Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ágreiningur meðal sjálfstæðismanna í Hveragerði • * mannsins lagt niður BIRNI Pálssyni verkstjóra í áhalda- húsi Hveragerðisbæjar og formanni Sjálfstæðisfélagsins Ingólfs í Hvera- gerði, var sagt upp störfum fyrir- varalaust í gær þegar starf hans var lagt niður frá og með 1. desember. Að sögn Gísla Pálssonar forseta bæjarstjórnar, er uppsögnin liður í skipulagsbreytingu í stjórn bæjarins, sem verið hefur í undirbúningi síðan í maí 1995, en hefur ekkert með pólitískar deilur í bænum að gera. Bæjarstjórn Hveragerðis sam- þykkti samhljóða á fundi sínum á fimmtudag, að leggja niður starf Bjöms frá og með 1. desember. „Ég er búinn að búast við þessu lengi í hjarta mínu,“ sagði Björn Pálsson. „Bæjarstjórinn hefur beðið lengi eftir að fá að skrifa þetta bréf. Hann hef- ur verið að stíga á mig síðan hann kom hér til starfa.“ Bjöm sagði að væringar hans og Gísla í pólitíkinni hefðu gert útslagið en Bjöm stóð með Knúti Bruun fyrrverandi forseta bæj- arstjómar í deilum hans við aðra bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Skrípaleikur „Þetta er skrípaleikur að leggja niður starf verkstjóra í áhaidahúsi og kalla það öðm nafni," sagði Björn. „Einn annar fékk uppsagnarbréf auk mín en það er 72 ára gamall maður, sem hættir um áramót." Bjöm sagði að hann hefði haft umsjón með verk- legum framkvæmdum síðan hann kom til starfa hjá bænum fyrir fjórt- án áram en nú ætti að ráða til þess Skipulagsbreyt- ing, segir forseti bæjarstjórnar tæknifræðing. Þessari ráðstöfun væri því augljóslega beint gegn hon- um en ekki til hagræðingar eða sparnaðar. „I staðinn á að setja flokksstjórann í áhaldahúsið, sem hækkar þá í laun- um og tæknifræðingurinn hlýtur að fá hærri laun auk þess sem við eram með annan tæknifræðing hjá bæn- um,“ sagði hann. „Það eru læti í pólitíkinni hjá okkur. Ég er yfirlýstur andstæðingur þessa samstarfs og þar með allra bæjarstjórnarfulltrúa, sem allir samþykktu þetta undir yfirskini skipulagsbreytinga. Þetta er fólkið, sem ég lagði mikla vinnu í að vinna fyrir við síðustu sveitarstjórnarkosn- ingar og ég tók að mér embætti for- manns í sjálfstæðisfélaginu eftir að hafa meðal annars verið hvattur til þess af þessu sama fólki. En af því að ég er ekki sammála þeim er ég óvinur númer eitt.“ Tæknifræðing-ur ráðinn Gísli Pálsson sagði að starf Bjöms hafi verið lagt niður vegna breytinga ! rekstri bæjarins. Ráðinn yrði nýr tæknifræðingur sem umsjónarmaður verklegra framkvæmda og yrði hann jafnframt yfir áhaldahúsinu. „Hann mun nýtast okkur betur en verkstjór- inn á næstu áram við að undirbúa JÉÉ útboðsgögn og annað vegna gatna- framkvæmda í bænum,“ sagði hann. „Við spörum því peninga og fáum að auki meira fyrir þá. Það stendur mikið til í framkvæmdum hjá bænum og núverandi bæjartæknifræðingur kemst ekki yfir allt sem heyrir undir undirbúning.“ Gísli sagði að Björn fengi greidd biðlaun í sex mánuði. Ekki væri lapgt síðan ákvörðun um uppságnirnar hafi verið tekin en að vinná við skipu- lagsbreytingar í rekstri bæjarins hefði staðið síðan í maí 1995. Sagði hann að Birni hafi ekki verið boðið annað starf hjá bænum en að hann gæti sótt um starf ef það losnaði. Ekki væri þó útlit fyrir að það yrði á næstunni. Er að spara 34 milljónir Gísli neitaði því að uppsögn Björns tengdist pólitískum væringum þeirra. „Ég vissi að þeir myndu túlka upp- sögnina þannig en ég veit í hjarta mínu að ég er að gera rétt fyrir bæinn og hitt skiptir ekki máli,“ sagði hann. „Ég er að gera bænum gagn með því að spara 34 milljónir á ári og þá er mér sama hvað ein- hveijir menn segja úti í bæ.“ Auk þess að leggja niður tvær stöður verður sparnaðinum náð með því að tölvuvæða lagerinn að sögn Gísla. Dregið verður úr bakvöktum á nótt- unni hjá áhaldahúsinu og bitnar sú aðgerð jafnt á öllum starfsmönnum, vinnutíma verður breytt og dregið úr yfirvinnu hjá bænum. Morgunblaðið/Árni Sæberg MIKIL sala hefur verið á lúsakömbum og -hársápu. Lúsakambamir uppseldir LÚSAKAMBAR eru uppseldir hjá heildsölum sökum mikillar eftir- spurnar að undanförnu. Ingolf segir ekki nóg að kemba einu sinni, það verði að kemba í nokkra daga til að ganga úr skugga um að ekki sé nit eða lús í hárinu. Hann bendir á atriði sem stundum vilji yfirsjást og það séu ullarhúfurnar, sem ekki þoli þvott yfir fimmtíu gráðu hita. Það sé ekki nóg til að drepa nitina og því ráðleggur hann að húfurnar séu settar í plastpoka og í frysti í nokkra klukkutíma. Ingibjörg Jónsdóttir, eigandi hársnyrtistofunnar Pílusar í Mos- fellsbæ, segir lúsafaraldurinn ekki hafa mikil áhrif á viðskiptin en þó komi kannski eitthvað færri börn í klippingu en venjulega á þessum tíma. Þar í bæ var skólum lokað í gær vegna lúsafaraldurs. „Við höfum ekki orðið varar við neitt kvikindi hér en fólk hefur mikið verið að hringja til þess að fá ráðleggingar. Lúsin er auðvitað aðalumræðuefnið á hárgreiðslu- stofunni þessa dagana og alla klæjar alveg rosalega en hér er allt sótthreinsað vel og vandlega,“ segir Ingibjörg. Erling Ólafsson skordýrafræð- ingur segir að ekki séu til nógu vísindaleg gögn um útbreiðslu lúsar á undanförnum árum til að hægt sé að draga ályktanir af viti. „Lúsin sprettur alltaf upp á haust- in og henni verður seint eða aldr- ei útrýmt. Stundum hefur tekist að þagga þetta niður í ákveðnum skólum þannig að það hefur ekki komist í fréttir en það er ekkert að marka. Svo virðist sem umræðan sé orðin meiri og opnari en áður,“ segir Erling. Hann segir að í raun sé enginn vandi að losna við lús- ina, sé málið bara tekið nógu föst- um tökum frá upphafi. Þýsk kona tekin í Leifsstöð Reyndi að flytja inn rúm 6 kg af hassi TOLLGÆSLAN á Kefiavíkurflugvelli fann mikið magn af hassi í fórum þýskrar konu sem var að koma til íslands frá Spáni í gegnum Kaup- mannahöfn á föstudagskvöldið í fyrri viku. Morgunblaðið/Kristinn SEX kílóin af hassi sem fund- ust í ferðatösku þýsku konunn- ar. Þetta er ein stærsta hass- sending sem löggæslumenn á Islandi hafa Iagt hald á. Tollverðir leituðu á konunni og fundu töluvert magn af hassi í farangri hennar og kom síðar í ljós að um var að ræða tæplega 6,2 kíló af hassi og 200 grömm af hassolíu. Konan var handtekin og málið sent fíkniefnadeild lögregl- unnar í Reykjavík til framhalds- rannsóknar. í framhaldi af því handtók fíkni- efnalögreglan einnig íslenskan karlmann sem talinn er tengjast málinu og er grunaður um að vera viðtakandi fíkniefnanna. Hafa þau bæði verið úrskurðuð í gæsluvarð- hald til 7. og 9. desember á meðan rannsókn málsins heldur áfram. Opið í dap 10-18 KRINGMN Morgunblaðið/Ámi Sæberg FRÁ afhendingxi Landgræðsluverðlaunanna 1996 í Gunnarsholti. Frá vinstri eru Sveinn Runólfsson Iandgræðslustjóri, frú Vigdís Finnbogadóttir, Sigurður Jakobsson, sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd föður síns, Ragnheiður Júlíusdóttir, sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd Hesta- v ; mannafélagsins Mána, Björn Bjarnason og Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra. Landgræðsluverðlaunin 1996 afhent í Gunnarsholti --------------------------------* Fyrrverandi forseti meðal verðlaunahafa > FRÚ Vigdís Finnbogadóttir fyrrver- andi forseti íslands, Jakob Jónsson, bóndi að Varmalæk í Borgarfirði, Bjöm Bjamason, bóndi í Birkihlíð í Skriðdal og Hestamannafélagið Máni í Keflavík fengu í gær landgræðslu- verðlaun fyrir árið 1996. Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra af- henti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Gunnarsholti í gær að viðstöddum fjölda gesta. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri sagði m.a. við verðlaunaaf- hendinguna að með verðlaununum vildi Landgræðslan sýna frú Vigdísi Finnbogadóttur örlítinn þakklætis- vott fyrir hennar ötula starf að land- græðslumálum. Hún hefði allan starfsferil sinn sem forseti Islands lagt ríka áherslu á að hvetja lands- menn til dáða við að takast á við eyðingu gróðurs og jarðvegs, sem væri eitt mesta umhverfisvandamál þjóðarinnar. Með áhuga sínum og stöðugri hvatningu hafi Vigdís náð til þjóðarinnar allrar og átt ríkan þátt í að gera gróðurvernd og skóg- rækt að sameiginlegu baráttumáli landsmanna, ungra jafnt sem ald- inna. Bjöm Bjamason hefur stundað gróðurbætur á jörð sinni Birkihlíð í Skriðdal um áratuga skeið, en árið 1960 reisti hann fyrstu skógræktar- girðingu sína og hóf að planta þar tijám. Árið 1982 hafði Björn lokið við að girða alla jörð sína án utanað- komandi aðstoðar og hefur síðan stundað þar öflugt uppgræðslu- og skógræktarstarf á eigin kostnað. Jakob Jónsson hefur stundað upp- græðslu á jörð sinni Varmalæk í Borgarfírði í áratugi og hefur hann grætt tugi hektara af örfoka melum með ýmsum aðferðum. Þá þykir land- nýting ábúenda á Varmalæk einnig vera til fyrirmyndar, en Jakob og Sigurður sonur hans hafa komið upp beitarhólfum til að stjórna því að beitarálag sé hóflegt. Hestamannafélagið Máni hlýtur verðlaunin fyrir ötult uppgræðslu- starf á Mánagrund við Keflavík, en árið 1968 kom félagið upp land- græðslugirðingu á Mánagrund með L lítilsháttar aðstoð Landgræðslunnar og hóf þar viðamikið uppgræðslu- starf með liðsinni Landverndar. Síð- an hefur tugum hektara af örfoka * melum verið breytt í gróskumikið land sem reynst hefur úrvals beiti- land fyrir hross. Landgræðsluverðlaunin vora nú veitt í fimmta sinn. Leitað er eftir tilnefningum um verðlaunahafa frá öllum búnaðarsamböndum og um- hverfisnefndum landsins, en dóm- nefnd skipuð Huldu Valtýsdóttur, Sigurgeiri Þorgeirssyni, Níelsi Árna Lund, Sigurði Þráinssyni og Sveini | Runólfssyni valdi verðlaunahafana * úr tilnefningunum. .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.