Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTI SUNNUDAGUR í AÐVENTU Aðventukvöld í Áskirkju Á SUNNUDAGINN kemur, 1. des- ember, verður aðventusamkoma í Áskirkju kl. 20.30. Gunnlaugur Á. Jónsson prófessor flytur ræðu, Jón Þorsteinsson syng- ur einsöng og Laufey Sigurðardótt- ir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari flytja Corelli sónötu í E-moll. Einnig syngur kirkjukór Áskirkju aðventu- og jólasöngva en söngstjóri hans er Kristján Sig- tryggsson. Ennfremur verður al- mennur söngur og samkomunni lýkur með ávarpi sóknarprests og bæn. Eftir samkomuna í kirkjunni mun kirkjugestum boðið upp á súkkulaði og smákökur í safnaðarheimili kirkjunnar. íbúum dvalarheimila og annarra stærstu bygginga sóknarinnar gefst kostur á akstri til og frá kirkju. Komu aðventunnar mun og fagn- að _í guðsþjónustum sunnudagsins í Áskirkju, en barnaguðsþjónusta er kl. 11 og guðsþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Forseti borgarstjórnar í Laugarneskirkj u LAUGNESINGAR fagna í senn fullveldisafmæli og upphafi nýs kirkjuárs sunnudaginn 1. des. Að venju verður guðsþjónusta ásamt barnastarfi kl. 11 árdegis. Auk hefðbundinna guðsþjónustu- liða mun hópur nemenda úr Lauga- lækjarskóla sýna frumsaminn þátt um sköpunina. Atriðið var framlag skólans í hæfileikakeppni grunn- skóla sem fór fram nýlega og vakti þar mikla athygli. Kl. 20.30 að kvöldi 1. des. verður aðventukvöld Laugarnessafnaðar. Ræðumaður er frú Guðrún Ágústs- dóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. Kór Laugarnesskóla syngur und- ir stjóm Bjargar Ólínudóttur og Kór Laugarneskirkju undir stjórn organistans, Gunnars Gunnarsson- ar. Að lokinni samverustund í kirkj- unni gefst þátttakendum kostur á að gæða sér á heitu súkkulaði og gómsætum kökum í safnaðarheim- ili kirkjunnar. Þennan dag em einnig síðustu forvöð að skoða myndlistarsýningu fimm ára barna úr hverfinu í safn- aðarheimilinu. Ólafur Jóhannsson. Aðventutónleikar í Skálholts- dómkirkju FYRSTA sunnudag í aðventu ber að þessu sinni upp á sjálfan fullveld- isdag íslensku þjóðarinnar, 1. des- ember. Þá verða samkvæmt venju haldn- ir aðventutónleikar í Skálholtsdóm- kirkju. Er óhætt að fullyrða að aldr- ei fyrr hafa þeir verið jafnfjölbreytt- ir og veglegir og nú stendur til. Nokkrir af hæfustu og efnileg- ustu tónlistarmönnum landsins munu koma saman og flytja mörg af hinum hugþekku aðventulögum og sálmum, en einnig tónlist sem sjaldnar heyrist, en sem tengist þó þeirri ljóssins- og kærleikshátíð sem nú fer í hönd. Flytjendur á aðventutónleikunum í Skálholti em eftirtaldir. Barnakór Biskupstungna sem hvarvetna hef- ur getið sér framúrskarandi gott orð fyrir hugljúfan og innilegan flutning. Þá er að geta kórs Menntaskólans að Laugarvatni, en kórinn fagnar nú 5 ára starfsaf- mæli sínu sem haldið var upp á með eftirminnilegum afmælistón- leikum í Langholtskirkju fyrir skemmstu. Kór Menntaskólans að Laugarvatni mun frumflytja á þess- um aðventutónleikum nýjan sálm, Barnið í Betlehem, eftir Hafliða Vilhelmsson skáld og rithöfund, sem saminn er við hið þekkta enska lag, Greensleeves. Þá leikur Monika Abendroth á hörpu. Eyþór Jónsson, einn úr hópi hinna ungu orgelleik- ara landsins og meðal þeirra allra efnilegustu, mun leika á orgel. Einnig leikur Miklos Dalmay á org- el en hann hlaut í ár tónlistarverð- laun Ríkisútvarpsins, Tónvakann, fyrir píanóleik sinn. Þá er ógetið hinnar ástsælu óperusöngkonu Sig- rúnar Hjálmtýsdóttur, sem syngur nokkur einsöngslög en kemur að auki fram með kórunum tveimur. Stjómandi Barnakórs Biskups- tungna og Kórs Menntaskólans að Laugarvatni er Hilmar Örn Agnars- son, organisti í Skálholtsdómkirkju. Eins og sjá má af nöfnum þátt- takenda stefnir allt í einstæðan og stórkostlegan tónlistarviðburð í Skálholti og ætti það að gefa nær- stöddum fyrirheit um fallega og friðsæla aðventuhátið og gleðileg jól. Aðventutónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og verða eins og að framan getur haldnir næstkomandi sunnudag, 1. desember. Aðgangur er ókeypis. Hilmar Orn Agnarsson. Aðventuhátíð í Víðistaðakirkju INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra, verð- ur ræðumaður á aðventukvöldi í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði sunnu- daginn 1. desember. Auk ræðu ráð- herra verður fjölbreytt dagskrá á samkomunni sem hefst kl. 20.30. Þar mun Inga Backman sópran- söngkona syngja auk Kórs Víði- staðasóknar og Barnakórs Víði- staðakirkju, sem koma fram undir stjórn Úlriks Ólasonar og Guðrúnar Ásbjörnsdóttur. Lúsía kemur í heimsókn með þernum sínum og aðventukaffi Systrafélagsins verður að aðventukvöldinu loknu. Systra- félagið verður einnig með aðventu- kaffi fyrr um daginn að lokinni hátíðarguðsþjónustu sem hefst kl. 14, og um morguninn verður að venju barnaguðsþjónusta kl. 11. Sigurður Helgi Guðmundsson. Tónlistar- guðsþjónusta í Hafnarfjarðar- kirkju SUNNUDAGINN 1. desember verður haldin tónlistarguðsþjónusta í Hafnarfjarðarkirkju kl. 18.00 í samvinnu við Tónlistarskóla Hafn- arfjarðar. í tónlistarguðsþjónustum kirkjunnar er lögð sérstök áhersla á söng, tónlist, bænir og þakkar- gjörð, en stutt hugvekja leiðir kirkjugesti inn í þögla íhugun. í næstu tónlistarguðsþjónustu verða sungnir aðventusöngvar og leikin tónlist er tengist aðventunni. Hópur 11 nemenda frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar annast tónlistar- flutning í guðsþjónustunni ásamt Natalíu Chow organista. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson. Þórhallur Heimisson. Aðventukvöld í Fella- og Hólakirkju AÐVENTAN hefst næstkomandi sunnudag. Þá byijun við fyrir al- vöru að búa okkur undir jólin. Við búum okkur undir komu frelsarans. Um þessar mundir eru margir dapr- ir á Islandi. Myrkrið í kringum okk- ur leggst á sveif með áhyggjunum. Það er eins og aldrei muni birta á ný. En kirkjan boðar okkur lausn og birtu. Konungur þinn kemur til þín. Guð þinn kemur. Kirkjan vill hjálpa okkur að búa jarðveginn undir komu frelsarans. Við bíðum eftir konungi lífsins, við væntum Jesú. Það ætlum við einnig að gera í Fella- og Hólakirkju. Aðventukvöld verður haldið í Fella- og Hólakirkju næstkomandi sunnudagskvöld 1. desember kl. 20.30. Á dagskrá verður saga, Geir Jón Þórisson aðalvarðstjóri lögregl- unnar í Breiðholtshverfum mun flytja hugvekju. Kirkjukórinn og Barnakór kirkjunnar syngja og einnig munum við sjálf syngja. Að lokum munum við tendra kertaljós- in. Hreinn Hjartarson og Guðmundur Karl Ágústsson. Aðventubyijun í Dómkirkjunni í TILEFNI af 200 ára afmælinu fær Dómkirkjan heimsókn vígslubisk- ups og kórs úr Skálholti. Með þessu er minnt á að biskupsstóll var flutt- ur úr Skálholti til Reykjavíkur fyrir tveimur öldum. Á laugardag heldur Skálholts- kórinn tónleika í kirkjunni kl. 17 og syngur undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, dómorganista í Skálholti. Á sunnudag er hátíðleg messa kl. 11 þar sem sr. Sigurður Sigurð- arson, vígslubiskup, prédikar og Skálholtskórinn syngur ásamt Dómkórnum. Á sunnudag kl. 20.30 er aðventu- kvöld í kirkjunni í umsjá Kirkju- nefndar kvenna. Anna Þrúður Þor- kelsdóttir, forstöðukona, flytur þar hugleiðingu. Kór Kárnesskólans og Dómkórinn syngja undir stjóm Kristínar Valsdóttur og Marteins H. Friðrikssonar. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Aðventukvöld í Keflavíkurkirkju Á AÐVENTUNNI er hefð fyrir samvemm á sunnudagskvöldum í Keflavíkurkirkju. Hin fyrsta í ár verður nú á fyrsta sunnudegi í aðventu og hefst það kl. 20.30. Kór Keflavíkurkirkju syngur sígilda tónlist tengda að- ventunni og nýju kirkjuári. Sóknar- prestur sr. Ólafur Oddur Jónsson mun flytja hugvekju, og í lokin verð- ur sungið við kertaljós. Einsöngvar- ar em Guðmundur Ólafsson, Guð- mundur Sigurðsson, Einar Örn Ein- arsson, Ingunn Sigurðardóttir og Margrét Hreggviðsdóttir. Ragn- heiður Skúladóttir leikur á píanó. Stjórnandi er Einar Öm Einarsson organisti og söngstjóri Keflavíkur- kirkju. Næstu kvöld verða með léttara sniði og verða kynnt frekar í næstu viku. Aðventusamvera í Kópavogskirkju SUNNUDAGINN 1. desember verður aðventusamvera Kársnes- safnaðar í Kópavogskirkju og hefst hún kl. 17. Eins og jafnan áður verður efnisskráin fjölbreytt og til hennar vandað. Aðventuræðu flytur Ásgeir Jóhannesson, kirkjukór Kópavogskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng undir stjóm Amar Falkner organista og Hulda Jóns- dóttir syngur einsöng. Anna Sigríð- ur Einarsdóttir bókasafnsfræðingur flytur sjálfvalið efni og Guðrún Birgisdóttir leikur á flautu. Börn, 11-13 ára, úr Kárnes- og Þinghóls- skóla syngja undir stjórn Þómnnar Bjömsdóttur kórstjóra. Aðventu- samkomunni lýkur með ritningar- lestri, bæn og almennum söng. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Kirkjudagur Árbæj arsafnaðar HINN 1. desember næstkomandi, 1. sunnudag í aðventu, verður ár- legur kirkjudagur Árbæjarsafnaðar haldinn í Árbæjarkirkju. Kl. 11 verður barnaguðsþjónusta í kirkj- unni. Foreldrar, afar og ömmur em boðin velkomin með börnunum. Kl. 14 guðsþjónusta fyrir alla fjölskyld- una. Jónas Þórisson framkvæmda- stjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar flytur stólræðu, en prestar safnað- arins þjóna fyrir altari. Kirkjukór Árbæjarkirkju flytur stólvers. Sér- staklega er vænst þátttöku ferm- ingarbarna og foreldra þeirra í guðsþjónustunni. Kl. 15 kaffisala Kvenfélags Árbæjarsóknar í safn- aðarheimili kirkjunnar. Jafnframt verður þar efnt til skyndihapp- drættis til ágóða fyrir líknarsjóð Kvenfélags Árbæjarsóknar. Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir. Guðmundur Þorsteinsson. Aðventu- samkoma í Breiðholtskirkju HIN árlega aðventusamkoma Breiðholtssafnaðar verður haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd á morgun, fyrsta sunnudag í aðventu, kl. 20.30. Að venju verður fjölbreytt dag- skrá sem miðuð er við alla fjölskyld- una. Kór Breiðholtskirkju flytur aðventu- og jólasöngva ásamt eldri deild Bamakórs Breiðholtskirkju undir stjórn organistans, Daníels Jónassonar, og Ámýjar Alberts- dóttur stjórnanda barnakórsins. Friðbjörn G. Jónsson syngur ein- söng. Fermingarböm sjá um stutta dagskrá, lesin verður lítil helgisaga og sr. Guðný Hallgrímsdóttir flytur aðventuhugleiðingu. Samkomunni lýkur með helgistund við kertaljós. Að samkomunni lokinni verður kaffisala í safnaðarheimilinu á veg- um Kvenfélags Breiðholts, en félag- ið hefur alla tíð stutt safnaðarstarf- ið og kirkjubygginguna af miklum dugnaði og rausnarskap. Má í því sambandi m.a. geta þess, að félagið hefur nýlega ákveðið að gefa eina milljón króna til kaupa á nýju org- eli fyrir kirkjuna. Einnig munu fermingarbörn selja friðarkerti til ágóða fyrir Hjálparstofnun kirkj- unnar og Kristniboðsalmanakið til styrktar starfi Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Aðventusamkomurnar hafa löng- um verið miklar hátíðarstundir í safnaðarlífinu og mörgum til gleði og uppbyggingar við upphaf undir- búnings jóla. Vona ég að svo verði einnig í ár. Vil ég því nota þetta tækifæri til að hvetja sóknarbúa og aðra þá sem áhuga hafa til að fjölmenna við þessa athöfn og hefja þannig jólaundirbúninginn með góðri stund í húsi Drottins. Sr. Gísli Jónasson. Aðventu- guðsþjónusta á sænsku SÆNSKA félagið á íslandi býður til aðventuguðsþjónustu á sænsku sunnudaginn 1. desember kl. 16 í Dómkirkjunni. Prestur er sr. Karl Sigurbjömsson. Organisti er Jón Stefánsson. Allir hjartanlega vel- komnir. Aðventuhátíð allan daginn í Neskirkju FJÖLBREYTNI er í fyrirrúmi í Neskirkju þegar aðventan gengur í garð á morgun, sunnudag. Kl. 11 um morguninn er fjöl- skylduguðsþjónusta þar sem skát- ar koma í heimsókn svo og ungt tónlistarfólk frá Tónskólanum Do- Re-Mí. Kl. 14 er svokölluð Ljósahátíð en þá ganga væntanleg fermingar- börn inn í kirkjuna með tendruð kertaljós. Athöfnin sjálf er svo að mestu leyti í þeirra höndum. Að auki syngur svo Gospelkór Nes- kirkju en það er nýlegur kór ungl- inga. Kl. 17 er svo aðventusamkoma þar sem m.a. verður boðið upp á söng kórs Grandaskóla, söng kirkjukórsins svo og hljóðfæraleik barna úr tónlistarskóla íslenska Suzukisambandsins. Þá syngja Inga J. Backman einsöng en aðal- ræðumaður er Njörður P. Njarðvík prófessor. Þá má geta þess að á aðvent- unni verða kyrrðarstundir í Nes- kirkju á fimmtudagskvöldum kl. 20.30. Þær verða byggðar þannig upp að flutt verður róleg tónlist í rökkvaðri kirkjunni, gefin þögul stund til íhugunar og höfð stutt bæn. Þá mun Reynir Jónasson org- anisti Neskirkju og fleiri tónlistar- menn leika á orgel kirkjunnar í hádeginu kl. 12.15-12.45 alla virka daga á jólaföstu. Halldór Reynisson. Aðventuhátíð í Hjallakirkju 1. SUNNUDAG í aðventu, þann 1. desember, ki. 17 bíður Safnaðarfé- lag Hjallasóknar til sinnar árlegu aðventuhátíðar í Hjallakirkju. Að- ventan er sá tími, sem við notum til undirbúnings undir jólahátíðina, og því er vel við hæfi að mæta til kirkju og lofa Drottin í söng. Á aðventuhátíðinni mun Skóla- hljómsveit Kópavogs leika nokkur lög og eldri kór Hjallaskóla syngja. Að auki munu krakkar úr tíu til tólf ára starfi Hjallakirkju flytja helgileik. Eftir stundina bíður safn- aðarfélag Hjallasóknar gestum upp á kakó og piparkökur í safnaðarsal kirkjunnar. Allir eru hjartanlega velkomnir. Aðventuhátíð í Seltjarnar- neskirkju FYRSTI sunnudagur í aðventu verður haldinn hátíðlegur í Seltjarnarneskirkju að venju. Há- tíðin hefst með guðsþjónustu, sem hefst kl. 11. Þá bera væntanleg fermingarbörn inn kertaljós í ferm- ingarkyrtlum og kveikja á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Þetta er hátíðleg stund, sem enginn vill missa af sem hefur upplifað hana einu sinni. Um kvöldið hefst hátíðin kl. 20.30. Þá verður mikil tónlistar- dagskrá, sem organisti kirkjunnar hefur undirbúið ásamt kórum kirkjunnar og miklu tónlistarfólki. Safnaðarkór og barnakór kirkjunn- ar syngja jólatónlist. Einnig syngur Kvartett Seltjarnarneskirkju, þau Þuríður Sigurðardóttir, Svava Kristín Ingólfsdóttir, Egill Gunn- arsson og Gunnar Haraldsson jóla- lög. Zbigniew Dubik og Simon Kuran leika á fiðlur, Lovísa Fjeldsted leikur á selló og Pavel Manasek á orgel. Allri tónlistinni og söngnum stjórnar organisti kirkjunnar Viera Manasek. Ræðu- maður kvöldsins verður Högni Ósk- arsson. í lokin verður ritningarlest- ur og bæn, sem sóknarpresturinn sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir leiðir og tendruð verða kerti allra kirkjugesta. Að stundinni í kirkjunni lokinni verður boðið uppá veislukaffi í safnaðarheimilinu, sem selt verður til ágóða fyrir orgelsjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.