Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn MUNUMNÝTA MEÐB YRINN eftir Guðmund Guðjónsson GUÐRÚN Högnadóttir er aðeins þrítug, gift Kristni Tryggva Gunn- arssyni útibússtjóra ís- landsbanka í Garðabæ. Ferill hennar er nokkuð „óvenju- legur" eins og hún orðar það sjálf. Hún er fædd í Reykjavík 16. febr- úar 1966 og uppalin í höfuðstaðn- um til ársins 1974 er hún fluttist til New York vegna náms foreldra hennar. Heim kom fólkið aftur árið 1980. Skólagöngunni lauk tímabundið er Guðrún útskrifaðist úr MH sem stúdent árið 1984. Hún var þá töluvert yngri en hinn dæmigerði hvítkollur, eða aðeins 18 ára, og í stað þess að ijúka til að halda áfram að nema fræðin þótti henni tími til kominn að „taka pásu“. Við komum nánar að „pás- unni“ síðar, en henni lauk ári síð- ar, er Guðrún skráði sig í háskóla í Norður-Karólínu í Bandaríkjun- um. Námsefnið var heilbrigðisstjórn- un. Hún segir fagheiti sitt vera „heilbrigðismálafræðingur", brosir að því og bætir við að stéttin sé ekki fjölmenn á íslandi. Hún hefur og mastersgráðu í sjúkrahússtjórn. Guðrún fór heldur óvenjulega leið að þessu öllu saman. Þannig fékk hún undanþágu til þess að skrá sig í læknadeild HI þótt hún væri skráður nemandi við háskólann í Norður-Karólínu. Hún lauk þar nokkrum fögum, einnig í hjúkrun- arfræði og viðskiptafræði. Þetta fékk hún metið í skólanum vestra, fékk þá að sleppa öðrum fögum þar, því tilgangurinn var að fella námið sem best að íslenskum að- stæðum. Þegar heim kom, var hún strax ráðin fræðslustjóri Ríkisspít- ala og gegndi þeirri stöðu til ársins 1994, er hún var ráðin forstöðu- maður gæða- og þróunarskorar Ríkisspítala. Þá erum við komin til VIÐSKEPTIAIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Gæðastjórnunarfélag íslands á tíu ára afmæli um þessar mundir. Formaður þess er Guðrún Högnadóttir, forstöðumaður gæða- og þróunar- skorar Ríkisspítala, og í febrúar hefur hún leitt þennan félagsskap í tvö ár. Fjöldi einstaklinga, fyrirtækja og stofnana hefur tileinkað sér hug- mynda- og aðferðafræðina og gæðastjórnun ræð- ur í vaxandi mæli afkomu og framgangi þeirra. Á mánudaginn hefst hin árlega evrópska gæða- vika með fjölbreyttri dagskrá. ARNEY Einarsdóttir framkvæmdasljóri t.v. og Guðrún Högna- dóttir formaður. nútímans og biðjum Guðrúnu að segja frá Gæðastjórnunarfélagi ís- lands. Fyrir hvað stendur félagið og hver eru markmið þess? Virkir félagsmenn... „Fyrst skal nefna, að þó svo að félagið hafi stóraukið umfang sitt og veltu síðustu misserin, er hér fyrst og fremst um óeigingjarnt framlag félagsmanna að ræða, en félagið er öllum opið, bæði fyrir- tækjum og einstaklingum. Stjórn félagsins er skipuð 11 mönnum, en kjarni starfsins fer fram í tíu faghópum. Um 8-12 fundir eru í hveijum faghópi á ári hveiju. Fundirnir eru óformlegir og opn- ir öllum sem áhuga hafa á málefn- inu hveiju sinni. A fundum faghópa eru oftast flutt stutt erindi og kynn- ingar. Síðan eru almennar umræð- ur og yfirleitt eru fundirnir afar líflegir. Alls eru félagsmenn GSFÍ um 540 í dag og er leitast eftir því að sem flestir þeirra taki einhvern þátt í starfinu." Og það felst í.,.1 „Að kynna viðhorf til gæða- stjórnunar, læra af reynslu annarra og miðla af eigin reynslu i faghóp- um og nefndum. Markmiðið er að auka gæði, bæði í framleiðslu, þjón- ustu, stjórnun, aðbúnaði starfs- manna og viðhorfum til viðskipta- vina. Við getum spurt, hvernig er fyrirtækinu stjórnað? Eru við- skiptavinirnir ánægðir? Er einhvers staðar hægt að ná umbótum í rekstri fyrirtækisins? Eru starfs- menn ánægðir? Er ljóst hver er raunverulegur árangur fyrirtækis- ins? Þannig mætti áfram telja. Allt eru þetta spurningar sem stjórn- endur og starfsfólk fyrirtækja þurfa að spyija sig, ekki síst vegna þess að fyrirtæki þurfa í vaxandi mæli að standast kröfur innan ES um vottuð gæðakerfi. Ohætt er að segja að GSFÍ sé í dag helsta miðstöð og miðill upplýs- inga, þekkingar og reynslu um gæðamál og eflir samstarf þeirra sem starfa á sviði gæðamála hér á landi sem og erlendis. Auk faghóp- anna sem áður var getið fer upplýs- ingastarfið fram í gegnum útgáfu, Dropans,'sem er biað GSFÍ og kem- ur út þrisvar á ári, en einnig hafa verið gefm út myndbönd og annað kennsluefni. Þá má nefna skipu- lagningu ráðstefna og námskeiða, m.a. í samvinnu við Endur- menntunardeild HÍ. Síðustu tvö árin hefur verið aukin áhersla_ á námskeiða- og ráðstefnuhald. Ég get nefnt að auki, að GSFÍ vinnur einnig að ýmsum öðrum metnaðar- fullum verkefnum, s.s. útgáfu á sjálfsmatslíkani félagsins og þróun íslensku gæðaverðlaunanna sem verða kynnt á tíu ára afmæli GSFI seinna í vikunni. Einnig má nefna eflingu samstarfs á milli faghópa og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi." Vaxandi umsvif Þetta er verulega umfangsmikið starf í áhugamannafélagi? Já, það má alveg taka undir það. Starfsemin hefur vaxið svo mjög að undanförnu að segja má að félagið sé nú rekið eins og lítið fyrirtæki. Til marks um það er að fyrir þremur árum var fyrsti laun- aði starfsmaðurinn ráðinn til starfa. í dag er Arney Einarsdóttir framkvæmdastjóri GSFÍ, en hún rekur okkur áfram af metnaði og miklum dugnaði." Þú talar um vaxandi umsvif. Eru þau fylgifískur batnandi efnahags- ástands? „Það tel ég ekki vera, a.m.k. ekki ef skoðaður er uppruni þessa gæðastarfs. Það á uppruna í Bandaríkjunum en var prufukeyrt í Japan í lok síðari heimsstyijaldar- innar sem hluti af Marshall-aðstoð- inni sem hinir sigruðu þáðu til að reisa efnahagslífið úr rústunum. Tölfræðingurinn Deming fór til Japans og með honum mikil þekk- ing Bandaríkjamanna á ýmsum sviðum, svo og aðferðafræðin sem hér um ræðir. Gott dæmi um árang- ur gæðastjórnunar er einmitt árangur sá sem Japanir hafa náð í bílaframleiðslu, en segja má að þeir hafi skotið Bandaríkjamönnum sjálfum aftur fyrir sig á því sviði. Þessi uppruni gefur til kynna að gæðastjórnun sé fremur sprottin úr erfiðu umhverfi en góðu. Upp- sveiflan nú er því miklu fremur til komin vegna aukinna krafna bæði innanlands og í viðskiptalöndum um aukin gæði og í tengslum við fyrrgreind gæðakerfi í þessum löndum. Þetta hefur haft í för með sér að gæðastjórnun varð tískufyrir- brigði fyrir um áratug og hefur notið vaxandi fylgis síðan. Hug- myndin er vinsæl og selur sig sjálf, það er síðan okkar að gæta þess að hún fari ekki úr tísku. Það ger- um við með því að treysta grunninn með öflugu starfi á meðan meðbyr- inn er góður. Ég er mjög bjartsýn á framhaldið, því jarðvegurinn er greinilega til staðar. Við höfum náð þessum mikla vexti í seinni tíð þrátt fyrir sáralitla beina markaðssókn.“ Góður árangur Er hægt að sjá eða jafnvel mæla árangur af gæðastjórnun? „Já, það er nauðsynlegt að mæla árangurinn. Hjá íslenskum fyrir- tækjum höfum við séð kostnað og sóun minnka og við höfum séð ánægðara starfsfólk og viðskipta- vini. Ég get nefnt mitt eigið starf á spítalanum sem dæmi. Þar höfum við sett okkur markmið, m.a. að stytta biðtíma, einfalda vinnuferli, lækka kostnað á ýmsum sviðum. Tækifærin eru svo mörg og svo víða að við erum að tala um gífur- legar fjárhæðir í sparnaði samhliða auknum gæðum og almennri ánægju. A Islandi hefur ávinningurinn ekki verið mældur í tölum fyrir landið í heild. Áhrifin og árangur- inn eru umfangsmikil og bæði bein og óbein og því nokkuð vandasamt reikningsdæmi. Þó veit ég til að slíkar mælingar hafi verið gerðar erlendis af sérhæfðum fyrirtækj- um. í Danmörku var t.d. áætlað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.