Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 MQRGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna á næstunni spennumyndina The Fan með þeim Robert De Niro, Wesley Snipes og Ellen Barkin í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um ákafan áhanganda hafnaboltamanns sem svífst einskis þegar átrúnaðargoðið á í hlut. ELLEN Barkin leikur íþróttafréttamann og John Leguizamo leikur umboðsmann hafnaboltahetjunnar. Þráhyggja aðdáanda GIL Reinard (Robert De Niro) er ákafur aðdáandi hafna- boltahetjunnar Bobby Rayburn (Wesley Snipes) og fylgir hann fyrirmynd sinni hvert fótmál ef hann á þess kost. Gil er vonsvik- inn hnífasölumaður sem á við margvísleg vandamál að etja og er hann smátt og smátt að missa tökin á tilverunni. Þannig hefur eiginkonan yfirgefið hann, son- urinn er að fjarlægjast hann og loks er Gil um það bil að missa atvinnuna. Heimili hans er her- bergi þakið minjagripum um hetjuna sem hann dýrkar og gera þeir ekkert annað en að minna hann á brostnar vonir og væntingar unglingsáranna. Þeg- ar halla tekur undan fæti hjá Bobby á íþróttavellinum beinist þráhyggja Gils inn á nýjar braut- ir þar sem hann einsetur sér að svífast einskis til að endurreisa orðstír hetjunnar sinnar. Leikstjóri The Fan er Eng- lendingurinn Tony Scott, sem á síðasta ári leikstýrði hinni geysi- vinsælu Crimson Tide. Scott hóf feril sinn í auglýsingagerð og hefur hann notað sölubrellur auglýsinganna í ríkum mæli í myndum sínum. Hann er fæddur i Newcastle í Englandi 21. júní 1944, en þar var faðir hans hafn- arverkamaður, og að loknu námi við listaskóla í Leeds og London, þar sem hann lærði listmáiun og ljósmyndun, gekk hann til liðs við fyrirtækið RSA Productions, sem Ridley (Alien, Thelma & Louise) bróðir hans hafði þá stofnað. Þetta var árið 1973 og á næstu árum gerði Scott fjölda auglýsinga, sem margar hverjar unnu til verðlauna, en einnig gerði hann sjónvarpsmyndir og fræðslumyndir. Fyrstu kvik- myndina gerði hann svo 1983, en það var The Hunger með þeim David Bowie og Catherine Deneuve í aðalhlutverkum. Myndin þótti framúrstefnuleg og hlaut litla náð fyrir augum áhorf- enda, og sagði Scott síðar að hann hefði augljóslega þurft að leggja meiri áherslu á tilfinn- ingalíf aðalpersónanna í mynd- inni. í kjölfar myndarinnar stóð honum fátt til boða en svo fór að lokum að framleiðendurnir Don Simpson og Jerry Bruckhei- mer, sem voru að leita að hæfum manni til að leikstýra Top Gun, komu auga á Scott og fengu hann til verksins. Varð Top Gun aðsóknarmesta myndin 1986 og sömuleiðis varð næsta mynd Tony Scotts, Beverly Hills Cop II, aðsóknarmesta myndin 1987. WESLEY Snipes leikur hafnaboltahetjuna sem á sér aðdáanda er einskis svífst. TONY Scott leikstjóri The Fan við tökur á kvikmyndinni. Gagnrýnendur líktu þessum myndum hans við sjónvarpsaug- lýsingar og tók hann þau um- mæli sem hrós, en haft var eftir honum í blaðaviðtali að hann liti svo á að 30 sekúndna auglýsing gæti verið jafnmikið listaverk og 100 mínútna löng kvikmynd. En þrátt fyrir þetta viðhorf fór svo að næstu þijár kvikmyndir Scotts ollu vonbrigðum og náðu ekki vinsældum þrátt fyrir að þær væru stjörnum skrýddar. Þetta voru myndirnar Revenge (1990) með Kevin Costner í aðal- hlutverki, Days of Thunder (1990) með Tom Cruise og The Last Boy Scout (1991) með Bruce Willis í aðalhlutverki. Scott rétti þó fljótlega úr kútnum aftur, því árið 1993 gerði hann metnaðarfyllstu mynd sína til þessa, en það var hin vinsæla True Romance, sem gerð var eftir handriti Quentins Tarant- ino. Síðan varð nokkurt hlé hjá Tony Scott, eða þar til Crimson Tide leit dagsins ljós í fyrra. Þeir bræður Tony og Ridley keyptu í fyrra hið gamalgróna Shepperton-kvikmyndaver í London þar sem í gegnum tíðina hafa verið gerðar rúmlega 600 kvikmyndir, en meðal þeirra sem litið hafa dagsins ljós þar á síð- ustu árum eru Four Weddings and A Funreal, Frankenstein og Judge Dredd. í The Fan leikur Ellen Barkin íþróttafréttamann á útvarpsstöð sem á samskipti við Gil í gegnum síma. Barkin hefur leikið á móti flestum færustu leikurum Holly- wood, en meðal þeirra eru Rob- ert Duvall (Tender Mercies), Jack Nicholson (Man Trouble), A1 Pacino (Sea of Love) og áður hefur hún leikið á móti Robert De Niro í This Boy’s Life. Bark- in var gift leikaranum Gabriel Byrne árin 1988-1993 og hefur hún nýlega lokið við að leika með honum í myndinni Trigger Happy. Barkin sem er 41 árs hóf feril sinn sem kvikmynda- leikkona árið 1982 þegar hún lék eitt af aðalhlutverkunum í Diner, og síðan hefur hún leikið í rúm- lega 20 kvikmyndum auk fjölda sjónvarpsmynda. Leikkonan er fædd í New York og innritaðist hún 15 ára gömul í leiklistar- skóla, en síðar lauk hún prófi í sagnfræði og leiklist frá Hunter College. John Leguizamo leikur um- boðsmanns hafnaboltahetjunnar og er þétta önnur myndin sem hann leikur í undir leikstjórn Tony Scotts, _en fyrri myndin var Revenge. í The Fan starfar Leguizamo einnig í annað skipt- ið með Wesley Snipes, en þeir léku saman í To Wong Foo, Thanks For Everything, Julie Newmar, og hlaut Leguizamo tilnefningu til Golden Globe- verðlaunanna fyrir hlutverk sitt í henni. Hann er fæddur í borg- inni Bogota í Kólumbíu en ólst upp í New York. Þar vakti hann fyrst verulega athygli fyrir frammistöðu sína í leikritinu Mambo Mouth, þar sem hann fór með öll hlutverkin, sjö tals- ins. Leguizamo lærði leiklist í New York-háskóla. Hann hreppti fyrst hlutverk í sjón- varpsmyndaflokknum Miami Vice, en meðal fjölmargra kvik- mynda sem hann hefur leikið í eru Carlito’s Way, Casualities of War, Regarding Henry, Executive Decision og nú síðast Romeo og Julia, þar sem hann leikur með þeim Leonardo Di Caprio og Claire Danes. Vanur maður ROBERT De Niro er á þekktum slóðum í The Fan, en hann hefur áður leikið andfélagslegar persónur í myndunum Taxi Driver, The King of Comedy og Cape Fear. De Niro er borinn og barn- fæddur í New York, en þar fæddist hann 17. ágúst 1945 og voru foreldrar hans báðir listmálarar. Eftir nám í listaskóla lærði De Niro leiklist hjá Lee Strasberg og lék hann síðan í leikritum off-Broadway og með ferðaleikhúsum. Fyrsta kvikmyndahlutverkið áskotnað- ist honum 1968, en það var í myndinni Greetings. Hann lék síðan í nokkrum myndum sem Brian de Palma leik- stýrði en vakti litla athygli þar til hann Iék í myndunum Bang the Drum Slowly og Mean Streets árið 1973. Þeirri síðar- nefndu leikstýrði Martin Scorsese og varð það upphafið að heilladrjúgu sam- starfi þeirra félaga. Arið 1974 lék De Niro Vito Corleone á yngri árum í The Godfather: Part II og hlaut hann Ósk- arsverðlaun fyrir bestan leik í auka- hlutverki fyrir frammistöðu sína. Tveimur árum síðar lék hann svo í Taxi Driver, sem tryggði honum end- anlega stöðu sem einn fremsti kvik- myndaleikari samtímans, en fyrir hlut- verkið var hann tilnefndur til Óskars- verðlauna. De Niro stofnaði eigið kvik- myndagerðarfyrirtæki árið 1989, en það heitir TriBeCa Productions. Hann hefur framleitt sjö kvikmyndir og leik- ið í flestum þeirra, og frumraun hans sem Ieikstjóra var 1993 þegar hann Ieikstýrði A Bronx Tale. Meðal þekktra mynda sem De Niro hefur leikið í eru New York, New York (1977), The Deer Hunter (1978), en fyrir hlutverk sitt í myndinni var hann tilnefndur til Ósk- arsverðlauna, Raging Bull (1980), sem færði honum önnur Oskarsverðlaunin, The Untouchables (1987), GoodFellas (1990), Awakenings (1990), en fyrir hana hlaut hann fimmtu Óskarstilnefn- inguna og Cape Fear (1991), sem færði honum sjöttu tilnefninguna, Heat (1995) og Casino (1995). Alls hefur De Niro leikið í rúmlega fimmtiu kvik- myndum og virðist ekkert vera að draga úr afköstum hans. Á þessu ári hefur hann leikið i þremur myndum auk The Fan, en það eru Sleepers, Marvin’s Room og Affirmative Action og á næsta ári verða frumsýndar að minnsta ksoti þrjár myndir sem hann fer með hlutverk í. Það eru Moby Dick, Great Expectations og CopLand.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.