Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 17 VW fómar Lopez en GM Wolfsburg. Reuter. ekki ánægt VOLKSWAGEN AG hefur fórnað framleiðslustjóra sínum og virðist vilja binda enda á þriggja ára mála- ferli við General Motors, skömmu eftir úrskurð bandarísks dómara sem var þýzka bílaframleiðandanum í óhag. VW sagði í stuttorðri yfirlýsingu að eftirlisstjórn fyrirtækisins hefði samþykkt beiðni um tafarlausa af- sögn frá Jose Ignacio Lopez de Arri- ortua framleiðslustjóra, sem GM sakar um iðnnjósnir og staðið hefur fyrir niðurskurði hjá Volkswagen. Opel AG, Þýzkalandsdeild GM, lýsti því yfir að Lopez segði af sér þremur árum of seint og afsögn hans bætti fyrirtækinu ekki það tap sem hann hefði valdið. Jafnframt krefst Opel nánari lagalegra skýringa á því hvers vegna stjórn VW hafi svo lengi stutt við bakið á Lopez. Nauðsynlegt sé að fá á hreint hver beri persónulega ábyrgð í málinu og meta það tjón sem hafi orðið til þessa. Verð hlutabréfa í VW hækkaði í 617 mörk eftir afsögn Lopezar, en lækkaði í 614,50 mörk í síðari við- skiptum. VW neitar ásökunum VW hefur staðfastlega neitað ásökunum GM og Adam Opel AG um að Lopez og þrír aðrir fyrrver- andi háttsettir starfsmenn GM, sem nú starfa hjá VW, hafí stolið kössum með leyniskjjölum og tölvudiskum um innkaup og framleiðsluáætlanir þegar þeir gengu til liðs við VW snemma árs 1993.' Lögfræðingar Lopezar sögðu að hann hefði beðizt lausnar hjá VW til að einbeita sér að vörn í máli sínu og gera að veruleika gamlan draum um að koma á fót ráðgjafafyrirtæki. Almennt hafði verið búizt við að Lopez segði af sér og lausnarbeiðnin yrði samþykkt til að binda enda á málarekstur, sem gæti kostað VW milljarða dollara og orðið fyrirtæk- inu óbætanlegur álitshnekkir. Þrýstingur á VW að semja um lausn án íhlutunar dómstóla hefur aukizt síðan bandarískur umdæmis- dómari í Detroit, miðstöð GM, úr- skurðaði að GM gæti iögsótt Lopez og aðra framkvæmdastjóra VW, þar á meðal Ferdinand Piech forstjóra samkvæmt lögum um svindl og fjárkúgunarstarfsemi. Þau lög hafa verið notuð til að lögsækja mafíuna og dómur samkvæmt þeim gæti þre- faldað skaðabætur þær sem VW yrði að greiða ef fyrirtækið yrði fundið sekt. Opel hafði krafizt þess að VW ræki Lopez, bæðist opinberlega af- sökunar og greiddi skaðabætur í staðinn fyrir samkomulag án íhlutunar dómstóla. VW með Piech í broddi fylkingar hafa staðið með Lopez gegnum þykkt og þunnt. I yfíriýsingu inni þakkaði eftirlis- stjórn VW Lopez fyrir „frábær störf.“ Lopez er Baski og þekktur fyrir færni í að einfalda rekstur og draga úr kostnaði í bílaframleiðslu. Hann átti frumkvæði að nýstárlegu vinnufyrirkomulagi hjá VW, sem stuðlaði að því að fyrirtækið varð arðsamt á ný. Getum hefur verð leitt að því í fjölmiðlum að framtíð Piechs kunni að vera í hættu ef málarekstri verði haldið áfram. ÚRVERINU Ráðstefna Farmanna- og fiskimannasambands íslands FRÁ formannaráðstefnu FFSÍ. Þeir Halldór Hallgrímsson,, Akureyri og Guðjón A. Kristjánsson, for- seti FFSÍ ásamt fleiri ráðstefnumönnum. Lagzt gegn frjálsu o g óheftu framsali kvóta FORMANNARÁÐSTEFNA Far- manna- og fískimannasambands ís- lands leggst gegn ftjálsu og óheftu framsali kvóta. Ráðstefnan leggur einnig til að núverandi reglur um úreldingu fiskiskipa verði afnumdar og allur fiskur fari á markað. Þá varaði ráðstefnan við framkomnum hugmyndum um veiðileyfagjald og hvatti til þess að hvalveiðar yrðu hafnar sem fyrst. Ályktun ráðstefnunnar um fram- sal aflaheimildar er efnis að þeim tilmælum er beint til alþingismanna, að styðja lagafrumvarp þingmann- anna Guðmundar Hallvarðssonar og Guðjóns Guðmundssonar um afnám ftjáls ög óhefts framsals á veiðiheim- ildum ef ekki sé um svokölluð jöfn skipti að ræða. Neyðarástand í greinargerð með ályktuninni seg- ir svo: „Það ófremdarástand sem ríkt hefur vegna sinnuleysis stjómvalda um að sníða verstu agnúana af kvóta- kerfínu, og leitt hefur til þess að sjó- menn eru í sífellt meiri mæli nauð- beygðir til þátttöku í kaupum og leigu á aflaheimildum, hefur verið og er enn með öllu óviðunandi. Á meðan þetta ástand varir er útilokað að starfsfriður verði innan fiskveiði- greinarinnar. Þetta neyðarástand er nú orðið svo fyrirferðarmikið innan greinarinnar að jafnvel hörðustu stuðningsmenn kvótakerfísins í nú- verandi mynd viðurkenna vandann, og að á honum verði að taka. Það verður bezt gert með þeim hætti sem framvarpið gerir ráð fyrir.“ Undrast orð ráðherra Þá lýsir formannaráðstefnan undrun og áhyggjum vegna ummæla sjávarútvegsráðherra við setningu Fiskiþings 20. nóvember síðastlið- inn, „þar sem ráðherrann lýsti skip- stjórnar- og útgerðarmönnum sem svikurum við íslenzku þjóðina í bráð og lengd vegna frákasts á fiski, í stað þess að taka á þeim vanda, sem fylgir núverandi kerfi um stjórn fisk- veiða óbreyttu." Fokker leystur upp og hættir rekstri Haag. Reuter. FOKKER flugvélaverksmiðjurnar hafa nánast enga möguleika á að halda áfram rekstri vegna þess að mikilvægur íhlutaframleiðandi hefur snúið við þeim baki. Þar með eru viðræður um björgun Fokkers við Samsung flugiðnaðarfyrirtækið í Suður-Kóreu farnar út um þúfur að sögn skiptaráðenda. Sérfræðingar segja að óvirðuleg endalok kunni að bíða Fokkers: eign- ir þær sem eftir séu verði seldar hæstbjóðanda. Viðræðum skiptaráðenda við Samsung Aerospace var hætt þegar flugiðnaðarfyrirtækið Short Brot- hers í Belfast hafði sagt að það mundi ekki halda áfram að útvega vængi í Fokker flugvélar. Shorts til- heyrir Bombardier Inc í Kanada. Skiptaráðendur sögðust því „neyðast til að draga þá ályktun að endurreisn Fokkers á grundvelli þess að núverandi framleiðslu verði hald- ið áfram sé ekki lengur fram- kvæmanleg." Þeir kváðu mjög litlar líkur á ann- arri björgunaráætlun með samvinnu við annan vængjaframleiðanda. Skiptaráðendurnir veittu Sams- ung einkarétt á að skoða bókhald Fokkers í september í von um tilboð frá suður-kóreska fyrirtækinu í fiug- vélaverksmiðjurnar. Á fimmtudag tilkynnti Samsung að fyrirtækið þyrfti annan mánaðar- frest til að ákveða hvort það vildi taka við rekstri Fokker. Skiptaráðendurnir reyndu að framlengja samninga um hluti í flug- vélarnar, en Shorts kvaðst ekki geta lengur útvegað vængi í F-70 og F-100 þotur Fokkers Tilkynnt var að Fokker mundi halda áfram smíði flugvéla, sem KLM Cityhopper, víetnamska flugfé- lagið og það eþíópíska hefðu þegar pantað. Norðmenn fá pöntum í 67 milljarða króna skip Ósló. Reuter. NORSKA skipasmíða- og verkfræði- fyrirtækið Kvaemer hefur tryggt sér 67 milljarða n.króna pöntun í smíði tveggja skemmtiferðaskipa, sem verða þau stærstu í heiminum og taka 3100 farþega hvort. Þetta er mesti samningur sem hefur verið gerður við fyrirtækið um skiasmíði. Skipin verða smíðuð fyrir Royal Caribbean Cruise Lines Ltd og verða hvort um sig 130.000 brútt- órúmlestir. Þau verða meira en tvöfalt stærri en Queen Elizabeth 2, flagg- skip farþegaskipadeildar Kvaern- ers. QE2 tekur 1900 farþega. Stærstu farþegaskip, sem nú eru í smíðum, era 105- 110.000 brútt- órúmlestir. Smíðuð í Finnlandi Skipin verða smíðuð í Masa-skipa- smíðastöð Kvaerners í Turku í Finn- landi. Bráðabirgðadótturfyrirtæki í Finnland gerðu Kvaerner Masa- skipasamíðastöðinni kleift að stand- ast samkeppni frá öðrum evrópskum og japönskum skipasmíðastöðvum. Afhending skipanna á að fara fram 1999 og 2000. Afnám óhefts framsals „ÞAÐ eru tvö grundvaliaratriði' ái okkar mati sem þarf til að hægt verði að gera eðlilegan kjarasamning til framtiðar, það er að tekið verði á leigukvótabraskinu og fundin verði eðlileg verðmyndum sem myndast á löggiltum flskmarkaði. Þessi tvö atr- iði setjum við á oddinn í komandi kjarasamningum," segir Guðjón A. KnStfánsson, forseti FFSÍ, í samtali við Morgunblaðið. Formannaráð- stefnu FFSÍ lauk á Akureyrei í gær. Kjaramál voru í brennidepli á formannaráðstefnu FFSÍ sem lauk á Akureyri í gær en á þinginu vora mótaðar kröfur sem lagðar verða fram í komandi kjarasamningum. Guðjón A. Kristjánsson formaður farmanna og fiskimannasambands ísíánds sagði kjaramál fiskimáhnia mjög sérstök, inni í kjarasamningum fiskimanna væru atriði sem gætu breytt kaupgreiðslum og þeim tekj- um sem menn hefðu af fískveiðum þó svo að samningar væru fastir, en þar mætti nefna aflabrögð og kvóta hvers árs: Verslun með kvóta | ruglar alla niyndina „Og svo kemur kvótakérfiO og verslunin með leigukvótann sem ruglár alla myndina. Menn hafa al- gjörlega óheft frelsi til að versla með leigukvótann fram og til baka eins og þeim dettur í hug, en það er að okkar mati algjörlega óviðun- andi framtíð. Við teljum að fískveiði- ~ kelfið hafi verið sett fram á sínum 4!ma í tvennum tilgangi, annars veg- ar til að vernda fiskstofnana og í öðra lagi til að skipta aflaheimildun- um niður á skipin og þá væri það verkefni skipsins að veiða þær afla- heimildir. Þar til viðbótar bjuggum Þing FFSI hefur mótað kröfur vegna komandi kjarasamninga við til úreldingakerfi til að fækka fískiskipum og þeim hefur fækkað verulega," sagði Guðjón. Ráðherra á að leggjast á sveif með okkur „Við viljum meina að sjávarút- vegsráðherra eigi að leggjast á sveif með okkur og taka undir með að taka þurfi á göllum fískiveiðikerfis- ins í stað þess að beijast sífellt fyr- ir því að festa kerfið í sessi óbreytt. Þetta kerfi hefur innbyggt ákveðið vandamál og við teljum að hann eigi að taka á því og útfæra það á þann hátt að við það megi búa,“ sagði Guðjón. Hann sagði það nú markmið kjarasamninga að festa það inn í samning til framtíðar að sú varan- lega aflahlutdeild sem skráð er á fískiskip í upphafi fiskveiðiárs skuli veidd af því skipi og þeirri áhöfn sem á það er ráðin. Þannig nái menn ákveðinni festu inn í kjarasamning- inn, en vissulega væri líka hægt að festa þetta atriði inn í lög með því að afnema „leigukvótabraskið," eins og hann orðaði það og beindi þeirri áskorun til alþingismanna að taka á þessum málum, en það myndi leysa mikinn vanda. Fiskinn á markað Verðmyndun á fiski var einnig rædd á formannaráðstefnunni, en hvað það varðar búa íslendingar við sérstakt kerfí að mati Guðjóns, hluti aflans færi á fiskmarkað, fastir fisk- verðsamningar milli áhafna og út- gerðar, sem oft hefðu leitt til illvígra átaka og svo væri úrskurðarnefnd sem sett hefði verið á laggirnar við síðustu kjarasamninga til að leysa úr ágreiningi sem upp kæmi milli útgerða og áhafna. Ýmis önnur atriði varðandi kjara- samninga voru einnig rædd, eins og veiðar sjómanna á fjarlægum mið- um, m.a. frí, kaupgreiðslu eða í raun og vera kaupleysi, sem menn byggju á stundum við. „Ef við ætlum að hafa heildstæða sjómannastétt í þessu landi áfram verður hún að hafa þor og burði til að takast á við þessi vandamál og landa þeim í höfn. Við höfum farið í tvö verkföll á síð- ustu misserum og getum ekki lengur horft á okkar stétt vera tætta í sund- ur. af mismunandi hagsmunum kvótabraskaranna og leiguliðanna," sagði Guðjón. Áhyggjur vegna fækkunar farmanna Þá komu fram áhyggjur vegna stöðugrar fækkunar farmanna, en að sögn Guðjón hefur orðið 50% fækkun í stéttinni á síðustu 6 árum. „Við teljum að hlutverk stjórnvalda að leggja atvinnustarfsemi eins og farmennsku lið sem er í beinni er- lendri samkeppni, en flestar þjóðir hafa þurft að fara einhveijar slíkar leiðir til að styrkja kaupskipautgerð sem á í alþjóðlegri samkeppni og við verðum að gera það líka hér á landi hvort sem okkur líkar betur eða verr og fínnst það hlutverk stjórnvalda að standa með okkur í því að vernda íslenska atvinnustarf- serni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.