Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 39 í J J I i | l ] ! I I I I Alnæmi og aðrar sóttir ÁRIÐ 1796 eða fyrir 200 árum hóf Edward Jenner bólusetningar gegn bólusótt í Eng- landi. Jenner hafði tekið eftir því að mjaltakonur sem smituðust af kúa- bólu á höndum virtust verða ónæmar fyrir bólusótt. Veiran, sem veldur kúabólu og er skyld bólusóttarveir- unni, olli einungis vægri staðbundinni og skammvinnri sýkingu í mönnum. Jenner taldi sjálfur að hægt yrði að útrýma bóiusótt í heim- inum með bólusetning- um. Það var þó ekki fyrr en rúmum 180 árum síðar sem það tókst með alþjóðlegu átaki. Full ástæða er fyr- ir okkur íslendinga að minnast þessa 200 ára afmælis bólusetningar gegn bólusótt því engin sótt hefur valdið þessari þjóð jafn miklum skaða í aldanna rás. Nægir að minnast bólu- sóttarfaraldursins sem gekk yfir landið 1707-1709 og kenndur var við stóru-bólu en sá faraldur felldi um fjórðung þjóðarinnar og flestir þeirra sem dóu voru undir 50 ára aldri. Brugðist var skjótt við því hér á landi því bólusetning var fyrirskip- uð þegar árið 1802 og árið 1805 komu reglur um framkvæmd hennar á íslensku. Annar smitsjúkdómur, sem gekk yfir landið og hafði umtalsverð áhrif á þjóðina, voru berklar. Sá faraldur hófst á seinnihluta síðustu aldar og náði hámarki á fjórða tug þessarar aldar. Margir núlifandi Islendingar muna vel eftir berklafaraldrinum og þeim tolli sem hann tók. Enda þótt farið hafi að draga úr útbreiðslu berklanna og dánartíðni vegna þeirra á seinni hluta fjórða áratugar aldarinnar, skipti lyfjameðferð, sem fram kom seint á fimmta áratugn- um, miklu máli því eftir að meðferð hófst dró mjög úr dánartíðni vegna berklanna. Skipuleg leit að smitber- um og meðferð hinna sýktu vann síðan endanlega bug á útbreiðslu berkla í okkar samfélagi. Berklar eru að því leyti óvenjuleg bakteríu- sýking að hún er tiltölulega hæg- geng. Berklar geta eins og aðrir sýklar myndað ónæmi gegn sýkla- lyQum. Það var fyrst þegar fleiri sýklalyf en eitt voru gefin saman í langan tíma að hægt var að upp- ræta berkla og koma í veg fyrir ónæmismyndun bakteríunnar gegn sýklalyfjum. Upp úr 1980 varð fyrst vart við alnæmi, áður óþekktan hæggengan smitsjúkdóm af völdum veiru. Þessi sjúkdómur hefur síðan breiðst ört út um heim allan. Er hann einstak- lega alvarlegur sjúkdómur þar sem hann hefur oftast leitt til dauða hinna smituðu. Sjúkdómurinn er ekki eins smitandi og hinar tvær fyrrnefndu sóttir en engu að síður er baráttan gegn honum illviðráð- anleg þar sem hann smitast með kynmökum, menguðu blóði við blóð- gjafir og þegar lyf eru misnotuð með sprautunálum. Þá geta mæður einnig smitað börn sín í meðgöngu eða fæðingu. Enda hefur sjúkdóm- urinn nú náð til 190 landa. Talið er að um 28 milljón manns hafi þegar smitast af alnæmisveirunni, tæplega 6 milljón manns hafi látist af völdum alnæmis og þar af rúmlega milljón börn á síðustu árum. Alnæmi greindist fyrst á íslandi 1985. Þó má ætla að smit af völdum alnæmisveirunnar hafi hafist hér upp úr 1980. Þegar horft er til baka virðist alnæmisfaraldurinn hafa náð hámarki á íslandi á árunum 1982- 1984. Sömuleiðis má ætla að flestir smitaðir einstaklingar hér á landi hafi fundist eftir að hægt varð að greina sýkinguna 1985. Á undan- förnum árum hefur dregið úr ný- gengi alnæmis og hafa um þrír á ári greinst með sjúkdóminn sl. 3 ár. Alls hefur 41 ein- staklingur greinst með alnæmi hér á landi og þar af hafa 30 látist, flestir um aldur fram. Heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með smit af völdum alnæmisveir- unnar hér á landi er 103. Hins vegar hefur dregið úr fjölda þeirra sem greinast með al- næmissmit og síðustu árin hefur u.þ.b. einn smitaður greinst á tveggja mánaða fresti. Það er því líklegt að mesta út- breiðslan á alnæmissmiti hafi verið gengin yfir þegar upplýsingaherferð gegn þessum sjúkdómi hófst upp úr miðjum síðasta áratug. Upplýsinga- herferðin, sem farin var hér á landi, kann að hafa haldið útbreiðslu sjúk- dómsins í skefjum. Hitt skiptir þó áreiðanlega ekki minna máli að það náðist til flestra þeirra sem smitaðir voru og ábyrg hegðan þeirra hefur stuðlað að því að hindra útbreiðslu sjúkdómsins. Þá fer ekki á milli mála að meðferð sýktra einstaklinga hefur einnig skipt miklu máli. Hún Alls hefur 41 einstakl- ingur greinst með al- næmi hér á landi, segir Haraldur Briem, og þar af hafa 30 látist, flestir um aldur fram. hefur bætt líðan hinna sýktu og dregið úr líkum á því að sjúkdómur- inn þróist í alnæmi. íslensk heil- brigðisyfirvöld brugðust skjótt við og heimiluðu notkun nýrra öflugra lyfja gegn alnæmisveirunni þegar fyrstu vísbendingar lágu fyrir um að þau kæmu að góðum notum við að hefta framþróun sjúkdómsins hjá hinum smituðu. Lyfjameðferð við alnæmissmiti er núorðið um margt lík þeirri lyfjameðferð sem er beitt við berklum. Vitað er að nota þarf fleiri lyf en eitt gegn veirunni og ef það tekst að halda henni í skefjum minnka stórlega líkurnar á því að hún myndi ónæmi gegn lyfjunum. Enda þótt lyfjameðferð sé dýr má segja að sá árangur, sem hefur náðst við að hindra útbreiðslu sjúkdómsins hér á landi, hafi sparað þjóðinni mikil fjárútlát. Því miður hefur enn ekki tekist að búa til bóluefni gegn alnæmisveir- unni og horfurnar eru ekki góðar á því að það takist á næstunni. Því gildir eftir sem áður að forvarnir eru öflugasta vörnin gegn sjúkdómnum en hitt skiptir líka miklu máli að ná til allra þeirra sem eru smitaðir og hefja meðferð sem fýrst því það dregur úr líkum á smiti ef veirunni er haldið í skefjum með meðferð. Enda þótt ekki hafi verið sýnt fram á lækningu sjúkdómsins eru horf- urnar þó mun betri nú en nokkru sinni fyrr á þeim tíma sem alnæmi hefur geisað í okkar heimshluta. Víða um heim er þó erfitt að koma upplýsingum til fólks um smitleiðir og margar þjóðir hafa ekki efni á að meðhöndla hina smituðu. Þannig munu fæstir jarðarbúar njóta góðs af meðferð og á meðan sjúkdómurinn geisar annars staðar í heiminum er hann stöðug ógnun við okkur. Barátt- an gegn alnæmi verður að halda áfram hér á landi ef viðhalda á þeim góða árangri, sem náðst hefur. Höfundur er settur aðstoðarlandlæknir. Haraldur Briem Hin gullnu fyrirheit og efndir FORYSTUMENN á ýmsum sviðum í þjóð- félaginu tala fagur- lega um aldraða fólkið, það hafi skilað góðu verki og byggt upp fyrir nútíð og framtíð og eigi að fá að njóta friðsamra og góðra ell- iára. En eitthvað hefur geigað í framkvæmd- inni. Ljóst er að fólk lifir við mjög misjöfn kjör á starfsárum sín- um en mismunun verð- ur miklu stórfelldari þegar eftirlaunaaldur- inn tekur við. T.d. fá heimavinnandi húsmæður aðeins 12 þúsund krónur í fastan lífeyri á mánuði. Sú var tíðin að það lenti á húsmæðrum að sinna börnum, öldruðum og öryrkjum í fjölskyld- unni því önnur úrræði voru ekki fyrir hendi. Ellilífeyrir Árum saman greiddi fólk, þar á meðal heimavinnandi húsmæður, gjald til almannatrygginganna sem var sá eini lífeyrissjóður sem það átti völ á. Þessi lífeyrissjóður hefur verið skertur niður í um 12 þús. kr. á mánuði. Þannig eru störf húsmæðra fyrri ára, en þær voru burðarstólparnir í uppeldis- og vel- ferðarmálum, metin nær verðlaus og þær lítilsvirtar svo að jafna má við mannréttindabrot. Nýir jaðarskattar Og nú verða aldraðir fyrir áfalli. Innleiddur hefur verið skattur á eignatekjur á víðtækari hátt en áður. Látum það gott heita ef fólk mætti hafa í friði einhveija lág- marksupphæð t.d. sem dygði fyrir útförinni. Og hver króna í vöxtum og verðhækkunum á að koma til lækkunar á bótum. Auk þess á að fella niður ýmsa frádráttarliði á skattframtali. Skuldi aldrað fólk t.d., þá á ekki að taka tillit til greiddra vaxta, þá má ekki draga frá vaxtatekj- um. Velferðarkerfið Velferðarkerfíð er ekki heilagt, enda á mörgum sviðum mjög götótt. Sumir halda að öllu sé borgið eftir því sem fleira fæst ókeypis. En slíkt kerfi hefur innbyggða spill- ingu og misnotkun. Það er háð reglugerð- um og rándýru eyðu- blaða- og vottorðakerfi sem mis- munar fólki mjög. En afturhald- Stöðugt er hnoðað utan á kerfið, segir Páll V. Daníelsson, og úr verður óskil- virkur óskapnaður. söflin vilja þar engu breyta. Þess vegna er stöðugt hnoðað utan á kerfið og úr verður óskilvirkur óskapnaður. Umbreyta þarf lífeyriskerfinu I stuttu máli sagt þarf að stofna einn gegnumstreymislífeyrissjóð þar sem allir eru jafnir og hafa góðan lífeyri. Sjóðurinn greiði einnig laun fyrir heimilisstörf í sambandi við umönnun barna. Fólk haldi áfram að greiða í lífeyrissjóð- inn til æviloka. Aldrað fólk greiði fyrir sig í þjóðfélaginu eins og aðrir. Það þurfi ekki að vera að sækja um eitt eða annað ókeypis til að geta lifað. Núverandi lífeyris- sjóðakerfí yrði gert upp og nýtt, t.d. til að bæta fasteignalánakerf- ið. Allar núverandi skuldbindingar á framtíðina yrðu felldar niður og komist út úr þeim vítahring í eitt skipti fyrir öll. Viðbótarlífeyrissjóði væri fijálst að mynda enda í þá greitt að fullu af viðkomandi ein- staklingum. Þetta mundi valda byltingu í þjóðfélaginu og tryggja öllum viðunandi lífeyri og koma í veg fyrir það misrétti sem nú er. Jafnrétti yrði meðal aldraðra og þeir byggju við meira öryggi og yrðu sjálfstæðari og fijálsari en nú er. Höfundur er viðskiptafræðingur. ★ HSM Pæssen GmbH • Öruggir vandaðir pappírstætarar • Margar stærðir - þýsk tækni • Vönduð vara - gott verð Páll V. Daníelsson STEINAR WAAGE SKOVERSLUN I3arna gpariðkór Tegund: 4363 Verð: 2.495,- ötærðir: 22-33 Litir: Gull, svart og rautt lakk Teqund: 4099 Verð: 2.495,- Stasrðir: 20-33 Litur: Svart lakk Teqund: 3159 Verð: 1.995,- Stasrðir: 19-24 Litir: Hvítt, svart, rautt og blátt lakk Tegund: 4277 Verð: 2.995,- Stasrðir: 2Ö-3& Litur: Svart lakk Teqund: 4114 Verð: 2.495,- Stasrðir: 20-39 Litir: Svart, hvítt og blátt lakk Tegund: 4383 Verð: 2.495,- Stasrðir: 19-27 Litur: Svart lakk Ath.: Alllr skórnir eru leðurfóðraðir 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR • POSTSENDUM SAMDÆGURS STEINAR WAAGE # SKÓVERSLUN ^ SÍMI 568 9212 ^ STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN SÍMI 551 8519 / 'S?' •v'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.