Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ í F7MRANS \ s/ceMmoak- l VAK&AIS/ J Ferdinand Smáfólk YE5,1T'S A VERY PELICATE MATTER.. lOELL, MY 0ROTHER., UJHOIS IN THE INFANTRY,UJANTS TO KNOW WHVTHE1!' NEVER GET ANY TAPIOCA PUDPIN6 ------5" I Já, herra ... ég vil gjarn- Já, það er mjög Nú, bróður minn, sem er an fá leyfi til að tala við viðkvæmt mál... í fótgöngaliðinu, langar hershöfðingjann ... til að vita hvers vegna þeir fá aldrei vanillubúð- ing. BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Aldraðir, R-listinn og öryrkjar MIÐAÐ við íbúafjölda er líklegt að íslendingar eigi heimsmet í að mis- muna þegnunum. Miðað við mennt- un og hvað fólkið er vel upplýst er furðulegt að slíkt skuli vera hægt. Eða það skuli yfirleitt gerast þótt það sé mögulegt. Allstaðar er verið að mismuna fólki. R-listinn telur sig vera boðbera betri tíma fyrir aldraða og öryrkja. Fljótlega eftir valdatöku hans í borginni, hækkuðu margfalt fargjöld þess hóps fatlaðra sem er bundinn hjólastól og því háður sér- hönnuðum bílum ferðaþjónustu fatl- aðra. Skólafólk, frá barnsaldri til fullorðins, er stór hópur notenda. Þar eins og í hópi fjölfatlaðra er ekki um auðugan garð að gresja í peningamálum. Áður kostaði 25 kr. hvor leið. Nú 65 kr. í og úr skóla 130 kr. Panta þarf ferðir deginum áður. Fatlaður sjáandi sem getur gengið, notar S.V.R. og borgar 20 kr. Hann getur nýtt sér sama miða báðar leiðir og fyrirvaralaust farið í vagnana. Maður í hjólastól getur ekki með t.d. tilliti til veðurs ákveð- ið að fara eitthvað samstundis. Þótt vaidhöfum þyki litlu varða er um sexfaldan mun að ræða í greiðslu fyrir þjónustu. Mismunun borgarstjórnar á íbúunum er þarna í hnotskurn. Þótt hálaunuðum, fríð- indahlöðnumm, embættis- og stjórn- málamönnum þyki lítið til um mis- munun þessa og greiðslur frá fötluð- um, er því ekki svo varið frá sjónar- hóli öryrkja. Þeir finna fyrir því hvað borgarstjórn er rangeygð og hug- laus. Hún og valdhafar svona yfir- leitt í þjóðfélagi okkar, eru galvösk við að níðast á þeim sem liggja best við höggi. Við aðra er samið. Aldraðir og öryrkjar mega ekki láta sundra sér lengur. Greinilegt er að stjórnmálamenn, með örfáum und- antekningum, eru ekki þeirra vinir. Aldraðir og öryrkjar verða að taka höndum saman og stofna stóran og voldugan stjórnmálalegan þrýstihóp. Annað er uppgjöf. ALBERTJENSEN, Háaleitisbraut 129. Rukkanir og blaðberar Frá Brjáni Jónassyni: ÞEGAR þetta bréf birtist á síðum Morgunblaðsins er farið að líða að mánaðamótum. Þá taka hinir 800 blaðberar blaðsins til við að rukka þá áskrifendur blaðsins sem kjósa að staðgreiða áskriftargjaldið um hver mánaðarmót. Sjálfur er ég blað- beri og hefur það oft viijað brenna við að fara þurfí fleira en eina ferð til áskrifenda til að rukka. Ástæður þessa geta verið Qölmargar en það sem virðist oftast vera ástæða þess að blaðberinn þarf að koma aftur (og aftur) til sömu áskrifendanna, er að peningar eru ekki við hendina í það og það skiptið. Er þá komið að ástæðu bréfa- skrifa þessara. Það er hreint og beint óþolandi að blaðberar þurfi að fara margar ferðir í hvert hús til að rukka. Það virðast alltaf vera sömu áskrifendurnir sem borga í fyrstu umferð, og alltaf þeir sömu sem þarf að heimsækja oft. Vissulega geta komið upp tilvik þar sem blað- berinn þarf að koma oftar en einu sinni, en það má ekki verða að reglu. Það sem ég vil ráðleggja þeim áskrifendum sem sjá sjálfa sig í lýs- ingum þessum er einfalt. Þegar mánaðamótin ganga í garð eru ótal reikningar sem þarf að borga, og einn af þeim er reikningurinn fyrir Morgunblaðinu. Þegar launatékk- anum er skipt eða bankabókin opnuð er því vitað mál að blaðberinn mun koma í heimsókn einhveija næstu daga. Þá er þjóðráð að taka út fyrir áskriftinni (1700 kr eða 850 kr. hálf áskrift) og geyma svo reiðuféð á vísum stað, tilbúið þegar þreyttur og kaldur blaðberinn bankar uppá. Þetta gera fjölmargir áskrifendur nú þegar, en hinum, sem ekki gera þetta, er hér með bent á þessa ein- földu lausn. Önnur lausn sem er enn auðveld- ari er að biðja áskriftardeildina að taka áskriftargjaldið út af kredit- kortum (þar sem þau eru fyrir hendi). Það auðveldar blaðberanum störf sín og gerir hann þar með ánægðan. Allir vita að ánægður starfsmaður er góður starfsmaður. Auðvitað eru plastkort þessi ekki til á öllum heimilum, og gengur þessi lausn því ekki fyrir alla. Þegar ég hef bent áskrifendum mínum á þessa leið spyrja þeir mig oft hvort ég fái ekki minna borgað ef ég þarf ekki að rukka. Svarið er einfalt, blaðber- ar fá sitt hlutfall af greiddri áskrift, sama hvernig peningarnir safnast. Til að enda þetta greinarkorn mitt ekki án þess að nöldra ofurlítið meira, vil ég benda áskrifendum á tvennt. Annarsvegar að hafa útiljós- in kveikt á morgnana þegar blaðber- ans er von, og hinsvegar að halda heimreiðinni svelllausri. Það er einskis hagur að blaðberar detti í myrkrinu á ómokaðri stétt. Þetta vita flestir og gera, en þó eru alltaf svartir sauðir. Það er þó von mín að þeim fækki við þessi skrif. BRJÁNN JÓNASSON, blaðberi. Hvad skal segja? 78 Væri rétt að segja: Þessi visa er ágæt, jafnvel mjög góð? Svar: Ágætur er betri en mjög góður. Því væri eðlilegra að segja: Þessi vísa er mjög góð, jafnvel ágæt. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.