIMI 567 8100 • FAX 567 9080 Gæðavika Er ekki meira að gera nú en venjulega vegna væntanlegrar gæðaviku GSFÍ? „Það er alltaf nóg að gera, en það er rétt, að á mánudaginn hefst hjá okkur gæðavika. Gæðavikan er haldin árlega að frumkvæði Evrópusamtaka gæðastjórnunarfé- laga í samvinnu við Évrópusam- bandið, en yfirskrift okkar að þessu sinni er: „Vinnum saman - gæði í þágu þjóðar." Gæðavikan okkar er merkilegri en áður að þessu sinni af þeim sökum að við höldum um leið upp á tíu ára afmæli félagsins. Við bytjum gæðavikuna klukkan 8.15-9.30 á Digranesvegi 5, 2. hæð, þar sem Ævar Kolbeinsson kynnir gæðastarf Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. Sama dag á sama tíma kynna Helga Guðrún Jónasdóttir og Anna Dóra Sæþórsdóttir visthæfa ferða- þjónustu og umhverfisstjórnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á þriðjudaginn klukkan 8.30-10 ræða Geir A. Gunnlaugsson og Páll Skúlason prófessor um hug- takið „Gæði í þágu þjóðar - vinnum saman“. Fundurinn verður í stjórn- stöð Landsvirkjunar á Bústaðavegi 7. Sama dag klukkan 14.30-15.45, í húsi heilbrigðisráðuneytisins, Laugavegi 116, ræða Kristján Er- lendsson og Högni Óskarsson um stefnu ráðuneytisins í gæðamálum. Á miðvikudaginn hefst fundur klukkan 8.15-9.30 hjá íslenskum sjávarafurðum, Sigtúni 42, þar sem umræðuefnið verður reynsla nokk- urra fyrirtækja af fyrirbærinu inn- skyggni. Á annarri hæð Þjóðarbók- hlöðunnar verða nemendur úr við- skiptadeild HÍ þennan sama dag með „verkefni úr atvinnulífinu" og er dagskrá þeirra klukkan 14-17. Á fimmtudaginn er 10 ára af- mæli GSFÍ í Listasafni íslands milli klukkan 17 og 19. Þar verða flutt erindi og hin nýju íslensku gæðaverðlaun kynnt. Gæðavikunni lýkur svo á föstudaginn í Smára- skóla, Dalssmára 1 í Kópavogi, þar sem fjallað verður um gerð gæða- kerfis skólans. Erindið hefst klukk- an 14 og stendur til 15.30. Þessir dagskrárliðir gæðavi- kunnar eru öllum opnir og vonandi mæta sem flestir,“ segir Guðrún. Penflum 133 MHz iferð aðeins: 129.900, SKIPHOLTl 17'105 REYKJAVÍK SÍMl: 562 7333 ' FAX: 562 8622 pentium ■PROCESSOR ■ 16 MB vinnsluminni ■ 1275 MB Seagate, harður diskur (3ja ára ábyrgð) ■ 15" litaskjár ■ Windows '95 ■ 105 hnappa Win'95 lyklaborð ■ 3ja hnappa mús ■ 8x geisladrif ■ Soundblaster hljóðkort ■ Hátalarar Tengsl við nashyrninga a og Bokassa 1 Þegar ferill Guðrúnar var rakinn | í upphafi þessa pistils var sagt í L Elsta tölvufyrirtæki á íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.