Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samrekstur Jón Ingvarsson endurkjörinn formaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna stofnana Einróma niðurstaða um MEIRIHLUTI Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Húsavíkur mun láta kanna hag- kvæmni samreksturs Sjúkrahúss Þingeyinga, heilsugæslustöðvarinn- ar og dvalarheimilis aldraðra á staðnum. Jafnframt verður leitað eftir samningum við n'kisvaldið um sjálfstæðan rekstur þessara stofn- ana. Nýi meirihlutinn tók við völdum á bæjarstjómarfundi í fyrradag. Afturkallað var umboð nefnda og kosið í þær að nýju. Þá var lagður fram málefnagrundvöllur nýja meiri- hlutans sem mun starfa það sem eftir liflr kjörtímabilsins, í eitt og hálft ár. ■ Vill sameina/10 ■ ■ ♦ ♦ ♦. Gæsluvarðhald framlengt GÆSLUVARÐHALD yfír manni á sextugsaldri á Akureyri var fram- lengt um 45 daga, til 13. janúar næstkomandi, en hann hefur verið í varðhaldi frá því í síðustu viku vegna gruns um kynferðisbrot gagnvart stúlkubörnum. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri fer með rannsókn málsins. Morgunblaðið/Ásdts MÁLIN rædd í upphafi félagsfundar SH. Jón Ingvarsson, for- maður stjórnar SH hf., Friðrik Pálsson, forstjóri og Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands. FÉLAGSFUNDUR Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna samþykkti ein- róma í gær að breyta félaginu í hlutafélag frá og með næstu ára- mótum. Með breytingunni verður skilaskylda afurða afnumin, inn- lausnarskylda á eignarhluta við út- göngu félagsmanna afnumin og félagið fær aukið svigrúm til að afla sér fjár til framkvæmda. Regl- ur um sköttun breytast og fækkað er í stjórn úr 15 í 9. Jón Ingvarsson var kjörinn formaður stjómar án mótframboðs með meira en 90% atkvæða. Átti sér aðdraganda Breyting þessi á sér nokkum aðdraganda en Vilhjálmur Árnason, blaðafulltrúi SH, segir að miðað við þróun viðskipta á Islandi og þær breytingar, sem gerðar hafí verið á félagsforminu, sem allar hafí miðað að því að færa félagið nær hlutafé- lagaforminu, sé um eðlilega breyt- ingu að ræða. Umfang SH hafi aukizt það mik- ið á síðustu ámm með tilliti til fram- leiðslu og erlendra umsvifa að segja megi að fyrirtækið hafí sprengt sig út úr gamla félagsforminu. Þá sé það einn af kostunum fyrir eigendur fyrirtækisins að nú fái þeir markaðs- verð fyrir hlut sinn í því en að SH standi mörg öflugustu hlutafélög íslands í sjávarútvegi. Þetta sé mikil- vægur áfangi í farsælli sögu félags- ins og ánægjulegt hve mikil sam- staða hafi náðst um breytinguna. 100.000 atkvæði Reglur um stjórnarkjör eru með þeim hætti að atkvæði eru 100.000 og skiptast á eigendur eftir vægi þeirra innan félagsins. Jón Ingvars- son er formaður stjórnar SH hf., en hann hlaut yfir 91.000 atkvæði. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hlutu eftirtaldir flest at- kvæði við stjórnarkjör: Finnbogi Jónsson, Neskaupstað, 93.000 at- kvæði, Ólafur B. Ólafsson, Sand- gerði, 91.000, Brynjólfur Bjamason, Reykjavík, 86.000, Sigurður Einars- son, Vestmannaeyjum, 86.000, Guð- brandur Sigurðsson, Akureyri, 83.000, Kristján Jóakimsson, Hnífs- dal, 77.000, Magnús Bjamason, Eskifírði, 72.000 Róbert Guðfínns- son, Siglufírði, 53.000. Þá herma heimildir Morgunblaðsins að næst því að ná kjöri í stjóm hafí verið Rakel Olsen, Stykkishólmi, með yfir 50.000 atkvæði en nokkur áhugi var á að hún næði kjöri þótt hún sé ekki í hópi stærstu hluthafa SH. Morgunblaðfl Almannavarnaæfing á Egilsstöðum Misskildu útkall hjá Neyðarlímmni Vaðbrekku, Jökuklal. Morgunblaðið. STÓRT slys var sett á svið á Egils- stöðum í gærkvöldi og var æfingin í því fólgin að láta sem flugvélar hefðu rekist á í flugi og brotlent á tveimur mismunandi stöðum. Haft var samband við Neyðarlfnuna og misskildu viðtakendur kall á slys- stað. Liðu sjö mínútur milli tilkynn- inga og töldu viðtakendur að um eina brotlendingu væri að ræða. Sviðsetningin var með þeim hætti að önnur vélin hefði lent á verkstæð- ishúsi á Egilsstöðum og hin á sams- konar húsnæði í Fellabæ. Slysið var tilkynnt til Neyðarlínunnar og allt tiltækt lið kallað út, það er almanna- vamanefnd Fljótsdalshéraðs, svæðis- stjóm, slysavarnasveitir á Egilsstöð- um og Jökuldal, skátar á Egilsstöð- um og Fjöllum og læknar og hjúkmn- arlið á heilsugæslustöðinni og Rauði krossinn, sem sá um hjálparstöð í Egilsstaðaskóla. Sett var svið brotlending með 40 manns á Egilsstöðum og tíu í Fellabæ. Aðstoð barst um hálftíma síðar í Fellabæ en bið varð á því á Egilsstöðum vegna misskilnings hjá Neyðarlínu. Var hjálparlið komið til Egilsstaða um 55 mínútum eftir að útkall barst. Slökkvilið og lögregla komu til Egilsstaða 15 mínútum eftir að út- kall barst, slökkti elda sem loguðu og fór þaðan yfír í Fellabæ. En lækn- ar og hjúkrunarlið um klukkustund síðar sem fyrr er getið. Æfíngin þótti takast nokkuð vel þegar aðstoð barst og gekk greiðlega að rýma svæðin, eða um þijá tíma. Ung hjón á ísafirði fengu 32,5 milljónir í happdrættisvining „ Akveðin í að láta þetta ekki sljórna lífi okkar“ Síðasta augnað- gerðin FRIÐBERT Jónasson, yfirlæknir augndeildar Landakotsspítala, framkvæmdi þar í gær síðustu augnskurðaðgerðina en starfsemi augndeildarinnar verður innan tíðar flutt á Landspítala. Skurðað- gerðin fólst í að setja gerviauga- stein í sjúkling sem misst hafði augastein í slysi. Um 600 slíkar aðgerðir voru gerðar þar í fyrra en til að gera starfsfólki auðveld- ara að fylgjast með aðgerðinni er stækkuð mynd af augasteinin- um á skjá inni á skurðstofunni. Augnlæknar hafa starfað óslit- ið á Landakoti frá árinu 1902 en augndeildin var stofnuð árið 1969 og var fyrst um sinn lítið annað en nafnið eitt því skurðverkfæri voru í eigu einstakra lækna og deildin átti engin rannsóknar- tæki. Við deildina starfa nú níu læknar og í fyrra voru fram- kvæmdar þar um 2.000 skurðað- gerðir. UNG þjón á ísafirði urðu um það bil 32,5 miHjónum króna ríkari á þriðjudagskvöld þegar dregið var úr Heita potti Happdrættis Háskólans. Þau eiga tvö böm á gmnnskóla- aldri. Þau vilja njóta nafnleyndar, en féllust á að skýra frá nokkrum atriðum, þar eð þau vita að mörgum leikur forvitni á því hvernig fólki verður við þegar það fær skyndilega slíka fjármuni upp í hendurnar. Konan sagði að faðir sinn hefði lengi átt vinningsnúmerið, 20483. „Hann varð sjúklingur og ég annaðist hann mikið undir það síðasta. Ég fór þá að borga helminginn í miðanum á móti honum. Þegar hann lést tók ég við öllum miðanum. Ég vildi eiga miða í happdrættinu og ég vildi eiga númerið hans.“ Hún sagðist varla geta lýst því hvemig henni varð við þegar hún frétti af vinningnum. „Fyrst starði maður bara út í loftið. Daginn eftir fór ég í vinnuna og þar fékk ég hálfgert taugaáfall. En maður jafnar sig á þessu. Við erum ákveðin í því þjónin að láta þetta ekki stjóma lífi okkar. Við höldum bæði áfram okkar störfum sem við erum ánægð með og förum ekki á neitt „flipp“ eins og menn segja. Við erum þegar búin að fá okkur ráðgjafa sem verður okkur innan handar við meðhöndlun fjárins." Hét á Sophiu Hansen — Eitthvað hljótið þið að leyfa ykkur? „Sjálfsagt gerum við það, en það er bara tvennt sem við emm búin að gera. Borga skuldir okkar og greiða áheit.“ — Eru skuldirnar miklar? „Fyrir þriðjudagskvöldið hefði ég sjálfsagt svarað þessu játandi, en nú er svarið eðlilega afstæðara. Við keyptum gamalt hús sem ég hefí miklar mætur á og er tengd óijúf- andi tilfínningaböndum. Við skuld- uðum í því og það þarfnast mikillar viðgerðar. Nú getum við gert það upp eins og okkur langar. Annað er ekki ákveðið. Við ætlum að ávaxta peningana sem best, svo þeir nýtist bömunum okkar til menntunar, eða hvers þess sem þau kjósa þegar þau vaxa úr grasi, og við viljum ekki að þessi skyndilegu umskipti hafí of mikil áhrif á þau. — En hvern héstu á? „Ég hét á Sophiu Hansen og þið getið reitt ykkur á að hún fær það áheit greitt." Fipaðist og lenti á ljósastaur Vogum. Morgunblaðið. ÖKUMAÐUR keyrði utan í bifreið við framúrakstur á Reykjanesbraut í gærkvöldi með þeim afleiðingum að sú sem ekið var utan í lenti á ljósastaur sem nýbúið var að setja upp. Ökumaður bifreiðar- innar sem ætlaði framúr stakk af. Bílstjóri bifreiðarinnar sem lenti á staumum var fluttur á sjúkrahús en er ekki alvarlega slasaður. Bifreiðin er mikið skemmd og varð að fjarlægja hana með dráttarbíl. Að sögn lögreglu er þetta fyrsti ljósastaurinn sem ekið er á á Reykjanesbraut frá því byijað var að setja þá upp. Staurinn brotnaði ekki, eins og ráð hafði verið fyrir gert við ákeyrslu, og brotnaði kúp- ullinn af í staðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.