Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ M TIL SÖLU Nissan Patrol GR 1993, 2,8 Turbo-diesel, ekinn abeins 47.500 km. Dökkblásanss. 5 gíra, 7 manna, læst aftur- drif, rafmagn i rúbum og speglum, centrallás, þjófavörn, aukamibstöb, framstubaragrind, þjónustubók. Vel meb farinn og óslitinn bíll í toppstandi. Litur út sem nýr. Upplýsingar í símum 567 8234 og 893 5363. (ME4ÁE) x V* FE frammistaða einstaklingsins ÞÆOINMIVÆOI (VELLÍÐUNARMÖRK) hvernig það hindrar framfarir LðGMÁUN7 sem eru alltaf virk (læra að nýta sér þau) UNDIRMEOVITUND frjósami jarðvegurinn sem lætur allt vaxa og dafna, blóm jafnt sem illgresi YFIRVITUND lætur öll orð þín, athafnir og áhrif þeirra fylgja mynstri sem er í samræmi við sjálfsmynd þína og megin markmið KÆRLEIRURINN mikilvægasta orka lífsins LEIÐARLJ^S ehf. Sími: 567-3240 ERLEIUT Stjórn Spánar sætir harkalegri gagnrýni þingsins á Kúbu Ráðherrar sakaðir um nýlendustefnu Havana. Reuter. RICARDO Alarcón de Quesada, forseti þingsins á Kúbu, fór hörðum orðum um spænsku stjórnina á fimmtudag og sakaði hana um íhlutun í innanríkismál landsins. Hann sakaði nokkra af ráðherrum hægristjórnar José María Aznars um kynþáttafordóma og nýlendu- stefnu. „Mér virðist að í þessari nýju stjórn séu nokkrir menn haldnir kynþáttafordómum og að þeir að- hyllist nýlendustefnu," sagði Alarcón en bætti við að flestir Spán- veijar, þeirra á meðal margir hægrimenn, hefðu tekið skynsam- lega afstöðu til Kúbu. „Það er óvið- unandi að til séu stjórnmálamenn sem vilja koma fram við Kúbveija sem þrælaþjóð." Alarcón lét þessi orð falla vegna deilu ráðamanna í Havana og spænsku stjómarinnar, sem hefur haldið uppi látlausri gagnrýni á Fidel Castro Kúbuforseta og alræði kommúnistaflokksins frá því hún komst til valda fyrir hálfu ári. Gamla heimsveldið „fáránlegt" „Hafi Kúbveijum tekist að stand- ast árásir og hótanir öfiugasta ríkis heims [Bandaríkjanna] er fáránlegt að heimsveldið, sem Kúbveijar sigr- uðu fyrir öld, skuli nú reyna að þvinga þá gera sér undirgefna," sagði Alarcón. Kúba öðlaðist sjálf- stæði frá Spáni árið 1898. Þingforsetinn líkti spænsku stjóm- inni við nemanda sem reynir að líkja eftir kennaranum, Bandaríkjamönn- um, er hafa lengi barist fyrir breyt- ingum á Kúbu og settu viðskiptabann á landið fyrir 34 árum. Spennan milli stjórnvalda á Kúbu og Spáni magnaðist á þriðjudag þegar kúbverska utanríkisráðu- neytið neitaði að samþykkja nýjan sendiherra Spánar á Havana. Norðmenn umsvifa- miklir í ESB- landinu Danmörku *ic Þýzka fjárlagafrumvarpið Waigel bjartsýnn á EMU- aðild Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „DANMÖRK hefur alltaf verið mikilvægt land fyrir norsku utanrík- isþjónustuna og er það ekki síður nú en áður,“ segir Káre Eltervág blaðafulltrúi norska sendiráðsins. Sendiráðið var opnað í gær í nýupp- gerðri 1.500 fermetra byggingu rétt við Amalienborg í miðborg Kaup- mannahafnar. Eltervág undirstrik- aði í samtali við Morgunblaðið að Danmörk væri mikilvægur tengilið- ur fyrir Noreg inn í Evrópusamband- ið. Eltervág sagði að í Noregi ríkti skilningur bæði meðal þeirra sem eru andvígir norskri aðild að ESB og þeirra sem styðja hana að mikil- vægt væri að fylgjast vel með gangi mála innan ESB og reyna af fremsta megni að hafa áhrif á þau mál, sem snerta norska hagsmuni. Danmörk væri eitt mikilvægasta hlið Noregs að ESB, því að þó öll norsku sendi- ráðin í aðildarlöndum ESB fylgdust vel með á þessu sviði væri Norð- mönnum stuðningur að gamalgrónu sambandi Dana og Norðmanna. Aukin áhersla á hagsmunagæslu í ESB Norska sendiráðið var áður til húsa í gömlu íbúðarhúsi, nokkuð af- síðis í sendiráðahverfínu á Austur- brú. Nýja húsið er bæði bjart og rúmgott og gefur starfseminni allan annan svip en áður var. Þar starfa 30 manns, en norska útflutningsráð- ið og ferðaráðið hafa einnig aðstöðu í húsinu. Eftir að Norðmenn höfnuðu ESB-aðild hefur norska utanríkis- þjónustan lagt aukna áherslu á að fylgja eftir öllum möguleikum sínum til að fylgjast með og fylgja eftir norskum hagsmunum í ESB. Nýja norska sendiráðið í Kaupmannahöfn er sýnilegur hluti þeirrar viðleitni. Bonn. Reuter. NEÐRI deild þýzka Sambands- þingsins í Bonn samþykkti í gær fjárlagafrumvarp Theos Waigel fjármálaráð- herra, sem miðar að því að gera Þýzka- landi kleift að uppfylla skil- yrði Maastric- ht-sáttmálans fyrir þátttöku í Efnahags- og myntbanda- lagi Evrópu (EMU). Fjáriaga- frumvarpið hlaut stuðning 336 þingmanna en 313 greiddu at- kvæði á móti. Með frumvarpinu á að skera fjárlagahalla niður úr 75 milljörðum marka (3.262 milljörð- um króna) niður í 53,3 milljarða (2.318 milljarða króna) á næsta ári. Halli innan við EMU-skilyrði Samanlagður halli á rekstri sambandsríkisins, sambandslanda og sveitarfélaga verður þá um 2,5% af landsframleiðslu, sam- kvæmt áætlun þýzkra stjórnvalda. Samkvæmt Maastricht-sáttmálan- um verður hallinn að vera innan 3% af VLF. „Tölurnar sýna að Þýzkaland mun uppfylla skilyrði fyrir inn- göngu í myntbandalagið," sagði Waigel í lokaræðu sinni í fjárlaga- umræðunni. Evrópusamtök á Kýpur Nikósíu. Reuter. EVRÓPU SINNAÐIR Kýpur- Grikkir hafa stofnað samtök til að vinna aðild að Evrópusam- bandinu fylgi bæði meðal grísku- og tyrkneskumælandi íbúa Kýp- ur. Samtökin kenna sig við Zen- on, grískan heimspeking sem fæddist á Kýpur á 4. öld f.Kr. „Við viljum vinna Evrópuhug- sjóninni fylgi í kýpversku samfé- lagi, bæði meðal grísku- og tyrkn- eskumælandi íbúa,“ segir Marios Eliades, formaður samtakanna. Hann segir Evrópusinna von- ast til að friðargæzlulið Samein- uðu þjóðanna geti veitt aðstoð við að ná til Kýpur-Tyrkja á norður- hluta eyjarinnar. „Framkvæmda- stjóm Evrópusambandsins í Brussel hefur lofað öllum þeim stuðningi, sem hún getur veitt, við að koma boðskap okkar á framfæri við samfélag Kýpur- Tyrlga, sérstaklega yngri kyn- slóðina, sem getur vonandi búið með okkur í Evrópusambandinu," segir Eiiades. Hin alþjóðlega viðurkennda stjórn Kýpur er í höndum hins griskumælandi meirihluta. Hún hefur sótt um aðild að ESB og má búast við að aðildarviðræður hefjist síðla á næsta ári eða snemma á árinu 1998. Tyrkneski minnihlutinn, sem hefur lýst yfir stofnun lýðveldis á norðurhluta eyjarinnar, leggst hins vegar gegn ESB-aðild. Theo Waigel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.