Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
KÖRFUKNATTLEIKUR
Chicago
óstöðvandi
Chicago sigraði í fimm fyrstu
leikjunum í NBA-deildinni í
fyrra og var það besta byrjun fé-
lagsins en strákarnir jöfnuðu metið
{ Detroit aðfaranótt laugardags
með 98:80 sigri. Gestirnir skiptu
stigunum frekar bróðurlega á milli
sín. Toni Kukoc, Scottie Pippen og
Luc Longley skoruðu sín 16 stigin
hver og Michael Jordan var með
15 stig og átta stoðsendingar.
Damon Stoudamire var maður-
inn á bak við 93:92 sigur Toronto
á Los Angeles Lakers, en hann var
með þrennu, skoraði 21 stig, tók
10 fráköst og átti 10 stoðsending-
ar. „Eg var „heitur" og hitti vel
en spennan er ávallt mikil í jöfnum
leikjum. Við gáfum ekkert eftir og
héldum okkar,“ sagði hann.
Shaquille O’Neal var með 25
stig fyrir gestina og tók 10 frá-
köst en tókst ekki að gera út um
leikinn í síðustu sókn. „Við lékum
ekki vel,“ sagði O’Neal. „Við misst-
um oft boltann og ég var í góðu
færi í lokin en boltinn fór ekki
nógu langt.“ LA komst í 2:0 en
eftir það hafði Toronto forystuna.
„Við höfum ekki leikið af viti enn,“
sagði Del Harris, þjálfari Lakers.
„Við höfum átt nokkra góða leik-
hluta en eigum ekki að láta fara
svona með okkur. Hins vegar fer
lið ekki neitt með 38% skotnýt-
ingu.“
Reuter
MICHAEL Jordan til vinstri brýtur á Grant Hill hjá Detroit.
„Þrái að
slá marka-
metið“
JOHN Aldridge, sem er 38
ára, vantar eitt marktil jafna
markamet Frank Stapletons
með írska landsliðinu í knatt-
spyrnu en það tekur á móti
íslendingum í Dublin í dag
kl. 15. „Eg þrái að bæta
metið,“ sagði Aldridge. „Ég
er ekki nema einu marki á
eftir honum, og ætla mér að
skora þessi työ mörk sem ég
þarf, á móti íslendingunum.“
Þess má geta að Lárus
Orri Sigurðsson, varnarmað-
ur frá Stoke City, hefur þrí-
vegis leikið gegn John
Aldridge, sem er knatt-
spymustjóri og leikmaður
með Tranmere og geysilegur
markaskorari, en Lárus Orri
hefur enn ekki séð hann
skora!
STYRKIR
Morgunblaðið/Kristinn
ÞAU fengu þjálfarastyrk frá ÍSÍ, talið frá vinstri: Örn Magnússon sem tók vió styrknum fyrir hönd Þorbjarnar Jenssonar, Ólaf-
ur, Hjálmar, Vanda, Eiríkur, Kristín, Gyða, Þórdís, Ásgeir, Rakel, Karl, Mateev og Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ.
38.000.000.000,-kr.
Árið 2005 er taliö að 380.000 ferðamenn
skili 38 milljörðum kr. til þjóðarbúsins
Nærð þú þínu?
Internetþjómista Skýrr hf.
Skvrr,
hf
Sími söluaðila: 569 5228-569 5147
ÍSÍ styrkir
12þjálfara
til náms
JW
Iþróttasamband íslands afhenti í
vikunni tólf þjálfurum, sem
koma úr ellefu íþróttagreinum,
styrki til að þeir geti menntað sig
frekar á sínu sviði og er þetta í
fyrsta sinn sem ÍSI veitir þjálfurum
styrki til frekari menntunar. Fjórir
þjálfarar fengu 75.000 krónur hver
og átta fengu 50.000 krónur hver.
Þeir sem fengu hærri upphæðina
eru Karl Jónsson körfuknattleiks-
þjálfari til að kynna sér þjálfun
yngri flokka í Danmörku eða í
Grikklandi. Kristín Harðardóttir til
að Ijúka þjálfaranámi í listhlaupum
á skautum í Bretlandi. Nikolay
Ivanov Mateev til að kynna sér
nýjungar í skylmingaþjálfun í
Þýskalandi og Búlgaríu. Þorbjörn
Jensson til að sækja námskeið Al-
þjóða handknattleikssambandsins
í Kanada næsta sumar.
Þau sem hlutu 50 þúsund krón-
ur eru: Ásgeir Magnússon til að
sækja námskeið í þjálfun alpa-
greina skíðaíþróttarinnar í Svíþjóð.
Eiríkur Svanur Sigurfússon til að
kynna sér þjálfun kvennaliða og
yngri flokka í knattspyrnu í Bret-
landi. Gyða Kristmannsdóttir til
að kynna sér nýjungar í fimleika-
þjálfun í Svíþjóð og í Danmörku.
Hjálmar Kr. Aðalsteinsson til að
sækja alþjóðlegt þjálfaranámskeið
í tennis. Olafur Þór Gunnlaugsson
til að sækja þjálfaranámskeið á
vegum norska sundsambandsins.
Rakel Gylfadóttir til að kynna sér
fijálsíþróttaþjálfun og keppni
barna og unglinga í Noregi. Vanda
Sigurgeirsdóttir til að sækja al-
þjóðlega þjálfararáðstefnu og
kynna sér þjálfun kvennalandsliða
á Norðurlöndum. Þórdís Edwald
til að ljúka seinna stigi þjálfara-
námskeiðs danska badmintonsam-
bandsins.
ÚRSLIT
Körfuknattleikur
NBA-deiidin
Boston - Philadelphia..........105:115
Toronto - LA Lakers...............93:92
Cleveiand - Vancouver.............88:72
Miami - Milwaukee................101:89
Washington - Charlotte...........87:102
Detroit - Chicago.................80:98
San Antonio - Seattle.............75:87
Denver - Golden State............94:91
LA Clippers - NY Knicks...........81:88
■ Eftir framiengingu.
Orlando - New Jerseý..............86:82
■ Leikurinn fór fram í Tókýó.