Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ + SVO hefur verið frá skýrt í frétt- um, að hr. K. Peterson, forstjóri '*' TÍolumbia álfélagsins, sé reiðubú- inn að hefjast handa um að reisa álverksmiðju á Grundartanga, þegar er hann hefur útvegað sér lán til framkvæmdanna. Islenzk yfirvöld hafa þegar búið vel í hag- inn fyrir þennan mann. Fyrr en varir dembir hann álbræðslu- skrímsli niður á ísland. í bænum Töging í Suður-Þýzka- landi (nánar tiltekið við ána Inn, þar sem hún rennur í Bæjaralandi fyrir austan Múnchen) er gamalt álver. Þessi rekstur hefur verið lagður niður af þremur ástæðum: 1. Hátt raforkuverð, 2. Hár flutn- ingskostnaður hráefnis og fullunn- —Ámar vöru. Töging er nokkur hundruð kílómetra frá sjó. 3. Hátt kaup verkamanna. Úrelt mengunarból Þetta álver er gamalt, síðasti áfangi þess var byggður árið 1982. Yfirvöld í Bæjaralandi vilja það burt, fyrst og fremst vegna um- hverfisspjalla. Nú á að flytja það til íslands. Hvað kemur til að það borgar sig fyrir eigandann? Hráefnið verður *~jáfnt að flytja til íslands eins og Bæjaralands, og ísland er nokkur þúsund kílómetrum lengra frá markaðnum en Bæjaraland. ís- lenzk yfirvöld ætla að þola meng- un, sem Þjóðveijar þola ekki. Þau ætla að bjóða lægra orkuverð. Eða hver er ástæðan fyrir því, að Landsvirkjun leynir því, _ hvaða orkuverð hún hefur boðið? íslenzk- ir rafmagnsnotendur eiga að borga muninn á kostnaðarverði og því verði sem álver þetta mun fá rafmagnið á. Verkafólk verður á lægra kaupi en í Þýzkalandi. Af hveiju á að demba þessu niður á Grundartanga? Það liggur •^ieinast við að bjóða hr. Peterson lóð í Straumsvík, sunnan megin við þjóðveginn. Þar er höfn og öll aðstaða. Ekkert svar fæst við því, af hveiju sá staður var ekki val- inn. Væri þá ekki næsti kostur að bjóða hr. Peterson að slást í Atl- antsálhópinn og setja sitt úrelta álver niður á Keilisnesi? Nei, það má ekki, því að hann þarf að flýta sér að fara að græða á okkur. Af hveiju ekki í Helguvík á Suðurnesjum, eða í Reyðarfirði? Hönnun hf. (sem fer með um- boð eigandans) svar- ar: Það er hægt að setja skrímslið niður í Helguvík, en stækkun er torveld, því að íbúðarbyggð er í 1-2 km fjarlægð. Svipað er sagt um Reyðar- fjörð. Nú vill svo til, að landamerki Kjósar- hrepps á miðjum firði eru einmitt um 1,5 km frá Grundartanga. Hvers eiga Kjósveijar að gjalda? Það gildir ekki það sama um þá. Skipulags- stjóri ríkisins fékk formlega í hendur gögn um álver á Grundart- anga hinn 14. des. 1995. Fram- kvæmdin var auglýst opinberlega 22. des. 1995. Frummatsskýrsla Hönnunar hf. lá frammi frá 22. des. 1995 til 29. jan. 1996. Þarna voru hafðar hraðar hendur. Jafn- framt lýsti Hönnun hf. því yfir, að framkvæmdir myndu hefjast i árslok 1996. Hinn 28. nóv. 1995 hélt Hönnun hf. fund að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd til að kynna íbúum þar fyrirhugaðar fram- kvæmdir. Núverandi athafnasvæði járnblendisins er 20 ha. Fyrir ligg- ur tillaga að aðalskipulagi og deili- skipulagi fyrir iðnaðarland á Grundartanga samtals 200 ha. Það á að tífalda athafnasvæðið. Skipulag ríkisins leggur til að þessar tillögur verði staðfestar án auglýsingar. Álver það, sem nú er ætlunin að reisa, hefur 60.000 t afkastagetu á ári. Síðan á að þrefalda afkastagetuna. Auk þess á að setja upp ýmsan annan iðnað á svæðinu. Það er verið að skipu- leggja stóriðnaðarborg á Grund- artanga. Kjósverjar hundsaðir Mörk Kjósarhrepps liggja að Skilmanna- og Hvalfjarðarstrand- arhreppi eftir miðjum Hvalfirði um 25 km vegalengd. Fyrirhuguð stórlega stækkuð höfn hefur í för með sér umsvif og skipaumferð, sem fer að hluta til um lögsögu Kjósarhrepps. Raflínur, sem flytja rafmagn á stóriðnað- arsvæðið, fara að hluta til um lögsögu Kjósarhrepps. Þrátt fyrir þetta, og þrátt fyrir það, að Kjósin komi til með að taka við stórum hluta mengunarinnar, sem stafa mun af þessu stóriðnaðarsvæði, hef- ur aldrei verið haft samráð við hrepps- nefnd Kjósarhrepps um eitt einasta þess- ara mála. Hönnun hf. hafði ekki fyrir því að senda henni frum- matsskýrslu sína. Skipulagsstjóri sendi henni ekki álitsgerð sína um málið (dags. 19. febr. 1996). Það var enginn fund- ur haldinn með Kjósveijum. Bréfi hreppsnefndar til skipulagsstjóra var svarað með því, að athuga- semdir hennar verði ekki teknar til greina. Hreppsnefndin kærði málið til umhverfisráðherra og fór þess á leit að verða formlegur umsagnaraðili um málið. Því var svarað svo, að það væri af og frá Yfirvöld í Bæjaralandi vilja þetta gamla álver burt, segir Arnór Hannibalsson, fyrst og fremst vegna umhverfisspjalla. að mengun frá stóriðnaðarsvæð- inu næði yfir fjörðinn í Kjósina. Umhverfisráðherrann telur sig þess umkominn að stöðva veður og vinda, áður en þeir bera meng- un yfir Hvalfjörðinn. Það vill svo til, að Kjósveijar vita, hvaðan Þórður andar handan, þegar hnausþykkur og helblár eitur- mökkurinn frá Járnblendinu liggur svo dögum skiptir yfir bæjum og býlum í Kjósinni. Mengun Hönnun hf. skýrir svo frá í svo- kallaðri „frummatsskýrslu", að magn mengandi efna í útblæstri verksmiðjunnar verði: flúoríð: 0,8 kg/t á ári, ryk: 1,33 kg/t, brenni- steinstvíoxíð: 28 kg/t. Talið er að 21 kg/t á ári sé tífalt hærra gildi en hvarvetna er viðhaft í Skandin- avíu. Einnig er ljóst, að hleypt verður út í andrúmsloftið meira inagni af koltvíoxíði, þvert á skuld- bindingar, sem ísland hefur geng- izt undir með aðild að samningi SÞ um loftslagsbreytingar. Um svifryk segir Hönnun hf. á bls. 41: „Svifryk er talið skaðlegt dýrum og mönnum, ef styrkur þess er mikill, vegna þess hve djúpt það getur borist ofan í lungun.“ Um þetta efni hefur dr. Guðmundur E. Sigvaldason, jarðfræðingur, rit- að athugasemd til skipulagsstjóra. Þar segir: „Svifryk bindur mjög mikið magn leysanlegs flúors vegna stórs nýbrotins yfirborðs rykagna sem flúor loðir við. Ástæða er til að endurskoða líkana- reikninga varðandi svifryk.“ Sam- kvæmt teikningu frá Hönnun hf. á svokallað „þynningarsvæði“ að ná út á miðjan fjörð. En hvernig ætlar verksmiðjueigandinn, jafnvel með úrskurð umhverfisráðherra í hönd- unum, að sjá um, að mengunin stöðvist þar? Sýrustig í jarðvegi umhverfis járnblendið er orðið slíkt (pH 4), að súrari má jarðvegur ekki vera til að gróður þrífíst. í skýrslu Hönnunar segir á bls. 47, að kerbrot verði urðuð í flæðar- máli. Þau innihalda flúoríð og blá- sýrusalt. Þegar þessi eiturefni síast út í sjóinn, hætta þau allt í einu að verða eitruð. Þessu eiga menn að trúa. Álverið, ,sem nú á að flytja til íslands frá Þýzkalandi, er úrelt. Það er ekki vitað, hvort eða hvað af búnaði þess verður endurnýjað. Það er þó ljóst, að þar eiga að vera handsettar þekjur yfir kerum, en þær eru óþéttar og óþjálar og valda meiri mengun en nýrri tækni. I álverinu í Straumsvík eru rafstýrðar felliþekjur (frá 1989). Islenzk yfirvöld gera einungis kröfu um þurrhreinsun á rykmett- uðum útblæstri, enda er það ódýr- ara fyrir eigandann. Sérfræðingum ber þó saman um, að krefjast beri beggja kerf- anna, þurr- og vothreinsunar. Venjan mun vera að láta hreinsi- vatnið renna út í sjó. Það veldur þá mengun þar í stað þess að menga andrúmsloft. Iðnaður af þessu tagi getur ekki annað en mengað umhverfið. Af þeim heimildum, sem þegar eru tiltækar, er ljóst, að það á að gera Hvalfjörðinn að mengunar- bóli, þar sem engin eðlileg manna- byggð þrífst. Á næstu öld mun byggð út frá höfuðborginni teygjast upp að Esjunni á Kjalarnesi og í Kjós. (Vegur hlýtur bráðlega að koma yfír Leirárvog og á brú yfír Kolla- fjörð. Það er út í hött að eyða stórfé í þjóðveg um Mosfellsbæ.) Þegar ungt fólk fer eftir nokkra áratugi að leita fyrir sér um bygg- ingarlóðir inn með Hvalfírðinum, hvað mun þá blasa við? Gegn- mengað land. Og hver vill byggja hús uppi við ginið á eiturspúandi efnabræðsluhelvíti? I þetta ætlar íslenzka ríkið að fórna ótöldum milljörðum í ijár- festingar. Hvað græðir það á brölt- inu? Heilsuspillandi vinnustað handa nokkrum tugum manna. Áður en járnblendinu var skotið niður á Grundartanga voru gerðar nokkrar náttúrufræðilegar rann- sóknir á lífríki umhverfisins. Þeim hefur ekki verið fylgt eftir. íslenzk yfii-völd hafa ekki hirt um að knýja járnblendið til að gera það. Það liggja því ekki fyrir neinar rann- sóknaniðurstöður um mengun af völdum járnblendisins. Verður af- staða íslenzkra yfirvalda einhver önnur, þegar mengunarumsvif margfaldast á Grundartanga? Tveir kostir Hér er um tvennt að velja: Ann- aðhvort að Hvalfjörðurinn fái að vera svæði með fjölbreytta nátt- úru, fjölbreytt lífríki sjávar og fuglalíf og þar sem bændur geta búið - eða breyta þessu landsvæði í mengunarauðn. Hvað hugsa þingmenn Reykjaneskjördæmis? Ætla þeir að láta þetta gerast? Hvað hugsa þingmenn Vestur- lands? Er þeim sama, þótt byggð í tveim (eða þrem) hreppum kjör- dæmisins spillist? Hvað hugsa þingmenn Reykja- víkur? Hugsa þeir ekki um fram- tíðarhagsmuni höfuðborgarbúa? Og núverandi borgarstjórn í Reykjavík? Ætti hún ekki að huga að þróun byggðarinnar og gera það sem hún getur til að koma í veg fyrir þetta slys? Hvað segir Verkamannasam- bandið? Ætlar það ekki að krefj- ast þess, að verkamenn í fyrirhug- uðu álveri fái sama kaup og verka- menn í Þýzkalandi? Hvaða áhrif hefur þetta á heim- sóknir erlendra ferðamanna til Is- lands? Það er augljóst: Ferðamála- stjóra ríkisins verður falið að til- kynna öllum lýðum víða um heim: Heimsækið Island - ruslahaug úreltra álvera! Árangurinn er fyr- irfram tryggður. íslenzk yfirvöld mega mín vegna sleikja tær erlends gróða- manns. (Þessi maður gæti reynzt vera bara djóker, - sagði háttsett- ur embættismaður í Seðlabankan- um í Ríkisútvarpinu hinn 21. okt. 1996.) En ég vona, að enn séu til menn í landinu, sem þykir það ekki gott. Höfundur er prófessor. UM ÁLVER Á GRUNDARTANGA Arnór Hannibalsson +-. •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.