Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 72
Wkidows NT4.0 MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL<SCENrRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Interpol varar við breytingum á smyglleiðum Heróín gæti náð fótfestu hérlendis ÍSLAND gæti orðið viðkomustað- ur fíkniefnasmyglara á leið frá Bandaríkjunum til meginlands Evróþu, að sögn Christers Brann- eruds, lögregluforingja hjá al- þjóðalögreglunni Interpol. Hann segir reynsluna sýna að alltaf verði hluti fíkniefna eftir í viðkomulönd- um smyglara og því gæti heróín náð hér fótfestu og framboð kóka- íns aukist. Christer Brannerud er hér á landi til að skýra íslenskum lög- reglu-, toll- og dómsmálayfirvöld- um frá stöðu mála í fíkniefnaheim- inum. Hann segir að sú breyting hafi orðið hin síðari ár að kólumb- ískir heróínframleiðendur hafi náð stórum hluta fíkniefnamarkaðar á austurströnd Bandaríkjanna af as- ískum framleiðendum. Þrír teknir við komu frá íslandi „Við spáum því að þegar kól- umbískir eiturlyfj aframleiðendur fara að líta í auknum mæli til Evr- ópu til að koma framleiðslunni í lóg treysti þeir ekki lengur á venjuleg- ar smyglleiðir sem yfirvöld fylgjast vel með. Þar á ég til dæmis við flugsamgöngur milli Brasilíu og Evrópu. Því gæti sú staða komið upp að þeir nýttu sér flugferðir til íslands og þaðan áfram til megin- lands Evrópu.“ Á þessu ári hafa þijú tilfelli kom- ið upp þar sem fíkniefnasmyglarar hafa verið teknir í Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi. Þeir komu allir frá Bandaríkjunum, með viðkomu á íslandi, og voru allir með miklu meira magn en svo að það hafi verið til eigin neyslu. „Þeir voru greinilega svokölluð „burðardýr" í skipulögðum innflutningi. í tveimur þessara tilvika voru smyglararnir með kókaín en i einu tilviki heró- ín,“ segir Christer Brannerud. ■ ísland gæti/12 Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Jón Svavarsson BÁTARNIR bíða í Hafnarfirði eftir að komast í ný verkefni erlendis. Þróunarsj óður hefur keypt 36 krókabáta ÞRÓUNARSJÓÐUR sjávarútvegs- ins hefur á nokkrum mánuðum keypt 36 krókabáta til úreldingar. Bátun- um hefur verið komið fyrir niður við Hafnarfjarðarhöfn, en fyrirhugað er að selja þá úr landi. Hinrik Greips- son, framkvæmdastjóri Þróunar- sjóðs, segir að aðilar víða um heim hafi lýst áhuga á að kaupa bátana. Samkvæmt lögum um Þróunar- sjóð hefur sjóðurinn heimild til að kaupa krókabáta til úreldingar. Hin- rik sagði að margir trillusjómenn hefðu haft samband við sjóðinn og óskað eftir úreldingu. Sjóðurinn væri þegar búinn að kaupa 36 króka- báta og 10-15 bátar til viðbótar væru til skoðunar. Hann sagði að þetta væru 3-6 tonna bátar. Meiri- hluti bátanna væri innan við 10 ára gamall; sá yngsti ársgamali. Hinrik sagði Þróunarsjóð greiða 20-30% af verðmæti bátanna í úr- eldingarstyrki. Samtals hefði sjóður- inn greitt u.þ.b. 45-50 milljónir króna fyrir þessa báta. Hinrik sagðist ekki eiga von á að Þróunarsjóður ætti í erfiðleikum með að selja bátana. Fyrirspurnir hefðu komið frá Mexíkó, Sao Tomé, Sierra Leone, Oman, Pakistan, Indónesíu, Úganda og Tanzaníu. Hann sagði að ákvörðun yrði tekin eftir áramót um hvert bátarnir yrðu seldir. Þróunarsjóði er óheimilt að selja bátana innanlands. Byggt yfir tvö ráðu- neyti við Lindargötu? FRAMKVÆMDASÝSLA ríkisins hefur lagt til að gamla dómhús Hæstaréttar við Lindargötu verði rifið og í framtíðinní verði byggt þar hús fyrir stjórnarráðið. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra lagði á ríkisstjórnarfundi í gær fram minnisblað frá Framkvæmda- sýslunni, þar sem gerð er úttekt á kostnaði við niðurrif og álitsgerð um gamla dómhúsið við Lindargötu. Engar ákvarðanir voru teknar á fundinum um framtíð hússins. I álitsgerð framkvæmdasýslunnar er kostnaður við að rífa húsið áætl- aður 6-7 m.kr. en ef húsið yrði rifið í beinum tengslum við nýbyggingu yrði kostnaður lægri. Leggur Framkvæmdasýslan til að byggt verði í framtíðinni skrif- stofuhúsnæði fyrir stjórnarráðið þar sem dómhúsið er nú sem næði út að Lindargötu 7. Er talið að þar mætti koma fyrir bæði umhverfis- og samgöngumálaráðuneytinu, auk þess sem meira rými fengist fyrir þau ráðuneyti sem fyrir eru í Arnar- hvoli. Mögulegar álversframkvæmdir Columbia Ventures Corp. á Grundartanga Viðbúnaður hafinn vegna þensluáhrifa Kveikt ájóla- ljósunum BÖRN á Grænuborg í Reykja- vík sungu með Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur borgarstjóra, þeg£ir hún kveikti á jólaljósun- um í miðborginni í gær. Kveikt var samtímis á öllum útiskreyt- ingum verslana, veitingahúsa, fyrirtælqa og hjá Reykjavíkur- borg. Lúðrasveit verkalýðsins lék á Hlemmi og á Skólavörðu- holti og gekk fylktu liði niður Laugaveg, Skólavörðustíg að Ingólfstorgi um Austurstræti og Hafnarstræti. Á VEGUM ríkisstjórnarinnar er verið að meta til hvaða aðgerða gæti þurft að grípa til að draga úr þensluáhrifum sem framkvæmd- ir við nýtt álver Columbia Ventures Corporation á Grundartanga gætu valdið á næstu misserum. Líkleg tímasetning skoðuð Að sögn Ólafs Davíðssonar, ráðuneytisstjóra í forsætisráðu- neyti, hefur undanfarið verið skoð- að hver væri líkleg tímasetning hugsanlegra álversframkvæmda á Grundartanga og hve miklar við- bótarframkvæmdir yrði um að ræða á næstu árum. Að því hafa unnið, auk Ólafs, Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis, Jón Birgir Jónsson, ráðuneytisstjóri sam- gönguráðuneytis, Halldór Krist- jánsson, ráðuneytisstjóri iðnaðar- ráðuneytis, og Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Fjallað var um málið á ríkis- stjórnarfundi í gær og sagði Ólaf- ur að ákveðið hefði verið að hefja undirbúning að viðbúnaði ef af álversframkvæmdnunum yrði. í því sambandi yrði skoðað ná- kvæmlega hvaða aðrar fram- kvæmdir á vegum hins opinbera væru fyrirhugaðar á næstu árum og hve mikil viðbót álversfram- kvæmdirnar yrðu og hvernig þær skiptist á næstu ár. Færa til framkvæmdir Fram kom hjá forstjóra Þjóð- hagsstofnunar fyrir skömmu að það opinbera yrði að gera ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir þenslu ef af álversframkvæmdunum yrði. í því skyni væri skynsamlegast að færa til opinberar framkvæmd- ir eftir því sem við yrði komið, draga úr þeim á árunum 1997 og 1998 en auka þær í staðinn árin 1999 og 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.