Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýr meirihluti kominn til valda á Húsavík Vilja samrekstur sjúkrahúss, heilsugæslu og dvalarheimilis NÝR meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tók við völdum á Húsavík á fundi bæjarstjórnar í fyrradag. Kosið var í trúnaðarstöður og málefnasamningur lagður fram. Fyrir fundinn höfðu fulltrúar meirihlutans aflað sér úrskurðar fé- lagsmálaráðuneytisins þar sem fram kemur að bæjarstjórn getur aftur- kallað umboð nefnda á sama hátt og hún kýs þær. Þar með var ljóst að nýr meirihluti þyrfti ekki að búa við það að vera í minnihluta í mikil- vægum nefndum út kjörtímabil þeirra. Á bæjarstjórnarfundinum í fyrradag var umboð nefndanna aft- urkallað og kosið á nýjan leik. í bæjarráð voru kosnir Stefán Haraldsson frá Framsóknarflokki og verður hann formaður, Siguijón Benediktsson frá Sjálfstæðisflokki og Kristján Ásgeirsson frá Alþýðu- bandalagi og óháðum. Einar Njálsson verður áfram bæjarstjóri. Valgerður Gunnarsdóttir, fulltrúi G-listans, sagði af sér sem forseti bæjarstjórnar ásamt báðum varafor- setum. Katrín Eymundsdóttir, bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var kosin forseti, Siguijón Benediktssom 1. varaforseti og Sveinbjörn Lund, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, 2. varaforseti. Áður en gengið var til kosninga lagði Jón Ásberg Salómonsson, bæj- arfulltrúi Alþýðuflokksins, fram til- lögu um frestun nefndakosninga þar sem ekki hefði tekist samkomulag milli minnihlutaflokkanna, Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags og óháðra, um kosningar í nefndir. Var það fellt og kaus G-listinn sína menn í þær nefndir sem hann átti kost á en A-listinn komst nánast hvergi að. Skuldir lækkaðar Katrín Eymundsdóttir, forseti 'bæjarstjórnar, segir að fyrsta verk- efni nýja meirihlutans verði að gera fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og þar verði gert ráð fyrir að greiða skuldir niður um 40 milljónir kr. og svo 20 milljónir til viðbótar árið eftir. Einnig ætli bæjarstjórnin að leggja sig fram um að veija Sjúkrahús Þingeyinga og Framhaldsskólann en að þeim sé sótt af hálfu ríkisins. I málefnasamn- ingi meirihlutans er ákvæði um að kanna vel hagkvæmni samreksturs sjúkrahússins, heilsugæslu og öldr- unarþjónustu og að leitað verði eftir samningum við ríkisvaldið um sjálf- stæðan rekstur nýrrar stofnunar. Þessar þijár stofnanir eru í sam- tengdum húsum. Meðal annarra atriða má nefna að meirihlutinn vill vinna að því að fá skólaþjónustuna til Húsavíkur og endurskoða aðild Húsvíkinga að landshlutasamtökunum Eyþingi. Þá er kveðið á um að bærinn auki ekki hlut sinn í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Rætt um rétt sjúklinga SIÐFRÆÐISTOFNUN Háskóla ís- lands og Siðaráð landlæknis efna til opins málþings í Lögbergi, stofu 101, um réttindi sjúklinga þriðjudag- inn 3. desember frá kl. 17-19. Frummælendur verða fimm og hefur hver þeirra tíu mínútur til umráða; Ástríður Stefánsdóttir, læknir og M.A. í heimspeki nefnir erindi sitt „Réttindi sjúklinga - sið- ferðilegar forsendur“, Guðrún Þor- steinsdóttir, skrifstofustjóri í heil- brigðisráðuneyti nefnir erindi sitt „Frumvarp til laga um réttindi sjúkl- inga“. Erindi Valgeirs Pálssonar, lögfræðings, ber heitið „Réttindi sjúklinga frá sjónarhóli lögfræðinn- ar“. Þá flytur Tómas Zoéga, læknir, erindið: „Réttindi sjúklinga frá sjón- arhóli læknis". Að lokum talar Helgi Seljan, félagsmálafulltrúi, og nefnist erindi hans „Eitt lítið leikmanns- spjall". Að framsögum loknum verða umræður. Fundarstjóri verður Sig- urður Guðmundsson, læknir og for- maður Siðaráðs landlæknis. Ný verslunar- og þjónustu- miðstöð opnuð í Rimahverfi NÝ verslunar- og þjónustumið- stöð, um 2.200 fermetrar að stærð, verður opnuð við Langa- rima í Rimahverfi á morgun, sunnudaginn 1. desember. Framkvæmdir hófust í lok mars eða fyrir átta mánuðum. Trésmiðja Snorra Hjaltason- ar byggði húsið og er hver ein- ing afhent kaupendum fullfrá- gengin að utan en tilbúin undir tréverk að innan. Áætlaður kostnaður i upphafi var 157 milljónir en fullfrágengið kost- ar húsið um 220-240 milljónir. „Ég sagði í apríl að við myndum opna 1. desember klukkan hálf fjögur og það stendur," sagði Snorri Hjaltason bygginga- meistari. „Það er ekki hægt annað en að flýta framkvæmd- um þegar byggt er í grónu hverfi og á jafn viðkvæmum stað. Reyndar ekki forsvaran- legt að bjóða nágrönnunum upp á annað.“ Byggingin er fullfrá- gengin að utan og Ióðin snyrt með malbikuðum bílastæðun en tré verða gróðursett þegar vor- ar. Verslunar- og þjónustumið- stöðin er hönnuð af Gísla Sæ- mundssyni arkitekt og Ragnari Ólafssyni arkitekt hjá Arkitekt- um TT3, Túngötu 3, og Smára Þorvaldssyni verkfræðingi. Miðstöðin er á tveimur hæðum í tveimur byggingum með gangi, sem tengir byggingarn- ar saman á annarri hæð en göngustígur er milli bygging- anna á fyrstu hæð. Jólatré ogflugeldar Meðal þeirra fyrirtækja sem þarna eru með útibú er Máttur, með líkamsræktarsal og sjúkra- þjálfun, verslunin Rimaval, sem flytur yfir götuna, hárgreiðslu- stofan Englahár, Sandholt bak- arí, myndbandaleigan Heima- myndir og pizzastaðurinn Hrói Höttur. Þá er Ljósmyndastofa Grafarvogs þar til húsa, sól- baðs- og nuddstofa, blómabúð, söluturn og biðskýli SVR og loks Rima-Apótek en apótekið verður opnað síðar. í tilefni opnunarinnar verður flugeldasýning á vegum skát- anna, kveikt verður á jólatré, félagar í Ungmennafélaginu Fjölni munu sérstaklega opna Hróa Hött og gestum og gang- andi verður boðið upp á kaffi í tilefni dagsins. Þá hefur verið ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni í janúar meðal íbúa hverfisins um nafn á verslunar- og þjón- ustumiðstöðina. V NÝLEGT EINBYLISHUS í GRENND VIÐ BORGARSPÍTALANN Til sölu mjög vandaö hús, um 250 fm, meö bílskúr. Þeir, sem vilja skoöa málið, eru vinsamlegast beönir um aö leggja inn nafn og símanúmer á afgreiðslu Mbl., merkt: „H — 1440“. 5521150-5521370 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI JDHANN ÞÓRBARSON, HRL. LÖGGILTUR TASTEIGNASALI. 2. HÆÐ Sólbaðs- og nudd- stofa Englahár Ljósm.stofa Grafarvogs Máttur, sjúkraþjálfun JARÐHÆÐ Reykjavíkurborg íhugar þetta L húsnæði sem hverfaskrifstofu og fyrir Félagsmálastofnum \ s Lyfja- \ \ verslun \\\ : l I •o CQ •S 'g-Sí Hrói höttur, Pizza ✓ \ V —^ KJALLARI RE'YKJAVÍK Kópavogur Hafnarf|or8ur Söluturn, biðskýli SVR VERSLUNARMIÐSTÖÐ LANGARIMA 21-23 Til sýnis og sölu m.a. eigna: Glæsíleg eign - stór bílskúr - skipti Vel byggt og vel með farið steinhús um 160 fm. Góður bílsk. rúmir 40 fm. Stór, ræktuð lóð. Húsið stendur á einum besta útsýnisstað í Norðurbænum í Hafn. Suðuríbúð - lækkað verð Mjög góð 2ja herb. íb. á 3. hæð um 60 fm skammt frá Múlahverfi. Stór stofa. Sólsvalir. Sérhiti. Parket. Ágæt sameign. Mikið útsýni. Laus fljótl. Vinsamlega leitið nánari uppl. Á vinsælum stað í Vesturborginni Sólrík 3ja herb. íb. á 2. hæð 82 fm v. Kaplaskjólsveg. Stór og góð geymsla í kj. Nýendurbætt sameign. Tilboð óskast. Ódýr íbúð í Vogunum Stór, sólrík 2ja herb. kjíb. m. sérinng. í reisul. þríbhúsi. Laus fljótl. Hlíðar - Þingholt - nágrenni Rúmg. húseign óskast fyrir traustan kaupanda þar sem koma má fyrir tveimur íb. og annarri m. vinnuaðstöðu. Má þarfnast endurbóta. Gott verð fyrir rétta eign. • • • Opið í dag kl. 10-14. Fjöldi kaupenda á skrá. Sérstaklega að eignum í gamla bænum og nágrenni. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 -5521370 Morgunblaðið/Ásdís SÍÐASTA hönd lögð á frágang utandyra við nýju verslunar- og þjónustumiðstöðina í Rimahverfi í Grafarvogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.