Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐKOMAN að kjarasainning- uin nú er allt önnur en hún hefur verið nokkru sinni áð- ur. „Ástæðan er sú að stjórn- anneirihlutinn á Alþingi keyrði í gegn breytingar á vinnu- löggjöfinni síðastliðið vor, ekki að- eins í andstöðu við Alþýðusatnband- ið, heldur í andstöðu við gervalla verkalýðshreyfinguna í landinu. Þetta þýðir auðvitað að aðkoman að endurnýjun kjarasamninganna er með allt öðrum hætti en verið hefur og auðvitað gætir ákveðinnar toitryggni í félögum okkar vegna þessa,“ sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASI, þegar hann var spurður um viðhorfin almennt í kjaramálum í upphafi viðræðna. Áðspurður hvort hann teldi að þetta ætti eftir að torvelda gerð nýrra samninga segir hann að erfítt sé um það að segja. Hann voni að svo verði ekki, þó auðvitað séu svona vinnubrögð ekki til þess fallin að vekja traust. Það fyrsta sem reynt hafi á varðandi nýju vinnulöggjöfina hafi verið viðræðuáætlanirnar og í aðalatriðum hafi tekist að gera þær án mikilla árekstra, þó í sumum til- vikum hafi orðið að vísa gerð þeirra inn á borð til ríkissáttasemjara. Landssambönd Alþýðusambandsins hafi með höndum forræði viðræðn- anna fyrir hönd aðildarfélaganna að langmestu leyti, en í einstaka tilfellum hafi niðurstaðan orðið sú að verkalýðsfélögin sjálf hafi for- ræði viðræðnanna með höndum. Morgunblaðið/Kristinn GRÉTAR Þorstelnsson, forseti Alþýðusambands Islands. Kaupmatturínn skiptir mestu Verkalýðshreyfingin hafði mikil áhrif á þá stefnu sem efnahagslífið tók í upphafi þessa áratugar þegar erfíðleikar blöstu við. Nú árar betur og nýstárleg viðhorf eru uppi í kjaramálum. Nýir kjarasamningar eru fram- undan, samningar sem geta haft mikið að segja um það hvert stefnir í íslensku efna- hagslífi á næstu árum. Hjálmar Jónsson ræddi við Grétar Þorsteinsson, forseta Alþýðusambands íslands um viðhorfín í kjaramálum í upphafi samningaviðræðna. Hann telji að það hafi verið mjög skynsamiegt að haida þannig á málum fremur en að hvert og eitt verkalýðsfélag ætti í viðræðum út af fyrir sig. Það þjóni hagsmunum verkafólks betur. Síðan eigi eftir að koma í ljós hvernig þessar nýju regl- ur um samskipti á vinnumarkaði reynist. Vinnulagi við gerð kjara- samninga, sem þróast hafi í ára- tugi, hafi verið breytt. Verkalýðs- hreyfingin hafi taiið æskilegt að gera ákveðnar breytingar á vinnu- lagi við samningagerð, en hún hafi viljað semja um þær breytingar við atvinnurekendur, en ekki láta lög- bjóða samskiptareglur sem gætu átt eftir að leggja stein í götu þess að samningar næðust. Fyrri vinnulög- gjöf hafi verið sveigjanlegri og hent- að öllum aðilum mun betur en sú sem meirihluti Alþingis hafi sam- þykkt síðastliðinn vetur. Tortryggni ríkjandi — Hver telurðu að hafi verið tilgangur stjórnvalda með þessum breytingum? „Maður spyr sig auðvitað þeirrar spurningar, sérstaklega eftir þá samningagerð sem hófst árið 1990 eða þetta svokallaða þjóðarsáttar- tímabil. Hvað gekk ríkisstjórninni til að keyra fram þessar breytingar á vinnulöggjöfinni eftir tímabil þar sem tiltölulega góð sátt hefur ríkt milli þessara aðila, þ.e.a.s. Vinnu- veitendasambandsins, Alþýðusam- bandsins og ríkisvaldsins um það meginmarkmið að ná hér niður verð- bólgu og tryggja stöðugleika í verð- lagi? Af þessum ástæðum er ríkj- andi veruleg tortryggni, ekki aðeins í garð ríkisstjómarinnar heldur einnig gagnvart atvinnurekendum sem studdu þessar breytingar.“ — Þú minntist á þjóðarsáttartíma- bilið. Hvcr er reynslan af þeim samningum sem gerðir voru þá og hvaða iærdóma má draga í þeim efnum? „Það hefur margt áunnist á þessu tímabili að mínu viti. Þar nefni ég fyrst að það var auðvitað mjög brýnt að ná niður verðlagi og tryggja hér lága verðbólgu. Það var með blendn- um tilfinningum sem við gerðum samningana 1990, ekki hvað síst vegna þess að menn höfðu misjafn- lega sterka trú á að þessi tilraun tækist. Þá kom fram sú gagnrýni innan okkar raða, sem á við ákveð- in rök að styðjast, að lítið sem ekk- ert svigrúm hafi verið gefið til sér- kjarasamninga. Það hefur hins veg- ar sýnt sig að meginmarkmiðið náð- ist og ég held að það sé nú kannski mikilvægasti árangurinn. Það hefur hins vegar verið mikið atvinnuleysi á okkar mælikvarða þessi ár og það er hlutur sem er ákaflega erfitt að sætta sig við. Samdráttur í atvinnu- og efnahagslífinu á þessu tímabili skýrir það að stærstum hluta. Nú hefur það hins vegar gerst á allra síðustu misserum að efnahags- lífið hefur verið að taka við sér aft- ur. Fyrirtæki eru að skila hagnaði síðustu tvö ár og það sem hefur sést í uppgjörum það sem af er þessu ári. Reyndar virðist hagnaður- inn víða vera mjög umtalsverður og það gildir nokkuð almennt í atvinnu- iífinu. Það er á sinn hátt fagnaðar- efni. Sumir í okkar röðum segja að það sé staðfesting á því að það hafi ekki komið nóg í okkar hlut á síðustu misserum. Það kann að vera rétt, en ég segi líka að það reyni þá á það við þessa samningsgerð hvort atvinnurekendur eru tilbúnir til að tryggja hér umtalsverðan kaup- máttarauka við þessar aðstæður, þar sem fyrirtækin eru að skila umtalsverðum hagnaði og gera það án þess að hleypa launahækkunun- um út í verðlagið. Fyrirtækin hafa jú á undanförnum árum lagt á það ríka áherslu að þeim væri tryggt rekstrarumhverfi svipað því sem er hér í nágrannalöndunum. Það hefur verið gert í aðalatriðum. Einn mikil- vægasti þátturinn í þessu rekstrar- umhverfí eru auðvitað launin sem þessi fyrirtæki í nágrannalöndunum eru að greiða eða þau kjör sem starfsfólkinu eru sköpuð. Það hlýtur að gilda nákvæmlega það sama hér á landi og við hljótum að leggja áherslu á að félagsmönnum okkar verði tryggð hliðstæð kjör og þessi fyrirtæki í nágrannalöndunum eru að tryggja sínum starfsmönnum." — Nú hafa ráðstöfunartekjur auk- ist um rúm 10% á því tveggja ára samningstímabili sem nú er að renna sitt skeið. Er slíkur árangur kjarasamninga ekki reynsla til að byggja á? Kaupmáttur hefur vaxið „Auðvitað hljótum við að líta til þeirra samninga eins og líka ann- arra samninga á undanförnum árum og umhverfisins í kringum okkur. Það er fagnaðarefni að kaupmáttur hefur vaxið, eins og raun ber vitni, síðustu tvö ár. Reyndar er það svo að endanlegar kröfugerðir hafa ekki verið fullmótaðar nema að litlu leyti meðal félaga innan Alþýðusam- bandsins. Sum landssamböndin eru búin að móta meginstefnu í samn- ingsgerðinni og önnur eru að því þessa dagana. Það gerist auðvitað á allra næstu vikum að fullmótaðar kröfugerðir líta dagsins ljós. Mér sýnist reyndar að samningsgerðin muni í þetta skiptið, eins og gerðist til dæmis I síðustu samningum, í aðalatriðum verða á vettvangi landssambandanna. Þó eru það nokkur verkalýðsfélög sem þegar hafa tekið þá ákvörðun að fara ein með sín mál, eins og ég nefndi áður. Hvað sem öðru líður held ég að það sé í aðalatriðum svo hjá flestum ef ekki öllum landssamböndunum, að þau séu að setja sér markmið um að á tiltölulega fáum árum verði tryggður hér svipaður kaupmáttur og í nágrannalöndunum. Menn gera I sér grein fyrir að það gerist ekki í | einu skrefi og væntanlega ekki . nema að hluta til í þeim samningum * sem nú fara í hönd, en það þarf að stíga myndarlegt skref.“ — Telurðu að það sé lykilatriði að hafa stjórn á verðlaginu í því sem framundan er? „Já ég er þeirrar skoðunar og ég held að það sé almenn skoðun innan Alþýðusambandsins að það sé mikil- vægt að halda verðbólgu hér í skefj- » um með svipuðum hætti og okkur | hefur tekist á undanförnum árum. i Það náttúrulega gengur hins vegar ekki ef þetta mikilvæga markmið er notað sem svipa á okkur. Það gengur ekki upp, en ég held að það sé ekki deilt um það í okkar röðum að afar mikilvægt sé að tryggja hér stöðugt verðlag og lága verðbólgu." Fleiri en ein leið til þess að auka kaupmátt. ) — Nú hefur Seðlabankinn sagt að I launahækkanir á bilinu 3,5-4% gætu j samrýmst markmiði um svipaða verðbólgu og í nágrannalöndunum eða í kringum 2% á ári. Vinnuveit- endasambandið hefur talað um að miða ætti við svipaðar verðlags- hækkanir og í nágrannalöndunum. Hvað viltu segja um þetta? „Það er kannski fyrst til að taka að við deilum svo sem ekki um þess- i ar stærðir sem um er að ræða í nágrannalöndunum. En það er rétt l að hafa í huga að umsamdir kaup- ) SJÁ SIÐU 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.