Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 28
VIKU LM MORGUNBLAÐIÐ 28 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 Finnst þér að ég eigi að láta kylfu ráða kasti?“ I fyrsta skipti spyr Poul Nyrup Rasmussen þess- arar spurningar. „Já,“ svarar Niels Helveg Petersen. Stjórnmálamenn- imir tveir sitja á hinum þekkta há- degisverðarstað Idu Davidsen í Stóru kóngsgötu 70.“ Þannig hefst ein mest rædda jólabókin danska í ár, bókin um Hel- veg Petersen ut- anríkisráðherra. Spurning Nyrup Rasmussens þá- verandi varafor- manns Jafnaðar- mannaflokksins var um það hvort hann ætti að skora á Svend Auken þáverandi flokksformann. Forsætisráðherr- Jólaborðið og matur- inn hennar Idu David- sen er ekki aðeins heimsfrægt á Islandi, heldur miklu víðar og þá ekki síst í Dan- mörku. Sigrún Davíðsdóttir heim- sótti Idu á veitinga- stað hennar í Kaup- mannahöfn og Stein- grímur Sigurgeirsson ræddi við hana og eiginmann hennar þar sem þau voru að setja upp hlaðborð sitt á Hótel Loftleiðum. ann og.utanríkis- ráðherrann núver- andi tilheyra þeim stóra hópi þekktrá og óþekktra Dana, sem iðulega leggja leið sína í kjallar- ann við Stóm kóngsgötu til að komast í tæri við danska matarlist eins og hún rís hæst. En þótt staður- inn sé kenndur við Idu Davidsen, sem komin er af þekktri kokkaætt, em færri sem vita að maður hennar Adam Siesbye á ekki síður heiður skilinn fyrir frá- bærlega vel reykt- an laxinn, endurn- ar og annað reyk- meti, sem þar er á borðum. Og í eld- húsinu stendur Oscar, heitinn í höf- uð afa síns, sonur þeirra Idu og Ad- ams og er fimmti ættliðurinn í röð sem fæst við veitingastörf. Og rétt eins og foreldramir hefur Oscar einnig unnið við veitingastörf á Is- landi og komist í tæri við nútímann og unga fólkið við störf sín á Hard Rock. Þau Ida og Adam hlæja dátt þeg- ar jólabókina ber á góma og þau segjast muna vel eftir fundi þeirra Helvegs og Nymps, „þótt við viss- um auðvitað ekki hvað þeir voru að ræða um“, segir Ida. Tvímenning- arnir sátu nefnilega í skotinu bak við fiskabúrið í 3-4 klukkustundir og þegar þeir vora loksins búnir að tala nægju sína var engan leigubíl að fá því úti var aftakaveður á danskan mælikvarða. Adam gat þó bjargað Nyrap, sem hann þekkti eftir tíðar heimsóknir hans, var sjálfur á leið út í bæ og gat skotið honum niður í þinghús. „Helveg hittum við í fimmtugsafmæli í haust og þá sagði hann Idu frá bók- inni, þar sem veitingastaðurinn kæmi við sögu og það þakkaði hún honum fyrir, án þess þó að vita fyr- ir hvað. Við vorum svo í Suður-Am- eríku, þegar bókin kom út og heyrðum lauslega af uppistandinu, sem hún vakti.“ Brennit/ín á hrauð Það er farið að líða að lokunar- tíma þegar leiðir okkar liggja sam- an. Gestirnir eru flestir farnir, verið að ganga frá eftir daginn og undirbúa morgundaginn. Ida velur MARENTZA, Adam og Ida við jólahlaðborðið. Morgunblaðið/Ásdís UTI AÐ BORÐA MEÐ ÞORUNNI JOHANNSDOTTUR SJUKRALIÐA □úfnaveisla hvunndags- hegunnar IUN er ekki að gefa út bók fyrir jólin eða senda frá sér hljómplötu. Hún fer heldur ekki með aðalhlut- verkið á sviði Þjóðleikhússins eða öðru sviði, nema leiksviði síns eigin lífs. Raunar hafði ég aldrei séð Þór- unni Jóhanns- dóttur eðá heyrt hennar getið_____________________ áður en ég hitti hana á veitingahúsinu Jónatnn Livingston Mávi. Hún var bara ná- grannakona eins samstarfsmanna minna, „konan á móti“ eins og það var orðað, fráskilin þriggja barna móðir, sem vinnur fyrir sér með heimahjúkrun. Aðspurð kveðst Þórunn ekki hafa verið í neinu basli þótt hún hafi lengst af staðið ein í uppeldi barnanna og framfærslu fjölskyld- unnar. „Eg telst líklega til þessara „hagsýnu húsmæðra", þótt ég hafi einnig verið útivinnandi. Svona dæmigerð hvunndagshetja sem bjargar sér af því hún verður að gera það. Og mér hefur tekist bærilega að halda utan um þetta, enda kvarta börnin stundum und- an því að ég sé með nefið ofan í öllu Á uppvaxtarárum Þórunnar Jóhanns- dóttur voru dúfur og kanínur bara gæludýr sem engum kom til hugar að leggja sér til munns. Nú er öldin önnur eins og Þórunn og Sveinn Guðjónsson upplifðu yfír kvöld- verði á Mávinum. varðandi fjármál og útgjöld heim- ilisins og fátt eða ekkert fari framhjá mér. Kannski hef ég þessa sparsemi úr uppeldinu, en ég var alin upp hjá eldra fólki, sem var nýtið og nægjusamt. Það versta við það að vera ein- stæð og útivinn- andi,“ bætir Þór- unn við, „er lík- lega það, að maður getur ekki fylgst eins vel með bömunum og því sem þau eru að gera á dag- inn og æskilegt væri. En þetta er nú orðið miklu auðveldara núna, elsti sonurinn er 25 ára og farinn að heiman. Svo á ég stelpu sem er 19 ára og við það að fara að heim- an, en yngsta stelpan er bara 11 ára...“ Yfirþjónninn, Stefán Jóhanns- son, kemur að borðinu með flösku af Beaujolais Nouveau-jólavíni og upplýsir okkur um að leyfið til að bera það fram hafi einmitt komið á miðnætti kvöldið áður. Við Þórunn erum sammála um að þar með þurfi ekki að eyða tíma í að fara yfir vínlistann, en þetta tiltekna jólavín á sér ævaforna hefð í Frakklandi. Flösku af hverjum ár- Morgunblaðið/Ásdí.s ÞÓRUNN Jóhannsdóttir með dúfnalæri og snigla á diskinum. gangi má ekki opna fyrr en 21. nóvember, og liggur sekt við ef svo er gert. Vínið er framreitt léttkælt og er orðið ónýtt í febrúar, að sög;n Stefáns. Það er því einungis drukkið á þessum árstíma og nýt- ur mikilla vinsælda með jólahlað- borðum. Við fáum engifer-rnarineraðan lax á meðan við bíðum eftir for- réttinum, sem samanstendur af dúfnalærum og sniglum með blað- lauk og rauðvínssósu. Hvorugt okkar hafði smakkað dúfu áður og Þórann kvaðst eiginlega aldrei hafa leitt hugann að því að hægt væri að borða svo „litla og vinalega fugla“. Blaðamanni varð líka hugs- að til bernskuáranna í Vesturbæn- um, þar sem dúfnabúr voru í hverjum bakgarði. Það var því ekki átakalaust að stinga upp í sig fyrsta bitanum, en staðreyndin var nú samt sú, að dúfurnar reyndust afar gómsætar. / traustum sknrðum Talið berst að bernskuáram Þórunnar í Hlíðunum: „Aðstæður urðu þær, að ég ólst ekki upp hjá foreldram mínum, en var svo lán- söm að vera tekin í fóstur af hjón- um sem voru af aldamótakynslóð- inni og var ég þeirra eina barn. Vinkonurnar á þessum árum áttu mun yngri foreldra og stundum lá við að ég öfundaði þær af þessum andstæðum í tilverunni. En ekki var þó allt sem sýndist í þeim efn- um og hjá sumum voru ýmis vandamál uppi, sem ég þekkti ekki á mínu heimili. Heima var alltaf öruggt skjól, „mamma“ var alltaf heima og „pabbi“, sem var verkamaður hjá Eimskip, kom oftast heim í hádeg- inu. Lífið var í mjög föstum skorð- um, allt stóð eins og stafur á bók, og þannig var það allt fram á ung- lingsárin. Þegar ég var fimmtán ára fór ég á síld til Seyðisfjarðar og þótt það hafi vissulega verið spennandi lífsreynsla held ég, svona eftir á að hyggja, að ég hafi verið of ung til að fara svona ein með jafnaldra vinkonum mínum í verbúð í öðrum landshluta. Þetta var góður tími og á þess- um „góðu“, áhyggjulausu árum fór ég í skóla á Suður-Englandi og síð- an til Danmerkur á húsmæðra- skóla. Seinna fór ég í sjúkraliða- nám og bætti síðar við nuddnámi." Gæludýrat/eisla Það er komið að aðalréttinum og eftir vandlega umhugsun ákveður Þórunn að fá sér villibráðafimmu, það er rjúpu, gæs, súlu, dúfu og svartfugl á kóngasveppasósu. Þarna er dúfan enn kominn á disk Þórunnar, en blaðamaður velur sér annað lítið og sætt dýr, sem ekki var óalgengt gæludýr ungra drengja í Vesturbænum um og eft- ir miðja öldina; kanínu með selleríi og eplum í rósmarínsósu. „Eg er óvön að borða rjúpu," segir Þórunn. „Hún hefur aldrei verið jólamatur hjá mér. Hjá fóst- urforeldrum mínum borðuðum við annars konar jólamat að gömlum íslenskum sið og þegar ég stofnaði sjálf heimili komst sú hefð fljót- lega á að borða svínahamborgar- hrygg á aðfangadagskvöld og svo auðvitað möndlugraut með möndlugjöf. Að ósk barnanna hef- ur þessum matseðli verið haldið síðan og þau era ekki til umræðu um að breyta til.“ Hún verður hugsi um stund, en bætir svo við dálítið hikandi: „Ann- ars byrjaði ég á því fljótlega eftir að ég skildi að fara í kirkju klukk- an sex á aðfangadagskvöld. En hin síðari ár hef ég ekki komist þar sem fósturfaðir minn hefur ekki treyst sér og ég hélt þá að börnin myndu nota tækifærið og hætta að fara í messu þetta kvöld. En þau vilja ekki heyra á það minnst að sleppa kirkjuferðinni. Svona geta ákveðnar hefðir og siðir í kringum jólin orðið óhagganlegur þáttur í jólahaldinu." Eftir að Þórunn hefur bragðað á villibráðafimmunni kveður hún upp þann dóm að dúfan sé bragð- best af fuglunum. „Og sósan er hreinasta afbragð," bætir hún við. „Hvernig er kanínan?“ „Hún er mjög góð, þakka þér fyrir. Maður eiginlega trúir þessu ekki. Það var eins gott að menn vissu þetta ekki í gamla daga. Búr- in okkar strákanna hefðu þá fljót- lega tæmst.“ í framhaldi af þessu berst talið að matargerð og ónýttum mögu- leikum í því sambandi. Til að mynda að það hljóti að vera fleiri gæludýr sem hugsanlega gætu bragðast vel, svo sem hundar og kettir, eða jafnvel gullhamstrar og páfagaukar...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.