Morgunblaðið - 24.11.1996, Síða 6
6 B SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ÞEGAR aldur færist yfir
segjum við gjaman: „Það
haustar að“. Þá finnum
við að líður að lokum í
lífi manna og gróður tekur að sölna.
„Allt eins og blómstrið eina“ kvað
Hallgrímur sálmaskáld, einn skær-
asti blysberi kristninnar fyrr og síð-
ar á þessu landi. Sá sálmur minnir
okkur á fegurð lífsins og jafnframt
á fallvaltleikann og dauðann sem
er örugg lokahöfn í lífi hvers manns.
Það var eitt síðsumarkvöld árið
1995 þá veiðimenn höfðu lokið
kvöldvaktinni og voru komnir heim
ti! búða sinna, að mér flaug í hug
að nú væri vel til fundið að ganga
til árinnar í kvöldhúminu og flytja
henni e.t.v. hinstu kveðju. Aldrei
að vita hvort jafngott tækifæri
gæfist, þar sem vetur færi senn í
hönd. Enginn á það víst að sjá vor
á ný, allra síst þeir sem heilsulitlir
eru. Mér bauð í grun að margt
myndi geta borið á góma hjá mér
og ánni eftir löng og náin sam-
skipti. Mér þótti því vissara að
stinga í vasa minn glasi með nitrom-
estöflum. Sterk geðhrif gátu haft
ófyrirsjáanleg áhrif á veikburða lík-
ama minn. Eg settist inn í bílinn
og stefndi að Mjósundi sem er rétt
fyrir ofan Æðarfossa í Laxá í Aðal-
dal. Hvergi er jafn gott að hlusta
á hljóminn í Laxá eins og þar sem
hún breytir oft um tón eftir því
hvernig golan stendur. Ég stöðvaði
bílinn spölkorn frá ánni, steig út
og labbaði hægt niður á bakkann.
Hér ætlaði ég að eiga helga stund.
Ég reyndi að skýla mér fyrir hafgol-
unni með því að setjast í skjól við
stóra hvönn og hávaxnar starir. Það
lét nokkuð hátt í ánni þegar hún
steypti sér fram af flúðum og féll
í fossum. Fyrr en varir datt hafgol-
an niður og áin skipti um tón, hætti
í dúr og breytti yfir í moll. Það var
stafalogn og vaýnsflöturinn sléttur
eins og spegill. Ég sá ský himinsins
speglast í honum, sólin var horfin
bak við Kinnarfjöllin og skuggarnir
teygðu sig niður klettabeltin einsog
fingur á svörtum óvætti. Senn blés
aflandsnæturgolan og ýfði vatns-
flötinn. Speglunin á ánni hvarf og
hún breytti um lit, varð dökk í
strenginn, næstum blásvört og
ómar fossanna hljóðnuðu. Langt úr
suðri barst fagur strengjakliður sem
gaf til kynna að nú væri í vændum
minnst tveggja daga sunnanátt. Áin
sagði að bændur gætu lokið hey-
skap. Ef til vill voru þeir að horfa
á sjónvarpið og heyrðu því ekki boð
árinnar. Þeir skilja ekki að veð-
urspáin í sjónvarpinu er byggð á
líkum, en merkjamál árinnar boðar
staðreyndir. Mér varð næstum bilt
við er ég heyrði mikið skvamp. Ég
horfði út á miðja ána og sá að helj-
armikill hængur hafði stokkið upp-
úr henni í um eins metra hæð.
Hann sat næsta kjur í loftinu andar-
tak en féll svo í djúp árinnar með
miklum dynk. Mér fannst hann
segja: „Sjáðu mig, ég er einn af
meisturum árinnar. Eg læt aldrei
ginnast af agninu." Ég hugsaði með
mér, ég veit að hrygnan liggur við
hlið þína en þú verður að stökkva
af og til svo hún viti að þú sért
traustsins verður.
Fjölskyldulífið í ánni var erfítt
og hentaði ekki ístöðulitlum. Rétt
í þessu heyrði ég garg í öndum.
Meðfram bakkanum synti græn-
höfðakolla og fast á eftir henni tveir
ungar, nei, ekki ungar, heldur tvær
ungar endur. Kollan hafði veður af
mér en sá ekki ástæðu til að óttast
mig._ Ég las kafla úr lífsbók henn-
ar. Á síðastliðnu vori hafði hún átt
fallegan stegg sem vildi stunda
ástalífið af kappi, en þá er hún lagð-
ist á eggin varð hann ábyrgðarlaus
og speglaði sig í pollum og tjörnum
og gerðist kroppsdýrkandi. Hann
stundaði og gjálífi með öðrum
steggjum og gleymdi fjölskyldunni.
Ondin erfiðaði og úr eggjum hennar
komu margir ungar. Þá var hún
orðin mögur, ungarnir hennar
þurftu mat, hún fann læk og synti
niður hann með hópinn sinn og út
á ána. Ungarnir sóttust eftir flugum
og ýmsu öðru góðgæti til að geta
dafnað vel. Varla var öndin komin
út á ána þegar flugvargar, komnir
af hafi, sáu hana. Þeir flugu hátt
í loft upp og steyptu sér yfir anda-
fjölskylduna með ógnar hraða, opn-
BJÖRN á Laxamýri með hund sinn á árbakknum.
Rennt í hylinn
Hjá Fjölva er komin út bókin Rennt í hylinn og með undirtitlinum
Bjöm á Laxamýri á tali við ána sína. í bókarkynningu segír að í
þessarí bók sé Bjöm G. Jónsson á eins konar eintali við ána sína
sem hafi nánast verið allt hans líf. Hann renni færi sínu jafnt í
hyl árinnar og minninganna. Hér birtist brot úr fyrsta
kaflanum, Á tali við ána.
HJÓNIN Elín Vigfúsdóttir og Jón H. Þorbergsson með börnum
sínum, Hallgrími, Sigríði, Vigfúsi, Þóru og Birni.
uðu kjaftinn og görguðu. Vesalings
ungarnir trylltust af hræðslu og
hlupu á vatninu í allar áttir. Öndin
rétt náði að koma tveimur ungum
hvorum undir sinn væng, en vargur-
inn tíndi hina upp og gleypti þá í
heilu lagi. Þetta þótti honum góður
málsverður og flaug yfir ána og
vestur á sandinn fyrir handan og
svaf þar fram á kvöld. Öndin var
hnípin en passaði vel upp á þessa
tvo unga og gaf vargnum aldrei á
þeim færi. Hvað hún hugsaði veit
enginn, e.t.v.: „Hvar er þessi aum-
ingi, sem var maki minn, núna á
stund neyðarinnar. Nógu var hann
duglegur þegar hann vildi fara und-
ir föt hjá mér í vor.“
Nú var ég kominn í samband við
ána og við gátum hafið spjallið, hún
var reyndar að flýta sér til sjávar
því stöðugt barst nýtt vatn sem
þurfti að komast leiðar sinnar. Ég
sat rólegur, þurfti aldrei framar að
flýta mér, en spurði: „ Hvernig var
þetta, mér hefur lengi boðið í grun
að ég ætti lítið í þér, en þú meira
í mér?“ Ég beið hljóður eftir svari
sem barst skjótt. „Auðvitað áttir
þú aldrei neitt í mér en ég átti þig
frá upphafí." Loks rann allur sann-
leikurinn upp fyrir mér heiður og
tær, rétt eins og þegar fjallstindur-
inn rífur af sér næturþokuna og
ljómar í morgunsólinni nakinn og
skær.
Þegar samskipti mín og árinnar
eru riijuð upp kennir margra grasa
og ég byija á fyrstu kynnum. Ég
minnist mín sem 15—16 ára ungl-
ings á eftirstríðsárunum en þá urðu
miklar breytingar í þjóðlífinu. Þeir
sem voru lausir og liðugir horfðu
til borgarljósanna og ekkert gat
stöðvað ferð þeirra til þéttbýlisins
enda varla von og stoðaði hvorki
að bjóða gull né græna skóga til
að fá vinnandi hönd til að starfa í
dreifbýli. Á þessum tímum átti ég
mér draum um að fara í nám, verða
lögfræðingur eða kannski prestur.
Það væri áhugavert að fylgjast með
fólki í blíðu og stríðu og líka að
verða góður ræðumaður.
En áin mín var á allt öðru máli,
það eru til nógir prestar og hún
hafði næg verkefni handa mér sem
enga bið þoldu. „Það koma hér
ræningjar ítrekað þegar þeir vita
af mikilli laxgengd, koma á bátum
frá hafi, þótt þeir viti að fisk sinn
eigi þeir að veiða í sjónum. Samt
sigla þeir bátum sínum upp í ósinn
í góðu veðri og leggja net sín þvert
fyrir ána og draga svo til lands.
Með því móti er góð veiðivon, en
þetta er fiskur sem mínir þegnar
eiga að fá.“
FEÐGININ Björn á Laxa-
mýri og Halla Bergþóra
með góðan feng.
Ég sá að þarna var mér mikill
vandi á höndum, ég var aðeins 16
ára unglingur, feiminn, kjarklítill
og veikburða gegn kjarkmiklum
sjómönnun sem stundað höfðu
veiðiþjófnað í mörg ár og töldu sig
hafa fullan rétt til þess. Ég sá enga
leið hvernig undan þessari áskorun
árinnar minnar yrði vikist. Sá orð-
rómur var á kreiki að á Húsavík
væri ekki vandkvæðum bundið að
fá keyptan lax ef vel væri með far-
ið, en ef eftir var spurt vissi enginn
neitt. Brátt dró til tíðinda. Eitt góð-
viðriskvöld, þegar aðstæður voru
ákjósanlegar til ádráttar, lagði ég
leið mína niður í Ærvík sem er við
ósa Laxár, en þangað var um
klukkustundargangur. Klukkan var
að byija að ganga eitt að nóttu.
Jeppi var til á bænum og sæmileg-
ur vegur langleiðina. Ég hafði farið
þess á leit að fá bílinn til afnota í
þetta verkefni þar sem jeppinn var
ekki í annarri notkun þann tíma.
Þá var annað viðhorf til bíla en nú,
heimamenn höfðu litla trú á verk-
efni mínu og töldu að bíllinn hefði
forgang og hlífa mætti hjólum hans,
ég gæti einfaldlega gengið. Mér
sárnaði þessi viðbrögð en minntist
aldrei á bílinn framar þótt ferðirnar
á þessu og næstu sumrum yrðu
óteljandi. Oft fór ég þreyttur af
stað eftir vinnudag og kom heim
enn þreyttari eftir þvæling nætur-
innar og þá varla vinnufær daginn
eftir. En þessa téðu nótt, sem varð
viðburðarík, var ég kominn niður
að Ærvík um klukkan tvö. Þar var
ekkert óvanalegt að sjá og ég fór
að dunda mér í fjörunni eins og
unglingum er títt, gleymdist gætnin
og ég lenti í öldu sem bleytti mig
uppá miðja kálfa og trosnaðir
strigaskórnir fylltust af sandi og
sjó. Allt í einu heyrði ég taktfullt
vélarhljóð í mikilli nálægð og fól
mig í skyndi bak við stóran stein.
Báturinn leið inní ána, þrír menn
voru um borð. Það lá vel á þeim
og þeir voru með spaugsyrði á vör-
um. „Ef hann gengur þá er hann
á ferðinni núna, við tökum Búðar-
dráttinn núna,“ sagði einn þeirra
og bætti við: „Það er nú ekki skaði
skeður þó að við tökum nokkra
fiska, ég held að ekki geri til þótt
þessir grósserar úr Reykjavík séu
ekki með físk á í hveiju kasti.“
Það var hlegið og fleiri brandarar
látnir fjúka, sumir í grófara lagi.
Þegar komið var upp fyrir Búðar-
dráttinn stökk maður frá borði og
óð til lands með band í hendi en
hinir sigldu á ská yfir ána og renndu
jafnóðum neti frá borði. Ég gekk í
rólegheitum til mannsins í fjörunni.
Þetta var samanrekinn sjómaður,
áberandi blár og rauður í andliti
og ég þóttist vita að hann hefði
marga salta dropana strokið fram-
an úr sér um dagana. Þegar hann
varð mín var, varð honum mjög
bilt við. Hann gleymdi bandinu, á
því slaknaði og þegar í stað tóku
fiskar að stökkva yfir netið.
Það var kallað reiðilegri röddu frá
bátnum: „Hver djöfullinn gengur á?“
í sama mund komu bátsveijar auga
á mig og það hafði ekki góð áhrif
á þá, báturinn stöðvaðist og netið
lagðist niður á botninn og kastið því
orðið ónýtt. Bátsveijar tóku að inn-
byrða netið uppí bátinn. Nú var sjó-
maðurinn í landi orðinn verulega
reiður. Hann lét skammirnar dynja
á mér. „Þú, drengræfill, þér væri
nær að fara heim og láta skipta um
bleiu á þér frekar en að vera hér
að abbast uppá fullorðið fólk.“ Ég
settist á stein í fjöruborðinu. Þótt
undarlegt sé var skárra að sitja
undir skömmum en standa undir
þeim. Sjómaðurinn hélt áfram:
„Veistu að það er glæpsamlegt að
njósna um fólk?“ Mér fannst nú nóg
komið, horfði ofaná blauta skóna
mína og svaraði þijóskulega: „Ég
má alveg vera hérna, en hvað um
þig, mátt þú vera hérna, átt þú hér
eitthvert löglegt erindi?“ Ég hefði
kannski ekki átt að segja þetta, því
nú sneri sjómaðurinn sér að mér og
stóð yfir mér ógnandi. Hann var enn
rauðari og blárri í framan en fyrr
og mér var ráðgáta hvemig það gat
orðið. Ég sat kyrr á steininum, átti
ekki annarra kosta völ. Ég vissi að
sjómaðurinn hafði ráð mitt í hendi
sér. Nú rann báturinn að með hinum
tveimur. Fátt var um kveðjur og enn
dundu skammir. Ég svaraði engu
til, enda tilgangslaust. Orðfæri
þeirra og illyrði voru mun fjölbreytt-
ari og kjarnmeiri en mín. Þeir ræstu
vélina, fóru um borð og stímuðu
niður ána. Það síðasta sem ég heyrði
til þeirra var að einhver hrópaði:
„Snautaðu heim, aumingi, og láttu
þurrka framan úr þér horinn."
Ég labbaði heim eftir atburði
næturinnar. Sandurinn í skónum
særði mig og ég fór úr þeim utan
við útidyr. Tærnar orðnar sjósoðnar
en með sokkafitinni þurrkaði ég
mesta sandinn af er sat milli tánna
og gekk til herbergis míns. Klukkan
var að ganga sex og ekki langt til
vinnudags. Ég komst úr utanyfir-
buxunum en hneig þá niður á kodd-
ann. Mér gafst ekki tími til að sofna,
ég hafði misst meðvitund.
Við morgunverðarborðið minntist
ég á atburði næturinnar en talaði
óglöggt og var svefndrukkinn. Eitt-
hvað hafði síast út því vart hafði
fjósverkum verið lokið er hraðboði
kom í fjósið og sagði að ég skyldi
strax þvo af mér mjaltir og fara í
skárri föt því formaður Laxárfé-
lagsins biði með bíl sinn í gangi,
því nú skyldi farið til sýslumanns.
Ég var mun betur fyrir kallaður en
um morguninn því meðan kýr voru
handmjólkaðar komst ég upp á lag