Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 30.11.1996, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 53 + Alda Guðlaugs- dóttir fæddist í V estmannaeyj um 21. desember 1928. Hún lést á Sjúkra- húsinu á Húsavík 24. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar Öldu voru Ragn- hildur Friðriksdótt- ir, húsmóðir, f. 12. júní 1902 á Rauð- hálsi í Mýrdal, d. 16. ágúst 1977, og Guð- laugur Halldórsson, útgerðarmaður, f. 20. maí 1898 á Stórabóli á Mýrum í Horna- firði, d. 2. apríl 1977. Systkini Öldu voru: Friðþór, f. 11. okt. 1926, búsettur í Vestmannaeyj- um, tvíburasystumar Guðbjörg og Elín, f. 21. apríl 1930, Guð- björg búsett í Reykjavík, og Elín í Vestmannaeyjum, og Vig- fúsína, sem lést 1994. Eftirlif- andi eiginmaður Öldu er Hreið- ar Sigurjónsson, f. 7. ágúst 1920, fyrrverandi bifreiðastjóri frá Heiðarbót í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu. Börn þeirra hjóna eru: 1) Ragnhild- ur, f. 30. ágúst 1948, búsett á Húsavík, maki Sveinn Rúnar Arason, f. 14. feb. 1946. Þeirra börn em Helga Eyrún, f. 1. okt. 1966, Örvar Þór, f. 5. nóv. 1970, og Alda, f. 23. apríl 1977. Fyrir rúmum mánuði stóðum við Alda mín hlið við hlið með bros á vör í brúðkaupi barna okkar Stein- gerðar og Hreiðars ótrúlega montn- ar með afkvæmin þegar þau stóðu þarna og játuðust hvort öðru og litli augasteinninn hennar Öldu, hann Sigurður Ágúst stóð tilbúinn með hringa foreldra sinna á púða sem hann sveiflaði með tilþrifum þegar að þeim þætti kom. Og ekki minnkaði stoltið þegar tvíburarnir voru færðir upp að altarinu til af- anna, þvílíkt ríkidæmi! Þarna voru þeir skírðir og látnir heita í höfuðið á eldri börnunum hennar, Ragnhildi og Sigurjóni. „Ja, alltaf kemur hún manni á óvart“ varð Öldu að orði og glampaði á gleðitár í augum hennar þegar athöfninni lauk og átti þá við nýbakaða tengdadóttur sína í sambandi við nöfnin á tvíbur- unum. Þennan ógleymanlega dag kom kona til mín og sagði: „Þið hjónin eruð svo heppin með tengdaforeldra Steingerðar, þau eru svo hress og samband ykkar við þau svo náið og ljúft.“ Það má með sanni segja að það hafi verið „ást við fyrstu sýn“ fyrir átta árum þegar þessi glæsilegu hjón komu í fyrsta sinn í heimsókn til okkar hjóna. Allur taugaóstyrkur hvarf eins og dögg fyrir sólu, þegar þau birtust með sinni stóísku ró og hlýju. Það reynd- ist auðvelt að tala við þau um allt milli himins og jarðar Aldursmun- urinn hafði ekkert að segja. Ekki leið á löngu þar til við Alda vorum famar að hlæja og flissa en það áttum við eftir að gera æði oft síð- ar og ekki þurfti mikið til, enda var konan með hárfínan húmor og dillandi hlátur. Það var gaman að tala við Öldu, maður kom aldrei að tómum kofunum hjá henni, hún hafði yfirleitt myndað sér skoðun á því sem um var rætt. Alda var frá- bær húsmóðir og uppskriftirnar hennar sem hún lét mig fá af ýmsu góðgæti eru vel geymdar. Það var gaman að vera undir hennar hand- leiðslu í slátur- og laufabrauðsgerð eins og við mæðgur reyndum. Heimilið hennar var sérlega snyrti- legt og hlýlegt og garðurinn bæjar- prýði, enda sameiginlegt tóm- stundagaman þeirra hjóna. Þegar andlátsfregnin kom og Guðný átta ára dóttir mín var búin að átta sig sagði hún: „Ég verð að segja kenn- aranum mínum frá því að amma 2) Siguijón, f. 5. des. 1952, búsettur í Keflavík, maki Helga Árnadóttir, f. 31. okt. 1956. Börn þeirra eru Hreiðar, f. 29. júní 1975, Birkir Freyr, f. 30. sept. 1977, Tinna Rós, f. 10. apríl 1984, og Krist- ján, f. 12. sept. 1995. 3) Hreiðar, f. 4. mars 1966, bú- settur á Húsavík, maki Steingerður Ágústa Gísladóttir, f. 12. júlí 1969. Þeirra börn eru Sigurður Ágúst, f. 3. okt. 1991, tvíburarnir Ragnhildur og Sig- uijón, f. 16. ágúst 1996. Barna- barnabörnin eru sex. Alda ólst upp hjá foreldrum sínum í Vestmannaeyjum. Sem barn dvaldi Alda nokkur sumur þjá frændfólki sínu í Pétursey í Mýrdal. Alda fluttist til Húsa- víkur 1947, en þá var hún trú- lofuð Hreiðari. Þau giftu sig annan í jólum 1948. Alda vann ýmis störf utan heimilisins. Síð- ast vann hún við ræstingar í Borgarhólsskóla, en hætti þar í desember 1995, þá nýorðin sextíu og sjö ára. Útför Öldu fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. mín sé dáinn“ til að fyrirbyggja allan misskilning sagði ég: „Þú verður að segja Alda amma, því hún var ekki alvöru amma þín.“ „Ég veit það en hún sagði að ég mætti kalla sig ömmu. Hún var alltaf svo góð. Það var alltaf svo notalegt heima hjá henni. Hún var alltaf að búa til eitthvað handa okkur, pönnukökur eða vöfflur ...“ Þetta var eins og talað út úr mínu hjarta. Það var svo sannarlega notalegt að vera heima hjá Öldu og Hreiðari og oft erfitt að koma sér af stað þegar komið var að heimferðartíma. Alda kunni svo sannarlega að meta börnin sín og fjölskyldur þeirra. Þau voru hennar lífsgæði. Hún átti afar auðvelt með að um- gangast börn og ungt fólk, þar þekktist ekkert kynslóðabil enda fordómalaus og jákvæð kona á ferð. Hún hafði gott lag á að byggja upp í stað þess að rífa niður. Vel tók hún á móti dóttur minni nítján ára gamalli, þegar þau hjónin buðu unga parinu að koma og búa hjá sér meðan þau kæmu undir sig fót- unum. Það varð strax mjög kært á milli þeirra Steingerðar og Öldu og gott að vita af dóttur sinni undir handaijaðri þessara heiðurshjóna. Það er mannbætandi að hafa kynnst Öldu og það kom sannarlega í ljós hvaða mann hún hafði að geyma þegar hún tókst á við veik- indi sín fyrir tæpu ári. Hún sýndi mikinn viljastyrk. Hún ætlaði ekki að leggjast í vol og víl heldur tak- ast á við veikindi sín eins og hvert annað verkefni sem fyrir hana væri lagt og taka einn dag í einu. Fyrsta heimsókn mín til hennar á sjúkra- húsið var eftirminnileg vegna þess hversu jákvæð hún var og svo þakk- lát fyrir allt sem fyrir hana var gert og óspör á hrósyrði hjúkrunar- fólkinu til handa. Hún var svo bjart- Við Sigurður viljum þakka þess- ari heiðurskonu alla hiýjuná, góð- mennskuna og skemmtilegheitin. Héðan í frá verður þetta máltæki hjá mér um konu sem er „allt í lagi“: „En hún er engin Alda“ eins og Helgu Jónu dóttur minni varð á orði þegar ég var að spyrja um mann- kosti ákveðinnar konu og Helga Jóna taldi ágætis manneskju, en komst þó ekki í hálfkvisti við Öldu. Sigríður Guðnadóttir. Þegar mamma hringdi og sagði mér þær fréttir að Alda væri dáin, varð mér á orði: „Hún Alda á Húsa- vík, hún amma mín?“ Við vorum hins vegar ekki tengd neinum blóð- böndum, heldur var ég svo lánsam- ur að kynnast henni, þegar hún passaði mig. Hún gerðist dag- mamma, þegar ég var orðinn of stór fyrir leikskólann en of ungur til að bjarga mér einn heima. Hún var yndisleg, góð kona og var ein- staklega lagin og þolinmóð við að koma í mig mat. Þá var ég oft erfið- ur. En Alda kunni ráð við því. Hún blandaði kaldan búðing í krukku o g vitandi af honum í eftirrétt, borð- aði ég nánast hvað sem á disk minn var sett. Svo voru það kartöflurn- ar, Hreiðars-kartöflur, þær heims- ins beztu, sem þau hjónin ræktuðu. Minningarnar um hana; falleg, glaðleg augun; hlýjan og elskuleg- heitin_ munu ávallt vera í huga mér. Ég veit að hennar er sárt sakn- að af ástvinum og votta ég þeim öllum samúð mína. Næst þegar mig langar að færa Öldu blóm, verður það ekki stutt- fættur snáði, sem magalendir í slabbinu fyrir framan útidyrnar með blómvöndinn á bakinu, heldur mun ég vitja hennar á öðrum stað. En brosandi andlit hennar í eldhús- glugganum á Baughólnum verður ljóslifandi í minningunni. Guð geymi Öldu mína. Hlynur Þór Birgisson. Ljósakrossar á leiði Rafmagnsverkstæði Birgis Sími/fax 587 2442 GSM 893 1986 Boðtæki 846 1212 Bílasími 853 1986 Heildsala - Smásala. sýn að maður trúði á kraftaverk. ... + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR ÞÓRARINSSON íþróttakennari, Miklubraut 58, Reykjavík, lést á Landspítalanum 29. nóvember. Jarðarför auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhannes Þór Guðmundsson, Kristín Ingibjörg Guðmundsdóttir. ALDA GUÐLA UGSDÓTTIR + Frændi okkar og vinur, LEÓ STEINAR LEÓSON, Bjarnastöðum, Grímsnesi, verður jarðsunginn frá Mosfelli, Grímsnesi, laugardaginn 30. nóv- ember kl. 14.00. Jóhannes Bjarnason, Bjarni Helgason, Sigurður Gunnarsson, Lára Sigurðardóttir. + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÖRUNDARÁRMANNS GUÐLAUGSSONAR múrarameistara, Lyngheiði 6, Kópavogi. Sérstakar þakkir sendum við Guðjóni Baldurssyni, lækni, og starfsstúlkum hjúkrunarstofu Karitas, ásamt öllu því góða hjúkrunarfólki sem hefur annast hann í gegn- um árin. Guð blessi ykkur öll. Katrín V. Ásgrimsdóttir, Ásgrimur G. Jörundsson, Ólöf V. Bóasdóttir, Guðlaugur Jörundsson, Rannveig Möller, Sunneva Jörundsdóttir, Jakob Sæmundsson, Sigríður Vala Jörundsdóttir, Bessi H. Jóhannesson, Jósef Valur Guðlaugsson og barnabörn. + Einlægar þakkir fyrir auðsýnda samúð og virðingu við andlát og útför JÓRUNNAR HELGADÓTTUR frá Görðum. Símon Sigurmonsson, Helgi Sigurmonsson, Guðmundur Sigurmonsson og fjöiskyldur. + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýjar kveðjur við andlát ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐNÝJAR ÞURÍÐAR GUÐNADÓTTUR, Melagötu 10, Neskaupstað. Halldóra Svanbjörnsdóttir, Einar Matthiasson, Jón G. Svanbjörnsson, Þuríður Á. Svanbjörnsdóttir, barnabörn og fjölskyldur. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur- gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS). Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir i sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.