Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 i MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lögregluf oringi hjá Interpol varar við breyttum fíkniefnaheimi CHRISTER Brannerud er sænskur lögregluforingi, en starfar í fíkniefnadeild al- þjóðalögreglunnar Interpol í Lyon í Frakklandi. Umdæmi hans nær til Norðurlanda, Eystrasaltsríkja, Rússlands, Úkraínu og fleiri Aust- ur-Evrópulanda. Hann hefur dval- ist hér á landi undanfarna daga og meðal annars gert íslenskum lögreglu-, tolla- og dómsmálayfir- völdum grein fyrir framtíðarhorf- um í fíkniefnamálum. „Ég er ekki hér á landi til að dæma það starf sem yfirvöld leysa af hendi, heldur til að gera grein fyrir stöðunni í fíkniefnamálum, eins og Interpol metur hana,“ seg- ir Christer Brannerud í samtali við Morgunblaðið. „Þróunin í fíkniefnamálum gæti haft veruleg áhrif hér á landi. Aukning innbrota og rána hér á landi er fylgifiskur fíkniefnaneyslu því neytendurnir svífast einskis til að útvega sér peninga fyrir næsta skammti. Nú er staðan á íslandi sú að amfetamínneysla hefur auk- ist og ef til vill sækir kókaín í sig veðrið. E-pillan hefur einnig verið töluvert á markaði og mikið fram- boð á kannabisefnum. Hins vegar hefur heróín ekki náð að skjóta rótum hér. Það gæti hins vegar breyst, ef yfirvöld eru ekki á verði.“ Aukin hætta með betri samgöngum Christer styður mál sitt með því að benda á að nú sé beint flug milli íslands og fjölda áfangastaða í Bandaríkjunum, svo sem New York og Baltimore, og til Halifax í Kanada. Þá ferðist íslendingar mikið til Evrópulanda þar sem að- gengi að fíkniefnum sé auðvelt og hann nefnir einnig Kanaríeyjar sér- staklega. „Fíkniefni hafa boríst hingað til lands frá Hollandi og til dæmis ísland gæti orðið viðkomustaður fíkniefnasmyglara íslensk stjómvöld þurfa að vera á varðbergi því líkur benda til að fíkniefnum verði í auknum mæli smyglað frá Bandaríkjunum til Evrópu með viðkomu á íslandi, segir Chríster Brannerud, lögregluforingi í fíkni- efnadeild Interpol, í samtali við Ragnhildi Sverrísdóttur. Hann segir reynsluna sýna að hluti efnanna verði eftir í viðkomulandinu. hafa þau oft fundist í farangri fólks sem er að koma frá Amsterdam eða Lúxemborg. Nú er staðan hins Vegar sú að í Suður-Ameríku er framleitt mjög mikið af ópíumi sem er unnið í verksmiðjum þar í landi í heróín. Heróínbarónar í Kólumbíu selja þetta efni á austurströnd Bandaríkjanna og þeim hefur tekist að ná stórum hluta markaðarins af asískum framleiðendum. Við spáum því að þegar kólumbískir fíkniefnaframleiðendur fara að líta í auknum mæli til Evrópu til að koma framleiðslunni í lóg þá treysti þeir ekki lengur á venjulegar smyglleiðir sem yfírvöld fylgjast vel með. Þar á ég til dæmis við flugsamgöngur milli Brasilíu og Evrópu. Því gæti sú staða komið upp að þeir nýttu sér flugferðir til Íslands og þaðan áfram til megin- lands Evrópu." Christer segir að reynslan sýni að alltaf verði eitthvað eftir af fíkniefnum í þeim Iöndum sem eru viðkomustaður fíkniefnasmyglara. „Ef stöðugt framboð verður af her- óíni hér á landi þýðir það að íslensk- ir fíkniefnaneytendur kynnast Morgunblaðið/Júlíus CHRISTER Brannerud, lög- regluforingi í fíkniefnadeild Interpol. þessu efni og það nær að skjóta rótum. Vandinn verður þá enn meiri en nú er.“ Teknir með fíkniefni við komu frá Islandi Interpol fylgist náið með því hvort farþegar til meginlands Evr- ópu, sem koma frá Bandaríkjunum með viðkomu á íslandi, eru teknir með fíkniefni. Christer segir að mjög mikilvægt sé að greina slíkar breytingar sem fyrst og leiðir að því líkum að þessi þróun sé þegar hafin. „Á þessu ári hafa þrjú tilfelli komið upp þar sem fíkniefna- smyglarar hafa verið teknir í Nor- egi, Svíþjóð og Þýskalandi. Þeir komu allir frá Bandaríkjunum, með viðkomu á íslandi og voru allir með miklu meira magn en svo að það hafi verið til eigin neyslu. Þeir voru greinilega svokölluð „burðardýr" í skipulögðum inn- flutningi. í tveimur þessara tilvika voru smyglararnir með kókaín en í einu tilviki heróín." í viðtölum sínum við íslensk yfirvöld lagði Christer Brannerud áherslu á nauðsyn ýmissa fyrir- byggjandi ráðstafana. „Herða þarf' tolleftirlit og líta sérstaklega til farþega sem koma frá Kanaríeyj- um og Spáni, þar sem auðvelt er að nálgast E-pillur og kókaín á þessum stöðum. Þá er ástæða til að fylgjast sérstaklega með hóp- ferðum frá íslandi því brottför er oftast mjög seint eða mjög snemma dags þegar fáir tollverðir eru að störfum. Í hópi farþega, sem koma frá Bandaríkjunum, getur leynst „burðardýr" með kókaín eða heróín. Fíkniefni geta aðeins borist til íslands um Kefla- víkurflugvöll eða hafnir landsins, svo eftirlit ætti að reynast auðveld- ara en ella. Vel skipulagt eftirlit löggæslumanna gæti hindrað inn- flutning fíkniefna. Þá hef ég einn- ig bent á að fylgjast þarf náið með póstsendingum.“ Christer segir mikilvægt að ís- lensk stjórnvöld taki virkan þátt í alþjóðasamstarfi, sem lúti að for- vörnum. „Það er ljóst af samtölum mínum við yfirvöld hér á landi að allir gera sér grein fyrir að einangr- un íslands hefur verið rofín og að nauðsynlegt er að grípa til aðgerða til að sporna gegn neikvæðum áhrifum þess,“ segir Christer Brannerud, lögreglufulltrúi hjá Int- erpol. Læknir telur sig ekki brotlegan „LÆKNIRINN er í erfiðri aðstöðu, þar sem hann er að sjálfsögðu bund- inn trúnaði um málið. Læknirinn telur sig hins vegar ekki hafa að- hafst neitt ólöglegt og tekur undir sjónarmið landlæknis í þessu máli,“ sagði Hreinn Loftsson lögmaður í samtali við Morgunblaðið í gær. Hreinn er lögmaður læknis, sem hefur verið ákærður fyrir fóstureyð- ingu. Áður hafði sérstök úrskurðar- nefnd staðfest synjun lækna á Landspítala við beiðni um fóstur- eyðinguna. „Fóstureyðingin var framkvæmd innan þeirra tímamarka, sem lög kveða á um,“ sagði Hreinn. „Á Land- spítala var sú verklagsregla að beiðni um fóstureyðingu var vísað til nefndarinnar þrátt fyrir að með- göngutími væri innan þeirra marka sem tilgreind eru í lögunum. Læknir- inn, sem framkvæmdi fóstureyðing- una, lagði sjálfstætt mat á beiðnina. Ástæða málarekstrar er líklega ein- hver valdabarátta; úrskurðarnefndin vill fá skýr svör um valdsvið sitt.“ Hreinn sagði að vegna trúnaðar læknisins við skjólstæðing sinn gæti hann ekki tjáð sig um hvort ákvörð- un sín hefði byggt á félagslegum eða læknisfræðilegum grunni. I Morgunblaðinu í gær birtist opið bréf Hreins til ríkissaksóknara, þar sem hann krafðist skýringa á því hvers vegna ákæra á hendur skjól- stæðingi hans hefði komist í há- mæli, þegar hún hefði ekki enn ver- ið birt ákærða. Þegar Morgunblaðið ræddi við Hrein í gær hafði ákæran enn ekki verið birt lækninum. „Með vísan til almennra mann- réttindasjónarmiða hiýtur að teljast furðuiegt að í hámæli sé meint refsi- verð háttsemi einstaklings, sem hef- ur enn ekki fengið ákæruskjal í hendur," sagði Hreinn Loftsson lög- maður. Keppinautar á raftækjamarkaði um verðlækkun Ekki tilefni til viðbragða Mælt fyrir nýrri stúku GRAFIÐ hefur verið fyrir staur- um í undirstöðu nýrrar stúku við Laugardalsvöll. í byrjun næstu viku er von á stóru tæki, eða hamri, til að reka staurana nið- ur. Framkvæmdir hafa dregist vegna þess að Vegagerðin hefur notað hamarinn að undanförnu við viðgerðir á brúm á Skeiðar- ársandi. Það er verktakafyrir- tækið Byrgi sem sér um fram- kvæmdirnar á Laugardalsvelli og er gert ráð fyrir að þeim verði lokið í maí. Á myndinni er Gísli Óskarsson að mæla fyrir nýju stúkunni. FORSVARSMENN tveggja raf- tækjafyrirtækja, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, segjast ekki hafa orðið varir við aukna samkeppni á raftækjamarkaðnum í kjölfar þess að Raftækjaverslun íslands auglýsti lækkað verð á fjölda þekktra raf- tækjamerkja. Sverrir Norland, forstjóri Smith & Norland, segir að hjá sínu fyrir- tæki hafi alla tíð verið lögð mikil áhersla á þjónustu. „Ég er hræddur um að ef einn aðili flytur inn mörg merki frá mörgum fyrirtækjum verði varahlutaþjónustan ekkert auðveld. Þjónustuþátturinn kostar peninga og viðskiptavinurinn á heimtingu á honum,“ segir Sverrir. Erum alltaf að bregðast við keppinautum Andrés Sigurðsson, framkvæmda- stjóri hjá Bræðrunum Ormsson, seg- ist aðspurður ekki geta ekki séð út- spil Raftækjaverslunar íslands sem neitt sérstakt innlegg í þá sam- keppni sem fyrir er á íslenskum raf- tækjamarkaði og því gefí það ekki tilefni til viðbragða af þeirra hálfu. „Við erum alltaf að bregðast við keppinautunum og það eru til miklu stærri og öflugri keppinautar heldur en sá sem hér er til umræðu. Ég hef ekki orðið var við neitt sérstakt þar sem gerir að við þurfum að breyta viðbrögðum við samkeppn- inni frá því sem verið hefur. Við munum áfram reka okkar heimilis- tækjaviðskipti með alla keppinauta í huga og taka ákvarðanir miðað við það sem gerist á hveijum tíma,“ segir Andrés. Morgunblaðið/Ásdís Raftækjaverslun íslands Abyrgist varahluti í öll seld tæki EFTIR að Raftækjaverslun íslands kynnti um síðustu helgi lækkað verð á raftækjum vegna hagstæðra samninga við erlendan birgi hefur komið fram gagnrýni frá keppi- nautum fyrirtækisins á raftækja- markaðnum þess efnis að verslunin bjóði ekki upp á viðgerðar- eða varahlutaþjónustu. Þorkell Stefáns- son, framkvæmdastjóri Raftækja- verslunar íslands, vísar þessari gagnrýni á bug. „Raftækjaverslun íslands þjón- ustar og ábyrgist alla varahluti fyrir öll þau tæki sem verslunin selur, rétt eins og tíðkast hefur hér þau 67 ár sem fyrirtækið hefur starfað," segir Þorkell. Hvað varðar ábyrgð segir hann að Raftækjaverslun Is- lands ábyrgist öll tæki sem þar eru seld. „Það eru til lög í þessu landi sem segja til um ábyrgðir og við förum nákvæmlega eftir þeim lögum sem í gildi eru í þeim efnum." Aðspurður um hvort ekki sé vandkvæðum bundið að eiga alltaf fyrirliggjandi varahluti í þann fjölda tegunda sem seldur er í versluninni segir Þorkell það ekki vera mikið vandamál. Hann nefnir sem dæmi að nú orðið séu aðeins þrír framleið- endur í heiminum sem framleiði meirihlutann af varahlutum í allar þvottavélar á markaðnum og að svipaða sögu megi segja af sjón- varpstækjum, þar sé kjarninn mikið til sá sami. Sé varahluturinn ekki til á lager taki það ekki nema einn dag að útvega hann að utan með hraðflutningum. I ; t i i i. L I I M í I ( L I 1 ■ « e « i c 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.